Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Frumburðarrétturinn hef-
ur verið af okkur tekinn
ÞRÁINN Jónsson
frændi minn á Egils-
stöðum er löngu þjóð-
kunnur maður fyrir
glettni, greind og
græskuleysi. Hann er
þó jafnþekktur fyrir at-
orku, dugnað, áræði og
áreiðanleika. Stein-
grímur Hermannsson
orðaði það vel með því
að segja: Hann er
drengskaparmaður. Eg
átti símtal við Þráin
fyrir nokkru um stjórn-
mál og talið barst að
svívirðunni sem við-
gengst í skömmtun á
aðgangi að sjávarauðnum. Þráinn
lauk samtalinu með því að segja:
Framburðarrétturinn hefur verið af
okkur tekinn, það máttu hafa eftir
mér hvar sem er, Pétur.
Á þennan máta talar enginn
nema vitur maður sem greinir krist-
altært kjarna viðfangsefnisins svo
hverju barni má augljóst vera.
Þessi orð leiddu hugann að fjöl-
mörgum einstaklingum sem nýttu
sinn framburðarrétt til athafna og
aðgerða í íslensku þjóðlífí, með at-
’gervi sitt eitt að vopni. Ég vil renna
úr hugskoti mínu nokkram nöfnum
lifandi og látinna sem þannig hófust
með höfuð og herðar yfir samtíð
sína: Vigdísi forseta, Árngrím og
Þóra í Atlanta, Kristmund á Húsa-
felli, Sofanías í Grundai'firði, Egil á
Hnjóti, Björn á Löngumýri, Drang-
eyjarjarlinn, Snorra á Dalvík, Svein
á Kálfskinni, Kennedybræður, Sam-
herjafrændur, Sigfús á Gunnarstöð-
um, Guðbjörgu á hótel Jórvík, Alla
ríka, Egilsstaðabændur, Hörð á
Hunkubökkum, Jóhannes á Höfða-
brekku, Reyni í Vík, Bjössa í Úthlíð,
Einar ríka, Guðrúnu í Hafnarfírði,
Pálma í Hagkaupi,
Werner Rassmussen,
Skúla í Streng, Friðrik
í Þakpappaverksmiðj-
unni, Éngeyjarbræður,
Sveinbjörn í Ofna-
smiðjunni, Jóa í Bónus,
Óla í Olís, Eirík í
10-11, Davíð Oddsson,
Þórarin Tyrfingsson,
Hallgrím Benedikts-
son, Ólaf Ragnar
Grímsson forseta og
síðast en ekki síst,
Sverri Hermannsson.
Svo er Guði fyrir
þakkandi að hægt er að
nefna fjöldamarga aðra
sem jafnvel þrátt fyrir sárastu fá-
tækt hafa hafist til vegsemdar, auðs
eða virðingar af vitsmunum sinum.
Þetta fólk krafði um frumburðar-
rétt sinn og fékk hann og nýtti vel.
Hvað veldur því að
elsta þjóðfélag jarðar-
innar, spyr Pétur Ein-
arsson, missir svo sjón-
ar á farsæld borinna og
------------7-------------
óborinna Islendinga?
Af því getur þjóðin öll verið hreyk-
in.
Framburðarréttur okkar sem var
frelsi allra íslendinga til þess að
nýta sér auð lands, sjávar og þjóðar
hefur gert íslendinga sterka þjóð,
ekki aðeins langlífustu þjóð jarðar
heldur eina af auðugustu þjóðum
hennar. ísland hefur verið í áratugi
um 15. þjóð heims í sjávarafla og
um 10. ríkasta þjóð heims. Á Islandi
hafa þrælar ekki fyrirfundist í þús-
und ár. Þar hafa búið frjálsbornir
menn.
Ef svívirðilegar skömmtunarregl-
ur sjávaraflans væru notaðar um
aðrar auðlindir þjóðarinnar þá
hefðu fáir eða engir af ofangreind-
um þroskað atgervi sitt okkur öllum
til hagsbóta. Ég skrifa svívirðilegar,
vegna þess að reglurnar era van-
virða við rúmlega þúsund ára sögu
íslendinga sem frjálsborinna til
hugsunar og athafna. En hvað veld-
ur því að elsta þjóðþing jarðarinnai-
missir svo sjónar á farsæld borinna
og óborinna Islendinga?
Mitt svar er að þeir sem hófu
skiptingu auðsins sín á milli 1918 og
hertu tökin á tímum hersetunnar,
eru enn að herða tökin. Ættir sem
rökuðu saman fé með beinni eða
óbeinni einokun á samgöngum,
eldsneyti, lyfjum, tryggingum og
með því að skipta hermangsgróða
milli sín, vilja nú enn styrkja pen-
ingaeign sína með samrana banka,
tryggingafélaga og flutningafélaga,
sem munu eignast alla útgerð á Is-
landi. Að þessari kenningu má færa
sterk rök, en bíður betri tíma. Þeir
sem skipuleggja framangreinda yf-
irtöku síns auðs á íslensku þjóðfé-
lagi, gera það ekki fyrír opnum
tjöldum. Þeir hafa sitt ráðabrugg í
sumarbústöðum eða einkaboðum
fjarri almenningssjónum. Þeirra
draumur er fámenn auðug yfirstétt,
sem erfír auðiindir-og völd með við-
ráðanlega launþega til að ávaxta
þeirra pund. En ákaflega er mikii-
vægt að launþegastaðan gangi í
erfðir og með öllum ráðum skal
veldi ættarauðsins varið. Á þessum
skrifum verður framhald með leyfí
Morgunblaðsins.
Höfúndur er lögfræðingur.
Pétur Einarsson
Varðandi ummæli heilbrigðis-
ráðherra 26. nóvember sl.
ÞAÐ er mikil um-
ræða um skort á
hjúkrunarfræðingum
til starfa en við telj-
um að ástæðurnar sé
ekki að fínna innan
námsbrautar í hjúkr-
unarfræði.
Talað er um að
það þurfi að útskrifa
fleiri hjúkrunarfræð-
inga úr Háskóla ís-
lands. Til þess að það
sé mögulegt þarf að
huga að ýmsum at-
riðum:
1. Til þess að
stúdentar sjái sér
hag í því að fara í
fjögurra ára háskóianám þurfa kjör
hjúkrunarfræðinga að batna til
muna.
2. Bæta þarf aðbúnað til þess að
taka við nemum í verknám inn á
‘heilbrigðisstofnanir. Sem stendur
er þetta takmarkandi þáttur við
inntöku nýnema.
3. Námsaðstaða nemenda. Sú
aðstaða sem nú er fyrir hendi er
ekki fullnægjandi. Kennslustofur
og lesstofur þarfnast endurbóta.
4. Það þurfa fleiri stúdentar að
innrita sig og hefja nám.
Nær undantekningarlaust er það
svo að þeir sem komast gegnum
„numeras clausus“ ljúka námi. En
hvað tekur þá við? Eftir fjögur ár í
krefjandi háskólanámi getum við
> valið úr spennandi störfum út um
allt land, gallinn er bara sá að laun-
in eru ekki alltaf til þess fallin að sjá
sér og sínum farborða. Það er leitt,
en því miður oft raunin, að hjúkrun-
arfræðingar sjá sér þá hag í því að
hverfa til annarra starfa. Síðastliðið
vor voru um 160 nýnemar skráðir í
samkeppnispróf á hausti, en aðeins
þeir 60 efstu fá að halda áfram námi
á vorönn. Eftir samninga við hjúkr-
unarfræðinga 1. júlí fækkaði ný-
nemum til muna, 40 stúdentar
drógu umsóknir sínar til baka.
Einn af mörgum kostum við nám-
ið er að við útskrift höfum við mjög
Fjölþætt þekkking ger-
ir það að verkum, segja
Helga Atladóttir og
Kristín Sólveig Krist-
jánsdóttir, að hjúkrun-
arfræðingar teljast
mikill mannauður og
góðir starfsmenn.
breiðan þekkingargrunn sem nýtist
víðar en við hjúkrunarstörf innan
spítala. Hjúkrunarnámið fluttist á
háskólastig fyrir 25 árum og hefur
þróast mikið á þeim tíma. Áhersla
er lögð á að nemendur tileinki sér
góða þekkingu í hjúkrun barna,
geðsjúkra, aldraðra, bamshafandi
kvenna, skurðsjúklinga og sjúklinga
á lyflæknisdeilum, líffærafræði,
heimspeki, lífefnafræði, lífeðlis-
fræði, meinafræði, örveirufræði,
sýkla- og ónæmisfræði, fæðinga- og
kvensjúkdómafræði, tölfræði, að-
ferðafræði, félagsfræði, heilsu-
gæsluhjúkrun, sálfræði, fóstur-
fræði, lyflæknisfræði, næringar-
fræði, handlæknisfræði, lyfjafræði
og geðsjúkdómafræði. Þessi upp-
talning er engan veginn tæmandi en
gefur ef til vill grófa hugmynd um
hve margþætt námið er og hversu
mikils er krafíst. Þessi fjölbreytta
þekking gerir það að verkum að
hjúkrunarfræðingar teljast mikill
mannauður og góðir starfsmenn.
Þetta er nokkuð sem atvinnurek-
endur utan stóru sjúkrahúsanna
hafa í auknum mæli gert sér grein
fyrir og nýtt sér. Sem dæmi má
nefna lyfjafyrirtæki og stoðtækja-
framleiðendur. Það virðist enn vera
ríkjandi viðhorf margra stjórnenda
innan heilbrigðisstofnana að hjúkr-
unarfræðingar hafi köllun til starfs-
ins og séu alveg til í að fá léleg laun
vegna þess hve starfíð sé gefandi.
Þetta starf er mjög gefandi og
ánægjulegt en einnig krefjandi, oft
mikið áiag og vaktirnar geta verið
mjög slítandi.
Það eru liðnar nokkrar aldir, við
eram ekki nunnur, díakonissur, eða
enskar hefðaifrýr sem hafa hjúkran
að tómstundastarfi. Við erum ungt
fólk með góða menntun og viljum
gjarnan að hún verði metin að verð-
ieikum.
Höfundiir eru hjúkrunarnemnr í
Háskóla Islands.
Blekkingar
undir Jökli
í SUMAR sem leið
(11. júní), skrifaði ég
grein í Lesbókina, sem
bar heitið Hellnar í
hálfa öld. Þar riíjaði ég
upp mannlífsmyndir
frá því um miðja öldina
og stöðu sjávarplássins
fyrr og nú. Engin vís-
indaleg úttekt heldur
skrifuð sjálfum mér og
vonandi öðrum til ein-
hverrar skemmtunar
og fróðleiks. Altént
fékk ég góð viðbrögð
og vil nota tækifærið
og þakka fyrir mig. Þá
fékk ég einnig undar-
leg skilaboð að vestan í
e.k. svargrein frá Kristni Kristjáns-
syni, kenndum við Bárðarbúð, (Les-
bók, 22. ágúst), sem var mestmegn-
is sparðatíningur, rangfærslur, mis-
skilningur og skætingur í minn
garð, sem ekki er svaraverður. Ein-
faldara hefði verið fyrir KK að lyfta
símanum.
Eitt umræðuefni greinar minnar
var það sem kallað hefur verið
„sirkusinn við Gvendarbrunninn",
upphlaup sem staðið hefur undan-
farin ár við þetta eina, náttúrulega
Það gengur ekki að
óráðvandir menn kom-
ist upp með, segir Sæ-
björn Valdimarsson, að
skíra upp staði eftir sín-
um hentugleikum, spilli
sögunni og traðki á
aldagömlum örnefnum.
vatnsból Hellnara í gegnum tíðina
og minnir á kafla í mynd eftir Fell-
ini eða sögu eftir Sinclair Lewis.
Brunnurinn, sem á sér merka sögu,
kenndur við Guðmund biskup góða,
er uppspretta sem kemur undan
hraunjaðrinum í Skjaldartraðartún-
inu, sem frá því á 18. öld, fram á sjö-
unda áratug þessarar aldar, í eigu
forfeðra minna. Það voru forréttindi
að fá að slíta barnsskónum á þess-
um fögru slóðum, mér er og verður
allt þetta umhverfi afar kært, ekki
síst Hellnafjaran og Gvendarbrunn-
urinn, staðir sem komu við sögu við
leik og störf, flesta daga mín upp-
vaxtarár. Upphlaupið hófst er
brunnurinn var ræstur fram, rétt
fyrir 1980, hans gömlu gerð og um-
hverfi spillt. Síðar var hann endur-
byggður, sem var hið þarfasta verk,
þó hann líkist ekki foivera sínum.
„Það sem eitt sinn er brotið verður
aldrei heilt,“ segir hið fornkveðna.
Hann er endurreistur, það er mest
um vert. Því næst var komið fyrir á
súlu við brunninn, lítt eða ekkert
kunnum munnmælum (Undir Jökli),
um Maríu mey, og var höfð eftir
brottfluttum Hellnara. Svo sem
ekkert um það að segja. Næst var
styttu heilagrar guðsmóðir klínt ut-
an í bergið yfir uppsprettunni, það
orkar tvímælis, virkar allavega á
marga sem náttúruspjöll. Hvað með
það, skaðinn er skeður. Um svipað
leyti fór að bera á því að einhverjir
aðiiar voru farnir að uppnefna hið
gamla og sögulega örnefni brunns-
ins, kalla hann „Lífslind".
Þessar aðgerðir eru ekki tilefni
þess að ég sest við skriftir, heldur
sú staðreynd að nú hafa þeir menn
sem reynt hafa að breyta ímynd
uppsprettunnar, ekki vílað fyrir sér
að skíra brunninn upp. Á ferð minni
fyrir skömmu sá ég að ambagan
„Maríulind“ er komin á skilti við
Hellnaafleggjarann, með tilheyr-
andi merki um náttúruvætti. Slíkt
gera menn ekki. Það gengur ekki að
óráðvandir menn komist upp með
að skíra upp staði eftir sínum hent-
ugleikum, spilli sögunni og traðki á
aldagömlum örnefnum.
Það á ekki að þurfa að
orðlengja frekar slík
menningarleg spell-
virki. Kornið sem fyllti
mælinn barst mér svo
fyrir skömmu í nýjustu
útgáfu Vegahandbók-
arinnar. Þar er búið að
umskrifa kaflann um
Hellna og koma inn
ambögunni um „Maríu-
lindina" í þennan þarfa
og góða ferðafélaga
landsmanna. I áður-
nefndri grein gat ég
þess að lygin yrði fljót-
lega að sannleika ef
ekkert væri að gert.
Óraði þó ekki fyrir því að blekking-
in ynni jafn hratt og örugglega. Hér
með er skorað á þá sem að þessu
standa að koma með haldbær rök
fyrir máli sínu eða fjarlægja öll auð-
kenni um þessa „Maríulind“, hvar
sem þau er að fínna.
Því gat ég „svarbréfs" KK hér í
upphafi, að hann gerir þessa lág-
kúru að umtalsefni. Segir réttilega
að ég sé bæði „sár og gramur vegna
þeirra aðgerða sem þar hafa verið
gerðar". KK segist „ekki ætla að
gerast dómari í þessu máli“. Hallar
hins vegar öllum sínum málatilbún-
aði í andstöðu við mig og tíundar að-
eins „rökin“ fyrir hinni nýju ímynd
brunnsins. Hefur orð Finnboga á
Laugarbrekku fyrir því að munn-
mælasagan við brunninn sé komin
frá Siglfírðingi, grandvöram manni,
ættuðum frá Gíslabæ. Það er eng-
inn að vefengja tilvera sögusagnar-
innar, þó hún sé aðkomin og lítt
kunn. Ég var að benda á að sú upp-
ákoma að voga sér að hlaupa til og
skíra upp aldagömul örnefni á slík-
um forsendum er ekkert annað en
siðleysi sem menn mega ekki kom-
ast upp með, hvorki við hraunjaðar-
inn í Skjaldartraðartúninu né ann-
ars staðar. KK vitnar einnig í kafla
úr bók Helgu Haildórsdóttir frá
Dagverðará, Öll erum við menn,
(Skuggsjá 1986), þar sem hún rifjar
upp samtal við Kristínu afasystur
mína í Skjaldartröð. Þessa ágætu
bók á ég líka og hef lesið mér til
ánægju. KK birtir langa hiuta úr
kaflanum, „Lífslindar/Maríulindar"
ambögunni til stuðnings, en kýs að
hætta er hann kemur að þessari
setningu: „Kristín sagði mér ná-
kvæmlega sömu söguna og Jósefína
en bætti við: „Sjúkleiki sá sem þjáði
fólkið batnaði við handaálagningu
biskups. Rigning kom svo grös
spruttu og fólkið hlóð brunn undir
lindai’vatnið, og heitir hann enn
„Gvendarbrunnur". Þarna stóð hið
rétta nafn, örfaáum iínum neðar í
bókinni hennar Helgu, en það virð-
ist ekki hafa hentað KK. Þetta er
vond latína. Ekki veit ég hvort KK
hallar viljandi réttu máli, en aldrei
talar Helga um Lífslind, heldur
lífslind, það skiptir öllu máli í þess-
um fáránlega uppnefningarþvætt-
ingi. I heimildargrein sem Gunnar
Kristófersson, foðurbróðir minn frá
Gíslabæ, skrifaði í félagi við frænku
okkar KK, Magnfríði Sigurbjörns-
dóttur frá Melabúð, fyrir Ömefna-
stofnun árið 1977, fær uppsprettan í
Skjaldartraðartúninu þessa umfjöll-
un: „Gvendarbrunnur er ofan við
rústirnar, alveg við hraunbrúnina.
Er það uppspretta sem kemur þar
undan hrauninu. Er sagt að Guð-
mundur góði hafí vígt brunninn ..."
Þetta segir allt sem segja þarf um
nafngift lindarinnar, þetta vita
Hellnarar. Þá segir KK „eftir þetta
var býlið Brekka nefnt Lindar-
brekka". Það er ekki rétt. GK og
MS segja í fyrrnefndri grein:
„Stundum var Öxnakelda nefnd
Lindarbrekka og þá dregið af
Gvendarbrunninum, sem einnig var
nefndur Lindin." Ekki orð um Lífs-
né Maríulind. Hvergi.
Höfundur er kvikmyndagagnrýnandi.
Sæbjörn
Valdimarsson