Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 63

Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 63 AÐSENDAR GREINAR Eru samtök eldri borgara tímaskekkja? ÞEGAR samtök eldri borgara voru stofnuð vora félagsmál fullorðins fólks í algerri kyrstöðu. Og ekki bara félagsmál aldraðra, heldur var öll félags- starfsemi í landinu stöðnuð og hafði nán- ast verið í óbreyttu formi alla öldina. Spmmingin er hvort það félagsform, þetta staðnaða skipulag, sem samtök eldri borgara fengu í arf og tóku upp, svaraði kröfum tímans. F élag er stofnað. Félag kýs sér stjórn. Kosnar eru nefndir. A aðalfundi er stai-fið tíundað. Nefndirnar skila af sér. Skýrsla stjórnar er rædd. Ný stjórn er kos- in. Sennilega hentaði þetta félags- form sérstaklega illa hinum stóru Ef formi félagslífs eldri borgara verður ekki breytt telur Hrafn Sæmundsson að sam- tökin lognist út af á nokkrum árum. fjöldasamtökum eldri borgara sem verið var að stofna. Þetta félagsfom felur í sér vissa miðstýringu og ýtir undir hana og einnig hefm- þetta kerfi tilhneigingu til fon-æðis- hyggju. En það sem þó er verst er að þetta félagsform er í sjálfu sér andstætt hagsmunum eldri borgara. Þarna liggur hundurinn grafinn. Félög eldri borgara eru á vissan hátt farin að vinna félagslega á móti „hagsmunum" fullorðins fólks. Eðli félagsstarfsins sortérar fólk og set- ur það á sérstakan bás í þjóðfélag- inu. Það ýtir undir það að eldri bog- arar séu sem oftast með eldri borg- urum í félagslífinu. Utan við þetta skipulagða félagslíf eldri borgara geisar svo þjóðfélagið í öllum sínum blæbrigðum og óendanlegu uppá- komum. Utan við þetta þjóðfélag eða í útjaðri þess eiga félagar í sam- tökum eldri borara að koma saman hver með öðrum. Að undirbúa ellina í vernduðu umhverfi í útjaðri þjóð- félagsins. Til að eignast „áhyggju- laust ævikvöld"! Þarna þurfa að verða breytingar. Og þessar breytingar þurfa að koma frá fólkinu sjálfu. Ef þetta fólk er í félagi eldri borgara - þau eru nú 47 - þá ætti fólk að hugsa um þessa hluti. Og byrja að hafa frumkvæði strax í dag. A einum stað, í Kópavogi, hefur fólk gert svolitlar tilraunir. Raunar ekki í Félagi eldri borgara í Kópa- vogi, heldur hefur bær- inn haft frumkvæði og stutt tilraunir fólks og í félagsheimilum eldri borgara í Kopavogi ræður ný hugmynda- fræði ríkjum. Reynt er að örva fólk til frum- kvæðis - skapa því ytri aðstæður. Reynt er að minnka kynslóðabilið. Reynt er að tengja saman í félagsstarfi fólk á vinnumarkaði og lífeyi'isaldri o.s.frv. I upphafi reið Frístunda- hópurinn Hana nú á vaðið og sú hugmynda- fræði að tengjast alltaf hinu iðandi þjóðlífi verður alltaf grunntónninn í félagsstarfinu. En nú - kannski í framhaldi af þessari þróun - hafa sérstakir hópar í sívaxandi mæli nýtt sér aðstöðuna í félagsheimilun- um og nú þegar eru 24 „sjálf- sprottnir" hópar starfandi í Gjá- bakka og Gullsmára. I upphafi var spurt hvort samtök eldri borgara væru tímaskekkja. Það eru þau vissulega ekki og hefðu átt að koma miklu fyrr. Það sem er tímaskekkja er að ef formi á félags- lífi sem rekið er eftir lögum félag- anna verður ekki breytt munu sam- tökin lognast út af á nokkrum árum. Fólk lætur ekki lengur neyða sig til félagsstarfa. Og það eru aðrir hlutir að gerast hjá fullorðnu fólki. Þær kynslóðir sem núna eru að komast á lífeyrisaldur koma úr öðru umhverfi og hafa annan bakgrunn. Þarna er til dæmis sú kynslóð sem fór í skól- ana um og eftir stríðið og „stúdent- inn“ í þorpinu missti þá hlutverk sitt en stór hluti fólks fór í lang- skólanám eða í nýjar atvinnugrein- ar sem kölluðu á meiri breidd í áhugamáluum. Þúsundir íslendinga hafa stundað nám í mörgum löndum og fengið öðruvísi sjóndeildarhring en áður var. Þetta fólk allt kemur ekki nema að litlu leyti í núverandi félagslíf. Það lætur ekki mata sig á sérstökum völdum skömmtum sem „stjórnin“ ákveður. Þetta fólk hefur hundruð áhugamála og það sem þarf að breytast er að fólkið í félög- unum og utan þeirra hafi sjálft frumkvæði eins og gerist í „sjálf- sprottnu" hópunum og nýti opin- bera aðstöðu, sem öllum er opin, eins og gert er í Kópavogi. En breytingin á félagslífinu má ekki verða í „byltingu". Það er full- komlega eðlilegt að fullorðið fólk skemmti sér saman og geri alla hluti saman. Það er eðlilegur og kannski stór hluti af félagslífinu í dag. En á næstu öld verður vonandi hætt að setja fólk í bása í þjóðfé- lagsfjósinu. Þá verður kynslóðabilið afnumið. Þá verður „stórfjölskyld- an“ endurreist í nýju formi! Höfundur er fulltrúi. Hrafn Sæmundsson Að negla eða ekki að negla ÉG ER þeirrar nátt- úru að þykja leiðinlegt að sjá nýtilega hluti skemmast, sér í lagi þegar hægt er að koma í veg fyrir skemmdirn- ar. Gildir þá einu hvort ég á hlutinn eða ein- hver annar. Því í'ennur mér ákaflega til rifja að heyra að kostnaður við að laga götur eftir skemmdir af völdum negldra hjólbarða nemi u.þ.b. 200 milljónum eftir hvern vetur, sam- kvæmt því sem gatna- málastjóri í Reykjavík segir. Það þýðh' að kostnaður vegna þessara skemmda nemur vel yfir einni milljón króna á dag á höfuðborgarsvæðinu. Ef þörfm fyrir neglda hjólbarða væri stöðug og viðvarandi mætti e.t.v. líta á kostnað af viðgerðum á gatnakerfinu sem eðlilegan fórnai'- kostnað vegna þátttöku okkar í um- ferðinni. En þannig er það ekki. Flesta daga vetrar er snjólaust á höfuðborgarsvæðinu og þegar frystir eru saltararnir snarlega búnir að bræða ísinn af helstu aðal- leiðum. Ég hef á tilfinningunni að undanfama vetur hafi í innan við 5% tilfella verið raunveruleg þörf fyi-ir nagladekk við akstur á götum á höfuðborgarsvæðinu. Með öðrum orðum, í yfii' 95% tilfella hafi þeir sem nota nagladekk ekið á hreinu malbiki og skemmt með því göturn- ar. Við ákveðnar aðstæður er notkun nagladekkja þó fyllilega réttlætan- leg. Sérstaklega á það við um akst- ur bíla til neyðaraksturs eða til far- þegaflutninga sem og akstur öku- tækja víða á landsbyggðinni. Sjálf- ur lenti ég í tjóni við fólksflutninga síðasta vetur við aðstæður þar sem naglar hefðu að öllum líkindum gert gæfumun. En ég set mig engu að síður upp á móti hugsunarlausri og jafnvel tilgangslítilli notkun negldra hjólbarða á bílum þeirra ökumanna sem ferðast yfirleitt ekki í hálku. Ég held nefnilega að fyrir mikinn fjölda ökumanna á höfuð- borgarsvæðinu sé naglanokun fyrst og fremst sálræns eðlis, hinar bleiku pillur bíleigenda. Að heyra stálið rífa sig ofan í malbikið veitir öryggistilfinningu. Það er rétt að líta aðeins nánar á hvaða verði þessi öryggistilfinning er keypt. Öllum er ljós skerfur negldra hjólbarða til aukins um- ferðaröryggis með auknu veggripi í hálku, en ekki er víst að fólk geri sér grein fyrir hinum fjölmörgu neikvæðu þáttum við notkun þeirra. Til kosta má telja: betra veggrip við hemlun í hálku auðveldara að taka af stað í hálku öruggara veggrip í hálku minni tjónakostnaður færri slys Ókostir eru: kostnaður vegna auk- ins malbiksslits kostnaður vegna negl- ingar hjólbarða kostnaður vegna kaupa á hreinsiefnum kostnaður vegna tíðari þvotta kostnaður vegna tíðari skipta á þurrkublöð- um aukin slysahætta vegna vatnsskautunar í hjólfórum aukin slysahætta vegna skerts útsýnis af völdum óhreininda aukin slysahætta vegna vatnsaust- urs í votviðri aukin slysahætta vegna minnkaðs veggrips af völdum tjöru á sóla hjólbarða aukin slysahætta vegna falsks ör- yggis (hraðari akstur) I umræðu um nagla- dekk og aðra gripauka, segir Jón Baldur Þor- björnsson, vantar stað- reyndir sem byggjast á niðurstöðum hlutlægra rannsókna og úttekta, mögulega aukin slysahætta vegna lengri hemlunarvegalengdar á þurru slitlagi loftmengun vegna ryks og tjöru í lofti sjónmengun vegna óhreinna bíla, húsa og mannvirkja hávaðamengun af negldum hjól- börðum umhverfisspjöll vegna malbikstjöru og efna sem skolast í sjóinn umhverfisspjöll vegna tjöraþvotta- efna og annarra leysiefna sem lenda í holræsakerfinu. Ef þeir sem þetta lesa era í vafa um vægi umhverfisþáttarins í ókostunum sem fylgja notkun nagladekkja ættu þeir hinir sömu að rifja upp í huganum að hægt var að aka í votviðri í umferð á höfuð- borgarsvæðinu í síðastliðnum sept- embermánuði án þess að bíllinn óhreinkaðist. Nú ættu þeir að gera þá einföldu tilraun að aka einu sinni þvert í gegnum bæinn við samskon- ar aðstæður og athuga hvað situr eftir þegar vatnið á lakki og ráðum þornar. Þótt ég hafi varpað fram all- mörgum atriðum hér að framan, sem mæla með eða á móti notkun nagla, era þessi atriði fyrst og fremst huglægs eðlis og enginn Jón Baldur Þorbjörnsson stóridómur í naglamálum. Það er einmitt lýsandi dæmi um alla þá umræðu sem hingað til hefur farið fram um nagladekk og aðra gi'ipauka, að í hana vantar tilfinn- anlega staðreyndir sem byggjast á f niðurstöðum hlutlægra rannsókna og úttekta. Það vantar víðtækan samanburð á snjódekkjum með og án nagla, loftbóludekkjum og harð- kornadekkjum og síðan er það spurning um samspil saltsins við þetta allt. Nú er ekki verið að tala um neina smáhagsmuni í þessu sambandi. Hvað til dæmis ef slíkar rannsóknir leiddu í ljós að tjara af völdum nagla (og salts?) sem sest á slitflöt hjólbarða minnki viðnámið til jafns á við aukningu viðnámsins af notkun naglanna? Eða hvað ef í ljós kæmi að kostnaður af ryð- ^ skemmdum á bílum af völdum salt- aðra gatna éti upp sparnað vegna greiðari umferðar og minni skemmda af færri árekstram? Þá er til lítils saltað. Kannski væri mesti ávinningurinn fólginn í því einu að innræta fólki að stjóma bensíngjöf, bremsum og kúplingu af meiri næmni. Ætla mætti að raunhæf lausn felist í harðkornadekkjum sem eiga að menga minna en nagladekk, eiga að skemma minna en nagladekk og eiga að veita því næst sama hálku- grip og nagladekk; að sögn fram- leiðenda. Jafnvel mætti slá með þeim tvær flugur í einu höggi, því með harðkornadekkjum undir strætisvagna ætti að verða óþarft að salta á höfuðborgarsvæðinu. Heyrst hefur í því sambandi af áliti strætisvagnsstjóra um gott grip harðkornadekkja en segjast verður að slíkur mælikvai'ði er ekki í takt við hlutlæga og faglega umræðu um nagladekk og sambærilegan búnað. Hvar eru staðreyndirnar? Hvai' era niðurstöður prófana óháðra aðila sem gerðar hafa verið við íslenskar aðstæður? Gott væri að geta útrýmt viðtengingarhættin- um í allri þessari umræðu! Þessa þanka mína vil ég enda með því að leggja til að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu og Vegagerðin, ásamt nokkram stærstu sveitarfélögunum á lands- byggðinni, komi á laggir starfshópi tæknimanna sem afli nauðsynlegra gagna og framkvæmi nauðsynlegar samanburðarrannsóknir til að geta sett fram staðreyndir og rökstudd- ar skoðanir um framangreind efni. Ætla mætti að velunnin skýrsla myndi stuðla að faglegri stefnumót- un opinberra aðila í þessum efnum, stefnumótun sem studd yrði rökum en ekki byggð á tilfinningum. Höfundur er bíltækniráðgjafi. Fréttir á Netinu vg> mbl.is _4UMF £!TTH\/AO HÝTT Ujeí li rs tnif) ri n tn v £ Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ólafsson, Akureyri • Helgi Ouðmundsson, Laugavegi 82 • Ouðmundur Hermannsson, Laugavegi 74 <SU*r-*\c,v ^éla.0 Gilbert, Laugavegi 62 • Jón & Óskar, Laugavegi 61 • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • Garðar, Lækjatorgi • Hermann Jónsson, Veltusundi3 Paul E. Heide, Glæsibæ • Gullúrið, Mjódd • George V. Hannah, Keflavik • Guðmundur B. Hannah, Akranesi Gilbert, Grindavík • Karl B. Guðmundsson, Selfossi • Kornelíus, Skólavörðustíg 8 • Helgi Sigurðsson, Skólavörðustíg 3 • Gunni Magg, Hafnarfirði Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egilsstöðum • MEBA, Kringlunni • Axel Eiriksson, Isafirði • CarlA. Bergmann, Laugavegi 55 • Klukkan, Hamraborg ICITIZEN PROMASTER 200m vatnsvarið stálúr m/ vekiara og skeiðklukku. j.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.