Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLADIÐ Oformlegum viðræðum um sameiningu SH og IS hætt Misjafnt mat á verðmætum Ekki verða hafnar formlegar viðræður um ✓ samstarf eða samruna SH og IS vegna mismunandi skoðana á verðmæti fyrir- tækjanna, eins og fram kemur í grein Helga Bjarnasonar. Hlutabréf félaganna lækkuðu þegar niðurstaðan var kynnt. Jafnframt hefur verið gefíð út að Benedikt Sveinsson verði til frambúðar forstjóri Iceland Seafood í Bandaríkjunum og að unnið sé að ráðningu nýs forstjóra IS. FULLTRÚAR hluthafa íslenskra sjávarafurða hf. og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. hafa átt í óformlegum viðræðum um samstarf eða samruna félaganna undanfarn- ar vikur. Stutt hlé varð á samskipt- um fulltrúa þeirra fyrir rúmri viku en þráðurinn aftur tekinn upp eftir stjómarfund í IS sem ekki komst að niðurstöðu um málið. Síðasti fundur aðila var haldinn á sunnudag og í gær sendu stjórnarformenn félag- anna frá sér yflrlýsingu þess efnis að viðræðunum væri lokið án þess að til formlegra viðræðna kæmi. Mikið ber á milli um skiptihlutfall Formennirnir vildu í gær ekki greina frá ástæðum þess að ekki kemur til formlegra viðræðna félag- anna. Jón Ingvarsson, formaður stjómar SH, sagði að niðurstaðan hefði valdið sér vonbrigðum. Hann hefði talið það mjög jákvætt að taka upp viðræður sem leitt gætu til sameiningar félaganna. Hermann Hansson, stjómarformaður ÍS, sagði einungis að menn hefðu ekki talið tilefni til að efna til formlegra viðræðna. Óformlegar viðræður fulltrúa hluthafa í SH og ÍS komust á fullt skrið rétt fyrir helgina, eftir að helstu forystumenn SH komu heim frá stjórnarfundi hjá dótturfélagi SH í Bretlandi og var unnið að mál- inu fram á sunnudag. Sömu menn komu að málinu og viku fyrr, það er að segja Jón Ingvarsson, Friðrik Pálsson og Róbert Guðfinnsson frá Sölumiðstöðinni og Axel Gíslason, Einar Svansson og Friðrik Mar Guðmundsson frá Islenskum sjáv- arafurðum. Ólafur Nilsson, löggiltur endur- skoðandi, hefur verið ráðgjafi nefndanna við undirbúning málsins og lagði fyrir hugmyndir um mat á fyrirtækjunum. Út frá því mun mál- ið hafa verið rætt en ekki komist lengra, eftir því sem næst verður komist. Ljóst er að hóparnir hafa ekki litið verðmæti fyrirtækjanna sömu augum og mikið hefur borið á milli um skiptihlutfall því þeir treystu sér ekki einu sinni til að leggja málið fyrir stjómir félaganna til að óska eftir umboði til formlegra viðræðna. Fengna niðurstöðu má einnig skoða í ljósi þess að íslenskar sjáv- arafurðir gengi klofnar til viðræðna við SH. Hluti stjómar, framleið- enda og jafnvel hluthafa, var mót- íállinn umræðum um málið. Viðræðum var slitið síðdegis á sunnudag. Þrátt fyrir að fulltrúar fyrirtækjanna hafi ekki komist að jákvæðri niðurstöðu og margir orð- ið fyrir vonbrigðum eftir þá vinnu sem lögð hefur verið í málið, skildu viðræðuhóparnir í mesta bróðerni, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Eftir að slitnað hefur upp úr óformlegum viðræðum við Sölumið- stöðina vakna spurningar um fram- tíð íslenskra sjávarafurða hf. sem hafa átt í verulegum rekstrarerfið- leikum, einkum vegna tapreksturs Iceland Seafood Corporation, dótt- urfélagsins í Bandaríkjunum. Her- mann Hansson stjórnarformaður segir að Islenskar sjávarafurðfr verði reknar áfram með sjálfstætt fyrii'tæki og reynt að efla starfsem- ina. ÍS áfram sjálfstætt félag „I ljósi þessarar niðurstöðu munu íslenskar sjávarafurðir hf. starfa áfram með þeim hætti sem verið hefur og stjórn félagsins hefur fulla trú á því að fyrirtækið hafi góða möguleika til að eflast og styrkjast í framtíðinni," segir í orðsendingu sem stjórn IS sendi starfsmönnum sínum í gær. Bent er á að unnið hafi verið að því að ná tökum á rekstri Iceland Seafood Corp. og að fram hafi farið fjárhagsleg endurskipu- lagning á íslenskum sjávarafurðum í heild. Fram kemur að áfram verð- ur haldið við endurmat á öllum þátt- um rekstrarins til að styrkja hann og ná ásættanlegum hagnaði fyrir fyrirtækið og eigendur þess. Leitað að nýjum forstjóra IS Gengið hefur verið frá ráðningu Benedikts Sveinssonar sem for- stjóra Iceland Seafood Corp. til frambúðar og mun hann láta form- lega af starfi forstjóra ÍS í lok þessa árs. I síðasta mánuði var Benedikt veitt ótímabundið leyfi frá störfum forstjóra IS til að taka við yfirstjórn dótturfélagsins í Banda- ríkjunum vegna mikils taprekstrar þess félags. I fréttatilkynningu sem stjórn íslenskra sjávarafurða sendi frá sér eftir aukafund stjórnar í gær kemur fram að unnið er að ráðningu nýs forstjóra ÍS í stað Benedikts. Ráðning Benedikts sem forstjóra fyrirtækisins í Bandaríkjunum til frambúðar og væntanleg ráðning nýs forstjóra ÍS er vísbending um að stjórn íslenskra sjávarafurða hugsi sér að freista þess að reka fyrirtækið áfram sem sjálfstætt hlutafélag. Vandi þess er mikill, eins og fram kom í grein um félagið hér í blaðinu fyrir nokkru, og ljóst að það tekst ekki nema unnt verði að stöðva taprekstur verksmiðju Iceland Seafood í Bandaríkjunum. Kannski þess vegna hafa aftur vaknað spurningar um möguleika á samvinnu IS við norska stórfyrir- tækið Norway Seafood um samstarf um sölumál og verksmiðjurekstur í Bandaríkjunum. Þetta norska fyrir- tæki hefur reyndar verið í ákveðn- um erfiðleikum, bæði taprekstri og deilum við yfirvöld. Hermann Hans- son neitar vitneskju um óformlegar í ' Jón Ingvarsson Friðrik Pálsson IIÍÍP ’> <* p- 'A jaEj&agragH a k ‘1 Róbert Guðfinnsson Axel Gíslason I t fí : ' ■ \t88Mr | ^ ■ .jm Einar Svansson Friðrik Mar Guðmundsson viðræður við Norway Seafood eða önnur fyrirtæki. Verð hlutabréfa í Islenskum sjáv- arafurðum snarlækkaði á Verð- bréfaþingi Islands eftir hádegið í gær, eftir að fréttir bárust af við- ræðuslitum félaganna. Gengi bréf- anna var hæst 2,35 í gærmorgun en fór niður í 1,85 þegar það var lægst og samsvarar það liðlega fimmt- ungs verðlækkun. Gengið hækkaði aftur undir lok dags og lokagengið varð 2,10 sem er einungis um 4,5% undir genginu síðastliðinn föstudag. Meðalgengi viðskipta dagsins var 2,0. Um síðustu mánaðamót, áður en þreifingar um samruna félag- anna fréttust, var gengi hlutabréfa ÍS um 1,70. Gengi hlutabréfa Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna lækkaði í gær úr 4,10 í 4,0 eða um 2,4% og er þar með orðið svipað og um síðustu mánaða- mót. Andstætt hagsmunum hluthafa Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Fjárvangi, segir allt benda til þess að hags- munum hluthafa í SH og ÍS væri best borgið með sameiningu félag- anna. Hins vegar ráði stundum aðr- ir hagsmunir í svona málum, and- stæðir hagsmunum hluthafa, og svo virðist vera í þessu tilviki. Telur hann að ákveðin biðstaða sé komin upp í málinu og hugsanlegt að síðar verði teknar upp viðræður um sam- einingu þessarra tveggja félaga, eða ÍS við Norway Seafood eða aðra að- ila. Albert segir að lækkun á verði hlutabréfa Islenskra sjávarafurða í gær, eftir að sagt var frá viðræðu- slitum, bendi til þess að hluthafar sætti sig ekki við þessi málalok. „Hluthafar geta ekki látið bjóða sér þetta. Ef þeim er annt um pening- ana sína hljóta stórir hluthafar að láta boða til hluthafafundar til að ræða málið, jafnvel að bera upp vantraust á stjórn félagsins svo unnt sé að skipta um stjómar- menn,“ segir Albert. Landslið hesta- manna standi heiðursvörð LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að landbúnaðarráðherra verði falið að koma á fót landsliði hestamanna, allt að tíu manna, af báðum kynjum og á öllum aldri, sem falið verði að kynna íslenska hestinn. Til dæmis með því að koma fram fyrir Islands hönd við hátíðleg tækifæri og opin- berar móttökur erlendra þjóðhöfð- ingja. Þrír þingmenn Framsóknar- flokks standa að tillögunni, þeir Guðni Ágústsson, Hjálmar Árnason og Jónas Hallgrímsson, sem nú sit- ur á Alþingi fyrir Halldór Ásgríms- son. Flutningsmenn segja m.a. 'í greinargerð tillögunnar að það sé þess virði að gera hlut íslenska hestsins meira áberandi við mót- töku erlendra gesta, ekki síst þjóð- höfðingja. Þá standi landslið hesta- manna heiðursvörð, fólk á öllum aldri, karlar og konur, og sýni úr- val íslenskra gæðinga í allri sinni litadýrð. „Þessi heiðursvörður væri mikil andstaða við hermanninn með byssustinginn," segir í grein- argerð. Skrautreið niður Almannagjá Ennfremur leggja flutningsmenn til að skrautreið hestamanna fari niður Almannagjá á Þingvöllum um helgar á sumrin. Það yrði gert til að leggja áherslu á helgi Þingvalla og hversu hesturinn sé samofinn sögu þjóðarinnar og stór hluti af henni. „Þingvellir eiga vart sinn líka og slík reið myndi auglýsa land og þjóð.“ Að síðustu segja flutnings- menn að landslið hestamanna mundi í senn auglýsa íslenska hest- inn sem fjölskylduhest, skapa þjóð- inni sérstöðu og efla ferðaþjónustu sem atvinnugrein. Búist við afgreiðslu fjárlaga fyrir lielgi ALLAR breytingartillögur meiri- hluta fjárlaganefndar Alþingis við fjárlagafnamvarp næsta árs voru samþykktar í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Þær nema samtals um 1.750 milljónum króna til hækkunar og voru flestar sam- þykktar samhljóða. Breytingartillögur minnihluta fjárlaganefndar voru hins vegar felldar sem og allar breytingartil- lögur einstakra þingmanna stjóm- arandstöðunnar. Sumar þeirra voru að vísu kallaðar aftur til þriðju umræðu. Gert er ráð fyrir því að þriðja umræða um fjárlaga- frumvarpið fari fram fyrir helgi en þá verður rætt um tekjuhlið fmm- varpsins. í atkvæðagreiðslunni í gær var leitað heimildar Alþingis til sölu á hlutabréfum ríkissjóðs í Stofnfiski hf. Lúðvík Bergvinsson, þingflokki jafnaðarmanna, sagði fráleitt að Tryggingastofnun 70 millj- ónir vegna húsnæðis í NEFNDARÁLITI meiri- hluta fjáriaganefndar er gerð tillaga um 70 m.kr. fjárveit- ingu til að ljúka fjármögnun fyrirhugaðra endurbóta inn- anhúss og viðbyggingar við húsnæði Tryggingastofnunar ríkisins að Laugavegi 114- 116. Viðbyggingin verður um 100 fm að grunnfleti, á tveim- ur hæðum, og er ætluð til að hægt verði að stækka rými fyrir þjónustumiðstöð stofn- unarinnar á jarðhæð hússins. Með þessum framkvæmdum er einnig ráðgert að flytja þá starfsemi stofnunarinnar sem er nú í Tryggvagötu 28 á Laugaveg og að það húsnæði verði selt í framhaldi af því. Gert er ráð fyrir að verkið muni kosta alls um 266 m. kr. ALÞINGI Alþingi veitti slíka heimild á meðan Ríkisendurskoðun gerði úttekt á fyrirtækinu. Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðheira kvaðst hins vegar vonast til þess að skýrsla Ríkisend- urskoðunar um fyrirtækið yrði af- hent Alþingi næstu daga, þannig að það mál „verði á hreinu“ áður en þriðja umræða um fjárlögin færi fram. Heimildin var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 18. Gagnagrunns- frumvarpið 3. umræða á Alþingi í dag ÞRIÐJA og síðasta umræða um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði fer fram á Alþingi í dag og hefst umræðan kl. 13.30. Önnur þingmál verða ekki til um- ræðu. Enn er óvíst hvenær svokallað kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður tekið til fyrstu umræðu á Al- þingi og ennfremm- er ekki ljóst hvenær þingi verður frestað fyrir jól. ------»4------- 20 milljónir vegna fjarnáms við KHÍ MEIRIHLUTI fjárlaganefndar leggur til að veittar verði 20 m.kr. til að koma til móts við kostnað vegna fjölgunar nemenda í fjarnámi við Kennaraháskóla íslands. Nú er tæplega þriðjungur stúd- enta við skólann í fjarnámi og eftir- spurn margfalt meiri en hægt er að anna. Háskóli íslands og Kennara- háskóli íslands hafa nýlega undir- ritað samning um fjarkennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.