Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 61 Jólatónleikar á Hellu og Heimalandi TÓNLISTARSKÓLI Rangæinga heldur sína árlegu jólatónleika dagana 15. og 16. desember nk. og verða þeir haldnir hinn 15. desem- ber í Hellubíói og hinn 16. desem- ber á Heimalandi. Tónleikarnir hefjast báða dagana kl. 20.30. Nemendur sýna afrakstur starfsins á þessari önn sem nú er að Ijúka og verður boðið upp á bæði söng og hljóðfæraleik nem- enda á öllum aldri. Forskólabörn leika og syngja, lúðrasveit skólans lætur til sín heyra í fyrsta sinn í vetur, en sveitinni stjórna þær Ingibjörg Er- lingsdóttir og Maríanna Másdóttir, og fiðlusveit leikur jólalög undir stjórn Guðrúnar Markúsdóttur. Er ekki að efa að nú sem fyrr eru þeir margir sem vilja fylgjast með frammistöðu og framförum nemenda skólans, segir í fréttatil- kynningu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. ^ Morgunblaðið/Arnaldur ISAL styrkir Barna- spítala Hringsins EINS og undanfarin ár veitir ÍSAL jólastyi’k til góðs málefnis. Að þessu sinni hlaut Barnaspítali Hringsins styrkinn, sem er ein milljón króna, og var hann afhentur í Straumsvík sl. fostudag. í fréttatilkynningu segir að ánægjulegt sé fyrir stóriðjufyrirtæki á borð við ÍSAL að geta hjálpað til við uppbyggingu nýs barnaspítala með þessum hætti. Rannveig Rist af- henti gjöfina og við henni tóku þau Atli Dagbjartsson barnalæknir og Ragnheiður Sigm’ðardóttir deildar- stjóri. Málstofa í samstarfi Laga- stofnunar og Lögfræð- ingafélags Islands SKÚLI Magnússon, lögfræðingur í framsögu sinni mun Skúli gera og stundakennari í réttarheim- speki við lagadeild Háskóla ís- lands, fjallar um efnið „Kenningar Ronald Dworkin um rétta niður- stöðu í erfiðum dómsmálum" í stofu 201 í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskóla íslands kl. 16 þriðjudaginn 15. desember. Skemmtidag- skrá til styrktar orgelsjóði Kristkirkju ORGELSJÓÐUR Kristkirkju hef- ur undanfarið unnið að söfnun sem ætlað er að fjármagna endurgerð orgelsins en áætlað er að því verk- efni verði lokið árið 2000. í þessu skyni hefur orgelsjóðurinn sett saman skemmtidagskrá undir heitinu „Jólatöfrar" og verður hún flutt í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarp- anum miðvikudagskvöldið 16. des- ember. Meðal þeirra sem koma fram eru Pétur Jónsson gítarleikari, Edda Björgvinsdóttir leikkona sem treð- ur upp ásamt leynigestum, Wilma Young fiðluleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari, Sigur- laug Knudsen flytur ljóðasöng við píanóundirleik Iwonu Jagla, Ulrik LEIÐRÉTT Hljóðbókaklúbburinn RANGLEGA er sagt í frétt um nýj- ar hljóðbækur Hljóðbókaklúbbsins, að Hljóðbókagerð Blindrafélagsins gefi bækurnar út. Það er Hljóð- bókaklúbburinn, sem gefur þær út, en þær eru framleiddar hjá Hljóð- bókagerð Blindrafélagsins. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. grein fyi’ir þessari kenningu, þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt og undanhaldi Dworkin frá henni. Að lokinni stuttri framsögu verða frjálsar umræður. Málstofan er öllum opin. Laga- stúdentar eru hvattir til að mæta. Ólafsson orgelleikari Kristkii’kju og Zbigniew Dubik fiðluleikari spila saman og Friðrik Erlingsson rit- höfundur sem les upp úr nýjustu bók sinni. Kynnir kvöldsins er Rósa Ing- ólfsdóttir. Húsið verður opnað kl. 20 en dagskráin hefst kl. 20.30. Miðaverð er 1.000 kr. og eni allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. ------------------ Nýdönsk í Iðnó TÓNLEIKARÖÐIN á þriðjudög- um í Iðnó heldur áfram en fram hafa komið ólíkir tónlistarmenn, svo sem Camerartica, Jólakettir, Hörður Torfa, KK, og Caput, svo einhverjir séu nefndir. í kvöld er svo röðin komin að Nýdanskri að þenja strengi sína í Iðnó. Dúettinn Súkkat mun einnig stíga á stokk sama kvöld, en tón- leikarnir eru um leið styrktartón- leikar fyi’ir flogaveik börn. ■ EIGENDUR verslunarinn- ar á Skólavörðustíg 3, Ca- milla ehf./Nectar, hafa breytt um nafn á versluninni sem heitir nú Gallery 3. Verslunin selur áfram postu- línsbrúður og aðra listmuni frá Camillu ehf. Einnig selur Rebekka Gunnarsdóttir myndlist og listmuni úr gleri o.fl. FRÉTTIR Nýr margmiðlunardiskur til enskukennslu Enska lærð í leikja- formi á tölvu .. Morgunblaðið/Kristinn BJORN Bjarnason menntamálaráðherra fékk fyrsta eintak The A-Files og prófaði námsefnið ásamt nemendum Ölduselsskóla. MARGMIÐLUNARDISKURINN The A-Files, sem er nýtt kennslu- efni í ensku fyrir unglinga, er kom- inn út á vegum Námsgagnastofn- unar. Efnið er samvinnuverkefni fimm námsefnisútgefenda á Norð- urlöndunum, sem laut ritstjórn Ingibjargar Asgeirsdóttur, for- stjóra Námsgagnastofnunar. Efn- inu er skipt upp í sex efnisþætti, sem spanna hagnýta þætti daglegs lífs svo sem verslun, heimili, frí- stundir, skóla og fleira. Nemendur, sem nýta sér efnið, bregða sér í hlutverk geimveru sem lendir á jörðinni. Hún þarf að sanna að hún sé mannvera til að sleppa burt frá jörðinni en sæta fangavist að öðrum kosti. Verkefnin, sem geimveran lendir í eru fjölbrejtt og miða öll að því að auka færni nem- enda í samskiptum við enskumæl- andi málnotendur. Þannig þarf nemandinn að hitta alls kyns fólk og kynna sér hagi þess. Mikilvægur námsmats- þáttur innifalinn Ingibjörg Asgeirsdóttir segir að mikilvægur námsmatsþáttur sé í forritinu sem fólgið sé í skýrslu geimverunnar til yfirmanns síns. Henni skila nemendur að lokinni frammistöðu eftir hvern efnisþátt- anna sex. „Þar kemur fram hvern- ig þeim hefur gengið, hvaða orða- forða þeir hafa lært og hvaða mál- fræðiatriði þeir hafa farið í gegn- um,“ segir Ingibjörg. „Þegai’ skýrslunni er skilað fá nemendur skírteini um að tilteknum þætti hafi verið lokið á fullnægjandi hátt. Skýrsluna geta nemendur sýnt kennara, sem leggur mat á frammistöðuna og beinir þeim áfram eða segir þeim að endurtaka atriði, sem ekki hefur gengið nægi- lega vel að læra.“ Viðbót við grunnefni Efnið í The A-Files er hugsað sem viðbót við grunnefni í ensku- kennslu í efri bekkjum gi’unnskóla, en efnisþættirnir voru valdir með hliðsjón af því að þeir gætu gengið með hvaða grunnefni sem væri, sem verið er að kenna í Evrópu í dag, að sögn Ingibjargar. „Við fór- um í gegnum mjög mikið af grunnefni og sáum hvaða efnis- flokka er verið að taka fyrir og þeir eru á diskinum," segir Ingibjörg. Raunir geimverunnar { mann- heimum fara að mestum hluta fram munnlega, en með diskinum fylgja heyrnatól með sambyggðum hljóð- nema svo nemendur upplifi efnið á diskinum með líkum hætti og þeir væru að eiga samskipti við fólk. Ennfremur er kynning á mismun- andi enskum framburði svo sem amerískum, indverskum og mis- munandi framburði innan Bret- lands. „Við lögðum mikið upp úr því að fólkið sem talar á diskinum talaði með mjög mismunandi hreim þannig að nemendur venjist því og kynnist," segir Ingibjörg. FRÁ versluninni Betri sjón. Ný gleraugnaversl- un í Kringlunni NY gleraugnaverslun, Betri sjón, hefur opnað í nýrri tengibyggingu Kringlunnar. Þar er m.a. að finna fullkomna sjónglerjaslípun og hægt er að fá gleraugun afgreidd á minna en klst. segir í fréttatilkynningu. Á boðstól- um er úrval gleraugna frá heims- þekktum hönnuðum, s.s. Gucci, Matsuda, Mas Mara, Brendel o.fl. svo og títanumgjarðir í úrvali. Þrír sjóntækjafræðingar starfa í versluninni en framkvæmdastjóri er Hjörtur Jónsson, sjóntækjafræð- ingur. Eigendur Betri sjónar em Gunnar Þór Benjamínsson og Sig- rún og Helga Bergsteinsdætur. Rýming- arsala hjá Genus NÚ STENDUR yfn- rýming- arsala hjá Genus í Glæsibæ í Reykjavík en verslunin hætt- ir upp úr áramótum. Verslun- in sérhæfir sig í sölu á hvers kyns spilum og þrautum. Kolbrún Indriðadóttir, einn eigenda, tjáði Morgun- blaðinu að hugmyndin væri að selja allan lagerinn þar sem ákveðið hefði verið að hætta rekstrinum. Því væri nú allt selt með miklum af- slætti, hálfvirði og jafnvel meira. Verslunin selur hvers kyns spil fyrir fólk á aldrin- um tveggja ára og upp úr, púsluspil, þrautir og annað. Viðtal birtist við Kolbrúnu hér í blaðinu á sunnudaginn og féll þá niður kaflinn um rýmingarsöluna. Lukkudýr - ný gælu- dýraverslun LUKKUDÝR gæludýraverslun var nýlega opnuð að Laugavegi 116 v/Hlemm þar sem áður var versl- unin Tokyo. í versluninni fást gæludýr, fisk- ar, fuglar, nagdýr og einnig allar almennar vörur til umhirðu gælu- dýra. Einnig fást þar Russ Berrie gæðabangsar og gjafayöi-ur. Eigendur eru Geir Ágústsson og Unnui' Osk Kristjónsdóttir sem einnig reka Tokyo gæludýraversl- un og heildvei’slun í Smiðsbúð 10, Garðabæ. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁGÚST Jónas Elíasson með eitt gæludýrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.