Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 15
FRÉTTIR
Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs
Búnaðarbanka Islands hf.
Uppgjör líf-
eyrisréttinda
AKUREYRI
Húsfyllir á tónleikum til styrktar jólapakkasöfnun
Jólapakkar berast víða að
Morgunblaðið/Björn Gíslason
JÚLÍUS Guðmundsson tekur lagið með Kór Glerárkirkju á
styrktartónleikum sem haidnir voru um helgina til að kosta ferð
með jólapakka til bág staddrabarna í Bosníu.
í MORGUNBLAÐINU laugardag-
inn 12. þessa mánaðar er enn fjall-
að um uppgjör lífeyrisréttinda
bankastjóra og nú einnig aðstoðar-
bankastjóra Búnaðarbankans. Að-
alheimildarmaður blaðsins er Finn-
ur Ingólfsson, viðskiptaráðherra,
og er á ýmsan hátt þannig haldið á
málum að ógerlegt er að láta ósvar-
að.
Eins og fram kemur í blaðinu
höfðu fyrri bankaráð Búnaðarbank-
ans samið við banka-
stjórana um lífeyris-
réttindi þeirra, m.a. um
að þeir ættu rétt á líf-
eyrisgreiðslum frá 60
ára aldri ef þeh’ kysu
þá að hætta starfi.
Réttindi þeirra höfðu
aldrei verið greidd inn í
lífeyrissjóð heldur
höfðu þau safnast upp í
bankanum allan þeirra
starfstíma og voru
fyrri uppgjör reiknuð
út af tryggingafræð-
ingi.
Samningur banka-
ráðsins við bankastjórana um að
flytja öll lífeyrisréttindi þeirra í
séreignarsjóð byggðust m.a. á því
að þeir féllust á að felld yrðu niður
framlög vegna samningsbundinna
réttinda þeirra í fímm ár frá 60-65
ára aldri. Hið sama gilti um aðstoð-
arbankastjóra og var heildarsparn-
aður bankans vegna þessa sam-
komulags 117 millj. kr.
Aður en tillaga að bókun um
þetta efni var lögð fyrir bankaráðs-
fund, hinn 15/4 ‘97, var hún borin
undir í-íkisendurskoðanda, en álit
hans var auðvitað þýðingarmikið.
Hann áritaði tiilöguna án athuga-
semda.
A haustdögum reis óánægja í við-
skiptaráðuneytinu með þessa af-
greiðslu bankaráðsins. I'að var þó
algeriega á verksviði bankaráðsins
að ljúka uppgjöri þessara lífeyris-
réttinda en ekki á verksviði ráðu-
neytisins. Mbl. segir að þarna hafi
orðið mikil átök. Eg tel að réttara
hefði verið að fara um það öðrum
orðum. Eg minnist þess heldur ekki
að nokkru sinni hafi komið bein til-
mæli eða kröfur frá viðskiptaráð-
herra um að breyta þessari af-
greiðslu eins og ranglega hefur ver-
ið haldið fram í ýmsum fjölmiðlum,
enda hæpið að það væri í samræmi
við hans verksvið. A hinn bóginn
skiptumst við á skoðunum þannig
að skoðanir ráðheiTans lágu fyrir.
Enginn samanburður við Lands-
bankann var réttmætur í þessu
efni. Eftir því sem ég best veit vora
tveir bankastjórar Landsbankans
aðilar að eftirlaunasjóði bankans.
Hefði svo verið um bankastjóra
Búnaðarbankans hefðu þeh’ að
sjálfsögðu lotið sömu uppgjörsregl-
um og aðrir sjóðfélagar.
Það var þó án efa í ljósi þess sem
að framan segir að bankastjóramir
buðust til að flytja 40% réttinda
sinna úr séreignarsjóðnum í sam-
eignarsjóð. Þetta var samþykkt af
bankaráði, en að vonum vora ein-
stakir bankaráðsmenn hikandi við
að fallast á þessa breytingu. Þótt
frásögn Mbl. geti gefið það til
kynna vil ég ekki gera því skóna að
ráðherra skilji ekki hvers vegna
þessi breytta tilhögun varð dýrari
fyrir bankann. Skýi’ingin liggur í
augum uppi.
Eins og áður segir höfðu banka-
stjórarnir gefið eftir hluta af þeim
fjármunum sem þeir áttu rétt á
samkvæmt eldri samningum, en
samningarnir og réttindin stóðu
óhögguð. Þetta var hægt vegna
þess að sjóðfélagar í séreignarsjóði
bera ábyrgð á því sjálfir hvort fé til
lífeyrigreiðslna endist þótt þær
hefjist íyrr en gert var ráð fyrir
þegar fé var lagt inn í sjóðinn.
Sömu sögu er að segja ef þeir lifa
lengur en reiknaður lífaldur segir
til um. í báðum tilvikum ber ein-
staklingurinn alla ábyrgð en sjóð-
urinn enga. Þessu er öfugt farið hjá
sameignarsjóði, þar ber sjóðurinn
aila ábyrgð. Þess vegna krafðist
sameignarsjóðurinn þess að sá hluti
lífeyrisréttinda bankastjóranna
sem þangað var færð-
ur væri greiddur í
samræmi við samn-
ingsbundin réttindi,
þ.e. rétt til töku lífeyr-
is frá 60 ára aldri. Þó
var sá bankastjóranna
sem kominn var yfir
sextugt undanskilinn.
Við þetta dró úr
sparnaði Búnaðar-
bankans við þetta upp-
gjör um 17,4 miilj. kr.
I ijósi þessa má gagn-
rýna bankaráðið fyrir
að hafa fallist á að
breyta upphaflegri af-
greiðslu sinni. Uppgjöri á lífeyris-
réttindum aðstoðarbankastjóranna
var á hinn bóginn ekki breytt, sem
betur fer.
Það hefur vakið nokkra undrun
mína að hafa hvergi séð spurst fyrir
um það hvers vegna uppgjör lífeyr-
isréttinda bankastjóra kostaði
hæiri fjárhæð í Landsbankanum
en í Búnaðarbankanum þrátt fyi’ir
það að tveir af þremur bankastjór-
um Landsbankans væra með mun
skemmri starfsaldur en allir starfs-
bræður þeirra í Búnaðarbankanum.
Þetta sannar að annað tveggja hafa
lífeyrisréttindi bankastjóra Lands-
bankans verið víðtækari eða upp-
gjör þeirra verið mun rýmilegi-a
þar heldur en það var í Búnaðar-
bankanum.
Ég á erfitt með að skilja hvers
vegna viðskiptaráðherra leitast við
að gera séreignarsjóði tortryggi-
lega. Hann segir að þar muni rétt-
indi „erfast“. Það getur verið rétt,
en þá er hálfsögð sagan. Réttindi í
séreignarsjóði eru væntanlega til
og ganga að erfðum, ef sjóðfélagi
deyr áður en þeim aldri er náð sem
tryggingafræðingar miða við sem
lífaldur. Lifi hann lengur eru rétt-
indin væntanlega þorrin og lífeyris-
greiðslur verða engar. I sameignar-
sjóði fær sjóðfélagi tiltekið hlutfall
launa hvað sem hann lifir lengi. Það
verður því ávallt álitamál í hvoram
sjóðnum sé heppilegra að eiga sín
lífeyrisréttindi. Lög frá Aiþingi
gilda um séreignarsjóði. Reglu-
gerðir við sjóðina eru staðfestar af
fjármálaráðherra. Búnaðarbankinn
hefur enga fordóma gagnvart þess-
um sjóðum. Það var hins vegar
hiutverk bankaráðs Búnaðarbank-
ans á þessum tíma, áður en lauk
starfsemi ríkisviðskiptabankans, að
ganga frá uppgjöri á lífeyrisrétt-
indum bankastjóra, jafnframt því
sem ljúka þurfti þeim málum vegna
allra annarra starfsmanna. Banka-
ráðinu bar að gæta hagsmuna
bankans, ríkisins og þar með al-
mennings. En því bar einnig að
standa við samninga, sem það tók
við frá fyrri tímum og ijúka málum
í sátt milli aðila þannig að þar yrðu
engin eftirmál. Fyrir einstaklega
gott samstarf bankaráðs og banka-
stjórnar á þessum tíma tókst þetta
með þeim hætti sem hér hefur ver-
ið lýst; að þessir yfirmenn bankans
gáfu eftir verulegar fjárhæðir, sem
þeir samkvæmt samningum gátu
krafist að fá. Þá niðurstöðu er
óréttmætt að gera tortryggilega.
Sæmra væri að fara um hana viður-
kenningarorðum.
HÚSFYLLIR var á tónleikum
sem efnt var til í íþróttaskemm-
unni um helgina til styrktar jóla-
pakkasöfnun Norðurpóisins.
„Þetta gekk framar okkar björt-
ustu vonum,“ sagði Tómas Guð-
mundsson, forstöðumaður Ferða-
málamiðstöðvar Norðurlands,
um aðsókn að tónleikunum sem
um 500 manns sóttu.
Fjöldi tónlistarmanna kom fram
á tónleikunum. íjólaþorpinu
Norðurpólnum á Akureyri hefur
staðið yfir söfnun á jólapökkum
sem sendir verða til Sanski Most
í Bosníu 20. desember næstkom-
andi, en pakkarnir verða sendir
utan með flugfélaginu Cargolux.
Tómas sagði líklegast að flogið
yrði til Brussel og pakkarnir,
sem eflaust munu fylla einn
fjörutíu feta gám, verða sendir
þaðan landleiðina tii Bosníu.
Auðunn Bjarni Ólafsson hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar mun
taka á móti pökkunum og annast
ásamt fleirum skipulagningu
ytra og dreifingu á þeim.
„Söfnunin gengur mjög vel,
það er allt að fyllast hér hjá okk-
ur,“ sagði Tómas um jóiapakka-
SÍÐARI umræða um fjárhagsáætl-
un bæjarsjóðs Akureyi’ar fyrir árið
1999 verður á fundi bæjarstjórnar í
dag, þriðjudag.
Aætlað er að skatttekjur bæjar-
sjóðs á næsta ári verði 2.250.000
þúsund krónur og heildarrekstrar-
gjöld verða 1.857.685 þúsund krón-
ur. Mismunurinn rúmlega 357 millj-
ónir króna skiptist þannig að um
117 milljónir fara í gjaldfærða fjár-
festingu og tæplega 240 milljónir
verða færðar á eignabreytingar.
Skipting skatttekna bæjarsjóðs
er þannig að 81% þeirra, rúmlega
Leiðrétt
Áttu ekki
heimangengt
NY þjónustumiðstöð Lands-
síma Islands við Hafnarstræti
102 var formlega opnuð síð-
asta föstudag. Fjölmenni var
við opnunina, en þeir Halldór
Blöndal samgönguráðherra og
Þórarinn V. Þórarinsson
stjórnarformaður áttu ekki
heimangengt. I frásögn blaðs-
ins af opnuninni var sagt að
þeir hefðu verið viðstaddir,
eins og til stóð. Þetta leiðrétt-
ist hér með um leið og beðist
er velvirðingar á þessari mis-
sögn.
söfnunina. Fjölmargir hafa kom-
ið með pakka, bæði börn og full-
orðnir á Akureyri og nærsveit-
um, og eins hafa margir sent
pakka lengra að. Vissi Tómas til
þess að í mörgum skólum yrði
pökkum safnað saman í tengslum
við litlu jólin þannig að hann átti
von á að mikið inyndi berast í
þessari viku. Tekið er á móti
1,8 milljarðar króna eru útsvar,
fasteignaskattur nemur rúmum 300
milljónum og þá er gert ráð fyrir
112 milljóna króna framlagi úr Jöfn-
unarsjóði.
Mest í fræðslumálin
Bróðurpartur rekstrarútgjalda
bæjarsjóðs er vegna fræðslumála,
820 milljónir króna og þá fara rám-
lega 400 milljónir króna til félags-
þjónustu, 134 milljónir era áætlaðar
á næsta ári til íþrótta- og tóm-
stundamála, 109 milljónir vegna
menningarmála og sama upphæð til
LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði
alls 208 ökumenn frá því kl. 20 á
fimmtudagskvöld til kl. 10 á sunnu-
dagsmorgun og athugaði ástand
ökumanna og bifreiða í tengslum við
átak sem nú stendur yfir gegn ölvun-
arakstri. Af þessum hópi voru tveir
kærðh’ íyrir að aka undir áhrifum
áfengis, báðir á fímmtudagskvöld.
Sama kvöld var einum gert að hætta
akstri þar sem hann hafði smakkað
áfengi en mældist undh’ viðmiðunar-
mörkum og eitt slíkt tilfelli kom upp
á föstudagskvöld.
Gunnar Jóhannsson, vai’ðstjóri
hjá lögreglunni á Akureyri, sagði að
átakið hefði staðið yfir ft-á því í byrj-
un desember en reyndar væru lög-
pökkum fram á sunnudag, 20.
desember, og er fólk beðið um að
merkja á pakkana aldur og kyn
þess sem þeir henta. I pökkunum
er gjarnan fatnaður eða leikföng
og sagði Tómas ekkert mæla á
móti því að senda leikföng utan
til Bosníu því mörg börn ættu lít-
ið sem ekkert dót til að stytta sér
stundirnar.
umhverfis- og útivistarmála. Yfir-
stjórn bæjarins kostar 114 milljónir
ki’óna á næsta ári samkvæmt áætl-
uninni.
Hvað fjárfestingar varðar er gert
ráð fyrir að um 200 miHjónir króna
fari í fjárfestingar í tengslum við
fræðslumál, 185 milljónum verður
varið til fjárfestinga vegna íþrótta-
og tómstundamála og um 65 millj-
ónum vegna gatna, hoh’æsa og um-
ferðarmála.
Á næsta ári er gert ráð fyrir að
tekið verði nýtt langtímalán að upp-
hæð 350 milljónir króna.
reglumenn á Akureyri duglegir við
að stöðva ökumenn til að kanna
ástand þeirra og bifreiðanna. „Við
höfðum afskipti af fjóram ökumönn-
um af 208 en það bendir til þess að
ástandið sé nokkuð gott í þessum
efnum hér í bænum, það er greini-
legt að ökumenn hafa tekið áróður
og boðað aukið eftirlit alvarlega,"
sagði Gunnar.
Við athugun lögreglu vora
nokkrir ökumenn kærðir þar sem
þeir óku án öryggisbelta, nokki’ir
voru ekki með ökuskírteini með-
ferðis og í einu tilfelli var ökuskír-
teini útrunnið, þá voru gerðar at-
hugasemdir við ljósabúnað í
nokkrum tilvikum.
Tekjur og gjöld Akureyrarbæjar 1994-1999 (á verðlagi 1998)
2.500
Samtals skatttekjur
1998 og 1999 skv. áætlun
2.000 milljónir kr.
1.500
2.512
1.860
1.000
1994 1995 1996 1997 1998 1999
1994 1995 1996 1997 1998 1999
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1999
Tekjur um 2,2 milljarðar
en 1,8 milljarðar í gjöld
Átak gegn ölvunarakstri