Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sinfónísk kammertónlist TOMLIST II u f n a i’ Ii o r g KAMMERTÓNLEIKAR TRÍÓ REYKJAVÍKUR Tríó Reykjavíkur og gestaleikararnir Ragnhildur Pétursdóttir og Junah Chung fluttu verk eftir Emil Thoroddsen, Webern, Schubert og Brahnis. Sunnudaginn 29. nóveinber. TRÍÓ Reykjavíkur, sem í eru félagarnir Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté, héldu sína þrítugustu og fímmtu tónleika í Hafnarborg en að þessu sinni fengu þau til liðs við sig tvo strengjaleikara, Ragnhildi Péturs- dóttur og Junah Chung, til að flytja með sér þrjá eins þáttar strengja- kvartetta og píanókvintettinn fræga eftir Brahms. Tónleikarnir hófust á hægum þætti eftir Emil Thoroddsen er hann samdi til minningar um móður sína. Þessi þáttur er fallega saminn og þá vaknar sú spuming hvers vegna Emil samdi ekki meira af slíkri tónlist. Oft er það svo, að ein- hvers konar ki-afa eða jafnvel fyiir- mynd samfélaginu, knýr menn til at- hafna og um 1939, hefur trúlega ver- ið fátt til í samfélagi Reykjavíkur, sem krafði menn til úrlausnar vaðandi gerð kammertónlistar. Það er ljóst, bæði af öðrum verk- um og sönglögum Emils, að hann hafí burði til fást við alvarlega tónsmíði og er þessi kvartettþáttur til vitnis um það. Hann hefði trúlega yerið vakinn til athafna, ef hann hefði heyrt hann svo vel fluttan sem nú. Áhrif samfélagsins era ekki síð- ur greinileg í næsta viðfangsefni, sem var hægur þáttur fyrir strengjakvartett eftir Anton von Webern (1883-1945). Þátturinn er síðrómantískur að gerð, frábær tón- list og í þeim anda er efst var á baugi 1905. Webern hóf nám hjá Schönberg, sem á þessum tíma var hárómantískur, enda er vinnutækn- in í þessum hæga þætti ekta róm- antískur Schönberg. Þátturinn var mjög vel íluttur og auðheyrt að unga fólkið, Ragnhildur og Junah, féllu vel við leikmáta Guðnýjar og Gunnars, sem kom ekki síður vel fram í þriðja verkefni tónleikanna, sem var kvartett-þáttur í c-moll (D 703), eftir Franz Peter Schubert (1797-1828). Verkið er samið 1820 og þá hafði Schubert samið sex sinfóníur, megin hluta píanó- og söngverka sinna og nærri 50 kammerverk. Kvai'tettinn er glæsileg tónlist en spumingunni um það hvers vegna hann samdi ekki fleiri þætti, verður ekki svarað á ann- an hátt, en að fá tónskáld hafa staðið upp frá eins mörgum verkum ófull- gerðum og Schubert og má vera, að hann hafí bæði skort þolinmæði, verið sveimhugi og svo, að á hann leituðu sífellt nýjar hugmyndir, svo ekki gast tími til að fullgera þær eldri, enda átti vel við hann að semja sönglög, er hann gat gengið frá í hasti. Lokaverk tónleikanna var Píanók- vintettinn frægi í f-moll, op. 34, eftir Johannes Braghms, sem er fimmta útgefna (1865) kammerverk meist- arans og er sköpunarsaga þessa verks lýsandi fyrir þá efasemd, sem hrjáði Brahms, hann var oft lengi að gera upp hug sinn og varðandi píanókvintettinn, þá var hann upp- haflega saminn sem strengjakvin- tett, síðan fyrir tvö píanó og þá sem píanókvintett og hvað snertir alla gerð verksins, hefði verið ti-úlega farið vel á því, ef Brahms hefði um- ritað verkið fyrir sinfóníuhljómsveit, því svo stórt er það í sniðum og tón- vefur þess magnaður og í raun sin- fónískur að gerð. Til samstarfs við strengjakvar- tettinn kom Peter Máté og flutning- ur píanókvintettsins var allur hinn glæsilegasti og gat oft að heyra í einstaka tónhendingum sérstaklega, að gestaleikararnir eru góðir hljóðfæraleikarar, og að ekki var þeim kot vísað í samstarfi Guðnýjar, Gunars og Peters, sem eiga sér langa sögu sem frábært tónlistar- flók. I heild voru þetta glæsilegir tónleikar og sérstaklega í Brahms en þar drottnaði stór hugsun meist- arans í samstilltu samspilinu og ekki síður í túlkun, sem spannaði allt frá því viðkvæmasta til stórbrotinna sinfónískra átaka. Jón Ásgeirsson Jólasýning í Galleríi Fold ÁRLEG jólasýning verður opnuð í Galleríi Fold á Rauð- arárstígnum laugardaginn 5. desember. Að þessu sinni verð; ur hún í tveimum hlutum: I baksalnum verða verk gömlu meistaranna, en í fremri hluta gallerísins verður úrval verka núlifandi listamanna. Frá 1.-16. desember verður opið í Galleríi Fold frá kl. 10-18 alla daga nema sunnu- daga, en þá verður opið frá kl. 13-18. I Iíi'inglunni er opið til kl. 18.30 mánudaga til fimmtu- daga og til kl. 19 á föstudögum. Laugardaginn 12. desember verður opið til kl. 22. Frá 16. desember verður svo opið til 22 á hverju kvöldi til jóla, nema á Þorláksmessu, en þá verður opið til kl. 23. Á aðfangadag verður opið frá 9-12. Þetta á bæði við um Gallerí Fold á Rauðarárstígnum og í Ki'ingl- unni. BÆKUR Ljóð MAÐUR OG JÖRÐ Eftir Gunnar Dal. 101 bls. Bókaútg. Vöxtur. Prentun: Oddi hf. 1998. GUNNAR Dal hefur ekki átt samleið með öðrum skáldum. »Eg kaus að fara aðra leið«, segh' hann í upphafi ljóðsins Skáldalaun. Það er þó vai'la að formið hafí skapað hon- um þá sérstöðu. Ljóð hans og stíll er ekki svo frábrugðið því sem ger- ist og gengur hjá öðrum skáldum af hans kynslóð. Það er þvert á móti með lífskoðun sinni sem hann hefur komið sér fyiii' sér á bekk. I hörð- um heimi hefur Gunnar Dal haft annars konar boðskap að flytja; boðskap kærieika, mannúðar og farsældarhyggju. Afstaða hans til þjóðfélagsmála markast af sömu líf- skoðun. Af þeim sökum hefur hann oft farið í taugamar á róttækum gagnrýnendum, þeim sem trúað hafa á pólitískar lausnir þjóðfélagsbyltingu. Gunnai' Dal hef- ur aldrei látið olnbogaskot þeirra stjaka sér út í hom. En bilið milli þeirra hefur alltaf verið breitt. Lík- lega hefur hvorugur skilið annan. Þótt Gunnar Dal hafi löngum haft storminn í fangið hefur hann eigi að síður átt sér tryggan les- endahóp. Sá hópur hefur ekki horft á form ljóðanna heldur á boðskap- inn. Og lesendahópurinn hefur farið stækkandi með áranum. Og nú mun skáldið njóta þolanlegs FRÁ TÓMLEIKA TIL TRIJARYISSU friðar. Hann hefur sjaldan goldið rauðan belg fyrir gráan; ekki verið lagið að svara með þess konar hálf- kæringi og kaldhæðni sem oft hefur íylgt menningaramræðunni íslensku. En hann hef- ur ekki heldur Jegið á skoðun sinni. í áður- nefndu ljóði kveðst hann ekki vera bitur: En talaðu samt ekki um gamlan, bitran mann fyrirlitinn, misskilinn, gleymdan. Gunnar Dal Það er að vísu ofmælt að Gunnar Dal sé gleymdur, öðra nær. En hvers vegna nefnir hann þetta ljóð sitt Skáldalaun? Því svarar hann sjálfur, skýrt og skorinort, í næstu línum: Eg var á hæstu launum sem þessi heimur getur greitt: Gleðinni yfir að skapa. í ljóðinu Heimur sem ekkf gat orðið sendir skáldið »vinstrisinnuð- um gáfumönnum« kveðju guðs og sína. Þess utan verður ekki sagt að þjóðmálin skipi mikið rúm í þessari bók hans. Það eru sem fyrr hin varanlegri verðmæti - þau sem mölur og ryð fá eigi grandað - sem skáldið íhugar og boðar. Hann veltir fyrir sér stöðu mannsins í hverfulum heimi þar sem svo margur horfir ekki lengra en fyrir fætur sér og lifir fyrir hraðfleygt andar- takið. Stundum talar skáldið opin- skátt, svo opinskátt að Ijóðið mundi líkjast venjulegum, óbundnum texta væri því ekki skipt niður í afmarkað- ar ljóðlínur. í því felst þó í senn styrkur og veildeiki Gunnars Dal. Ljóð hans eru alltaf auðskilin. Boð- skapinn getur hver sem er meðtekið hvenær sem er, fyrirhafnarlaust. Gunnar Dal hefur hvað eftir annað lagt áherslu á að mannleg þekking nái skammt; hún sé sífellt í endurskoðun; sannleikurinn sé því tímabundinn og afstæður og hvergi varanlegur. En hvað er þá varanlegt? Því svarar skáldið prýðilega í ljóði sem hann nefnir Ég trúi. Það hefst á þessum orð- um: Égtrúi á hið rúmlausa í rúminu. Hinn hreina hljóm upphafsins. Hér afneitar skáldið efnishyggj- unni en leitar til upphafsins, sjálfr- ar uppsprettu lífsins, skaparans. Mannskilning sinn áréttar skáldið svo í eftirfarandi ljóðlínum: Samt á hver maður sér hinn mesta hugsanlegan tilgang. Hver er sá tilgangur? Hann felst í tránni. Án tráarvissunnar væri þetta allt saman tilgangslaust. Þar sem efni, tíma og rám þrýtur tekur tráin við, kristin trá sem jafnframt er skoðuð í skuggsjá annarra trá- arbragða: Saman rísum við upp og hverfum til þín. Sum ljóðin í bók þessaiú geta sýnst ort af fullmikilli mælsku en of lítilli ögun og fyi-ii'höfn. Ef til vill er Gunnar Dal búinn að yrkja of mikið, farinn að endurtaka sig. Víst má segja að ljóðlist hans jafnt og skoð- anh' komi ekki lengur á óvart. En skáldinu verðui' margt fyrirgefið vegna þess sem hann gerir best. Meðal úi-valsljóða hans má benda á síðasta ljóðið í bókinni, ljóð sem skáldið orti efth' konu sína látna. Þai' hefur Gunnar Dal tekið á öllu sínu og sýnt hvað i honum býr. Ovíða hefur hann komið betur orð- um að lífskoðun sinni og tráar- trausti. Hannur hans kallar svo fram fágaðan og rismikinn skáld- skap og ekki ófyrirsynju að kvæðinu skuli skipað þama í heiðurssæti. Maður og jörð er í litlu broti, ekki ósvipað mörgum ljóðabókum sem gefnar vora út snemma á öld- inni. Augljóst er - ef misheppnuð titilsíða er undanskilin - að útgef- andi hefur lagt kapp á að gera þetta að látlausum en fallegum prentgrip. Með Maður og jörð í höndum getur lesandanum þótt sem hann sé horfinn aftur til gömlu góðu daganna þegar ljóð vora lesin af ástríðu og innlifun, lesin aftur og aftur, lesin og lærð. Erlendur Jónsson Snotur mynd en eng’in tímamót KVIKMYMPIR lláskólalifó: „Vetrarvindar“ BAÐHÚSIÐ -IL BAGNO TURCO irk'k Lcikstjóri og handrit Ferzan Ozpet- ek. Tónlist Aldo De Scalzi, Pivio. Kvikmyndatökustjóri Pasquale Mari. Aðalleikendur Alessandro Gassman, Fransesca D’AIoja, Carlo Cecchi, Halil Ergiin, Serif Sezer, Mehmet Gunsur. 100 mín. Tyrk- nesk/ítölsk/spönsk. 1997. Á MEÐAN ítalir og Tyrkir standa í pólitískum illdeilum birt- ist þessi fína mynd um ágæt sam- skipti þessara ólíku þjóða. Tyrkir eru jaðarþjóð í hópi Vesturlanda, í raun mestmegnis austan Bospor- ussunds, í Asíu. Evrópubúar alls ekki á eitt sáttir við að telja þá fullgilda í sínum hópi, heldur múslímska miðaldamenn. Sú mynd sem dregin er upp í Baðhús- inu, er hins vegar geðfelld, sýnir okkur á athyglisverðan hátt inn í þjóðarsál fjarlægrar og framandi menningar. Enda gerð, í samvinnu við ítali og Spánverja, af Tyrkjan- um Ferzan Ozpetek, hans fyrsta mynd. Francesco (Alessandro Gassm- an), ítalskur hönnuður, fær óvænt fréttir af því að frænka hans í Ist- anbul sé látin, og hann sé erfingi eigna hennar í borginni við sund- ið. Hún hafði heillast af mannlíf- inu og fest þar rætur. Francesco heldur til Tyrklands til að selja góssið, en kemst að því að það er gamalt og virðulegt baðhús, en þau leika stórt og sérstætt hlut- verk í karlaþjóðfélaginu tyrk- neska. Líkt og frænkan, hrífst Italinn af hinu framandi andrúms- lofti borgarinnar, hættir við að selja, þrátt fyrir hótanir ákveðins kaupanda og konan hans kemur í heimsókn. Til að slíta við hann samvistum. Yfir Baðhúsinu er talsvert nota- legur og Ijóðrænn blær, Ozpetek tekst mæta vel að laða fram heill- andi þætti í þjóðarsál landa sinna. Gestrisni, hlýju og einstakt, dular- fullt, erótískt andrámsloft, þar sem maður veit alls ekki á hverju er von. Það liggur í loftinu einsog margir ósagðir hlutir í þessari blæbrigðaríku mynd sem undir- strikar eitt öru frekar: að hamingj- an er dýrmætust og dýrkeyptust í lífi sérhvers manns. Baðhúsið veld- ur engum tímamótum, en er engu að síður snotur, lítil mynd og for- vitnileg. Ozpetek er laginn hand- ritshöfundur (reyndar er hún ekki sérlega aðgengileg myndin, á ítölsku og tyrknesku, með sænsk- um texta), persónurnar óvenju skýrar og vel leiknar. Gassman stendur undir nafni í aðalhlutverk- inu, tekst giska vel að tjá breytt viðhorf hins stressaða Rómarbúa sem tekst um sinn að finna frið í framandi karlasamfélagi. Sæbjörn Valdimarsson Nýjar bækur • FALLIÐ fram af fjalli er fímmta Útkallsbók Óttars Sveinssonar. I kynningu segir að fjórir áhrifa- miklir atburðir séu efni bókar- innar þar sem spenna og tilfinn- ingaleg átök ein- kenna frásögnina. Byggt er á viðtöl- um við söguhetj- urnar, þá sem í hremmingunum lentu, björgun- arfólki og aðstandendur. Bryndís Brandsdóttir hrapaði ásamt fylgdarmanni um 200 metra fram af Grímsfjalli í maí 1998; Hallgrimui' Magnússon, sem síðar kleif Everest, bjargaði föður sínum og fylgdar- manni hans; fímm Vestmanneyingar lýsa því er þeir horfðust í augu við dauðann er bátur þeii'ra sökk við Bjarnarey. Útgefandi er íslenska bókaútgáf- an. Bókin er 256 bls., prentuð hjá Prenttækni og bundin hjá Félags- bókbandinu - Bókfelli. Verð 3.980 kr. • TÓTA og Timinn eftir Bergljótu Arnalds er komin út í annað sinn. Bergljót hefur m.a. skrifað sögu um Stafakarlana. Tóta og Tíminn kom fyrst út fyrir jólin í fyrra. í til- efni af útgáfunni var byggð fimm metra há stand- klukka og var notað í hana á þriðja þúsund bóka. „Þetta er eina klukkan sem vitað er um í heiminum sem byggð hefur verið úr bókum,“ segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að Tóta og Tím- inn sé skemmtilegt ævintýri ætlað þeim sem vilja læra að þekkja á klukku. Aftast í bókinni eru þrautir og leikir sem gaman er að spreyta sig á. Til dæmis hefur Tíminn misst tímaglasið sitt og gaman er að reyna að finna það. Útgefandi er Virago sf. Mynd- skreytingar eru eftir Ómar Arnar Hauksson. Japis sér um dreifíngu. Verð: 1.590 kr. Óttar Sveinsson Bergljót Arnalds I I k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.