Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Björn Friðfínnsson í
viðskiptaráðuneytið á ný
Rannsóknarráð Islands
Sem frjáls-
ast aðgengi
verði tryggt
RANNSÓKNARRÁÐ íslands telur
að forsenda þess að miðlægur
gagnagrunnur verði íslensku vís-
indastarfi til framdráttar sé sú að
aðgengi að grunninum verði sem
frjálsast. Ráðið telur að ekki megi
skerða aðgengið frá því sem gert var
ráð fyrir í frumvarpi.
Rannsóknarráðið telur að reynist
ekki unnt að tryggja öruggan að-
gang að miðlægum gagnagrunni á
þeim sérkjörum sem frumvai'pið
gerii' ráð fyrir og án óeðlilegs íhlut-
unarvalds leyfishafa, hafi gildi hans
fyrir framþróun vísinda á Islandi
rýrnað svo að ráðið mælir gegn sam-
þykkt frumvarpsins og veitingu fyr-
ii'hugaðs sérleyfis.
BJÖRN Friðfinnsson segist gera
ráð fyrir að taka aftur við starfi
ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu um næstu ára-
mót. „Eg er með samning þar að
lútandi," sagði Björn en kvaðst þó
ekkert hafa heyrt frá iðnaðar- og
viðskiptaráðherra um þetta mál.
Finnur Ingólfsson iðnaðar- og
viðskiptaráðherra sagði í samtali
við blaðið í gær að ekki stæði annað
til en að Björn kæmi aftur til starfa
í ráðuneytinu um næstu áramót.
„Samkomulagið gekk út á að hann
yi’ði í tvö ár ráðgjafi ríkisstjórnar-
innar í EES-málum og kæmi síðan
til starfa,“ sagði Finnur.
Björn fékk tímabundið leyfi frá
stai’fi ráðuneytisstjóra árið 1993 er
hann var útnefndur til setu í fram-
kvæmdastjóm ESA. Árið 1996
hugðist Björn taka aftur við starfi
sínu í ráðuneytinu en Finnur Ing-
ólfsson tilkynnti honum þá að hann
vildi ekki að hann sneri aftur til
fyrri starfa og lagði til að Björn
tæki við starfi forstjóra Löggild-
ingarstofunnar. Á það vildi Björn
ekki fallast. 30. desember 1996
náðu þeir svo samkomulagi um að
Bjöm sinnti ráðgjöf um EES-mál-
efni næstu tvö árin og kæmi að því
búnu til starfa sem ráðuneytis-
stjóri um áramótin 1998-1999.
Þórður Friðjónsson sem í dag
gegnir staifi ráðuneytisstjóra í iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytinu var
settur ráðuneytisstjóri 14. apríl sl.
þegar Halldór J. Ki-istjánsson, þá-
verandi ráðuneytisstjóri, var ráð-
inn aðalbankastjóri Landsbankans.
Þórður fékk leyfi frá störfum for-
stjóra Þjóðhagsstofnunar er hann
var settur ráðuneytisstjóri til
næstu áramóta.
„Það var um það samið þegar ég
tók að mér þetta starf að ég tæki
það að mér frá og með þeim tíma,
eða um miðjan apríl og fram að
áramótum," segir Þórður. „Eg er
ekki búinn að taka alveg endanleg-
ar ákvarðanir um hvað ég geri um
áramótin," segir hann.
Reykjavík
Samkomulag
milli A-flokka
um prófkjör
ÓFORMLEGT samkomulag hefur
tekist milli Alþýðuflokks.og Alþýðu-
bandalags um að viðhafa próflcjör
um röðun í efstu átta sætin á fram-
boðslista samfylkingar í Reykjavík.
Stefnt var að því að staðfesta sam-
komulagið á fundi í gærkvöldi, en
Kvennalistinn óskaði eftir að fund-
inum yrði frestað.
Ekki liggur fyrir hvort Kvenna-
listinn samþykkir tillöguna. Geri
hann það ekki bendir flest til að
Kvennalistinn taki ekki þátt í sam-
eiginlegu framboði flokkanna.
Tillagan felur í sér að efnt verður
til prófkjörs um átta efstu sætin.
Tryggt verður að hver flokkur fái
a.m.k. tvo fulltrúa í þessi átta sæti.
Kjósendur geta einungis gi'eitt sín-
um flokksmönnum atkvæði. Þeir
velja því einungis milli frambjóð-
enda sem tilheyra þeim flokki sem
þeir styðja. Styrkleiki flokkanna
ræður síðan í hvaða sæti einstakir
frambjóðendur raðast. Þá er sam-
komulag um að Jóhanna Sigurðar-
dóttir fái öruggt sæti á listanum.
Kvennalistinn hefur gert þá kröfu
að fá 3. og 7. sæti listans. Sam-
kvæmt tillögunni getur Kvennalist-
inn fyrirfram ekki verið viss um
nema eitt sæti og áttunda sætið,
sem ekki getur talist öruggt þing-
sæti.
Glatt á
hjalla
á Kató
ÞAÐ ríkti mikil gleði í leikskól-
anum Kató við Hlíðarbraut í
Hafnarfirði í gær. Börnin höfðu
boðið foreldrum sínum í kaffi
og á boðstólum var kakó og
piparkökur. Leikskólinn hafði
verið skreyttur sérstaklega og
ríkti hátíðarstemmning hjá
ungum sem öldnum, enda jóla-
legt um að litast.
19 aðilar stefna vegna eignatjóns við strand Yíkartinds
Bótakröfur nema á þriðja
hundrað milljóna
19 SKAÐABÓTAMAL á hendur
Eimskipafélagi íslands og Atalanta
Schiffartgesellschaft mbH voru tek-
in fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær. Stefnendur eru innflytjendur
sem áttu farm um borð í Víkartindi,
sem strandaði í Háfsfjöru 5. mars
1997, og tryggingafélög sem gera
endurkröfurétt á stefndu. Bótakröf-
ur nema á þriðja hundrað milljóna
króna. Líklegt er að eitt mál verði
höfðað og önnur mál hvíld á meðan.
Atalanta Schiffart er stefnt sem
eiganda Víkartinds og Eimskipafé-
laginu sem leigutaka þess. Málin eru
enn öll rekin sjálfstætt en að sögn
Sigurðar Halls Stefánssonar héraðs-
dómara eru horfur á því að eitt mál
verði rekið til endanlegrar niður-
stöðu og hin verði hvíld á meðan.
Málið hafi þá fordæmisgildi fyrir þau
sem á eftir koma. Stefnendur þurfa
að koma sér saman um það hvaða
mál yi’ði rekið sem fordæmismál.
Sigurður Hallur segir að málin eigi
vissa þætti sameiginlega, t.a.m. atvik
í kringum strandið.
Búist er við að niðurstaða um
hvaða mál verði rekið liggi fyrir 7.
janúar næstkomandi.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Hlutafélag
um smíði
varðskips
SKIPASMIÐJAN hf. var
formlega stofnuð í gær. Hlut-
hafar eru skipaiðnaðarfyrir-
tæki innan Samtaka iðnaðarins
sem hyggjast standa saman að
smíði nýs varðskips fyrir
Landhelgisgæsluna.
Stærstu hluthafar í Skipa-
smiðjunni eru Slippstöðin á
Akureyri sem á 39,5% hlut,
Stálsmiðjan í Reykjavík, sem á
einnig 39,5%, og Þorgeir & Ell-
ert á Akranesi sem á 17% hlut.
Önnur fyrirtæki sem eiga hlut í
Skipasmiðjunni eru Skipavík í
Stykkishólmi, Skipalyftan í
Vestmannaeyjum, Vélsmiðjan
Stál á Seyðisfirði, Skipasmíða-
stöðin á Isafirði og Skipatækni
í Reykjavík: Hlutafé er 10
milljónir króna.
Stjórn Skipasmiðjunnar hef-
ur verið kjörin. Formaður er
Valgeir Hallvarðsson frá
Stálsmiðjunni og aðrir í stjórn
eru Ágúst Einarsson frá
Stálsmiðjunni, Ingi Bjömsson
frá Slippstöðinni, Geir A.
Gunnlaugsson frá Slippstöð-
inni og Þorgeir Jósefsson frá
Þorgeiri & Ellerti.
Samtök iðnaðarins hafa lýst
yfir fullri samstöðu um fyrir-
liggjandi áætlanir um að ís-
lenskur skipaiðnaður sjái um
smíði nýs varðskips.
jBÆKUR
Örn Arnarson úr SH
Evrópumeistari í sundi/ C1
•••••••••••••••••••••••••••••**
Eyjamenn vilja fimm hundruð
þúsund kr. fyrir Kristin /C12
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is