Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Trodfull búð af nýjum vörum! Munið 10% staðgfreiðsluafsláttinn , //ef/ja/'fta/', « (/t'S'/f/roerr, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. Dömu- ogf herrasloppar Náttfaf naður — Velúirgallar Glæsilegt úrval af gjafavöru Gullbrá snyrtivöruverslun Nóatúni 17, sími 562 4217 Meðlagsgreiðendur Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað. Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 568 6099, fax 568 6299. Misstu ekki af ódýrustu fermingarmynda- tökunni í vor. Óbreytt verð. I í okkar myndatökum eru allar myndimar stækkaðar í j 13 x 18 cm tilbúnar til að gefa þær, að auki 2 stækkanir 20 x 25cmog einstækkun 30 x 40 cm í ramma. Passamyndir áfímmmínútum alla virka daga. opið í hádeginu. Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 í DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver kannast við myndina? ÞESSI mynd fannst á bflaplaninu við Holtagai'ða föstudaginn 4. desember sl. Aftan á myndinni stend- m- TT eldri. Sá sem kann- ast við myndina má vitja hennar hjá Þórdísi í síma 552 0271. Offita meðal barna og unglinga OFFITA hjá börnum og unglingum stafar af of lítilli fitu í fæði þeirra. Þau þurfa mun fleiri hitaein- ingar fyi'ir hvert kg líkamsþyngdar en full- orðnir. í mataræði Vesturianda, i því „horæði" sem nú geis- ar, er of mikið af kolvetn- um 1 formi hvítasykurs. Lítil hætta er á prótein- skorti í þessum heims- hluta. Islendingar eru heims- methafar á mörgum svið- um, t.d. sykuráti. Er þetta að miklu leyti unga fólkinu að kenna/þakka. Ef svengdartilfinning gerir vart við sig, sérstaklega mflli mála, er hlaupið í næstu sjoppu og innbyrt hundruð hitaeininga, aðal- lega í formi sykurs. Við þetta hækkar blóðsykm- inn hratt sem veldur mik- illi seytun insúlíns. Sykur- inn lækkar því fljótlega aftur og verða blóðsykur- sveiflurnai' verulegar. Svengdartilfinningin kem- ur innan skamms aftm' og sama sagan endurtekur sig. Hitaeiningafjöldinn yf- ir daginn verður mun meiri en hjá þeim sem borða fituríkari mat og fá kolvetni frá sterkju (t.d. kartöflur, brauð) í stað sykurs, en gæta verður þess að nota viðbit með brauði og er eðlilegra að nota smjör en þunnt skæni af einhverju fitulíki sem verið hefur í tísku undan- fai'in ár. Ef brauð og kai-töflur eru t.d. borðuð án viðbits geta blóðsykursveiflurnar orðið allt að þvi eins miklar og við neyslu hvítasykurs. Við neyslu matar sem hefur heppilegra hlutfall fitu, próteina og kolvetna verða blóðsykursveiflm'nar mun minni, svengdartil- finning kemur klukku- stundum seinna og verður ekki eins mikil, millimál- anaslið minnkar, líðanin og skapið batnar. Dæmi um hollar fæðu- tegundir sem valda minni blóðsykursveiflum eru baunir, egg, tofu, hnetur, flest gi'ænmeti og ávextir nema e.t.v. rótarávextir. Fyrir utan þetta vita all- ir að fitulaus matur er aldrei eins bragðgóður, rjómalaus sósa er óæt og smjör gerir kraftaverk við steikingu og bakstur. Foreldrar! Gefið börn- um ykkar hollan og nær- ingarríkan mat með nægri fitu. Reykjavík í desember 1998. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir. Fyrirspurn til Hagkaups ÉG KEYPTI jólarósir í Hagkaupi og eru þær allar komnar út í tunnu. Þær molnuðu niður og eru ónýtar. Hvernig blóm eiTi þeii' að selja? Þetta er ekki söluvara sem stendur fyrir sínu. Óánægður viðskiptavinur. Tapað/fundið Karlmannsfrakki I óskilum KARLMANNSFRAKKI fannst á Seflugrandanum. Upplýsingar í síma 561 4442. Svartur kvenhanski týndist í Hafnarfirði SVARTUR vinstri handar kvenhanski, fóðraður með kanínuskinni, týndist á planinu á Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, sunnudaginn 29. nóv. Finnandi hafi sam- band í síma 473 1132 eða skili hanskanum til Vil- borgar á Sléttahrauni 23. Morgunblaðið/Sverrir Núfer hver að verða síðastur Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Víkverji skrifar... VÍKVERJI á dálítið erfitt með að skilja einn þátt í viðskiptalífi nútímans og það er sá mikli afslátt- ur sem nú er veittur af verði ýmissa vörutegunda. Bóksalar keppast um að veita allt að 30% afslátt af verði bóka og kannski meira í einhverjum tilvikum. I Morgunblaðinu á laugardag var sagt frá verðstríði á kalkúna- markaði. Samkvæmt frétt blaðsins er einn framleiðandi á kalkúnum hér á landi. Þegar Nóatúnsverzlanir hófu innflutning á kalkúnum frá Svíþjóð lækkaði verðið á hinni inn- lendu framleiðslu svo mjög, að forráðamenn Nóatúns halda því fram, að Bónus, sem býður þetta lága verð, tapi á hverjum fugli. Talsmaður Bónusverzlana segir, að kalkúnar þar séu ekki seldir undir framleiðsluverði. Spurningin, sem vefst fyrir Vík- verja bæði að því er varðar bækur og kalkúna, er þessi: hvernig er þetta hægt? Er álagningin svona mikil á báðum þessum vörutegund- um að jafnvel þótt þær lækki svo gífurlega í verði hagnist allir aðilar? XXX EF SVO er hlýtur það að vera al- varlegt umhugsunarefni. Þá bendir það til þess, að bækur hafi lengi verið seldar á alltof háu verði. Að vísu er ljóst, að tækniframfarir í bókaframleiðslu hafa verið mjög miklar á tiltölulega stuttum tíma. Þess vegna er kannski eðlilegt, að hægt sé að selja bækur á lægra verði en áður en samt með hagnaði. A hinn bóginn er ljóst, að það var ekki fyrr en stórmarkaðir hófu að bjóða bækur á lægra verði að verðlækkunin kom fram yfir aila línuna. Þróun á verði kalkúna bendir hins vegar til þess, að ef innflutn- ingur á landbúnaðarvörum yrði gef- inn frjáls mundi verð á búvörum lækka mjög og þar með framfærslu- kostnaður alls almennings. Er ekki tímabært að stíga nýtt skref í þeim efnum? A XXX INOKKUR ár hefur ákveðið magn af ostum verið flutt til landsins. Neytendur hafa kunnað vel að meta að geta keypt erlenda osta annars staðar en í fríhöfnum. Þessi inn- flutningur hefur augljóslega orðið til þess, að ostaneyzla hefur vaxið og ef nokkuð er hefur íslenzk osta- framleiðsla orðið fjölbreyttari. Nú gerist það hins vegar aftur og aftur, að hinir erlendu ostar eru ekki til vegna þess, að kvótinn er búinn. Er nú ekki kominn tími til að leggja af þessa fornaldarpólitík og leyfa frjálsan innflutning á ostum? Reynslan sýnir að íslenzkir neyt- endur eru mjög vanafastir. Þeir kaupa íslenzku ostana fyrst og fremst. Erlendu ostarnir eru viðbót, sem fólk vill hafa tækifæri til að kaupa við og við. Er ekki tímabært, að viðskiptaráðherrann taki til hendi í þessum efnum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.