Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 81

Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 81
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 81 KIRKJUSTARF HATEIGSKIRKJA Safnaðarstarf Aðventuhátíð Bergmáls í Háteigskirkju LIKNAR- og vinafélagið Bergmál verður með aðventuhátíð í Háteigs- kirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16. Að vanda verður vönduð dagskrá. Prestur kirkjunnar, sr. Tómas Sveinsson, flytur hugvekju. Kirkju- og barnakór Bústaðakirkju undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar syngja. Almennur jólasálmasöngur. Að athöfn lokinni verður veitinga- sala í safnaðarheimili kirkjunnar. Gleðilega hátíð. Námskeið um hjónaband og sambúð I DAG, þriðjudaginn 1. desember, hefst slffáning á hjónanámskeið Hafnarfjarðarkirkju sem ganga undir nafninu „Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð". Fyrsta námskeiðið sem nú er hægt að skrá sig á hefst í janúar og síðan verða haldin námskeið allt fram í apríl. Umsjónarmenn námskeiðanna eru sr. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, og sr. Guðný Hallgrímsdóttir, settur sóknar- prestur í Seltjarnarneskirkju. Skráningin hefst kl. 9 í síma 555 1295 og 555 4899 þar sem einnig eru veittar nánari upplýsingar. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17. Langholtskirkja. Jólafundur kven- félagsins í kvöld kl. 20. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir syngur einsöng. Munið að taka jólapakkana. Heitt súkkulaði og smákökur. Laugarneskirkja. Fullorðins- fræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með Þoi-valdi“ kl. 21. Lofgjörðar- og bænastund. Seltjarnarneskirkja. F oreldra- morgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar hefjast í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Æskulýðsfundur 10. bekkjar og eldri kl. 20-22. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi, léttur málsverður, helgistund og fleira. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digi'aneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára stúlkur kl. 17.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Grafarvogskirkja. Eldrí borgarar, opið hús kl. 13.30. Söngur, spil, spjall og handavinna. Veitingar í lok samverustundarinnar. „Kirkju- krakkar" í Rimaskóla. Böm 7-9 ára kl. 17-18. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20-22 í kirkjunni. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Áma Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10- 12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli kl. 13-16 alla þriðjudaga í sumar. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnaríjarðarkirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonar- höfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs, kl. 21.30- 22. Heimsborgin - Rómverja- bréfið, 3. lestur í Vonarhöfn kl. 18.30- 20. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfsfólk verður á sama tima í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Landakirkja, Vestmannaeyjum. KI. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) gera óvænt prakkarastrik. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Jóla- samvera fyrir eldri borgara kl. 15. Ræðumenn Ester Jakobsen og Vörður L. Traustason. Kynningar- samkoma á verkefninu frá Mínus til Plús kl. 20. Ræðumaður Siegfried Tomazsewski. Allir hjartanlega vel- komnir. Hjálpræðislierinn. Kl. 20.30 kvöld- vaka í umsjá Heimilasambandsins. Happdrætti og veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. AFMÆLI EIRIKUR A. GUÐJÓNSSON Elsti unglingurinn sem ég þekki varð ní- ræður 25. nóvember sl. Þetta er hann Eiríkur vinur minn Guðjóns- son. Eiríkur var fædd- ur á nyrsta bæ í Strandasýslu, sunnan undir fjallinu Geir- hólmi þar sem heitir í Skj alda-Bj arnarvík. Fimmtán ára fluttist hann með foreldrum sínum til Þaraláturs- fjarðar, sem er norðan við Geirhólminn og í Isafjarðarsýslu. Þar var hann til 1937. Árið 1935 kvænt- ist Eiríkur Gunnvöi-u Rósu Samú- elsdóttur. Þau hjón bjuggu svo eitt ár í Höfn í Hornvík og á Búðum í Hlöðuvík frá 1938 til 1943. Þar voru þau síðustu ábúendur ásamt Albert J. Kristjánssyni. Þegar byggðin í Sléttuhreppi var að leggjast af fluttust Eiríkur og Rósa vestur í Arnardal við Skutuls- fjörð við Djúp og þar bjuggu þau um skeið. Síðan fluttu þau til Isa- fjarðar og hefur Eiríkur verið bú- settur þar allar götur síðan. Rósa lést árið 1967. Eiríkur hefur fengist við margt um ævina. Hann var m.a. kennari við barnaskólana í Arnardal og á Skeiðinu í Skutulsfirði, bóndi eins og áður sagði, hringjari og grafari við Isafjarðarkirkju um langa hríð, sótari á Isafirði og verkamaður. Man ég fyrst eftir Eiríki þegar ég var barn og sóta þurfti skorsteininn á heimili foreldra minna. Var það ævinlega gert á nóttinni og man ég sérstaklega eftir skruðningunum á þakinu þegar Eiríkur var að störf- um. Þá var hann svartur. Seinna lágu leiðir okkar Eiríks saman í Alþýðubandalaginu og Samtökum herstöðvaandstæðinga. Þá var hann löngu orðinn ekkju- maður. Við Eiríkur höfum oft ferð- ast saman, ásamt öðru fólki, um óbyggðir Vestfjarða, og þá sérstak- lega Hornstrandir og Strandir, æskuslóðir Eiríks. Sl. þrjá áratugi hef ég verið fararstjóri og leiðsögu- maður ferðamanna um óbyggðirnar hér vestra, og þegar Eiríkur var með í ferðum gæddi hann landið meira lífi en efni mín stóðu til. Hann gat sagt frá því mannlífi af eigin reynslu sem lifað var á ystu strönd- um norður við Dumbshaf. Þar átti hann heima sín allra bestu ár. Eg man eftir því að einu sinni kyrjuðum við „Nallann“ yfir rúst- um amerísku radarstöðvarinnar á Straumnesfjalli. Það var um sól- stöður í miðnætursól og himinninn logaði dumbrauður og logagyllt hafisbrúnin sást úti við sjóndeildar- hring. Þá vorum við í helgarferð í Aðalvík með Samtökum her- stöðvaandstæðinga á ísafirði. Mig furðaði alltaf hve mikill göngugai-pur hann Eiríkur var. Kominn upp undir sjötugt gekk hann með bakpoka allar Horn- strandh' og annar fótur hans tveim- ur sentimetrum styttri en hinn vegna fótbrots í vinnu- slysi. I sambandi við ferðalög okkar Eiríks ætla ég að segja stutta gamansögu: Við gengum árið 1977 frá Grunnavík norður í Furufjörð og þaðan til Ingólfsfjarð- ar. Síðan gengum við yfir Ofeigsfjarðarheiði og endaði ferðin á Melgraseyri og þaðan var farið með Fagra- nesinu til Isafjarðar. Þetta var erfið ferð. Við vorum saman í tjaldi í þessari ferð, ég og Eiríkur, og svaf hann ekki í venjulegum svefnpoka, held- ur svokölluðum varmapoka úr áli, eins og var í öllum björgunarbátum á þeim tíma og er enn. En mikið óskaplega skrjáfaði í pokanum á nóttinni þegar karlinn bylti sér og jafnvel bara við það þegar hann andaði ofan í pokanum. I þessari ferð gistum við tvær nætur í Reykjafirði og gengum þaðan upp á Drangajökul. Fórum við upp á Hrolleifsborg og er það löng leið og erfið. Höfðum við með okkur nesti. Með okkur var um tíu manna hópur og við Eiríkur vorum saman um nestispakka í þessa dagsferð á Drangajökul. Eiríkur hafði tekið til mat í pakkann. Á uppleiðinni var karlinn alltaf að narta í nestið og bjóða mér með sér. Eg sagði honum að ég ætlaði að nærast þegar upp væri komið. Fyrr en varði kláraðist nestið okk- ar. Uppi á Hrolleifsborg settust all- ir niður til nestis og nutu útsýnis og útivistarinnar. Þá bað ég Eirík um bita. „Allt búið,“ sagði karhnn, „en ég á nóg af ágætis kaffi.“ Hann hellti kaffi úr stórum hita- brúsa í lokið af honum fyrir mig og ég drakk. Bragðið af kaffinu var skrýtið og vont. Olíubrák flaut ofan á og kaffið var þykkt og leðjulegt. „Heyrðu Eiríkur minn, hvað er í kaffinu hjá þér? Það er svo vont,“ sagði ég. „Sjáðu til,“ svaraði hann. „Mér fannst ómögulegt og eintóm vit- leysa að bera eintómt kaffi alla leið upp á Hrolleifsborg. Kaffí er eigin- lega ekkert nema vatn og engin næring í því. Ég setti í það átta skeiðar af púðursykri og fjóra súputeninga?" Þegar þetta gerðist var Eiríkur 68 ára gamall og á leiðinni niður sprunginn og úfinn skriðjökulinn eftir langan og erfiðan dag, spurði ég hann: „Eiríkur, eigum við ekki að hvíla okkur? Þú hlýtur að vera orðinn þreyttur í fætinum." Þá sagði hann: „Nei, nei, nú hall- ar nefnilega rétt í jöklinum fyrir mig. Styttri fóturinn er hærra í brekkunni og þá afþreytist ég. Á leiðinni upp þreyttist ég því þá hall- aði vitlaust í jöklinum.“ Hann Eiríkur vildi ekki láta bíða eftir sér. Þremur dögum síðar dönsuðum við í stígvélum og skítugum ferðafötum við Stranda- kerlingamar á dansiballi í Árnesi í Trékyllisvík. I vörðu uppi á annarri bungu Geirhólms kom Eiríkur fyrir gesta- bók í glerkrukku í þessari ferð. Og minnisstætt er mér þegar Anna systir Eiríks, fymim húsfreyja á Dröngum, bjargaði okkur þegar við urðum matarlausir og bakaði handa okkur flatkökur sem dugðu til ferðaloka. En hún dvelur ævinlega á Dröngum á sumrin ásamt fólki sínu við að nýta hlunnindi jarðar- innar. Sex ái'um síðar, eða árið 1983, stóðum við ásamt tugum annarra á Kálfatindum Hornbjargs og virtum fyi-ir okkur heiminn. Eiríkur er sá lang elsti sem fylgt hefur mér alla leið þangað upp - hann var 74 ára gamall! Margir yngi-i hafa gefist upp í brekkum Tindanna. Þar er eiginlega of bratt til þess að hallinn fyrir styttri fót Eiríks geti verið rangur eða réttur. Leiðir okkar Eiríks í stjórnmál- um skildi fyrir tíu árum þegar ég fór yfir í kratana. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Nú eru þau Sighvatur og Margrét langt komin að sameina kratana og kommana. Það er af hinu góða. Við Eiríkur endum því í sama flokknum aftur að lokum, enda báðir sannir jafnað- ai-menn. Nú er hann Eiríkur minn á Hlíf orðinn afar sjóndapur, fótfúinn og gamall, en heldur fullri heilsu að öðru leyti. Það er þó liðin tíð að hann bregði sér á gönguskíðum of- an í bæ eins og hann gerði svo oft fyrir nokkrum árum. Eða á ball. Og nú er hann ekki lengur svartur af sóti. Eiríkur vann í íshúsfélaginu hálfan daginn lángt fram yfir átt- rætt. Hann vann meira að segja daginn sem hann varð áttræður og gerði sér ekki dagamun. Geri aðrir betur! Ef við hin gætum lifað lífinu jafn sátt við Guð og menn og hann Ei- ríkur væri mannlífið betra og feg- urra en það nú er. Heill þér níræðum, kæri vinur. Þakka þér allt gamalt og gott. Sér- staklega fyrir ferðalögin um „Ystu strandir norðan Djúps“. Þá var alltaf gaman. Lifðu heill vinur. Gísli Hjartarson, ritstjóri Skutuls á Vestfjörðum. Dúnsængur, kodd;
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.