Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS STURLA GÍSLASON + Jónas Sturla Gíslason fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 18. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Skál- holti 28. nóvember. Við andlát sr. Jónas- ar Gíslasonar, vígslu- biskups, er margs að minnast en þó ekki síð- ur svo ótal margt að þakka. Hin eiginlegu kynni mín af Jónasi hófust fyrst fyr- ir alvöru, þegar við hjónin fluttum upp á Akranes upp úr 1960. Kær- leikur hans og umhyggja fyi-ir framgangi barna- og síðar unglinga- staifsins í Frón varð þess meðal annars valdandi að hann varð einn þeirra, sem kom til liðs við okkur heimamenn við formlega stofnun KFUM og K á Akranesi árið 1962. Æ síðan nutum við krafta hans, fyr- irbæna og uppfræðslu í ríkum mæli, þegar tilefni og þörf kölluðu eftir. Fyrir það hef ég verið beðinn að flytja einlægar þakkir félagsins nú við leiðarlok. Minningamar þyrlast upp, þegar litið er yfir 35 ára vináttu og á tíðum mjög náið samstarf. Ferðalag til landsins helga fyiár rúmum þremur áratugum í samfylgd fjölskyldu hans líður ekki úr minni. Ogleyman- leg upplifun, þar sem helstu sögu- staðir Ritningarinnar voru heim- sóttir, og mörgu lokið upp, sem áð- ur var hulið. Þar naut sr. Jónas sín svo sannarlega í hlutverki eins af fararstjórunum og miðlaði okkur hinum af fróðleik sínum. Eg minnist uppörvunar hans og leiðbeininga á baráttutímum og þegar vanda bar að höndum, en einnig viðbragða hans, gleði og umhyggju á vakn- ingatímum, þegar Orðið greip um sig með krafti og Heilagur andi lauk upp fagnaðarerindinu á sérstakan hátt. Við urðum báðir þeirrar náðar aðnjótandi að fá að vera þátttakend- ur í þeim sviptingum, hvor á sínum stað. Þá tengdi Guð okkur saman sérstökum böndum, sem aldrei slitnuðu. Eg hlaut þá gæfu að fá að sitja með sr. Jónasi í stjórn Landssam- bands KFUM og KFUK alla for- mannstíð hans og taka við af honum, þegar hann lét af því starfi. Þar kynntist ég betur ýmsum hliðum þessa stórmerka einstaklings, en einnig nýjum þáttum í fari hans, sem ég þekkti ekki fyrr. Eg fékk að sjá og reyna, hve auðvelt hann átti með að skapa tengsl við kristna bræður á erlendri grund og viðhalda þeim, gefa af sér og þiggja. Eg fékk að sjá ólgandi viðbrögð, þegar hon- um fannst á fagnaðarerindið hallað. Skyggnast inn í huga reynslumikils einstaklings sem var fús til að leita eftir og beygja sig undir leiðsögn og vilja Guðs og bar þann eld og þá þrá í hjarta hvar sem hann fór, að vegur fagnaðarerindisins mætti verða sem mestur. Eg kynntist manni sem hafði brennandi áhuga á stjórnmál- um, var einarður kennimaður og auðmjúkur þjónn Guðs, en um leið svo djarfur, kröfuharður og fylginn sér að manni gat á stundum fundist nóg um. Þessi nánu samstarfsár eni mér dýrmætur sjóður minninga og reynslu, sem kalla fram þakklæti til Guðs nú, þegar kveðjustundin er komin. Þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista og samfélags við sr. Jónas, læra og fræðast af hon- um. Drottinn hefur kallað trúan þjón til sín, verkamann sem lét ekki merkið falla, þótt erfitt væri að halda því á lofti síðustu árin. Við þau þáttaskil biðjum við hjónin þess að Guð huggi ykkur, Adda, Gísli, Addi Kiddi og fjölskyldur ykkar, og styrki í þeirri fullvissu, að það er satt, sem Jónas setti í orð, er hann sagði með bakgrunn í 7. kafla Opin- berunarbókarinnai" Hvítum sWða réttlætis ég klæddur er, sem Kristur mér á krossi vann. Glaður hef ég skikkju mína laugað blóði lambsins. I mér lifir hann. Ó, hve gott að ég get treyst, að elska Guðs mig hefur leyst og frelsað mig í Jesú. Guð tók burtu sekt og synd, nú sér hann aðeins í mér mynd af Jesú. I þessari fullvissu lifði sr. Jónas og í þeiri'i fullvissu dó hann. Blessuð sé minn- ing um tryggan vin, sérstæðan dreng og trúan verkamann Drott- ins. Jóhannes Ingibjartsson. „Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan." Þessi orð Páls postula koma í huga minn er ég virði fyrir mér lífshlaup sr. Jónasar Gíslasonar vígslubiskups. Hann bar alla tíð á einlægan hátt frelsara sín- um vitni og vildi að sem flestir kæmust til þekkingar á sannleikan- um, sannleikanum sem gerir menn frjálsa og er fagnaðarerindið um lif- andi og upprisinn Jesú Krist. Jónas Gíslason tók ungur maður þá ákvörðun að fylgja Kristi og gera hann að leiðtoga lífs síns. Fyrir u.þ.b. 30 árum kynntist ég honum fyi-st á Biblíunámskeiði í Vatna- skógi. Þar uppfræddi hann unga jafnt sem aldna um fræði Lúthers hin minni. Einlægni hans, sterk trú- arsannfæring og lifandi framsetn- ing hafði sterk áhrif á mig. Jónas hefur markað spor í sögu íslensku þjóðkirkjunnar sem kennari og leið- togi. Hann var maður friðar og sátt- ar og opinn fyrir nýjum leiðum í boðun orðsins. Hann átti auðvelt með að starfa með öðrum kirkjum og evangelískum trúarsamfélögum. Kristur, og hann krossfestur, var honúm mikilvægasti boðskapurinn og í hans huga það sem sameinaði trúaða menn jafnvel þótt þá greindi á um önnur trúarleg atriði. Eftir að hafa sinnt prestsþjónustu í Vík í Mýrdal um 10 ára skeið kall- aði kirkjan Jónas til nýrra starfa á erlendri grund. Hann var beðinn um að fara til Kaupmannahafnar og hefja þar nýtt starf sem sendiráðs- prestur. Starfið var meðal annars fólgið í því að sinna íslendingum er þurftu að leita sér læknishjálpar þar, auk þess sem hann rétti mörg- um sem í vandræðum voru hjálpar- hönd á margvíslegan hátt. Jónas mótaði þetta mikilvæga starf og fyi-sta hjálparstarf kirkj- unnar á erlendri grund og naut trausts og virðingar fyrir störf sín á þeim vettvangi. Er Sigurbjöm Ein- arsson biskup lagði á ráðin um stofnun Hjálparstofnunar kirkjunn- ar árið 1969 fór hann fram á það við Jónas, án efa vegna reynslu hans, að hann tæki að sér að koma stofn- uninni á laggir og veita henni for- stöðu. Sem fyrr hlýddi Jónas kalli kirkjunnar sinnar og tók til óspilltra málanna. Jónas vann gríðargott og mikið undirbúningsstarf og var með í að leiða Hjálparstofnun kirkjunnar fyrstu skrefin eða þar til hann tók við prestsembætti í Grensássókn haustið 1970. Þótt Jónas hyrfí til nýrra starfa innan kirkjunnar var ekki afskipt- um hans af hjálparstarfinu lokið. Hann bar alla tíð starf Hjálpar- stofnunar kirkjunnar fyrir brjósti og lagði henni lið á margvíslegan hátt. Meðan kraftar leyfðu heim- sótti hann Kirkjuhúsið við Lauga- veg nokkuð reglulega og kom þá oftast einnig við á skrifstofu stofn- unarinnar. Við ræddum oft um hjálparstarfið og skyldur kirkjunn- ar á þeim vettvangi. Að elska Krist er að elska náungann sagði nafni minn oftar en einu sinni við mig. Með fráfalli sr. Jónasar Gíslason- ar vígslubiskups hefur íslenska þjóðin misst góðan dreng og kirkjan okkar einlægan og auðmjúkan þjón. Ég bið góðan Guð að blessa eigin- konu hans, syni og fjölskyldur. Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Fyrir rúmum áratug fóru nokkrir áhugamenn um boðun kristinnar trúar að hittast í hádeginu á mánu- dögum. Fundað var í veitingahúsum í Reykjavík og fundarmenn voru víðsvegar að úr þjóðfélaginu. Þeir áttu það allir sameiginlegt að vilja efla trú og bænalíf í lífi sínu og með- al samferðamanna. Félagsskapur þessi fékk nafnið Norðurljósin og var starfsemin öflug um margra ára skeið. Starfsemi Norðurljósanna þróaðist síðan inn í kirkjur og bænahópa á höfuðborgarsvæðinu. Á fyi-sta ári Norðurljósanna kom sr. Jónas á fund og þar kunni hann vel við sig. Honum leið vel í hópi bræðra og systra sem vildu beina augunum upp til hæða og þakka Drottni velgjörðir hans. Fljótlega eftir stofnun Norður- Ijósanna myndaðist bænahópur sem hittist enn hér í borg á föstudags- morgnum og á saman góða stund við ritningarlestur og bænaiðkun. Sr. Jónas kom fljótlega í þennan hóp, ásamt sr. Gísla syni sínum. I tæpan áratug hittum við sr. Jónas á bænastundunum, þar til hann tók við starfi vígslubiskups í Skálholti. Það var mikil blessun að kynnast honum og konu hans frú Arnheiði Arnmundsdóttur í tengslum við fé- lagsskapinn. Síðastliðin misseri gat sr. Jónas lítið mætt vegna veikinda en við félagarnir fórum til hans í Skógarbæ og áttum þar með honum góðar stundir. Sr. Jónas var mjög vinnusamur maður og áhugi hans fyrir boðun kristinnar trúar er lýðum kunn. Hann var afkastamikill á ritvellin- um og fylgdi málum sínum eftir af mikilli eljusemi. Þeir sem nutu kennslu hans í Háskólanum báru óblandna virðingu fyrir áhuga hans og dugnaði. Sr. Jónas þurfti að þola mikið heilsuleysi síðustu árin og sú reynsla kostaði mikil átök innra með honum og veikindunum fylgdi mikil röskun á lffi þeirra hjóna. Nú hefur Jónas kvatt þetta líf og við bræðurnir í bænahópnum sökn- um hans. En við trúum því og treystum, að hann hafi nú mætt frelsara sínum, og við viljum enda þessi orð með því að vitna í hugleið- ingar sr. Jónasar, er hann nefndi: „Þankabrot um þjáninguna": „Guð virðist oft dulinn, þó að hann sé ætíð á sínum stað. Én oft komum við ekki auga á hann af því eitthvað skyggir á hann. Þá getur okkur oft fundizt hann fjarri. I þjáningunni finnst mörgum, að Guð sé fjarri. Þeir skynja ekki nær- veru hans. Og þegar menn spyrja Guð: Hvers vegna grípur þú ekki inn í þjáninguna og bölið, þá á Guð ætíð eitt og sama svar: Én vinur minn, ég sendi eingetinn son minn í heiminn og hann dó á krossi!“ Friðrik Schram, Helgi S. Guðmundsson, Kristján Þorgeirsson, Ómar Kristjánsson, Þórsteinn Ragnarsson. Kveðja frá Hólum Þótt skógur fölnaði og lauf fykju, stóð stofninn traustum rótum í garði lifandi trúar. Ræðan felst í skammdegisþögn: - Uppgefst aldrei, upp, ofar, upp til ljóssins upp,upp, þín sál... - Bolli Gústavsson. Gamall lærimeistari er fallinn í valinn eftir langvinn veikindi. Margs er að minnast á slíkum stundum, og minningamar hrann- ast upp. Þegar ég gerðist nemandi hans í guðfræðideildinni, hafði ég aðeins kynnst honum af afspurn, auk þess að hafa lesið eftir hann ági-ip af kirkjusögu fyrir gagnfræða- og framhaldsskóla, skemmtilega bók, sem hann gerði fremur lítið úr, þeg- ar ég minntist á hana við hann, ein- hverju sinni, þegar við áttum tal saman. Jónas var góður kennari og margfróður. Að öðrum kennurum í guðfræðideild, sem ég hef notið fræðslu hjá gegnum árin, ólöstuð- um, er mér óhætt að fullyrða, að hann hafi kennt mér einna mest. Okkur nemendunum blandaðist ekki hugur um, að honum þótti vænt um þá, sem hann kenndi, enda átti hann ófáa vini meðal nemenda sinna, sem þótti ekki síður vænt um hann. Til hans gátum við sótt styrk og stuðning á margvíslegan hátt, líkt og til annarra kennara deildar- innar, þegar illa stóð á hjá okkur. Þá miðlaði hann af reynslu sinni sem sóknarprestur og sálusorgari, og oft í tímunum líka. I þeim tímum lærðum við oft miklu meira en að- eins kirkjusögu, og fórum þess fróð- ari heim á eftir. Guðfræði hans var líka skýr og ákveðin, eins og lífsvið- horf hans allt var, og það gat oft orðið manni góður styrkur á erfið- um stundum. Við komum heldur ekki að tóm- um kofunum hjá honum í kirkjusög- unni, og skipti þá ekki máli, hvort um var að ræða kirkjusögu fornald- ar, miðalda eða nútímans. Svo fjöl- fróður var hann í þeirri gi'ein og víðlesinn. Hann, eins og aðrir góðir kennar- ar, gerði líka miklar kröfur til nem- enda sinna en var sanngjarn við okkur um leið. Hann kenndi okkur samt það mikilvægasta af öllu, og það var, að gera fyrst og fremst strangar kröfur til sjálfra okkar, að- allega í ritgerðasmíð. Alltaf var hann fús til að veita okkur umbeðn- ar leiðbeiningar og vísa okkur á hin og önnur fræðirit, sem við gætum notað sem heimildir, og lumaði stundum á ýmsum ritum sjálfur, sem við höfðum ekki séð í söfnum, en hann átti í sínu einkabókasafni og lánaði okkur gjaman, ýmist til að lesa í eða Ijósrita upp úr. Ég tel mig lánsama að hafa kynnst Jónasi og eignast vináttu hans, en ekki síður að hafa notið kennslu hans og leiðbeininga á ýms- um sviðum, og þá einna helzt í rit- gerðasmíð. Ég hef stundum haft á orði, að hann hafi kennt mér manna mest að búa til ritgerðir með gagn- rýnum hætti, enda greip ég stund- um sjálfa mig í að hugsa síðar, þegar ég var að skrifa ritgerðir í guðfræð- inni, hvort heldur það var í kirkju- sögu eða öðru: „Hefði Jónas orðið ánægðm- með þetta?“ eða „Hvernig hefði Jónasi litist á þetta?“ Gagnvart mönnum og málefnum og í vináttu sinni við fólk var hann alltaf heill og sannur. Ásamt því mat ég hreinskilnina og hispurs- leysið mest í fari hans, enda eru þetta þeir eðlisþættir í fari manna, sem mér finnst vera mest virði. Hann var óspar á gagnrýni, ef honum líkaði ekki eitthvað í ritgerð- unum, sem ég skrifaði, og sagði mér að gera betur, sem ég og reyndi að gera. Hann gerði það líka á þann hátt, að eftir því var hlustað. Ég leitaði líka oft eftir áliti hans á þeim kirkjusöguritgerðum, sem ég var að skrifa, og alltaf var mér jafn ljúf- lega tekið af hans hálfu, eins og hans var von og vísa, og ég mat leið- beiningar hans mikils og hef notið góðs af þeim síðar. Kímnigáfa hans var líka einstök. Þótt hann gæti átt það til að henda lúmskt gaman af okkur nemendun- um, ef honum fannst við ganga fram af sér á einhvern hátt, þá gætti hann þess jafnan, að það skaðaði okkur ekki á neinn hátt. Hann kryddaði líka frásögn sína í kirkju- sögu gjarnan saklausri kímni og gamansögum á þann hátt, sem hon- um einum var lagið, sem lífguðu upp á þurrmetið og léttu manni skammdegisstundirnar, og gerði kennslustundirnar skemmtilegar. Það leiddist fáum ef nokkrum í kennslustundunum hjá Jónasi. Hann sá til þess, svo um munaði. Honum var mikið í mun að hafa jafnan íslenzkt efni á boðstólum, og þá oftast nær frá sjálfum sér, í kirkjusögunámskeiðunum, enda hafði hann einhverju sinni á orði við okkur, að við værum komin í guð- fræðideild til þess að læra guðfræði en ekki erlend tungumál, þótt okkur væri nauðsynlegt að kunna ýmis heiti, orð og orðtök henni viðkom- andi á erlendum tungum, en til þess væru orðabækurnar, og við gætum lært það af þeim. Þetta fannst mér til mikillar fyi-irmyndar, sem fleiri háskólakennarar, í fleiri greinum en guðfræði, mættu gjarnan gera. Það gustaði jafnan af honum í guðfræðideildinni, enda var hans sárt saknað, þegar hann þurfti að hætta kennslustörfum vegna vígslu- biskupsstarfa. Heilsa hans var þá farin að gefa sig líka, þó að viðmót hans bæri það ekki með sér þá. Þó skildi hann eitthvað eftir af sér í guðfræðideildinni, svo sterkur per- sónuleiki, sem hann var alla tíð, og mátti sumpart finna til nærveru hans þar. Að leiðarlokum nú er mér efst í huga ómælanlegt þakklæti fyrir alla þá góðu kennslu, leiðbeiningar, vin- áttu, styrk og stuðning, sem hann sýndi mér og veitti alla tíð, og bið Guð að blessa hann og varðveita, þar sem hann er nú. Frú Arnfríði og öðrum aðstand- endum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning sr. Jónasar Gíslasonar, vígslubiskups. Guðbjörg Snót Jónsdóttir, BA. Markverð störf Jónasar Gísla- sonar um ævina voru fjölþætt og mun þeim verða lýst af þeim sem best þekkja. Hann var sóknarprest- ur heima og erlendis, prófessor við Háskóla Islands og að lokum vígslubiskup í Skálholti, hinn fyrsti biskup þar eftir nærfellt tveggja alda hlé. Samtímis og samtvinnað embættum þessum var starf hans að margvíslegum félagsstörfum mikið og árangursríkt. Jónas var ráðhollur, í senn eldhugi og raun- sær maður, og syrgja hann nú þeir er nutu ráða hans í baráttu fyrir þjóðþrifamálum, meiri háttar og minni. Að leiðarlokum minnist ég þakk- látum huga liðsinnis Jónasar við tvö veikburða félög í frumbemsku sem mér hefur veist sá heiður að veita formennsku. Annað er Listvinafélag Hallgi'ímskirkju en hitt Oddafélag- ið, félag áhugamanna um vöxt og viðgang Odda á Rangárvöllum, hins forna mennta- og kirkjuseturs. Þótt kynni okkar tækjust fyrst fyrir tylft ára er ég leitaði til hans við skipulagningu á Kirkjulistahátíð á vígsluári fullbyggðrar Hallgríms- kirkju 1987, hafði ég vitað um Jónas nánast frá æskudögum. Feður okk- ar unnu saman í Hallgrímskirkju, faðir minn sr. Jakob Jónsson annar tveggja sóknarpresta, en faðir Jónasar, Gísli Jónasson skólastjóri, formaður sóknamefndar um árabil. Sóknin var fjölmenn, uppbygging safnaðarstarfs gróskumikið og grundvöllur var lagður að ýmsu sem enn er búið að. Seint gekk löngum með byggingu sjálfrar kirkjunnar og þörf á atrennum að fjái'veitingai'valdi öðru hverju, og stöku sinnum skylmingum á ritvelli við ákaflynda og rökvísa úrtölu- menn. Jónas Gíslason reyndist mér formanni Listvinafélagsins hollur ráðgjafi, en mér er eftirminnilegt okkar fyrsta samtal á skrifstofu prófessorsins í aðalbyggingu Há- skólans, ekki síst hve mjög hann virtist búa yfir hagrænni skynjun sem nýtist við samningu áætlana og fjáröflun, samtímis því sem ég greindi í viðvörunum hans áhuga á málaleitan minni og trú á að vel tækist um síðir. Allt frá stofnun Oddafélagsins í Odda á Rangái-völlum árið 1990 var Jónas boðinn og búinn að hjálpa og hvetja til dáða. Hann flutti meginer- indi á fyrstu Oddastefnu, árlegri ráðstefnu félagsins, sem haldin var í Gunnarsholti í boði Landgræðslu í'íkisins. Hið lærða erindi sr. Jónas- ar fjallaði um síra Jón Einarsson, prest í Odda, sem uppi var á fyrri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.