Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Upphaf ehf. á Akureyri kaupir 75% í Plastos-Umbúðum í Garðabæ Oflugt fynrtæki á umbúðamarkaði Morgunblaðið/Kristján SIGURÐUR Sigurgeirsson, svæðisstjóri Landsbanka íslands á Norður- landi, og Daníel Árnason, framkvæindastjóri AKO-plasts, á fundi þar sem kaup Upphafs á Plastos-Umbúðum í Garðabæ voru kynnt. UPPHAF ehf., sem er í eigu þeirra Daníels Amasonar, Eyþórs Jósefs- sonar og Jóhanns Oddgeirssonar, hefur fyrir milligöngu Fjármála- ráðgjafar Landsbanka Islands keypt 75,86% eignarhlut í fyrirtæk- inu Plastos umbúðum í Garðarbæ. Seljandi hlutabréfanna er fjölskylda Sigurðar Oddssonar framkvæmda- stjóra Plastos umbúða. Upphaf ehf. á og rekur AKO- Plast á Akureyri en auk þess á félagið meinhluta í Kexsmiðjunni ehf. Daníel Arnason sagði að stefnt væri að því að sameina rekstur fyr- irtækjanna tveggja, AKO-Plasts og Plastos umbúða, undir einni yfir- stjórn. Þeir félagar myndu nú á næstunni kynna sér innviði síns nýja fyrirtækis og í framhaldi af því ákveða hvemig samrana þeirra verður best háttað. Markmiðið með sameiningunni væri að skapa öflugt fyrirtæki á umbúðamarkaði og ná fram hagræðingu með samrekstri þeirra, en bæði fyrirtækin starfa að framleiðslu og sölu plastumbúða. Þá stefna þeir félagar að því að hið sameinaða félag standi báðum ein- ingum framar í plastframleiðslu, prentun og markaðssókn. Rekin með óbreyttum hætti fyrst í stað Fyrst um sinn verða félögin rekin með óbreyttum hætti, en innan skamms mun stjórn Plastos um- búða boða til hluthafafundar þar sem kosin verður ný stjórn, en fram til þess verður framkvæmdastjóm í höndum Odds Sigurðssonar og Jóhanns Oddgeirssonar. Fyrirtækið Plastos umbúðir var stofnað árið 1974 af Oddi Sigurðs- syni og hefur það frá upphafí verið í meirihlutaeigu fjölskyldu hans. Hjá félaginu starfa 59 manns við fram- leiðslu og sölu á öllum tegundum plastumbúða, plastfilmu og pökkun- arfílmu. Félagið er annað stærsta félagið á landinu í framleiðslu og sölu plastumbúða. AKO-plast er stærsta fyrirtækið í plastfram- leiðslu utan höfuðborgarsvæðisins og hefur lagt áherslu á plastfram- leiðslu fyrir matvælaiðnað. Hjá félaginu starfa um 20 manns. Þeir Daníel, Eyþór og Jóhann hafa rekið AKO-plast frá árinu 1991. Árið 1995 keyptu Plastprent og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hlut í fyrirtæk- inu, en seldu hann aftur til þeirra félaga í lok síðasta árs. Áætluð velta beggja fyrirtækjanna, AKO-plasts og Plastos umbúða, á næsta ári er um 650 milijónir króna, en gert er ráð fyrir að sameinað fyrirtæki muni hafa um 40% hlutdeild á plast- markaðnum. Aukin starfsemi í framtíðinni Starfsemi mun fara fram á báð- um stöðum, Akureyri og Garðabæ, og er gert ráð fyrir að hún muni í kjölfar samruna fyrirtækjanna aukast í framtíðinni. Erfiðleikar hafa verið í plastiðnaði síðustu miss- eri að sögn Daníels, en með hag- ræðingu er stefnt að því að ná fram hagnaði í rekstrinum. Fjármálaráðgjöf Landsbanka Is- lands var ráðgjafi Upphafs við kaupin en auk þess tryggði bankinn fjármögnun félagsins á kaupunum. Stjórnendur Upphafs og Lands- banka Islands hafa jafnframt undir- ritað viljayfirlýsingu um áframhald- andi stuðning við sameiningu AKO- plasts og Plastos umbúða, sölu hlutafjár og vinnu að undirbúningi skráningar félagsins á verðbréfa- markaði. TAL hf. býður síma- samband til útlanda Nokkur dæmi um verð á talsímaþjónustu til útlanda hjá TALI GSM, Símanum GSM og Landssímanum Kostnaður við einnar mínútu símtal til nokkurra landa A dagtaxta Grunnverð Landssíminn Síminn GSM TAL GSM Verð- lækkun TALS Til Danmerkur 33,00 kr. 36,30 kr. 47,90 kr. 41,40 kr. -14% Til Spánar 38,00 kr. 41,30 kr. 52,90 kr. 45,40 kr. -14% Til Bandaríkjanna 47,00 kr. 50,30 kr. 61,90 kr. 52,60 kr. -20% Til Sviss 55,00 kr. 58,30 kr. 69,90 kr. 59,00 kr. -16% Til Japans 73,00 kr. 76,30 kr. 87,90 kr. 73,40 kr. -17% Til Tælands 120,00 kr. 123,30 kr. 134,90 kr. 111,00 kr. -18% Morgunblaðið/Þorkell ÞÓRÓLFUR Árnason, forstjóri TALs, hringir fyrsta millilandasimtal TALs um sæstreng til Bryndísar Schram, sendiherrafrúar í Washington, á blaðamannafundi í gær. Boðar 14-20% lækkun á milli- landasímtölum FARSÍMAFYRIRTÆKIÐ TAL hf. hyggst verða fyrsta einkafyrirtækið til þess að bjóða upp á símasamband til útlanda um sæstreng, en útlanda- símstöð fyrirtækisins verður tekin í notkun á sunnudag. Forsvarsmenn TALs ætla að bjóða upp á allt að 20% ódýrari millilandasímtöl miðað við GSM-gjald Landssíma Islands. Utlandasímstöð TALs verður í húsakynnum fyrirtækisins, en hún er tengd með ljósleiðara um Cantat- 3 sæstreng við símstöð bandaríska fyrirtækisins Passport Telecom Inc. í New Jersey. Þaðan geta viðskipta- vinir TALs fengið símasamband um heim allan. Hringt er á sama hátt og úr almennum síma. Hagstæðir samningar Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs TALs, náði fyrirtækið hagstæðum samningum við Pas- sport Telecom sem gerir því kleift að bjóða símtöl frá íslandi með tals- vert lægri gjaldskrá en hingað til hefur þekkst. Hann segir að GSM- símtöl frá íslandi verði 20% ódýrari til Bandaríkjanna og í sumum tilfell- um væri ódýrara að hringja til útlanda úr GSM-síma TALs en um landlínu Landssímans. „Gæði símtala verða eins og best verður á kosið enda fer símtalið um hefðbundna símalínu en ekki um Netið. Kerfið ber mikla fiutnings- getu og því þurfa notendur ekki að hafa áhyggjur af því að ná ekki sam- bandi.“ Þórólfur Árnason, forstjóri TALs, sagði í samtali við Morgun- blaðið að sú ákvörðun að bjóða upp á tengingu á símtölum til útlanda væri þáttur í þeirri áætlun fyrir- tækisins að vera öflugur valkostur í fjarskiptum hér á landi. Hann sagði að fyrst um sinn ætti að kynna millilandasímtöl fyrir notendurh TALs en fyrirtækið hefði áform um að bjóða öðmm símnotendum upp á sömu þjónustu. Olafur Stephensen, talsmaður Landssímans, segir að fyrirtækið fagni aukinni samkeppni á síma- markaði. „Samkeppnin hvetur okk- ur enn frekar til dáða og gefur okk- ur tækifæri til þess að sýna hvað í okkur býr. Þróun á heimsvísu er sú að gjaldskrá fyrir millilandasímtöl lækki um 10-15% á ári.“ Landssíminn hyggst taka í notk- un eigin netsímaþjónustu á næst- unni. Ólafur sagðist gera ráð fyrir að netsímaþjónustan yrði 20-30% ódýrari en núverandi gjaldskrá Landssímans fyrir millilandasímtöl. Arnar Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Íslandssíma hf., sagði að sér fyndist verðlækkun TALs fyrir millilandasímtöl ekki mikil enda hefði orðið lítil verðlækkun í GSM-símtölum að undanförnu. „Varlega áætlað má segja að um 70% símtala úr almenna símkerfinu sé í GSM-kerfið. Verðið er nú um 22 krónur og hefur það lítið lækkað. Er það stefna Íslandssíma að bjóða enn meiri verðlækkun en nú er í boði.“ Sigurður Oddsson Enn öflugra fyrirtæki „ÉG ER mjög ánægður með kaup ÁKO-Plasts á 75% hlut í Plastos- Umbúðum hf. Eigendur AKO-Plasts eru ungir og öflugir menn og ég treysti þeim vel til að halda upp- byggingu Plastos áfram og auka getu þess til að standast erlenda samkeppni,“ segir Sigurður Odds- son, framkvæmdastjóri Plastos en hann selur nú ásamt fjölskyldu sinni 75,86% þeirra f fyrirtækinu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í rekstri Plastos á undanförn- um misserum. Á síðasta ári var starfsemi fyrirtækisins skipt í tvö hlutafélög, Plastos-Umbúðir hf. og Plastos-Miðar og tæki. Plastos-Um- búðir hf., sem framleiðir plastpoka og aðrar plastvörur, flutti starfsemi í nýbyggingu í Garðabæ á síðasta ári. Sigurður Oddsson og fjölskylda selja nú 75,86% hlut sinn í fyrirtæk- inu en eiga áfram Plastos-Miðar og tæki við Krókháls í Reykjavfk. Plastos-Umbúðir hf. liefur ekki farið varhluta af þeim þrengingum sem ríkt hafa á umbúðamarkaði að undanfornu og segir Sigurður að m.a. megi rekja söluna til þeirra. „Við slíkar aðstæður er eðlilegt að menn ræði saman og kanni mögu- leika á samstarfi eða sameiningu. Fyrr á árinu átti íslandsbanki frumkvæði að því að fá okkur til að sameinast Plastprenti og gerði til- boð í öll hlutabréf Ijölskyldunnar með það að markmiði að fyrirtækin gætu runnið saman. Þessar viðræð- ur leiddu hins vegar ekki til niður- stöðu. Nú fékk ég hins vegar mjög gott tilboð frá AKO-Plasti og ákvað að ganga að því. Það skiptir mig mestu máli að fyrirtækið heldur áfram í nokkuð óbreyttum rekstri og mér sýnist það áfram hafa þörf fyrir allflesta starfsmennina. Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna þrátt fyrir að hún liafi ekki verið alveg miðað við upphaflegar áætl- anir. Hið sameinaða fyrirtæki verð- ur mjög öflugt og ég er viss um að í stað tveggja góðra fyrirtækja kem- ur eitt sem verður enn betra.“ Plastos verður 25 ára á næsta ári. Sigurður hefur starfað við fyr- irtækið frá upphafi og er því orðinn öllum hnútum kunnugur í þessum rekstri. „Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir í þessum rekstri en við vorum komnir yfir erfiðasta hjallann í rekstri Plastos-Umbúða. Nú mun ég einbeita mér að rekstri Plastos-Miða og tækja hf. sem sinn- ir Iímmiðaframleiðslu og sölu á vél- um fyrir verksmiðjur. Við munum einnig auka þann þátt starfseminn- ar að bjóða heildarlausnir í svo- kallaðri verksmiðjuskipulagningu, allt frá því að hanna hús utan um ákveðna framleiðslu til þess að út- vega einstakar vélar í framleiðslu- ferlið. Þá eru barnabörnin orðin sex og ég hlakka einnig til að fá tíma til að sinna fjölskyldunni bet- ur, spila golf og jafnvel renna fyrir lax en maður hefur því miður haft lítinn tíma til þess síðustu árin.“ -------------------- Eysteinn Helgason Virk sam- keppni „ÞAÐ ER lítið um þetta að segja á þessu stigi. Samkeppni á plast- markaði er mjög virk og verður það eflaust áfram. Við fögnum því í sjálfu sér og niunum halda okkar striki,“ segir Eysteinn Helgason framkvæmdastjóri Plastprents hf. um fyrirhugaða sameiningu AKO- Plasts hf. og Plastos-Umbúða hf. Fyrr á árinu áttu sér stað viðræður um hugsanlega samein- ingu Plastos-Umbúða hf. og Plast- prents hf. en þeim var slitið í síðasta mánuði án þess að niður- staða fengist. Eysteinn segir að tiðindin nú séu honum ekki von- brigði í sjálfu sér enda hafi verið orðið fullreynt með sameiningu fyr- irtækjanna. Hann segir að Plast- prent eigj engan hlut að viðskiptun- um nú, hvorki beinan né óbeinan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.