Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU MIKIL loðna fannst á miðunum norðnorðvestur af Langanesi um helgina. Skipin sigla þá í gegnum margra mílna langar lóðningar, en loðnan var dreifð og stóð djúpt. Flest þeirra fengu góðan afla á föstudagskvöldið, en urðu síðan að hætta veiðum vegna brælu. Brælan stendur enn og líklega geta skipin ekki hald- ið til veiða á ný fyrr en eftir áramót vegna ákvæða um jólafrí. Bræla heldur skip- unum frá veiðum Þorsteinnn Kristjánsson, skip- stjóri á Hólmaborg SU, kom til heimahafnar á Eskifirði um helg- ina með um 1.200 tonn. „Það var mikið af loðnu þarna á geysistóru svæði, en hún stóð djúpt og var nokkuð dreifð. Það var greinilega mikið af loðnu að koma inn á bleyð- una síðustu tvo sólarhringana, sem við vorum þarna úti. Við keyrðum eftir þessum lóðningum í fleiri fleiri mílur á leiðinni af miðunum. Það er gott að vita til þess að loðn- an er loksins gengin í svona mikl- um mæli inn á miðin. Hins vegar er það verra að það spáir brælu áfram og við megum ekki fara út eftir 19. desember vegna lögbundinna jóla- leyfa áhafna. Þess vegna bendir allt til þess að við getum ekki notið þessarar miklu göngu fyrr en eftir áramót. En þá þarf að finna loðn- una aftur,“ segir Þorsteinn Krist- jánsson. Nokkuð mörg skip lönduðu í lok síðustu viku og um helgina. Alls lönduðu þau um 10.000 tonnum. Afli íslenzku skipanna frá þvi í sumar er því orðinn um 292.000 tonn samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Erlend skip hafa landað um 112.000 tonn- um og því hafa borizt um 404.000 tonn á land þetta tímabil. Ekta grískir íkonar frákr. 1.990 „Verðið „VERÐ á þorskaflahámarki hefur rokið upp. Eftirspurn er mikil en framboð ekkert eins og er. Kaup- endur eru hins vegar tilbúnir til að borga að minnsta kosti 450 krónur fyrir hvert kíló í þorskaflahámark- inu, en það eru nokkrir dagar síðan það gekk á 400 krónur og jafnvel minna,“ Jakob Jakobsson hjá Skipasölunni í samtali við Verið. Jakob segir að seljendur haldi að sér höndum, því líkur séu á því að verðið hækki enn fari frumvarp rík- isstjómarinnar um breytta fisk- Þorskaflahámarkið hefur rokið upp“ veiðistjómun í gegn. „Þá koma allir sóknardagabátamir inn og talað er um að hver þeirra fái aðeins 9 tonn af þorski. Þeir verða þá að kaupa sér viðbótarheimildir til að hfa af, en við það eykst eftirspurnin eftir þorskaflahámarkinu og kvótanum. Leiguverð mun ennfremur snar- hækka. Verðið á leiguheimildum hefur aldrei verið eins hátt og eftir að Kvótaþingið tók til starfa. Að leiguverð á þorski skuh vera 93 krónur á kíló mánuðum saman hef- ur aldrei gerzt áður,“ segir Jakob. Jakob segir ennfremur að menn séu ekki að selja frá sér heimildir í dag, en þreifingar eftir þorskafla- hámarki séu óvenju miklar. Menn bíði eftir því að sjá hvort framvarp- ið verði að lögum, en það hafi mikil áhrif á stöðu þessara báta. Verð á aflahámarksbátum hækki líklega en verð á sóknardagbátunum lækki. Einnig hafa margir lent í því að vera nýbúnir að kaupa úreld- ingu í krókabátakerfinu á allt að 200.000 rúmmetrann. Þeir standi nú frammi fyrir milljóna tapi. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson VILHELM Þórarinsson hannar og smíðar rækjuskelblásara fyrir rækjuverksmiðjur eftir máli. Auka afköst með blæstri Skagaströnd - Marstál ehf sem er nýstofnað dótturíyrirtæki Bílaskál- ans ehf hefur hafið framleiðslu á rækjuskelblásurum. Blásaramir eru settir inn í vinnslulínu rækju- verksmiðja og auka afköst við hreinsun rækjunnar mjög mikið eða aht að 20%. Auk þess spara þeir vinnu við handhreinsun á færi- bandinu. Marstál sem stofnað var nú í haust hefur þegar selt þrjá skelblásara og er einn þeirra þegar kominn upp. Kaupandi hans er mjög ánægður með blásarann og segir hann bæta afköstin verulega. Það er Vilhelm Þórarinsson, annar eigandi Marstáls, sem hannar blásarana í samvinnu við danskt fyrirtæki. Þegar hönnun- inni er lokið í tölvunni bregður Vilhelm sér í samfestinginn og smíðar blásarana sjálfur. Hann er nú að leggja síðustu hönd á smíði á stórum blásara fyrir rækju- vinnsluna á Siglufirði. „Það er nú bara þannig að maður verður oft að búa sér til verkefnin sjálfur ef maður vill hafa eitthvað að gera“ segh- hann. „Ég fór út í þetta af því að það var ekki nóg að gera í bílaviðgerðunum allt árið og það lifir enginn lengi á því að hanga aðgerðarlaus“. Mikið af loðnu út af Langanesi /ntíft jjtpfnnö 1974. miimr Klapparstíg 40, sími 552 7977. Ekki bara LACOSTE bolir! fiertu GARÐURINN -klæðirþigvel „Á ekki við í Noregi“ PETER Angelsen, sjávanítvegs- ráðherra Noregs, segir að niður- staða Hæstaréttar á Islandi um kvótakerfið eigi ekki við í Noregi. Þetta segir ráðherrann í samtali við norska blaðið Nordlys. Angelsen segir að fiskveiðistjóm- un á íslandi og Noregi sé í ýmsu ólík. Aðalatriðið sé að í Noregi sé ekki um framseljanlega kvóta að ræða. Auðlindir hafsins séu eign norsku þjóðarinnar og stjórnvöld sjái um að stjóma nýtingu þeirra og útdeila veiðileyfum. Póll Hannesson, nemi við heimspekideild Háskóla Islands. Allt ad 30% ódýrari landft Kristín Jónsdóttir, þörungafræðingur við störf í Síberíu. 1 1 OO Nýtt númer til útlanda. Áskriftarsími NETSímans er 575 1100 www.netsimi.is \ ^ NETSímakort mei takmarkaðri inneign fást hiá: Skímu, Japis, Hátækni, ístel, Heimilistækjum og Simvirkjanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.