Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Áhrif sprengingarinnar mældust í Hvalfirði og við Hafnarfjörð
70 metra
hár reyk-
háfur
felldur
Morgunblaðið/Golli
REYKHÁFURINN á Kletti var sprengdur um klukkan 14 á sunnudag og féll þetta þrjátíu og fímm ára
gamla mannvirki til jarðar á innan við hálfri mínútu. Áhrifa sprengingarinnar varð vart á
jarðskjálftamælum í Hvalfirði.
REYKHÁFURINN á lóð Kletts-
verksmiðjunnar var felldur um
klukkan 14 á sunnudag. Reyk-
háfurinn vó um 560 tonn, var 70
metra hár og um 4,2 metrar í
þvermál. Hann var reistur árið
1963 sem hluti af fiskimjöls-
verksmiðjunni á Kletti, en búið
er að rífa verksmiðjuhúsin. Að
sögn Ragnars Stefánssonar
jarðskjálftafræðings á Veður-
stofu Islands greindu
jarðskjálftamælar í Hvalfírði og
við Hafnarfjörð áhrif spreng-
ingarinnar, þó svo að vai*t hafi
mælst meira en sem nemur ein-
um á Richter.
Einni mínútu fyrir spreng-
ingu var gefíð sérstakt
viðvörunarmerki til að tryggja
að engar mannaferðir væru á
svæðinu. Afmarkað var öryggis-
svæði umhverfis reykháfinn,
140 metrar í radíus.
„Við fengum breskan sér-
fræðing til að leiðbeina okkur
við sprenginguna og við fylgd-
um hans ráðleggingum, fórum
eftir kúnstarinnar reglum. Við
boruðum samtals 200 holur í
hann og þar af var sprengiefni
sett í 150 holur, ein 40 grömm
af sprengiefni í liverja holu eða
um 6 kíló alls sem nægði til að
fella reykháfinn," segir Stefán
Guðjónsson, verkstjóri hjá Veli
hf. sem stóð að verkinu.
„Holurnar voru flestar þeim
megin sem hann féll til að
veikja hann og stýra fallinu,
tæplega þriggja metra hátt op,
en á bakhliðinni var ein röð til
að skera hann frá þeim megin.“
Stefán segir að þrír menn
hafi verið um viku að undirbúa
sprenginguna og hafí sá hluti
verksins eðlilega verið viða-
mestur. „Við höfum sprengt
brýr en ekkert mannvirki af
þessu tagi, þannig að þetta er
einstakt liérlendis. Þrátt fyrir
þetta reynsluleysi tókst spreng-
ingin vel og reykháfurinn féll
nákvæmlega þar sem hann átti
að falla. Hann fór í mél,“ segir
Stefán.
Umsögn VSÍ um frumvarp um fjárskipti hjóna við skilnað
Verðmæti ellilífeyris-
réttinda komi til skipta
VINNUVEITENDASAMBAND sinni um lagafrumvarp varðandi
íslands leggur áherslu á í umsögn fjárskipti hjóna og áunnin ellilífeyr-
HOLTAGARÐAR
OPIÐ í DAO KL*
10-22
isréttindi að ekki séu efni til þess að
mæla fyrir um skiptingu sjálfra líf-
eyrisréttindanna milli hjóna við
skilnað. Á hinn bóginn standi full
rök til þess að þau fjárhagslegu
verðmæti sem felast í ellilífeyris-
réttindum hjóna komi til uppgjörs
við búskipti eins og aðrar eignir
bús.
í umræddu frumvarpi um breyt-
ingar á hjúskaparlögunum er leitast
við að tryggja að við fjárskipti hjóna
verði tekið tillit til ellilífeyrisrétt-
inda sem áunnist hafa á meðan
hjónabandið stóð.
I umsögn sinni bendir VSI á að í
nýjum lögum um skyldutryggingu
iífeyrisréttinda sé fitjað upp á þeirri
nýbreytni að kveða á um skyldu líf-
eyrissjóða til að sætta sig við þær
breytingar á sjóðsaðild sem leiði af
skiptingu lífeyrisávinnslu á lífeyris-
réttindum hjóna. Ákvæði þetta
byggi hins vegar á samningsfrelsi
að mati VSÍ og kveði ekki á um það
hvernig fara skuli með verðmæti
réttindanna við fjárskipti hjóna.
Fjárhagsleg verðmæti
komi til uppgjörs
„Það hefur verið grundvallar-
viðhorf um fjárskipti hjóna að pen-
ingalegum eignum skuli skipta jafnt
við hjúskaparslit. Hingað til hefur
sú afstaða ríkt að lífeyrisréttindi
séu svo persónulegs eðlis að ekki sé
eðlilegt eða ásættanlegt að skipta
þeim með sama hætti og peninga-
legum eignum. Á það hefur einnig
verið bent að skipti á réttindunum
sjálfum séu ekki einföld, því sjóðirn-
ir og sjóðfélagar þurfi ekki að sætta
sig við að nýr aðili, e.t.v. með meiri
áhættu, komi inn á grundvelli löngu
greiddra iðgjalda. Það geti aukið
kostnað sjóðsins og þannig skert
réttindi annarra sjóðfélaga. Þessi
viðhorf standa að mati VSI óbreytt.
Það eru því ekki efni til þess að
mæla fyrir um skiptingu sjálfra líf-
eyrisréttindanna milli hjóna við
skilnað.
Á hinn bóginn standa full rök til
þess að þau fjárhagslegu verðmæti
sem felast í ellilífeyrisréttindum
hjóna komi til uppgjörs við búskipti
eins og aðrar eignir bús. Það að
halda lífeyrisréttindum utan bú-
skipta, eins og lengst af hefur verið
gert, getur haft í för með sér óeðli-
lega truflun á frelsi hjóna til að
deila með sér verkefnum og leitt til
ósanngjarnrar niðurstöðu við hjú-
skaparslit,“ segir í umsögn VSI.
Reyðarfjörður
Jólamatur-
inn eyði-
lagðist
MIKIÐ tjón varð í Kaupfélagi
Héraðsbúa á Reyðarfu’ði um
síðustu helgi þegar kælikerfí í
versluninni bilaði. Hugsanlegt
er að rekja megi orsakir bilun-
arinnar til vatnsskorts í bænum.
Björgvin Pálsson, verslunar-
stjóri Kaupfélagsins, segir að
ekki liggi ljóst fyrii’ hvað hafí
valdið því að kælipressan vann
ekki eðlilega. Pressan er vatns-
kæld en líklegt er að vatnsskort-
urinn hafi valdið ofhitnun í
henni sem gerði það að verkum
að mikill hiti myndaðist í kjöt-
borði, mjólkurkælum og osta-
borði þannig að matvæli
eyðilögðust. Matvælin hitnuðu
upp í 25-30 gráða hita og sagði
Björgvin að aðkoman hafi verið
heldur ókræsileg þegar starfs-
menn komu í verslunina
snemma í gærmorgun. Ferskt
svínakjöt í loftþéttum umbúðum
hafí verið orðið gi’ænt á lit eftir
rúmlega einn sólarhring í þess-
um hita.
Líklegt er að bilunin hafi
orðið aðfaranótt sl. sunnudags.
Verslunin er lokuð á sunnudög-
um þannig að engar mannaferð-
ir voru í versluninni í rúmlega
sólarhring. Björgvin segir að í
kjötborðinu hafi verið jólamatur
Reyðfirðinga, hangikjöt, ham-
borgarhryggir o.fl. auk mikils
magns af ostum og annarri
mjólkurvöru. Verslunin var opn-
uð aftur kl. 14 í gær. Hann telur
að tjónið sé vel á aðra milljón
króna.
Fimm bíla
árekstur í
Kópavogi
FIMM bílar löskuðust í árekstri
í Hjallabrekku í Kópavogi í gær-
morgun. Enginn slasaðist að
ráði en eignatjón varð töluvert.
Áreksturinn varð vegna mik-
illar hálku í götunni og þurfti
lögreglan að sandstrá götuna
áður en hún gat hafíst handa við
að mæla út afstöðu ökutækj-
anna, því varla var stætt á göt-
unni, sem liggur í halla.
Tveir ökumannanna voru á
sumarhjólbörðum, en lögreglan
tók fram að þeir hefðu ekki
valdið tjóninu, þrátt fyrir að
vera á vanbúnum bílum. Hjalla-
brekkan er varhugaverður stað-
ur og hugsanlega hefðu
snjókeðjur einar getað forðað
bílum frá ái'ekstrinum.
Grein um
Vilhjálm
Stefánsson
í Ethnos
GREIN um dagbækur V0-
hjálms Stefánssonar mann-
fræðings og landkönnuðar, eftir
dr. Gísla Pálsson, forstöðumann
Mannfræðistofnunar Háskóla
Islands, birtist í nýjasta hefti
alþjóðlega mannfræðitímarits-
ins Ethnos, en greinar um
rannsóknir Gísla á dagbókunum
bh'tust í Morgunblaðinu fyrr á
þessu ári.
I greininni í Ethnos er fjallað
um þögn Vilhjálms Stefánssonar
um son sinn af Inúítaættum,
bæði í dagbókum Vilhjálms og í
prentuðum ritum hans. Að sögn
Gísla er mun ítarlegar fjallað
um rannsóknh' hans í greininni í
Ethnos en gert var í greinunum
sem birtust í Morgunblaðinu og
efnið sett í stærra fræðilegt
samhengi, auk þess sem ítai'leg
heimildaskrá fylgir.