Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 55
MINNINGAR
ARNI
INGVARSSON
+ Árni Ingvars-
son fæddist í
Reykjavík 1. ágúst
árið 1921. Hann
lést 29. nóveinber
síðastliðinn. For-
eldrar Árna voru
þau Ingvar Gunn-
laugsson, vélstjóri
frá Bræðraparti við
Akranes, og Sigríð-
ur Ólafsdóttir, liús-
móðir frá_ Isafirði.
Systkini Árna eru:
1) Kristín f. 27.C.
1911, gift Steindóri
Þorsteinssyni múr-
arameistara, en seinni maður
hennar var Björn Þórðarson.
Kristín eignaðist tvo drengi
sem báðir Iétust í frum-
bernsku. 2) Ólöf, f. 5.10. 1912,
gift Valdimar Þorsteinssyni
húsasmíðameistara og eignuð-
ust þau tvær dætur. Ólöf lifír
öll systkini sín. 3)
Gunnlaugur, f.
11.11. 1913,
ókvæntur. 4) Ingv-
ar, f. 2.5. 1920,
garðyrkjubóndi,
kvæntur Helgu
Pálsdóttur húsmóð-
ur en þau eignuð-
ust sjö börn.
Árni lætur eftir
sig eiginkonu og
son, þau Heidi, f.
2.10. 1927, í Þýska-
landi og Peter
Horst, f. 1.3. 1960, í
Ástralíu.
Árni var vélstjóri að mennt
og stundaði sjósókn á Islandi
fram til 1952, en þá hélt hann
til Ástralíu og starfaði við há-
karlaveiðar á eigin bát, frá
Port Albert.
Utför Árna fór fram í kyrr-
Þey.
sem Árni hafði meðferðis óspart
notuð. Þegar þau hjónin ákváðu að
eyða ævikvöldinu hér á Islandi eft-
ir áratuga búsetu í Ástralíu, var
gaman að horfa á minningar þess-
arar heimsóknar breytast í hreyfi-
myndir á stofuveggnum í íbúðinni í
Sólheimunum sem þau festu kaup
á. Þau bjuggu sér heimili af smekk-
vísi en nýverið fluttu þau um set á
Skúlagötuna nær æskustöðvum
Áma.
Hafið var Árna hugleikið og
fylgdist hann náið með skipaferð-
um til og frá landinu. Á meðan
Akraborgin var og hét hafði hann
gaman af því að stilla klukkuna eft-
ir komu hennar. Hann fór helst
dag hvern niður á Reykjavíkurhöfn
til þess að skoða skipin og lífið á
kajanum. Þau hjónin ferðuðust um
ísland og heimsóttu þá staði sem
Árna voru kærir t.d. Stykkishólm,
Akranes og ísafjörð.
Ámi var ekki margmáll maður
og frekar dulur en sagði skemmti-
lega frá og gaman var að hlusta á
sögur hans af ævintýrum hans og
Ingvars, þegar þeir bræður ferðuð-
ust um heiminn á sínum yngri ár-
Á íyrsta sunnudegi í aðventu
þegar við tendram spádómskertið
sem færir okkur nær jólunum og
lýsir upp skammdegið, kvaddi Árni
frændi þessa jarðvist eftir skamm-
vinn veikindi. Mig langar með
þessum orðum að rifja upp minn-
ingar sem ég á um Ama og Heidi,
bæði af afspurn og samvera.
Árni, sem var ömmubróðir minn,
fæddist í Reykjavík og var yngsta
barn foreldra sinna en næstyngst-
ur var Ingvar. Þeir bræður voru
afar samrýndir enda skildi aðeins
árið þá að og töluðu þeir hvor um
annan með gleði og ánægju þegar
æskuminningar bar á góma. Fjöl-
skyldan bjó lengst af á Klapparstíg
12 en hún bjó í fáein ár í Stykkis-
hólmi.
Árni var, eins og faðir hans, vél-
stjóramenntaður og stundaði sjó-
inn alla sína tíð. Honum var ráðlagt
að flytja í heitara loftslag vegna
veikinda, sem hann og gerði, og
endaði hann í Ástralíu árið 1952.
Þar hóf hann útgerð ásamt öðram
íslendingi á bát sem þeir höfðu fest
kaup á. Arni leigði sér herbergi til
þess að eiga fastan samanstað en
eftir einn túrinn lenti hann í því
óláni að öllu hafði verið stolið úr
herberginu. Ekki tök betra við
H
H
Erfidrykkjur
H
H
<v
rÁ.
$
^GA
¥
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
þegar ákveðið var að halda til hafs
á ný því þá kom í ljós að báturinn
hafði verið skemmdur og öllum
veiðai-færam stolið. Þeim félögum
var á þessai-i stundu skapi næst að
gefast upp og snúa heim á ný en
þeim tókst þó að láta þetta áfall
ekki hafa teljandi áhrif á sig.
Þetta ævintýri þeirra gekk þol-
anlega fyrir sig en heimþráin var
nokkuð ágeng og Ái-ni var því
ákveðinn í því að halda til fóður-
landsins á nýjan leik þegar örlögin
gripu í taumana. Ung stúlka hafði
vakið athygli hans og gaf hann sig
að henni. Arni hefur e.t.v. fundið
samhljóm með þessari björtu og
glaðlyndu konu með svarta hárið.
Þarna mættust tvær einmana sálir
í ókunnu landi, fjarri heimahögum
og ástvinum. Upp úr þessu varð
ekki aftur snúið og þau Heidi og
Árni töltu saman æviveginn, út-
gerðin blómstraði og saman sköp-
uðu þau sér heimili í Port Albert.
Þau áttu landspildu sem Heidi
hafði unum af að rækta og snyrta
og njóta litdýrð blómanna. Þó var
einkasonurinn, Peter Horst, þeirra
mesta líf og yndi.
Árið 1965 lögðu þau land undir
fót og sóttu ísland heim og urðu þá
miklir fagnaðarfundir, sér í lagi
með Árna og aldraðri móður hans,
sem lést ári síðar. Við ferðuðumst
um landið með litlu fjölskyldunni
frá Ástralíu og var kvikmyndavél
Eftir að þau Árni og Heidi fluttu
til Islands, gafst honum tækifæri
til þess að endurvekja gamlan
kunningsskap og vináttu við ætt-
ingja, fór á bæjarrölt og í sundhöll-
ina. Honum var annt um Island og
allt sem íslenskt er, hag þjóðarinn-
ar og velferð. Hann hélt mikið upp
á hefðbundinn íslenskan mat og
Heidi fór til slátrarans í Ástralíu til
að fá kindahausa en hún þorði ekki
að láta vita að þéir væra til mann-
eldis en ekki ætlaðir í hundamat!
Ái-ni var fyrst og fremst góð-
menni og maður orðheldinn. Móðir
hans tók af honum loforð að hann
flytti nú aftur til Islands að lokum
og það loforð stóð hann við. Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast Áma og njóta samvista við
hann. Megi góður Guð vaka yfir
Heidi og Peter og veita þeim hugg-
un í sorg þeirra. Blessuð sé minn-
ing Árna Ingvarssonar.
Guð veri með þér
í nýrri framtíð
fjarri ástvinum
en þó svo nærri
í heimi andans.
Farðu frjáls
áfram veginn
til góðra verka
í eilífðar faðmi
um aldir alda.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN FINNSDÓTTIR FENGER
sjúkraþjálfari,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni
mánudagsins 14. desember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristjana Fenger, Þórður Hauksson,
Jakob Fenger, Gunnhildur Emilsdóttir,
Hjördís Fenger
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐNI BJÖRGVIN HÖGNASON,
Laxárdal,
Gnúpverjahreppi,
lést á Ljósheimum, Selfossi, laugardaginn
12. desember.
Lilja Auðunsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn
+
Elskulegur eiginmaður, sonur, faðir, tengda-
faðir, afi okkar og bróðir,
JÓN HEIÐAR AUSTFJÖRÐ
pípulagningameistari,
Lyngholti 12,
Akureyri,
sem lést laugardaginn 5. desember, verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
17. desemberkl. 13.30.
Jóhanna B. Austfjörð,
Ólína J. Austfjörð,
Gunnar Austfjörð, Valgerður Stefánsdóttir,
Ragnheiður Austfjörð, Bjarni R. Guðmundsson,
Björn Austfjörð, Eygló Jensdóttir,
Ólína K. Austfjörð, Sveinbjörn Æ. Magnússon,
Jóhann Austfjörð,
Kristbjörg Þórey, Jakob Hermannsson,
Erla Austfjörð
og afabörn.
+
Elskulegur eiginmaður, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi, langafi, bróðir og mágur,
BJÖRN KJARTANSSON,
Mávahlíð 44,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju á morgun,
miðvikudaginn 16. desember, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag
alzheimersjúklinga, sími 587 8388.
Sóley Oddsdóttir,
Jóna Sæmundsdóttir, Grétar Leifsson,
Oddur Sæmundsson, Jónfna Guðmundsdóttir,
Sigurveig Sæmundsdóttir, Halldór Snorrason,
barnabörn og barnabarnabörn,
Margrét Kjartansdóttir,
Jónína Kjartansdóttir,
Þorleifur Gunnarsson, Vilborg Þóroddsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGURÐUR Þ. EYJÓLFSSON
fyrrv. skólastjóri á Selfossi,
Bogahlíð 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 17. desember kl. 13.30.
Unnur Þorgeirsdóttir,
Eyjólfur Sigurðsson,
Þorgeir Sigurðsson, Þórunn Gunnarsdóttir,
Sigurður Ingi Sigurðsson, Guðfinna Thordarson,
Rósa Karlsdóttir Fenger, John Fenger
og barnabörn.
+
Við sendum öllum alúðarþakkir, er sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, sonar, bróður og tengdasonar,
GYLFA ÞÓRS MAGNÚSSONAR
framkvæmdastjóra,
Lynghaga 28,
Reykjavík.
Sigríður Dóra Jóhannsdóttir,
Helga Björg Gylfadóttir,
Magnús Þór Gylfason,
Sigríður Guðrún Benónýsdóttir,
Elísabet S. Magnúsdóttir,
Björg Jónsdóttir,
Jóhann Tómas Egilsson.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls
MARÍU HENCKELL.
Helga Guðrún Sigurjónsdóttir,
Hjalti Sigurjónsson,
Sigurjón Helgason,
Guðrún Bjarnadóttir,
Guðfinna Bjarnadóttir.
%