Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 49

Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 49
48 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ MORGUNBLADIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UTSVARSHÆKKUN OG KJARA- SAMNINGAR ÞEGAR STÆRSTU landssambönd ASÍ gengu frá kjara- samningum árið 1997 gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu - til að greiða fyrir sátt á vinnumarkaði - sem fól í sér lækkun tekjuskatta í þremur áföngum: 1,1% 1997, 1,9% 1998 og 1% árið 1999. I fyrstu var gert ráð fyrir að sveitarfélögin tækju á sig hluta lækkunarinnar, en þau höfnuðu því alfarið. Nið- urstaðan varð því sú, að ríkissjóður stæði einn undir skatta- lækkuninni. Síðasti áfangi skattalækkunarinnar kemur til framkvæmda 1. janúar nk. Nú er ljóst, að Reykvíkingar munu ekki njóta þessarar skattalækkunar. Meiri hluti Reykjavíkurlistans í borgar- stjórn hefur ákveðið að hækka útsvar á borgarbúa úr 11,25%, sem það er í ár, í 11,99% á næsta ári, eða um tæpar þúsund milljónir króna. Utsvarshækkunin ein og sér etur nánast upp þá tekju- skattslækkun, sem Reykvíkingar reiknuðu með að fá í sam- ræmi við fyrirheit tengd kjarasamningum. Sveitarfélögin skoruðust að vísu undan því á sínum tíma að lækka útsvör lítilsháttar, sem vera átti framlag þeirra til kjarasáttar og mjög mikilsvert var að ná fram fyrir þjóðarbúskapinn; ekki sízt fyrir atvinnulífið, þar sem tekjustofnar ríkis og sveitar- félaga verða til. Þrátt fyrir, að sveitarfélögin hafi ekki viljað taka á sig þetta framlag til kjarasamninga fer ekki á milli mála, að þau öll, en ekki sízt Reykjavíkurborg, hafa verulega hagsmuni af því, að friður ríki á vinnumarkaði út samningstímabilið. Ef ákvörðun meirihluta borgarstjórnar nú leiðir til óróa á vinnumarkaði verður það dýrt spaug fyrir höfuðborgina ekki síður en atvinnulífið. Þess vegna er erfitt að skilja þá ákvörð- un borgarstjórnarmeirihlutans að hækka útsvarið með þess- um hætti. Þar að auki hlaut Reykjavíkurlistanum að vera ljóst, að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar yrðu hörð, eins og nú er komið í ljós. Margt bendir því til þess, að útsvars- hækkun borgarstjórnarmeirihlutans sé einhver mestu póli- tísku mistök, sem hér hafa verið gerð á síðari árum. Vissulega er ekki auðvelt verk fyrir borgarstjórn Reykja- víkur að ná hallalausri afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgar- innar fyrir næsta ár eins og allt er í pottinn búið. Það er auðvelt að tala um niðurskurð útgjalda en það er erfiðara að framkvæma hann. Niðurskurður útgjalda af þeirri stærð- argráðu, sem hér er um að ræða hefði komið illa við marga og valdið pólitískum erfiðleikum fyrir meirihlutann. Hinar sérstöku aðstæður, sem nú ríkja valda því hins vegar, að það er nánast óframkvæmanlegt að hækka útsvar með þeim hætti, sem borgarstjórnarmeirihlutinn hyggzt gera. Þótt borgarstjórn Reykjavíkur hafi ekki gefið nein fyrirheit í sambandi við gerð síðustu kjarasamninga er ljóst, að sið- ferðileg ábyrgð borgarinnar er mikil í þeim efnum. Þrátt fyrir stórauknar tekjur hins opinbera vegna upp- sveiflunnar í þjóðarbúskapnum er staða sveitarfélaga önnur og verri en ríkisbúskaparins. Á sama tíma og ríkið skilar tekjuafgangi og greiðir niður skuldir um tuttugu milljarða króna á tveimur árum, vex rekstrarhalli sveitarfélaganna og skuldir þeirra aukast umtalsvert. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri í Reykjavík, segir að ríkið hafi í senn komið kostnaðarsömum verkefnum yfir á sveitarfélögin og rýrt tekjur þeirra. Þar á hún trúlega við grunnskólann, sem tekur til sín um 38% af rekstrargjöldum sveitarfélaga, og breytingai- í skattamálum, sem geta haft áhrif á útsvarstekj- ur. í því sambandi má minna á skattfrelsi lífeyrisiðgjalda, frádrátt vegna hlutabréfakaupa og tilfærslur í skattakerfi í kjölfar fjármagnstekjuskatts. En því má ekki gleyma, að sveitarfélögin sömdu við ríkið um yfirtöku skólanna. Þau voru ekki þvinguð til þess og hljóta að hafa haft einhverja hugmynd um það, hvaða fjárhagsleg áhrif sú ákvörðun mundi hafa á rekstur þeirra. Misvísandi ákvarðanir ríkisstjórnar og borgarstjórnar í skattamálum staðfesta nauðsyn þess, sem fjármálaráðherra hefur lagt til, að komið verði á fót formlegu samstarfi ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál - sameiginlega markmiðs- setningu. Ljóst er ennfremur, að sveitarstjórnir verða að taka sér tak til að ná niður rekstrarhalla og skuldum. Það hefur ríkisstjórnin gert með aðhaldi og niðurskurði, sam- hliða nokkurri skattalækkun. Tekizt hefur að breyta lang- tíma og umtalsverðum ríkissjóðshalla í tekjuafgang og greiða verulega niður skuldir. Það er sú leið sem Reykjavík- urborg og önnur skuldsett sveitarfélög verða einnig að fara, þ.e. að lækka rekstrarkostnað, fresta framkvæmdum og jafnvel selja eignir. Hættan nú er sú, að fleiri sveitarfélög fylgi í fótspor borgarinnar, eins og reyndar kom í ljós með Vestmannaeyjar í gær en það gerir málið enn erfiðara við- fangs gagnvart verkalýðsfélögunum. Fullveldi í 80 ár FLEST lýðræðisríki sam- tímans eiga sér ritaða stjórnarskrá. Bretland er þar undantekning. Það breytir því auðvitað ekki að þar í landi eru til grundvallar stjórnskipunarreglur líkt og annars staðar, en þær eru að miklu leyti óskráðar, og þær hafa ekki stöðu ofar lögum í pýramída réttarheimildanna. Annars staðar, þar sem ritaðar stjóm- arskrár eru fyrir hendi njóta þær að jafnaði stöðu ofar almennum lögum. Það birtist í því að erfiðara er að breyta þeim heldur en öðrum réttar- reglum, hinn pólitíski meh'ihluti þarf að leita samstai’fs við minnihlutann. Ennfremur hafa verið fundnar aðferð- ir til að tryggja að lög stríði ekki gegn stjómarskránni. Samanburður milli landa ieiðir í ljós að stjórnarskráin geymir jafnan regl- ur um tiltekna hluti. Það eru reglur um æðstu valdastofnanh' ríkisins, svo sem þing, þjóðhöfðingja, ríkisstjórn og dómstóla og samspil þeirra og hins vegar um grundvallarréttindi borgar- anna (og skyldur) og vernd þeiira. Það er ljóst að það verður seint hægt að semja hina fullkomnu stjórn- arskrá. Hverju ríki hentar mismun- andi stjórnarski'á. Þar skipth' máli stjómarfar í landinu og hefðir. Eins er ekki endilega samræmi milli góðs stjórnarfars og vel saminnar stjórnar- skrár. Rússar geta til dæmis verið stoltir af stjórnarskránni sinni, sem sameinai' margt það besta úr stjórn- skipunarhugmyndum Vesturlanda, en stjórnarfarið er hins vegar lítt til fyr- irmyndar enn sem komið er. Bretar eru hins vegar flestum öðrum til fyrir- myndar hvað snertir hefðir og grund- vallarreglur stjómskipunarinnar án þess að eiga sér einu sinni ritaða stjórnarskrá! Lýðveldisstjórnarskráin íslenska skipai' ekki stóran sess í íslensku þjóð- lífi. Eg veit ekki hvort yfu'leitt er minnst á hana á tyllidögum, að minnsta kosti örugglega sjaldnar en á tunguna, söguna, bókmenntaarfinn og Alþingi. Hún gegnir samt sínu hlut- verki og hefur til dæmis orðið dóm- stólum tilefni til að víkja lögum settum af hinu háa Alþingi til hliðar. Hún get- ur samt engan veginn talist sá samfé- lagssáttmáli sem hún gæti verið. Breytingar á kosninga- fyrirkomulagi En hvers vegna að nefna stjórnar- skrána nú, er eitthvað í henni sem mætti bæta, er ekki affarasælast að láta kyrrt liggja? í raun er það svo að stjórnarskráin er í stöðugri endur- skoðun, henni hefur verið breytt alloft frá upphafi lýðveldisins og á hverju kjörtímabili koma fram tillögur til breytinga á henni sem vissulega ná fæstai’ fram að ganga. Breytingarnar sem orðið hafa snerta flestar kjör- dæmin í landinu og kosningafyrir- komulag. Þó voru gerðar umtalsverð- ar breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar árið 1995, þar sem réttindaákvæðin voru færð til nútíma- legs horfs. Efth' þá endurskoðun má segja að sá hluti stjórnarskrárinnar sé I ágætu samræmi við það sem gerist hjá öðrum ríkjum í okkar heimshluta. Það má auðvitað nefna að það væri ekki úr vegi að huga að því að auka við stjórnarskrána félagslegum réttindum og ákvæðum um grundvallargildi samfélags- ins eins og tunguna, sög- una, auðlindir lands og sjávar, náttúru- og neyt- endavernd. Slíkar stefnuyf- irlýsingar eru fyrst og fremst táknrænar, eins konar yfirlýsing um það hvað sú þjóð, sem landið byggir, vill standa vörð um en geta jafnframt komið dómstólum að haldi þegar þeir meta lög á mælikvarða stjórnarskrárinnar. Þær breytingar sem ______ gerðar hafa verið á stjóm- arskránni á lýðveldistímanum hafa ekki að neinu marki tekist á við grundvallaratriði í stjórnskipun lands- ins. Mjög ólíklegt er líka að á þeim verði tekið með smáskammtalækning- um, það er að segja með Iagfæringum í tengslum við reglulegar þingkosning- ar. Það verður ekki gert nema að vel undirbúnu máli, sem nokkurs konar langtímaáætlun. Það liggur heldur ekki lífið á, þjóðfélagið blómstrar og þar ríkir stöðugleiki og hagsæld. SAMKOMA við Stjórnarráðshúsið 1. desember 1918 ítilefni fullveldis íslands. Sérkenni íslenskrar stj órnskipunar Það getur líka verið rík ástæða til að festa grundvallar- atriði í sessi á hagsældar- tímum til þess að við séum betur undir óróleika og kreppu búin. Kennh' ekki sagan okkur að stjórnar- farslegar umbætur verða ekki nema á umbrotatímum? Ef til vill að vissu marki. Það er þó ekkert náttúrulög- mál. Til eru ríki sem hafa endurbætt stjórnarskrár sínar kerfisbundið á lengri tíma, líkt og Finnai' og Sviss- lendingar vinna nú að, svo dæmi séu tekin. Það getur líka verið rík ástæða til að festa grundvallaratriði í sessi á hagsældartímum til þess að við séum betur undir óróleika og kreppu búin og jafnframt að leysa úr þversögnum sem í stjórnskipuninni leynast. Stjórnarskrá og veruleiki Ef nefna ætti þau atriði sem helst eru forvitnileg við íslenska stjórnskip- un eða jafnvel sérkennileg þá kemur tvennt einkum upp í hugann. Hvort tveggja snertir samband stjórnar- skrárinnar og hins pólitíska veruleika eða með öðrum orðum það bil sem hef- ur skapast þar á milli. Annað sérkenn- ið lýtur að samspili milli helstu stofn- ana ríkisins. Það felst nánar tiltekið í því að forsetinn hefur mun meira hlut- verki að gegna samkvæmt stjórnar- skránni heldur en raunin hefur orðið. Rúmsins vegna verður ekki fjallað um annað skylt efni, ekki síður athyglis- vert, sem er það hverrar stöðu nýtísku stjórnvöld eins og tölvunefnd, Sam- keppnisstofnun og umboðsmaður Al- þingis, sem öll gegna þýðinganniklu hlutverki, njóti í stjórnskip- uninni. Er hugsanlega ástæða til að skjóta stjóm- skipulegum stoðum undir þessar stofnanh' þannig að löggjafinn geti ekki með einu pennastriki ýtt þeim út af borðinu reynist þær óþægar, eins og nú vh'ðist hægt. Hitt sérkennið lýtur að stöðu stjórnarskrárinnar sem æðstu réttarheimildar, skuldbindingai'gildi hennar nánar til tekið. Af ýmsum ástæðum hefur stjórnar- __________ skráin íslenska ekki þá stöðu sem hún verðskuldar í réttarríki. Breytingar á henni skera sig ekki úr öðrum lagabreytingum og eftirlit með því að lög samrýmist stjórnarskrá er ekki eins öflugt og hjá mörgum öðrum þjóðum. Hin djúpstæðu rök fyrir því að skipta ríkisvaldinu felast í því að þannig verði best komið í veg fyrir spillingu valdsins. Grundvallarstofn- unum ríkisins er þannig ætlað að hafa hemil hver á annarri. Sérkennin sem vikið hefur verið að tengjast bæði því Stjórnskipun Evrópuríkja á rætur í stjórn- arbyltingum og stjórnskipunarhugmyndum 18. aldar. Hvernig svarar stjórnarskráin okkar, sem á rætur svo langt aftur, kröfum nútímans? Hvaða atriði eru líkleg til að standast tímans tönn og hver mætti endur- skoða ef marka má reynslu annarra þjóða? Páll Þórhallsson lætur hugann líða í fjög- urra greina flokki á 80 ára afmæli fullveldis. að dregið hefur að vissu marki úr gagnkvæmu eftirliti ólíkra þátta rík- isvaldsins, valdataum- amir eru komnir á færri hendur heldur en grund- vallarhugmyndir um skiptingu ríkisvaldsins gera ráð fyrir. Mótvægið sem stjórnarskráin gerði ráð fyrir af hálfu þjóðar og forseta við hinn póli- tíska meirihluta sem ræður ferðinni í þingi og ríkisstjórn hefur fjarað út. Á tímum þar sem hinn pólitíski meirirhluti er öflugur vegna styrkr- OLAFUR Ragnar ar stjórnar og sundraðar Grímsson forseti stjórnai'andstöðu kemur Islands. þetta mjög skýrt fram. Þá hagar sagan því þannig að í for- setastól er sestur stjórnmálamaður sem er þegar farinn að setja nýjan svip á embættið. Hvert sem verður framhaldið á tilraunum hans til að skapa ný valdahlutföll þá hlýtur um- ræða að fara vaxandi um þörfina á að skapa skýrari línur í stjórnarskránni, því þar er staða forsetans alls ekki jafn skýr (með öðrum orðum jafn veigalítil) og stjórnmálamenn vilja gjarnan vera láta. DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra. Stjómskipun og pólitisk þróun Samkvæmt stjómarskránni fer for- setinn með löggjafarvald ásamt Al- þingi. Hann getui’ lagt fi-umvörp fyrh' Alþingi, gefið út bráðabirgðalög og veitt undanþágur frá lögum. Undir- skiTft forseta undir löggjafai-mál veith- þeim gildi. Forsetinn getur skotið ný- samþykktu lagafrumvarpi til þjóðarat- kvæðis og er því nokkurs konai' eftir- litsmaður með því að Alþingi fari ekki út af sporinu. Forsetinn stefnh' saman Alþingi ár hvert og hann gefur rofið Al- þingi og ákveðið nýjar kosningar. Sam- kvæmt stjómarskránni skipar forseti ráðherra og veitir þeim lausn. Forset- inn gerir samninga við önnur ríki. For- setinn er því samkvæmt bókstafnum annar aðalhandhafi löggjafarvaldsins, höfuð framkvæmdai-valdsins og vörður stjórnarskrárinnar, ekki ósvipað því sem gerist í Frakklandi til dæmis. Fræðimenn í stjórnskipunarrétti hafa undirstrikað að lesa verði þessi ákvæði ásamt ákvæðinu um að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. í raun er það líka svo að ákvæði gamalla stjórnarskráa innihalda mörg hver svipuð ákvæði um völd konunga. Skýr- ingin er auðvitað söguleg, stjómar- skrárnar verða til á því skeiði sögunn- ar þegar þing eru að heimta völd úr höndum konungs. Þær eru oftlega málamiðlun milli þessara tveggja. Þar koma ráðherrarnir fram sem nokkurs konar stuðpúði milli konungs og þings, þeir bera ábyrgðina gagnvart þinginu en ákvarðanir konungs öðlast heldur ekki gildi nema þeh' meðundirriti. Forsetinn í íslensku stjórnarskránni verður þó engan veginn afgi’eiddur sem sams konar fyi'irbæri og konung- urinn í mörgum öðrum stjórnarskrám, valdalaust sögulegt tákn, sem fyrr eða síðar verður lagt af. Það helgast fyrst og fremst af því að hann hefur ótví- rætt lýðræðislegt umboð, þ.e.a.s. hann er þjóðkjörinn, og stendur að því leyti jafnfætis Alþingi. Samanburður við önnur lönd undirstrikar þetta enn frekar því víða annars staðar er forset- inn ekki einu sinni þjóðkjörinn, heldur kosinn af þinginu eða af kjörmönnum. Það er líka viðurkennt af íslenskum fræðimönnum að forsetinn hafi (eða geti haft) margháttuð völd, hann sé nokkurs konar ökuþór til vara, sem geti tekið í taumana, þegar á þurfi að halda, þótt vissulega bæti menn því við að ólíklegt sé að þær aðstæður komi upp á Islandi. Hefur prófessor Sigurður Líndal til dæmis bent á að umræður á Alþingi við setningu lýðveldisstj órnarskrárinnar sýni að menn tóku mjög meðvitað þá ákvörðun að fela forsetanum synjunar- vald, þannig að engan veginn sé hægt að afgreiða það sem fomleifar án skírskotunar th nútímans. Fæstir vilja líka halda því fram að synjunarvaldið sé fallið niður fyrir notkunarleysi. Hver gæti líka tekið sig til og skorið úr um slíkt ef á reyndi? Synj- unai'vald forseta er líka mun lýðræðislegra heldur en neitunarvald konungs. Beit- ing synjunarvaldsins leiðir ekki til annars en að þjóðin fær að eiga síðasta orðið um lagasetningu. Eins og allir vita hefur synjunarvaldinu aldrei verið beitt og því eru vangaveltur um eðli þess í viðtengingarhætti. Það hefði getað þróast út í leið til að tryggja aðild þjóðarinnar að mikilvægri löggjöf. Einnig hefði mátt hugsa sér að for- setinn leitaði sér ráða sér- ______ fróðra aðila um hvort lög stríddu gegn stjórnarskránni áður en hann undirritaði umdeild lög og skyti þeim undir dóm þjóðarinnar ef vafi léki þai’ á. Tilvistarspurningin Þróunin varð önnur. Þrátt fyrir sterka stöðu forsetans í stjórnar- skránni hefur hann verið smækkaður niður í að vera sameiningartákn, þ.e. nokkurs konai' þjóðkjörinn konungur. Á meðan sá sem gegnir forsetaemb- Það má því segja að það hafi verið meira tilefni fyrir forsetann að hika út af lögunum um Evrópska efnahags- svæðið en vegna gagna- grunnsfrum- varpsins. ættinu á hverjum tíma sætth' sig við það hlutverk sem stjórnmálaleiðtog- arnir vilja að hann gegni þá skapar þessi munur bókstafs og framkvæmd- ar lítinn vanda og möguleikar stjórn- arskrárinnar liggja ónýttir. En spyrji forsetinn sig hins vegar; til hvers er ég? þá vandast málið. Það er hægt með góðum rökum að verja fleiri skoð- anir en þær að forsetinn eigi að halda sig til hlés nema lýðræðisskipulaginu sé beinlínis ógnað. Þannig hefur það komið til umræðu oftar en einu sinni á undanförnum árum að forsetinn synji um undirritun laga og beiti réttinum til að skjóta málum til þjóðarinnar. I annað skiptið var það út af samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið. Það var vissulega málefni sem var ekki fyllilega eðlilegt að leysa úr með ein- faldri lagasetningu. Stjórnarskrár- breyting og/eða þjóðaratkvæða- greiðsla hefðu, efth- á að hyggja og í samanburði við aðrar þjóðir, verið mun eðlilegri leið. I hitt skiptið, sem nefna má, er það út af gagnagrunnsfrumvarpinu, nánar tiltekið ræðu Olafs Ragnars Grímsson- ar á Hólum nú í sumar. Þar er ekki síð- ur um að ræða einhverja mikilvægustu löggjöf lýðveldisins frá upphafi. í þeim löndum þar sem eru stjómlagadóm- stólar við lýði mætti ganga út frá því sem vísu að slík löggjöf kæmi til þeirra kasta, vegna þeirra grundvallarrétt> inda sem hún varðar, og er þá ekkert um það sagt hver útkoman yrði. Það er því ekkert óeðlilegt við það að menn leiði hugann að synjunarvaldi forseta við slíkar aðstæðm', ekki endilega vegna þess að það væri æskilegt að hann beitti því heldur vegna þess að það vantai’ tilfinnanlega mótvægi í stjómskipunina. Það er of einfalt fyrir meh-ihlutann að koma vilja sínum fram. Dómstólaefth'lit með löggjöf, sem vissulega er fyrir hendi hér á landi, er of veikt til þess að raunhæft sé að ætla nokkuð annað en að Alþingi eigi sjálf- dæmi um það hvort væntanleg gagna- grunnslög samrýmist stjórnarski'ánni. Endurskoðunar þörf Hitt er svo annað mál hvort það vald sem forseti hefur samkvæmt stjómar- skránni er heppilegt fyi-irkomulag á nauðsynlegu eftirliti með löggjafar- starfi Alþingis. Þai' komum við að því hvort ekki sé einmitt ástæða til að end- urskoða heimildir forsetans að þessu leyti. Það má hugsa sér að tvenns kon- ai' tilefni geti verið til að hafa hemil á löggjafanum. Annars vegar þegar stjórnarskráin og grundvallarréttindi borgaranna em í húfi og hins vegar þegai' um mikilvægar pólitískar ákvarðanir er að ræða eins og til dæmis aðild að alþjóðasamtökum, sem eðlilegt er að þjóðin fái að eiga síðasta orðið um. Því má halda fram að fyrri þáttur- inn, stjómai'skrárefth'litið, sé best komið í höndum löglærðra dómara, því þar sé fyi'st og fremst um lögfræðilegt verkefni (en auðvitað líka pólitískt) að ræða. Þar með er líka öðrum þræði við- urkennt að það er fremur hversdags- legur hlutur í réttarríki nútímans, þai' sem stjómarskráin hefur verið sett á stall sem bindandi lagaviðmið, að lög séu lögð á mælikvarða stjórnarskrár- innar. Þó hafa sumar þjóðir falið for- seta það hlutverk við slíkar aðstæður að beina því til þingsins að endurskoða afstöðu sína án þess að geta stöðvað með öllu framgang þingviljans. Gæslu lýðræðislegra réttinda þjóðarinnar sem uppsprettu ríkisvalds er hins vegai' hugsanlega ágætlega fyrir komið í höndum forseta. Hans hlut- verk sé þá að beina póli- tískri ákvarðanatöku í far- veg þjóðaratkvæðagreiðslu þegar tilefni er til, það er þegar um shk gmndvallar- málefni er að ræða að óeðli- legt má teljast að þingið taki eitt ákvörðun þar um. Það má því segja að það hafi verið meira tilefni fyrir forsetann að hika út af lögunum um Evrópska efnahagssvæðið heldur en vegna gagnagi'unnsfrumvarpsins. Síðai'- nefnda frumvarpið er líka þeim kost- um búið að hver og einn getur eftir sem áður tekið ákvörðun fyi'h' sitt leyti um það hvort hann verður með í gagnagrunnsframkvæmdinni. I annarri gi’ein Páls Þórhallssonai' á morgun verður fjallað um skuldbind- ingargildi stjórnarskrárinnar. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 49 ..■■■■■ ... ' ' .. M ... n Margrét Guðnadóttir prófessor hefur reynt bóluefni gegn visnu MARGRÉT Guðnadóttir prófessor segir tilraunina sýna að það sé hægt að búa til bóluefni gegn hæggengnum veirusjúkdómum. Hægt að búa til bólu-. efni gegn hæggeng- um veirusýkingum ARGRÉT Guðnadóttir, for- stöðumaður Rannsóknar- stofu í veirufræði, hefur búið til bóluefni gegn visnu/mæðiveiki í sauðfé. Hún segir að tilraun hafi sýnt að bóluefni komi að gagni í baráttu gegn þessum sjúkdómi. Hún telur jafnframt að árangur af tilrauninni bendi til þess að hægt sé að búa til bóluefni gegn eyðniveirunni. Veiran sem hér um ræðir veldur tvenns konar sjúkdómum, annars vegar getur hún lagst á miðtauga- kei-fið og valdið visnu og hins vegar farið í lungun og valdið mæðiveiki. Visna/mæðiveiki eru landlægir sjúk- dómar í sauðfé víðast hvar í Evrópu, sérstaklega í Suður-Evrópu. „Ég byrjaði árið 1991 að reyna að búa til bóluefni með sömu aðfei'ðum og mænusóttarbóluefni er búið til. I meginatriðum er þetta gert á þann hátt að veiran er sett í formalín og þar deyr hún. Þetta eru þekktar brautir sem hafa verið notaðar við baráttu við aðra sjúkdóma. Síðan tókst_ mér að fá átta tví- lembingapör. Ég sprautaði annan tví- lembinginn en lét hinn vera óspraut- aðan til samanburðar. Ég sprautaði þá sex sinnum með hálfs mánaðar millibili og síðan liðu sjö mánuðir og þá gaf ég þeim þrjár sprautur til við- bótar. Síðan lét ég öll lömbin í sam- býli við sýkt fé. Þegar mæðuveikin var hér í sauðfé smitaðist hún yfirleitt þannig að það kom kind frá sýktum bæ inn í fjárhús þar sem var ósýkt hjörð. Það nægði að hýsa skepnurnar saman í stuttan tíma til að valda smiti. Þetta notfærði ég mér til að kanna hvort það væri gagn af þessari bólusetningu.“ Obólusettu kindurnar smituðust allar „Útkoman var sú að eftir fjögur ár höfðu allar óbólusettu kindurnar smitast, en ekki nema tvær af þess- um fimm sem voru bólusettar. Ég missti tvær áður en tilraunin var komin á það stig að það væri í raun nokkurt mark takandi á henni. Þær dóu á fyrstu tveimur árunum. En ég sat uppi með sex kindur og af þeim er ég búin að drepa fimm og er búin að reyna að rækta upp allt sem ég mögulega get. Það hefur verið mjög auðvelt að rækta veirur úr öllum sem voru ekki bólusettar og tveimur bólu- settum. Önnur þeirra var þó miklu auðveldari í ræktun en hin. En þrjár bólusettar kindur hafa algerlega sloppið við sýkingu þrátt fyrir að hafa verið í sambýli við sýkt fé. Ég er því sannfærð um að þetta er virk vörn gegn hæggengri veirusýkingu.“ Hefur þessi tilraun einhverja víð- tækari þýðingu fyrir baráttuna gegn hæggengri veirusýkingu? „Já, það finnst mér. Eyðniveiran- er mjög lík veirunni sem veldur mæðuveiki og visnu. Þær tilheyra allar sama veiruflokknum og eru með erfðaefni sem er að stórum hluta eins. Sjúkdómsmyndin í kindum og í fólki er ekkert ósvipuð. Það líður langui' tími frá því viðkomandi smit- ast þangað til hann verður veikur. Ef það er hægt að bólusetja fyrir annarri veikinni myndi ég halda að það sama ætti við um hina. Ég hef hins vegar ekkert verið að vinna með eyðniveiru. Ég er að vinna með visnu/mæði vegna þess að ég get gert þetta við erfið skilyrði hér heima.“ Er ekki a.m.k. Ijóst að þessi tilraun er mikilvæg í baráttu gegn visnu í. kindum? „Jú, það held ég. Við erum ekki með þennan sjúkdóm á íslandi og þar af leiðandi er erfitt að gera svona til- raunir hér vegna þess að það eru allir mjög hræddir við þennan sjúkdóm. Honum var útrýmt hér með miklum. niðurskurði og miklum tilkostnaði í kringum 1950. Menn eru því mjög hræddir við að maður vinni með hann hér. Það sem ég hef reynt að gera er að spyi'ja að því hvort það sé hægt að bólusetja með hefðbundnum aðferð- um gegn svona sjúkdómi. Mitt svar er já.“ Hvert verður framhald þessara rannsókna? „Framhaldið er erfitt, því ég verð- að hlíta því að vera á Keldum með þetta. Það sem mig langar að gera er að fá eigið fjárhús til þess að ég geti skammtað þetta bóluefni. Það þarf kannski að endurbæta það eitthvað. Það þarf einnig að kanna hvað þarf að gefa mikið af því og hvernig það geymist. Ég held að þarna séum við komin með virka vörn í baráttunni við þessa sjúkdóma þar sem þeir eru landlægir." Margrét verður sjötug á næsta ári og hættir þá sem forstöðumaður veirurannsóknardeildar. Hún sagðist hafa mikinn áhuga á að halda áfram þessum rannsóknum. Hún sagðist vera í sambandi við erlenda vísinda- menn sem einnig væi'u sannfærðir um gildi þessa bóluefnis. „Ég vil gjarnan fá tækifæri til að þróa þetta áfram. Mér þætti a.m.k. skrýtið ef það ætti að henda þessari þekkingu sem ég hef aflað mér.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.