Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 69.' SKOÐUN nota hvaðeina sem hægt er að hagn- ast á. Það verða alltaf til ræningjar eins og í sögunni af miskunnsama Samverjanum. Hefði átt að bregð- ast við þeim með því að loka vegin- um á milli Jerúsalem og Jeríkó? Það er ekki víst að slík aðgerð hefði forðað neinum frá því að lenda í höndum ræningja, ræningjar fara jú þangað sem verðmæti er að finna, og það að loka leiðinni hefði bitnað að ósekju á öllum sem þurftu að nýta sér veginn. Sama getum við sagt um mögulega misnotkun heilsufarsupplýsinganna í grunnin- um, ef við látum hættuna á henni koma í veg fyrir uppsetningu hans vænim við um leið að koma í veg fyrir ávinninginn sem hann gæti haft í för með sér. Möguleg mis- notkun getur því varla verið sú við- miðun sem við setjum á hvert það verk sem ráðist er í. Aftur á móti er mikilvægt að reyna að girða fyrir alla misnotkun og gildir það jafnt um gagnagrunna sem annað. Af þessu ætla ég að draga þá ályktun að miskunnsami Samverjinn mundi reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir skaðlegar afleiðingar ákvörðunai- sinnar. Hvað segir þessi viðmiðun við söguna af miskunnsama Samverj- anum um hvaða afstöðu við eigum að taka til gagnagrunnsmálsins, sem er prófsteinn okkar á þessa kristnu aðferðafræði? Ég tel að út frá henni megi draga þessa ályktun: Sem kristinn maður er ég tilbúinn að fórna nokkru (þ.e. persónuupp- lýsingum um sjálfan mig) til að koma upp miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði séu miklar líkur á að hann verði til að koma í veg fyrir sjúkdóma og skapa atvinnu. Aftur á móti má sú fórn ekki verða of stór þannig að takist ekki að koma í veg fyrir aðgang óviðkomandi að upp- lýsingum í gi’unninum og misnotk- un þeirra verðum við að hætta við. I framhaldinu þarf að vega og meta alla aðra þætti gagnagrunns- málsins í ljósi þess markmiðs sem við viljum að uppsetning hans þjóni. Og aftur getum við snúið okkur til sögunnar af miskunnsama Samverj- anum eftir leiðsögn því enn hefur hún mikilvægt atriði fram að færa um markmið siðferðilegrar breytni. Við sjáum það skýrast í þeirri ábyi’gð á velferð náungans sem mis- kunnsami Samverjinn sýnir. Hann gerir það ekki aðeins með því að bregðast við neyð hans heldur gerir hann einnig ráðstafanir til að tryggja áframhaldandi velferð hans. Hann sér til þess að hugsað er um særða manninn, þó hann geti það ekki sjálfur, bæði með því að koma honum í hús þar sem honum megi batna og með því að greiða fyrir- fram fyrir umönnun hans. Þessi ábyrgð á velferð náungans er mikil- vægasti þáttur kristinnar siðfræði og er um leið bæði viðmið og mark- mið hennar. Akvörðun okkar varðandi upp- setningu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði verður að ganga út frá þessari ábvrgð fyrir velferð ná- ungans. Það segir sig raunar sjálft að grundvallaratriði í allri ákvarð- anatöku er að vita hverju á að koma til leiðar með henni. Það á ekki síð- ur við um siðferðilegar ákvarðanir en aðrar. En í jafn breytilegum heimi og við búum í í dag er skyn- samlegt að gera ráð fyrir ákveðnum aðlögunartíma sem gerir mögulegt Listrænar jólagjafir gallerí Listakot LAUGAVEGI 70, SÍIVII/FAX 552 8141 að leiðrétta ákvarðanir í ljósi reynslunnar af þeim. Verði gagna- grunnsfrumvarpið samþykkt á Al- þingi þarf, eftir að reynsla hefur komist á grunninn, að vera mögu- leiki á að leiðrétta lögin um hann verði framkvæmdin ekki í anda þess sem upphaflega stóð til. Ef við höf- um skýrt markmið eigum við auð- velt með að bregðast við og leið- rétta sérhverja ákvörðun sem ekki þjónar því markmiði. Kristin siðfræði bendir á að markmiðið skuli ætíð ákvarðast út frá velferð einstaklingsins og að kærleiksboð Jesú Ki-ists er leiðar- ljós á þeirri leið. Hana má því nota sem leiðsögn andspænis vandasömu vali, eins og því sem felst í gagna- gnmnsmálinu. Hún getur látið okk- ur í té þær siðfræðilegu forsendur sem leggja má til grundvallar ákvörðunum þegar við vitum ekki með vissu hverjar afleiðingarnar af þeim munu verða. Höfundur er guðfræðingur. mbl.is __/\LL.TAf= €=ITTH\S/\-Ð A/ÝTT —Góðir skór á betra verði— á Skómarkaöinum á 3. hæö Kringlunnar. Opiö frá kl. 12-18 alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Skómarkaðurinn 3. hæð, Kringlunni, sími 568 2888. Súúilij) r^jiijájjrf] ----'j'j-ijúúíir— PANTANIR ÓSKAST Sl iPLUGGATJOm Skipholti 17a, sími 551 2323 HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVIK • SIMI 569 5770 1000 SNUNINGA, STIGLAUS VINDA, HRAÐÞVOTTAKERFI, SJÁLFVIRK VATNSSKÖMMTUN, HURÐIN OPNASTÍ 180', ULLARKERFI, ULLARVAGGA, STIGLAUS HITAROFI, FORÞVOTTAKERFI, ÞVOTTAKERFI FYRIR OFNÆMISSJLJKA, ® SKYNJAR ÞVOTTAMAGN, SPARAR ORKU. VERÐ kn 63.950.- FYRIR PA SEM KAUPA HOTPOINT PVOHAVEL WM63PE ÞEIR SEM KAUPA HOTPOINT ÞVOTTAVÉL (WMÓ3PE ) Á KR. 63.950.- EIGA ÞESS KOST AÐ KAUPA ÞENNAN ÞURRKARA Á AÐEINS KR. 5.959.- „____________________1. i kg MEÐ TVÆR HITASTllilNGAR, VELTIRIBAÐAR ÁTTIR, KRUMPUVÖRN, RYÐFRÍ STÁLTROMLA. (RÉn VERÐ kr. 34.900.-)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.