Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ ^66 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 áífe ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Sýnt á Stóra sóiði kl. 20.00: BRÚÐUHEIMILI — Henrik Ibsen Frumsýning 26/12 kl. 20 uppselt — 2. sýn. 27/12 uppselt — 3. sýn. sun. 3/1 örfa sæti laus. TVEIR TVÖFALDIR - Ray Cooney 9. sýn. miö. 30/12 uppselt — 10. sýn. lau. 2/1 nokkur sæti laus. SOLVEIG — Ragnar Arnalds Fös. 8/1. BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA — Astrid Lindgren Þri. 29/12 kl. 17 nokkur sæti laus — sun. 3/1 kl. 14. Sýnt á Litla sóiSi: ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric Emmanuel-Schmitt Mið. 30/12 kl. 20 uppselt — lau. 2/1. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Sýnt á Smíðai/erkstœði kl. 20.30: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM Þri. 29/12 uppselt — mið. 30/12 örfá sæti laus — lau. 2/1 nokkur sæti laus — sun. 3/1. Miðasalan er opin mánud.—þriðiud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20. Símapantanir frá íd. 10 virka daga. Sími 551 1200. Gjafakort í Þjóðteikfuísið — qjöfiti sem íifnar Oið ■SLKNSKA OPLRAN __iini J ].j j ,j Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar mán. 28/12 kl. 20 uppselt þri. 29/12 kl. 20 uppselt mið. 30/12 kl. 20 uppselt Miðaverð kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Ö Pv"ln Ö sun. 27/12 kl. 14 örfá sæti laus sun. 10/1 kl. 14 Leikhúsmiði í jólapakkann! Georgfólagar fá 30% afslátt Miðasala alla daga frá kl 15-19, s. 551 1475 Gjafakort á allar sýningar I /esturgotu Tískuskáldin smörtu 8í Andrea Gylfadóttir þriðjud. 15. des. kl. 20.30 Jkemmtiaagskrá á vegum Kristskirkju mið. 16. des. kl. 20.30. RÚSSIBANA- ÚANSLEIKUR/ Gamlárskvöld kl. 00.30 Sala hafin!! Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 9055. Miðasala fim.-lau. milli 16 og 19 og símgreiðslur alla virka daga. I i I i MiAasala opin kl. 12-18 og fram að sýningu sýnlngardaga ósóttar pantanir seldar daglega Sími: 5 30 30 30 Gjafakoit í leikhúsið Tllvaiin jólagjöf! KL. 20.30 sun 27/12 jólasýning ÞJONN T s ii p u fch I fös 18/12 kl. 20 Nýársdansleikur Ósóttar pantanir í sölu núna! Tónleikaröö Iðnó þri. 15/12 kl. 20.30 Nýdönsk og Súkkat fim. 17/12 kl. 21.00 Jóel Pálsson Tilboð til leikhúsgesta 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðné Borðapöntun í síma 582 8700 Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ IVANOV eftir Anton Tsjekhov. sýn. mið. 16. des. kl. 20 sýn. fim. 17. des. kl. 20 sýn. lau. 19. des. kl. 20 uppselt -AHra gíðastg sýninc|: Ath. sýningar verða ekki teknar upp aftur eftir jól vegna annarra verkefna. MIÐAVERÐ KR. 500. MIÐAP. í SÍMA 552 1971 ALLAN SÓLARHRINGINN. mb l.is AL.LiyKf= €=I7~TH\SA-Ef NÝTl LEIKSTJÓRINN Joan Chen og aðalleikkonan Lulu Li með gullhestana sína á hátíðinni. Joan Chen hreppti gullhestinn ► KÍNVERSKA leikkonan og leikstjárinn Joan Chen kom, sá og sigraði þegar gullhesturinn var afhentur í Taipei um helgina. Verðlaunin eru veitt í tengslum JK. ið kvikmyndahátíð sem haldin er ár hvert í Asíu. Kvikmynd Chen „Xiu Xiu The Sent Down Girl“ vann til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta mynd, fyrir bestu leikstjórn og besta leik í aðalkarl- og kvenhlutverki. FÓLK í FRÉTTUM Valgerður Jónsdóttir og Fitl í stuði. Frábær skemmtan TÓNLIST Akranes Tónleikar á Akranes sl. laugardag. Fram komu Anna Halldórsdóttir og Vefararnir, Ummhmm og Fitl. Á AKRANESI hefur löngum verið líflegt tónlistarlíf og þaðan hafa komið fjölmargir eftirtektarverðir tónlistarmenn. Fyrir þessi jól vill svo til að þrjár plötur koma út með tónlist Skagamanna, plata Onnu Halldórsdóttur sem kallast Undra- vefurinn, plata Ummhmm sem heit- ir Haust og plata Fitls, sem heitir Undur, en báðar síðastnefndu sveit- irnar eru að gefa út sínar fyrstu skífur. Einnig komu fram á tónleik- unum tveir bókamenn að sunnan, Hallgrímur Helgason og Huldar Breiðfjörð. Anna Halldórsdóttir vakti mikla og verðskuldaða athygli fyrir fyrstu breiðskífu sína, Villta morgna, sem kom út fyrir tveimur árum. Á nýrri skífu hennar má heyra að henni hef- ur enn farið fram og kafar dýpra af enn meiri metnaði en forðum. Það mátti og vel heyra á flutningi henn- ar í Bíóhöllinni á Akranesi þetta kvöld, því ásamt Vefurum sínum fór hún hreinlega á kostum og á köfl- um varð tónlistin sannkallaður undravefur hljóma og hljóða sem afbragðs söngur hennar gaf merkingu og vægi. Flutningur á upp- hafslagi tónleik- anna, Ramopante, var vel til þess fallinn að heilla viðstadda, lagið vel mótað og flutt, sérstakalega lokakaflinn sem var heillandi í ein- faldleika sínum, aðeins píanó og rödd. Akvarell á 5. hæð var og af- skaplega gott, sér- staklega var skemmtileg trumbuveisla í lokin, Fröken fjall og Á Grænlandi. Frábær skemmtan. Leiðtogi Ummhmm, Jónas Björg- vinsson, fer nokkuð aðrar leiðir en Anna sveitungi hans því hans tónlist flokkast frekar undir rokk og hrein- an blús en innhverfa framúrstefnu. Þannig var fyrsta lagið, Vináttu- bönd, hreinræktaður blús sem Þór- unn P. Jónsdóttir söng hreint frá- bærlega vel. Hún hefur einkar geð- þekka kontralto-rödd og beitir henni skemmtilega. Hún átti og góðan sprett í Plastkortablús og sérdeilis í lokalagi Ummhmm að þessu sinni, Samband. Birgir Baldursson var frábær á trommurnar eins og hans var von og vísa og einnig vakti at- hygli lipurt og smekklegt gítarspil Ragnars Arnar Emilssonar. Þórunn P. Jónsdóttir söngkona Ummhmm. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Anna Halldórsdóttir. Lokaorð á þessum tónleikum átti hljómsveitin Fitl sem sendi frá sér sína fyrstu skífu fyrir skemmstu, fimm laga plötu sem kallast Undur. Sú plata bendir til þess að sitthvað sé í sveitina spunnið og frammi- staða hennar renndi frekari stoðum undir það. í framlínu Fitls eru söngkonurnar Valgerður Jónsdóttir og Anna S. Þorvaldsdóttir. Valgerði hefur áður borið fyrir eyru tónlist- arunnenda, var til að mynda kjörin besta söngkona Músíktilrauna fyrir átta árum og söng inn á skífur með Orra Harðarsyni. Hún var í essinu sínu með félögum sínum í Fitli, röddin hrein og þróttmikil eins og forðum og féll vel að hamagangi í framúrskarandi gítarleikara sveit- Lagalisti Anna Halldórsdóttir og Vefararnir Rampante Akquai-ella í risinu Aldan Heimkynni fagurgalans Hringsól Fröken fjall Á Grænlandi Ummhmm Vináttubönd Haustið Brosið Plastkortablús Sunnudagspabbar Skjárinn Svip og piott Samband Fitl Aðstoð Krossfesting Venjuleg stelpa Hættu Fríða Brá arinnar. Besta lag Fitls þetta kvöld, Hættu, rataði ekki á nýútgefinn disk sveitarinnar sem er synd því það er einkar skemmtilegt kraft- mikið lag. Vissulega efnileg sveit og skemmtileg. Á milli hljómsveita tróðu þeir upp Huldar Breiðfjörð og Hallgrímur Helgason. Huldar las skemmtilega úr nýútkominni ferðasögu sinni, en Hallgi-ímur Helgason stal senunni með frábærlega skemmtilegum lestri úr Ijóðabók sinni og brá sér séðan í gervi Is-té í lokin og flutti magnaða þýðingu; minnti á orð Ice-T við blaðamann Morgunblaðsins fyrir nokkrum ánim: „Island ... mitt land.“ Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.