Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Loðnan loks fundin MIKIL loðna fannst á miðun- um norðnorðvestur af Langa- nesi um helgina. Skipin sigla þá í gegnum margi'a mflna langar lóðningar, en loðnan var dreifð og stóð djúpt. Flest þeirra fengu góðan afla á fóstudagskvöldið, en urðu síð- an að hætta veiðum vegna brælu. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU, segir gott að vita til þess að loðnan sé loksins gengin í svo miklum mæli inn á miðin. Hins vegar spái brælu áfram og þess vegna bendi allt til þess að ekki náist úr göng- unni fyrr en eftir áramót. Mikið af loðnu/24 Morgunblaðið/Kristj án Ekki frekari viðræður um sameiningu IS og SH ÓFORMLEGUM viðræðum fulltrúa Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hf. og Islenskra sjáv- arafurða hf. um samstarf eða sameiningu félag- anna hefur verið hætt. Stjórn IS hyggst reka fé- lagið áfram sem sjálfstætt hlutafélag og vinnur að ráðningu nýs forstjóra í stað Benedikts Sveinssonar sem hefur tekið við forstjórastarfí Iceland Seafood í Bandaríkjunum til frambúðar. Fulltrúar hluthafa SH og IS hófu að ræða saman á nýjan leik rétt fyrir helgi. Viðræðum þeirra lauk síðdegis í fyiTadag. Stjórnarfor- rnenn fyrirtækjanna vilja ekkert segja um ástæður þess að ekki var haldið áfram. Þegar viðræðunum lauk var verið að ræða mat á verð- mæti fyrirtækjanna og sú staðreynd að hóparn- ir treystu sér ekki til þess að mæla með því að gengið yrði til formlegra viðræðna bendir til þess að mikið hafi borið í milli. Hlutabréf Islenskra sjávarafurða lækkuðu eftir að tilkynnt var um viðræðuslitin í gær. Al- bert Jónsson, forstöðumaður hjá Fjárvangi, tel- ur að áhrifín á hlutabréfamarkaðinn bendi til þess að hluthafar í ÍS sætti sig ekki við þessi málalok. Nýr forstjóri verður ráðinn Hermann Hansson stjórnarfoi-maður segir að Islenskar sjávarafurðir verði reknar áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og reynt að efla starfsem- ina. „I Ijósi þessarar niðurstöðu munu Islenskar sjávarafurðir hf. starfa áfram með þeim hætti sem verið hefur og stjórn félagsins hefur fulla trú á því að fyrirtækið hafi góða möguleika til að eflast og styrkjast í framtíðinni,“ segir í orð- sendingu sem stjórn IS sendi starfsmönnum sínum í gær. Gengið hefur verið frá ráðningu Benedikts Sveinssonar sem forstjóra Iceland Seafood Corp. til frambúðar og mun hann láta formlega af starfi forstjóra IS í lok þessa árs. I fréttatil- kynningu sem stjórn Islenskra sjávarafurða sendi frá sér í gær kemur fram að unnið er að ráðningu nýs forstjóra. ■ Misjafnt mat/10 Meistarinn kominn heim ÖRN Arnarson, Hafnfirðingurinn ungi, sem varð á laugardaginn Evrópumeistari í 200 metra baksundi, kom heim í gær. I ■mótslok var Örn útnefndur efni- legasti sundmaður Evrópu í karlaflokki. Erni var vel fagnað við kom- una til landsins; á móti honum tóku m.a. Ellert B. Schram, for- seti ISI, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fjöldi félaga hans úr Sundfélagi Hafn- arfjarðar, ættingjar og vinir. Örn er fyrsti íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í sundi, en hann er aðeins 17 ára. „Það var yndisleg tilfinning að standa á efsta þrepi," sagði Örn við koinuna til fslands síðdegis í gær. „Eg vona að þetta verði að- eins fyrsti sigurinn sem ég vinn á stórmóti í sundi.“ Á myndinni er Örn með for- eldrum sínum, Kristínu Jensdótt- ur og Erni Ólafssyni. ■ Örn Evrópumeistari/Cl AKO-Plast kaupir 75% í Plastos-Umbúðum hf. Fyrirtækin sameinuð UPPHAF ehf. á Akureyri, sem er í eigu þeirra Daníels Arnasonar, Ey- þórs Jósefssonar og Jóhanns Odd- geirssonar, hefur fyrir milligöngu fjármálaráðgjafar Landsbanka ís- lands keypt 75,86% eignarhlut í íyrirtækinu Plastos-Umbúðum í Garðabæ. Seljandi hlutabréfanna er fjölskylda Sigurðar Oddssonar, framkvæmdastjóra Plastos-Um- búða hf. Upphaf ehf. á og rekur AKO- Plast á Akureyri en auk þess á fé- lagið meirihluta í Kexsmiðjunni ehf. Daníel Árnason sagði að stefnt væri að því að sameina rekstur fyr- irtækjanna tveggja, AKO-Plasts og Plastos-Umbúða, undir einni yfir- stjórn. Þeir félagar myndu nú á næstunni kynna sér innviði síns nýja fyrirtækis og í framhaldi af því ákveða hvernig samruna þeirra verður best háttað. Markmiðið með sameiningunni væri að skapa öfl- ugt fyrirtæki á umbúðamarkaði og ná fram hagræðingu með sam- rekstri þeirra, en bæði fyrirtækin starfa að framleiðslu og sölu plast- umbúða. Þá stefna þeir félagar að því að hið sameinaða félag standi báðum einingum framar í plast- framleiðslu, prentun og markaðs- sókn. Óbreyttur rekstur fyrst í stað Fyrst um sinn verða félögin rek- in með óbreyttum hætti, en innan skamms mun stjórn Plastos-Um- búða boða til hluthafafundar þar sem kosin verður ný stjórn, en þangað til verður framkvæmda- stjórn í höndum Odds Sigurðsson- ar og Jóhanns Oddgeirssonar. ■ Öflugt fyrirtæki/18 Fannfergi norðan heiða AKUREYRINGAR hafa tekið kuldafatnaðinn fram aftur en síðustu daga hefur kyngt niður snjó og er því orðið nokkuð jólalegt í bænum. Víða á Norð- urlandi hefur hins vegar verið vonskuveður með tilheyrandi ófærð á vegum. Innanbæjar hefur verið þokkaleg færð, enda fjöldi snjómoksturstækja á ferðinni. Áfram er spáð norð- lægum áttum og má því gera ráð fyrir að snjóskaflarnir eigi enn eftir að hækka. ----------- Formaður bankaráðs Búnaðarbanka Ríkisendur- skoðandi áritaði tillöguna PÁLMI Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðai’bankans, segir í yfir- lýsingu sem birt er í Morgunblað- inu í dag, að samningur bankaráðs- ins við bankastjóra bankans um að flytja öll lífeyi’isréttindi þeirra í séreignasjóð hafi m.a. byggst á því að þeir féllust á að felld yi’ðu niður framlög vegna samningsbundinna réttinda þeirra í fímm ár frá 60-65 ára aldri. Hið sama hafi gilt um að- stoðarbankastjóra og heildar- sparnaður bankans vegna þessa verið 117 milljónir kr. „Áður en tillaga að bókun um þetta efni var lögð fyrir bankaráðs- fund, hinn 15.4. 1997, vai' hún borin undir rfldsendurskoðanda, en álit hans var auðvitað þýðingarmikið. Hann áritaði tillöguna án athuga- semda,“ segir í yfírlýsingu Pálma. „Á haustdögum reis óánægja í viðskiptaráðuneytinu með þessa af- greiðslu bankaráðsins. Það var þó algerlega á verksviði bankaráðsins að ljúka uppgjöri þessara lífeyi-is- réttinda en ekki á verksviði ráðu- neytisins," segir í yfirlýsingu Pálma. Að mati Pálma er samanburður við Landsbankann óréttmætur í þessu efni. „Eftir því sem ég best veit voru tveir bankastjórar Landsbankans aðilar að eftirlauna- sjóði bankans. Hefði svo verið um bankastjóra Búnaðarbankans hefðu þeir að sjálfsögðu lotið sömu uppgjörsreglum og aðrir sjóðfélag- ar,“ segir í yfirlýsingunni. ■ Uppgjör/15 ÞVÖRUSLEIKIR DAGAR TIL JÓLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.