Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 42

Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 42
Argus sia.isSI165 42 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ GULA RÖÐIN I P' * Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar í Háskólabíói íimmtudaginn 3. desember kl. 20:00 Hljómsveitarstjóri: Einleikarar: Stephen Mosko Einar Jóhannesson og Unnur Sveinbjarnard. Efnisskrá: r Robert Schumann: Sinfoma nr 3 Max Bruch: Konsert fyrir víólu og klarinett Atli Heimir Sveinsson: Flower Shower ^ Miðasala á skrifstofu hljóm- sveitarinnar og viö innganginn Sinfóníuhljómsveit Islands Háskólabíói við Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Nánari upplýsingar á sinfónfu- vefnum: www.sinfonia.is Tjaldað yfir hugmyndir MYNDLIST G e r ð u li e r g SJÓNÞING HANNES LÁRUSSON Opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-21, föstud. til 19 um helgar kl. 12-16.30. Til 31. des. HANNES Lárusson hefur verið all-atkvæðamikill í myndlistarlífí Reykjavíkur undanfarin ár, hefur sjálfur sýnt og staðið fyrir ýmsum uppákomum og viðburðum, rekið gallerí, skrifað greinar og haldið er- indi um stöðu listarinnar og samfé- lagsins yfirleitt. Það er hins vegar ekki auðvelt að meta framlag hans því fjölbreytnin er mikil í verkum hans og oftar en ekki tekur hann sér hlutverk próvókatörsins, þess sem fyrst og fremst starfar til að ögra og ýta við hinum. Hannes er óvæginn, bæði í stöðugri gagnrýni sinni og gagnvart sjálfum sér í listinni. Gjörningar hans eru oft eins konar þolraun þar sem hann gengur næstum fram af sér líkamlega, stundum eru þeir þol- raun þar sem hann leitast við að ganga fram af áhorfandanum, en stundum eru þeir líka heimilislegir, þjóðlegir og skemmtilegir, eins og gjörningurinn í Galleríi Sævars Karls að loknu sjónþingi á dögunum þar sem gestum var gefíð brennivín úr sérstaklega útskornum kút í út- skornar ausur. Síðustu árin hefur útskurðurinn einmitt orðið mikilvægur þáttur 1 list Ilannesar og á því sviði hefur hann sýnt mörg athyglisverð verk sem eru gjarnan einhvers konar um- myndanir á hversdagslegum hlut- um, hversdagslegir hiutir sem hafa verið teygðir út í hálfgerðan absúr- disma svo þeir verða annaðhvort hlægilegir eða hálf-vandræðalegir eins og hversdagslegir hlutir vilja verða þegar þeir þjóna ekki lengur tilgangi sínum (brotin gleraugu, út- varp sem ekkert heyrist í) eða við uppgötvum skyndilega að tilgangur- inn var aðeins blekking (fótanudd- tæki). Sjónþing Hannesar Lárussonar veitir kærkomna yfirsýn yfir feril hans, yfirsýn sem erfitt hefur verið að fá með öðru móti. Eins og sjá má á sýningunni í Gerðubergi ná verk Hannesar yfir vítt svið og eru að formi og framsetningu afar sundur- leit. Það er engu líkara en hann hafi • VOÐASKOTIÐ er eftii■ Önnu Dóru Antonsdóttur. I kynningu segir að sagan sé 19. aldar mannsins Hans Baldvinssonar, sem fæddur var að Upsum 10. desember 1819 og bjó alla sína tíð á Upsaströnd. 14 ára gamall var hann viðriðinn vo- veiflegt mannslát þar sem vinnu- kona varð fyrir byssuskoti. I sög- unni er farið ofan í kjölinn á þessu gamla sakamáli sem aldrei vai’ til lykta leitt á sínum tíma og legið hef- ur í þagnargildi í 160 ár. Höfundur leitar víða fanga við frá upphafi einsett sér að prófa alla hugsanlega framsetningarmáta án þess að binda sig við nokkurn þeirra. Ef undan væru skilin út- skurðarverkin mætti vart greina þar nokkuð í líkingu við það sem við venjulega mundum kalla höfundar- einkenni. Og þó ... I öllum verkum Hannes- ar skynjum við einhverja nálægð, einhverja óþreyjufulla og frekjulega vitund sem sífellt leitar, sífellt ögi’ar og sífellt heimtar einhverjar umbæt- ur. Það er ekki gott að átta sig ná- kvæmlega á því hvort hér er um að ræða markvissa stefnu eða ákveðnar kröfur, en þarna er að minnsta kosti einhver vitund um stefnu og kröfu. Jón Proppé samningu þessarar sögu, bæði í prentuðum og óprentuðum heimild- um. Ber þar hæst dóma og þingbók Eyjafjarðar en Guðrúnarmál voru með umfangsmestu málum sýslu- mannsembættis Eyjafjarðar á sinni tíð. Anna Dóra er fædd og uppalin á Dalvík og er kennari að mennt. Hún hefur fengist töluvert við þýðingar og skriftir barnabóka. Viðauki fylgir bókinni með sýnis- horni af kveðskap Hans Baldvins- sonar, niðjatali hans og þætti af sr. Baldvini Þorsteinssyni sem síðast vai- prestur á Upsum og Filippíu Er- lendsdóttur konu hans. Júlíus Kiást- jánsson á Dalvík ritar formála. Útgefandi er höfundur. Bókin er 210 bls., prentuð hjá Iðnú bókaút- gáfunni. Verð: 3.380 kr. Nýjar bækur Anna Dóra Antonsddttir Hver er aö hrinaia? Nu fæst símanúmeraskrá Símans hjá verslunum Símans og öllum afgreiðslustöðum Póstsins um land allt. í skránni má íínna öll símanúmcr iandsins í númeraröð. Þannig að ef þú þarft að vita hver eigi tiltekið simanúmerþá kemur símanúmeraskrá Simans að góðum notum. Afgreiðslustaðir Islandspósts um land allt Ármúli 27, sími: 550 7800 • Kringlan, sími: 550 6690 • Landssímahúsið við Austurvöll, sími: 550 6670 Þjðnustuver Símans, sími: 800 7000 • Síminn Internet, sími: 800 7575 • Akureyri, sími: 460 6710 • Sauðárkrókur, sími: 455 1000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.