Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Blindflugslendingarbúnaður ekki í sambandi á Surat Thani-flugvelli Ástæðna flug- slyssins leitað Surat Thani í Taílandi. Reuters. TAILENZK flugmálayfirvöld full- yrtu í gær að þótt nýjasta gerð blindflugslendingarbúnaðar hefði ekki verið í sambandi á Surat Thani-flugvelli, um 530 km sunnan Bangkok, hefði það ekki valdið því að Airbus A310-200-farþegaflugvél Thai-flugfélagsins fórst þar á föstu- dag. 101 fórst en 45 manns komust lífs af úr slysinu. „Þau kerfi sem við notumst við eru vel fær um að beina flugvélum rétta leið með svipuðum hætti,“ sagði Sawat Sittiwong, fram- kvæmdastjóri taílenzku flugmála- stjórnarinnar. Bæði flugmálayfir- völd og flugmaður vélarinnar hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á því hvernig fór, þegar þotan steyptist til jarðar á gúmmíplantekru á kafi í vatni á föstudag. Steypiregn og rok var þegar slysið varð. Björgunar- sveitarmenn fundu síðasta fómar- lamb slyssins á sunnudag. Flugriti og hljóðriti fundnir Fulltrúar taílenzkra yfirvalda og frá evrópsku Airbus-flugvélaverk- smiðjunum rannsaka orsakir slyss- ins. Báðir „svörtu kassarnir“, þ.e. flugi-iti og hljóðriti þotunnar, hafa fundizt og verða að sögn Sawats sendir tafarlaust annaðhvort til Hollands eða Kanada til ítarlegrar skoðunar hjá sérfræðingum. Allnokkrir hinna 45 farþega, sem komust lífs af úr slysinu, og vitna á jörðu niðri segja að flugstjórinn, sem lézt sjálfur úr sárum sínum, hefði aldrei átt að reyna þriðju lend- ingartilraunina eftir tvær mis- heppnaðar tilraunir. „A lokaaugnablikum þriðju að- flugstilraunarinnar virtist hann [flugstjórinn] reyna að ná vélinni aftur á loft. Flugvélin hristist og missti skyndilega jafnvægið. Fólkið um borð öskraði af skelfíngu. Það eina sem ég hugsaði um var amma mín,“ hafði dagblaðið Nation eftir taílenzka dægurlagasöngvaranum Ruangsak Loychusak, en hann var meðal farþeganna og liggur nú á sjúkrahúsi. Hann sagði lendingartil- raunirnar þrjár hafa tekið samtals um tuttugu mínútur. Flugmálayfirvöld hafa einnig ver- ið sökuð um að bera að hluta til ábyrgð á hvernig fór, eftir að þau viðurkenndu að blindflugslending- arkerfið ILS hefði verið aftengt fyr- ir mörgum mánuðum vegna við- halds- og breytingavinnu á flug- brautum vallarins. Aftenging ILS- búnaðarins þýðir að flugmaðurinn hefur orðið að koma sjálfur auga á flugbrautina til að geta lent, sem getur verið erfitt í slæmu skyggni. Eini tæknilegi stuðningurinn voru hefðbundin flugleiðsögutæki, sem ekki eru eins nákvæm og ILS-bún- aðurinn. Chamnong Sanarksorn, yfirum- sjónarmaður flugleiðsögubúnaðar Surat Thani-flugvallar, sagði að öll- um flugfélögum hefði verið tilkynnt um aftengingu ILS-kerfisins fyrir mörgum mánuðum. En hann neitaði að svara spurningum um sögusagnir þess efnis, að flugleiðsögumanni, sem hefði verið á vakt þegar slysið varð, hefði verið vikið frá starfi með- an á rannsókninni stendur. Enduilekið aðflug aðeins ráð- legt við breytileg veðurskilyrði Chamnong sagði að það væri í verkahring flugstjórans að ákveða hvenær reynt skuli að lenda eða að víkja frekar til varaflugvallar, þar sem lendingaraðstæður væru betri. Reyndur flugstjóri hjá Flugleið- um, sem Morgunblaðið innti álits, sagði að reglan hjá flugmönnum Flugleiða væri að aðflug væri ekki reynt oftar en einu sinni „nema eitt- hvað bendi til þess að þá sjáist frek- ar í lágmarksfiughæðinni en í fyrra aðfluginu". Slíkar aðstæður væru til dæmis þar sem flugturn hefði til- kynnt að veðurskilyrði færu batn- andi eða að svokallaður þokuruðn- ingur ætti sér stað, til dæmis. En í stöðugum veðurskilyrðum, þegar er lágskýjað og ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um að veðurskilyrðin fari batnandi, þá sé reglan sú hjá flugmönnum Flugleiða að farið sé í biðflug. Ef aðstæður batna ekki fljótlega er farið á varaflugvöll. „Síendurtekið aðflug er ekki rétt- lætanlegt nema veðurskilyrði séu breytileg, það má segja að það sé okkar stefna,“ segir þessi talsmaður flugmanna Flugleiða. Erlendum flugmönnum skipt út fyrir taflenzka Vitnisburður vitna og farþega um að flugmaðurinn hefði tekið óþarfa áhættu virðist ganga gegn stefnu Thai-flugfélagsins, sem er þekkt sem stórt og traust flugfélag. I júní sl. tilkynnti stjórn fyrirtækis- ins að hún hygðist skipta erlendum flugmönnum út fyrir taílenzka. Þegar þetta var tilkynnt sagði Chamlong Poompuang, varaaðstoð- arforstjóri flugrekstrarsviðs Thai, að fyrirtækið hefði gefíð öllum flug- mönnum sínum fyrirmæli um að vera enn varkárari en venjulega. „Flugmönnunum hefur verið sagt að víkja á varaflugvelli ef þeir eru í minnsta vafa um að lendingarskil- yrði séu örugg, á hvaða flugvelli sem er, innanlands sem utan. Þetta þýðir engar lendingar í storrni," sagði Chamlong. En Suthep Thangsuban, sam- göngu- og samskiptamálaráðherra Taílands, varaði við því í dagblaðinu Nation að sakfella flugstjórann áður en rannsókninni á tildrögum slyss- ins er lokið. STOPP! Láttu ekki innbrotsþjófa valsa um eigur þinar. ELFA - GRIPO innbrots-, öryggis- og brunakerfin eru ódýr trygging! JÓLATILBOÐ á standandi kerfum. Þráðkerfi frá kr. 13.410 stgr. Þráðlaus kerfi frá kr. 19.890 stgr. ÚRVAL AUKAHLUTA: Sírenur, reykskynjarar, hreyfiskynjarar, fjarstýringar, hringibúnaður og fl. Veitum tækniráðgjöf og önnumst uppsetningu ef óskað er. Ljósgjafinn, Akureyri Póllinn, ísafirði III' Borgartúni 28, sími 582 2001 og 562 2900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.