Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 77

Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 77 | Ihluta siðbótaraldar. Erindi Jónasar birtist síðan í Goðasteini, héraðsriti Rangæinga. Oft síðan lagði Jónas félaginu lið í ræðu og riti. Og ljóð hans voru lesin á fundum eystra, er veikindin tóku að hefta fór hans. Það var heiður að stuðningi hans við hið litla félag, stuðningi biskupsins í Skálholti, vissulega, en öllu fremur sökum mannsins sjálfs, mannkosta j og visku. Jónas Gíslason var skapandi mað- Iur. Ný reynsla, jafnvel sár reynsla, varð honum efniviður til sköpunar, í orðum eða góðum ráðum öðrum til hjálpar. í veikindum síðustu ára jókst styrkur hans. í blaðagreinum um hagnýt málefni, samtölum við ráðamenn og trúarljóðum bætti hann þann heim sem hann vissi að væri á förum. Við Jóhanna kona mín vottum samúð okkar Amfriði Jog fjölskyldunni allri í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Jónasar IGíslasonar. Þór Jakobsson. Ég kynntist Jónasi Gíslasyni lítil- lega á skólaárum mínum hér í Reykjavík og þá helzt af því að ég stráklingurinn var að deila við guð- fræðinginn um trúmál, þar sem ég var áreiðanlega af æmum vanefn- um að verja spíritismann sem Jónas hafði vægast litlar mætur á. Ég Iman hins vegar glögglega hversu mildilega hinn lærði guðfræðingur tók á stráklingnum í þessari um- ræðu, nær því sem af föðurlegri um- hyggju og á eftir veitti hann mér og Birni fóstbróður mínum fylgd heim að dyrum hjá okkur og þá lék Jónas við hvern sinn fingur svo sem við hefðum aldrei skipzt á mjög svo öndverðum skoðunum og strákling- urinn a.m.k. kveðið allfast að orði. Á eftir þótti mér vænt um þessa sam- fylgd og jafnan síðan heilsaði Jónas s mér sem góðkunningja. Svo liðu ár- in ótaimörg og þá bar fundum sam- an í samstarfsnefnd Alþingis og Þjóðkirkjunnar og fór þar fjarska vel á með sjálfstæðismanninum og allaballanum. Allt þótti mér Jónas mætagott til mála leggja af einurð, kurteisi og hlýju. Öðru sinni á lífs- leiðinni fann ég að í Jónasi bjuggu Ímannkostir góðir, skarpskyggni á mál líðandi stundar og mikil sam- kennd með þeim sem höllum fæti " stóðu í lífsbaráttunni, því svo oft hlýddi ég á mál hans sem ungs guð- fræðings að hvað sem öllum stjórn- málalegum ágreiningi leið þá vai- áherzla hans á manngildið umfram auðgildið ekki síðri en mín og þótt- ist ég þó hafa þar til míns ágætis nokkuð. Og svo kom að því alllöngu seinna É að kynni okkar urðu allnáin og þá ' fann ég bezt hvern eldhuga Jónas hafði að geyma hvað öll velferðar- * mál varðaði og þar var engin tæpitunga töluð. Og hann hugsaði stórt, hann hugsaði til framtíðar, á honum var engan bilbug að finna þó líkamskraftar þyrru. „Ég hefi svo skamman tíma að ég verð að gera svo mikið og svo fljótt,“ sagði hann einu sinni við mig og því miður reyndust orð hans um hinn skamma Ítima alltof sönn. Hann hafði oft við mig samband, kom til mín og ég til hans og orðræður okkar vora um hin margvíslegu efni, enda Jónas margfróður, víðlesinn, hafði frjóa og skapandi hugsun, var gamansamur en umfram allt hlýr í einlægni sinni og baráttugleði. Af hans fundi fór maður ætíð auðugri á svo margan hátt. Baráttugleðina minntist ég á, hún var hans aðal í glímunni við grimman vágest og það var unun að heyra hann fara á flug um það sem þyrfti að gera til þess að það fólk sem erfiðari ætti lífsgönguna fengi litið betri og birturíkari daga, þar fóru saman hugmyndaauðgi, fram- sýni og stórhugur hins einlæga samhjálparsinna, eðlilega samofið hinni sannkristnu lífsskoðun hans. Hann reifaði sínar róttæku hug- myndir við þingmenn, ráðherra og aðra ráðamenn af hreinskilinni ákveðni og ríkum rökum. Ég átti þess tvisvar kost að fara með hon- um til halds og trausts svo sem hann orðaði það af sinni meðfæddu kurteisi og tillitssemi og ég dáðist að málafylgju hans og eftirfylgni þar sem ekkert var verið að skafa utan af hlutunum þannig að engum gat dulizt sá einlægi hugur sem að baki orðanna bjó og var þó hvergi ofsagt né stóryrði uppi höfð. Ég kom til hans ekki fyrir alllöngu og annar fundur okkar hafði verið ákveðinn þegar hinzta kallið glumdi mínum góða vini. Því Jónas taldi ég orðið hiklaust til hollvina minna sem ég mátti margt af læra, ekki sízt það að gefast aldrei upp, láta von- gleðina hafa völdin þó alvarlega syrti í álinn. Ég sakna þessa stór- brotna og margslungna hollvinar sem lagði velferðarmálum allt það lið er hann frekast mátti og átti djarfa drauma um samfélagslegar umbætur sem um munaði svo eng- inn þyrfti að líða skort og neyð. Aðrir munu gera grein fyrir hans mikla starfi í þeirri þjónustu sem hann svo lengi og vel innti af hendi, en aðeins minnzt á Kaupmanna- hafnarár hans, sem ég hefi heyrt svo marga mæra hans ómetanlegu aðstoð sem sköpum skipti hjá svo mörgum við erfiðustu sjúkdómsað- stæður. Með klökkri þökk kveð ég val- mennið og hugsjónamanninn Jónas Gíslason um leið og hans dýrmæta samfylgd er einlæglega þökkuð. Eiginkonu, sonum og ástvinum öðr- um eru hlýjar samúðarkveðjur sendar. Jónas Gíslason gekk sann- arlega á Guðs vegum. Minning hans mun lifa í þakklátum huga mínum. Það er vorbirta vongleðinnar yfir þeirri mætu minningu. Helgi Seljan. Þegar kemur að kveðjustund og litið er til baka við lát góðs vinar, er sem liðin tíð renni um hugann líkt og kvikmynd. Þessi sýn nær yfir áratuga skeið af sannri vináttu og hlýhug séra Jónasar Gíslasonar og Arnfríðar konu hans til okkar og barna okkar. Jónas var afskaplega fágaður í framkomu og léttur á sér þegar hann gaf okkur hjóninn saman fyrir rúmum tuttugu árum. Hann var léttur í skapi með góðan húmor samfara djúpri visku og mikilli þekkingu. Jónas átti fáa sína líka að okkar mati. Árin liðu og prestverkin sem hann leysti af hendi fyrir okkur hjónin voru alltaf jafn hátíðleg og uppbyggileg, en hann skírði börnin okkar sex. Jónas var ekki alltaf jafn hress á líkama og þegar hann gifti okkur, hann átti við mikið heilsu- leysi að stríða. Hann lét þó ekki lík- amlegt ástand sitt aftra því að skíra börnin okkar. Eitt fyrsta prestverk- ið hans eftir erfiða aðgerð erlendis var að skíra son okkar sem einnig var nýkominn af skurðborðinu. Hann hafði á orði að þeir væru sálu- félagar og að þeir ættu allt að þakka Guði, sér væri mikil ánægja að skíra drenginn. Jónas treysti sér ekki að heiman, athöfnin fór því fram á ynd- islegu heimili þeirra hjóna og er okkur með öllu ógleymanleg. Ekki síður ógleymanleg er sú stund, þegar hann varð við beiðni okkar um að koma á vökudeild til að skíra dóttir okkar sem ekki var hugað líf. Bænin var einföld og blessunin mikil því litla krílið hjarn- aði við fljótlega eftir athöfnina. Þessi einfalda bæn á eftir faðirvor- inu var lýsandi fyrir Jónas en inni- hald hennar var: Drottinn, verði þinn vilji. Jónas æðraðist aldrei heldur styrktist enn frekar í trúnni við mótlæti á heilsu sinni. Hann þakkaði almættinu fyrir að eiga hana Arnfríði og fyrir að geta skrifað á tölvuna sína, en hann vai' ótrúlega afkastamikill á því sviði. Margt merkilegt liggur eftir hann á prenti, ýmislegt er þó enn óútkomið. Því miður hefur mikið vinnuálag og stórt heimili komið í veg fyrir að við hittum þau hjón eins oft og við hefðum kosið. Þær myndir sem líða í gegnum hugann eru gallalausar, allar jafn ánægjulegar og hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Að leiðarlokum kveðjum við kær- an vin með þakklæti í hjarta. Arnfríði, börnum og barnabörn- um óskum við friðar í hjarta á sorg- arstundu. Margrét og Ragnar Ragnars. SIGVALDIFANNDAL TORFASON + Sigvaldi Fann- dal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 2. júlí 1922. Hann lést á Héraðssjúkra- húsinu á Blönduósi 19. nóvember síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Blönduóskirkju 28. nóvember. Á heiðið þoku af hafi sló, Er hæðir fal og móa, hún leið fram myrk, en léttstíg þó og lukti Húnaflóa. Þessar línur úr kvæði Stefáns frá Hvítadal komu mér í hug, er ég gekk út úr Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi fimmtudaginn 19. nóvember eftir að hafa litið til bróður míns, er hvíldi meðvitund- arlaus á banabeði, en hann lést nokkrum klukkustundum síðar. Þegar út kom var vetrarmyrkrið að leggjast yfír. Inni var erfiðu sjúkdómsstríði að ljúka. Það dimmdi í huga mér. Mér fannst dimmt yfir Blönduósi og Húna- þingi þetta kvöld. Minningamar þutu gegn um hugann, minningar æskuáranna heima í Hvítadal þar sem hópur ungs fólks var að alast upp og hversu við litum upp til þeirra elstu og hve margt þeir kenndu okkur. Eins og fyrr segir fæddist Sig- valdi í Hvítadal í Dölum og þar ólst hann upp, snemma fór hann að að- stoða við búskapinn eins og al- gengt var á þeim tímum. Þegar hann hafði aldur til fór hann að sækja vinnu utan heimilis, vann í Reykjavík að vetrum, en við bú- skapinn á sumrin. Árið 1946 keypti hann vörabíl og eftir það var akst- ur hans ævistarf. í Reykjavík kynntist Sigvaldi eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísa- betu Finnsdóttur, ættaðri úr Húnavatnssýslu, þau giftu sig 2. nóvember 1952 og hófu þau búskap á Blönduósi. Fljótlega eftir að þangað kom byrjuðu þau byggingu íbúðar- húss á Árbraut 14 sem verið hefur Heimili þem-a síðan. Brátt stækkaði fjölskyldan og eignuðust þau fimm dætur,sem allar hafa komist vel áfram í líf- inu og bera foreldrum sínum fagurt vitni. Eftir að Sigvaldi flutti til Blönduóss starfaði hann sem vörubílstjóri en í nær fjörutíu ár annaðist hann út- keyrsíu fyrir Olíufélagið Esso í Austur-Hún. I mörg sumur átti ég, vegna vinnu minnar því láni að fagna að vera nær daglegur gestur á heimili þeirra hjóna og var þá að- njótandi þeirrar einlægu og óhemjumiklu gestrisni sem ein- kenndi heimili þeirra, sem ávallt hefur staðið opið öllum þeim sem leið áttu um. Sigvaldi var mjög samvisku- samur og farsæll maður í starfi. Hann náði vel til samferðamanna sinna með léttleika og smellnum tilsvörum, þó hann væri skapríkur var honum einkar lagið að sjá hlutina í réttu ljósi. Þegar hlé varð frá erli daglegra starfa naut Sig- valdi sín best í hópi góðra vina og þeir verða margir sem nú minnast hans frá slíkum stundum, gleði hans hreif viðstadda svo að ógleymanlegt er öllum þeim er því kynntust. Sigvaldi bar mikla um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni og eftir að hann veiktist ræddi hann oft við mig um dætur sínar og fjöl- skyldur þeirra, hversu vel gengi hjá barnabörnunum í skóla og öðr- um í störfum þeirra og kom þá gleði hans yfir velgengni þeirra greinilega í ljós. Eins fylgdist hann með okkur systkinum sínum og okkar börnum og vil ég sér- staklega þakka fyrir alla um- hyggju fyrir við okkur. Oft leitaði hugur hans heim til æskustöðvanna í Hvítadal sem hann unni og þegar ég heimsótti hann fársjúkan laugardaginn 14. nóvember er ég var staddur á Blönduósi við útfór mágs hans, Ottós Finnssonar, var það fyrsta sem hann spurði um hvort ég hefði nýlega farið vestur og hvernig gengi þar. Bebe mín, ég bið guð að styrkja þig og fjölskyldu þína. Megi minn- ingin um góðan eiginmann, íöður, tengdafóður og afa verða sem ljós á vegi ykkar. Elsku bróðir, nú skilur leiðir, fullviss um endurfund kveð ég þig með eftirfarandi bænarorðum fóð- urbróður okkar, Stefáns frá Hvíta- dal. Lýstu þeim héðan, er lokast brá, heilaga Guðsmóðir, himnum frá. Sighvatur F. Torfason. Elsku afi, nú ertu farinn og við söknum þín svo sárt því þú varst alltaf svo góður við okkur. Síðan ég fæddist hefur þú verið svo stór partur af lífi mínu. Það var alltaf svo gott að fá að gista hjá þér og ömmu þegar við vorum í pössun hjá ykkur. Þið voruð líka alltaf að tala um hvað það væri gaman að hafa okkur. Oft komst þú með ís handa okkur, sérstaklega þegar eitthvert okkar systkinanna var veikt. Þú hringdir oft eða komst til að athuga með okkur, hvernig mér gengi í skólanum eða sumarvinn- unni. Það verður svo skrýtið og tómlegt að sjá þig ekki sitja við eldhúsborðið og hlusta á útvarpið eða tala við einhverja gesti. Það voru svo oft gestir í heimsókn hjá ykkur. Ég ætla að varðveita minn- ingamar um þig vel. Takk fyrir allt, elsku afi minn. Elsku amma, ég votta þér samúð mína. Kveðja frá systkinum mínum, Svölu og Ola. Þín Sylvía Lind. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá era ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir gi’ein- unum. ÖQ»*3skom v/ Possvo0ski»*l<jMga»*ð Símis 554 0500 H H H H H H H H H H Erfidrykkjur Sími 562 0200 H H H H H H H H H H ^IIIIlílIIll Círaníf HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Ii S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.