Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ I hjarta Rósar RÓS Ingadóttir sópransöngkona syngur lög úr ýmsum áttum við und- irleik Jóhannesar Andreasens á geislaplötunni I hjai'ta þér. Þetta er fyrsta plata söngkonunnai-. Rós Ingadóttir hóf ung söngnám hjá Maríu Markan. Hún gerði að mestu hlé á söngnámi meðan hún gekk í menntaskóla, nam uppeldis- fræði í Danmörku og stundaði nám við Kennaraháskóla íslands. Hún tók þráðinn upp að nýju fyrir nokkrum árum og stundaði meðal annars nám hjá Björk Jónsdóttur í Nýja tónlistarskólanum og Tónlist- arskóla FÍH. Rós hefur einnig sótt einkatíma hjá kennuram erlendis, svo sem Susanne Eken, Rinu Malatrasi og enska bassasöngvaran- um Malcolm King sem búsettur er í Vicenza á Ítalíu. Hann hefur verið kennari hennar undanfarin tvö ár. Rós gerir góðan róm að kennslu- aðferðum Kings - þær henti sér vel. Dvelst hún jafnan í Vicenza í eina til tvær vikur í senn og fær tvær kennslustundir á dag. Hyggst hún halda náminu áfram. I hjarta þér á sér nokkuð óvenju- legan aðdraganda en Rós á enn eftir að þreyta frumraun sína sem einsöngvari á tónleikum. „Hvata- maðurinn að þessari geislaplötu er Alda Þórðardóttir, sem rekur saumastofuna Listasaum í Kringl- unni. Ég kem stundum með fót til hennar til lagfæringar, oftar en ekki áður en ég fer í söngtímana hjá Malcolm. Hún er alltaf að spyrja Söngkvart- ettínn Rúd- olf í Norr- æna húsinu SÖNGKVARTETTINN Rúd- olf heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. A efnisskráni verða ís- lensk og erlend þjóðlög, dæg- urlög og djasslögn. Seinni hluti tónleikanna verður helgaður jólunum. Rúdolf var stofnaður árið 1992 og hefur víða komið fram. Kvartettinn flytur tónlist sína að mestu án undirleiks og eru flest lög á efnisskránni sérút- sett fyrir kvartettinn. Rúdolf er skipaður Sigrúnu Þorgeirsdottur, Skarphéðni Þór Hjartarsyni, Sofflu Stefánsdóttur og Þór Asgeirs- syni. Undirleikari á tónleikun- um er Aðalheiður Þorsteins- dóttir. TOJVLIST Geislaplötur ÁSKELL MÁSSON Áskell Másson: Verk fyrir slagverk: Ljós (1998), Gná (1967), Hringrás (1998), Burr (1968), Jörð (Silja), Hel- fró (1979). Hljóðfæraleikur: Áskell Másson (slagverk og indverskar reyrflautur), Steve van Oosterhoot (slagverk), Þórir Sigurbjörnsson (sög), David Thor (gítar), Bryndís Halla Gylfadóttir (selló). Söngur: Stúlknakór C. Kórstjóri: Margrét Pálmadóttir. Lengd: 47’15. Útgáfa: Smekkleysa SMK 14. Vcrð kr. 1.999. hvenær hún fái að heyra í mér og í fyrra skoraði hún á mig að gefa út geislaplötu. I fyrstu hió ég að þessari hugmynd, taldi þetta allt of mikið mál, en þegar ég fór að hugsa málið betur fór hug- myndin að gerjast. Það kom líka á daginn að geislaplötuútgáfa er ekki eins mikið mál og margur heldur. I mínu tilfelli hjálpaðist raunar allt að við að gera þetta auðvelt. Mestur styrkur var í eiginmanni mínum, Kjartani Bimi Guð- mundssyni, án hans hefði þetta aldrei verið hægt.“ Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum. Tvennt eiga þau þó sameigin- legt - ástin og fegurðin eru miðlæg í þeim ölium og öll eru þau í uppáhaldi hjá söngkonunni. „Allt era þetta lög sem mér þykir mjög vænt um og flest hef ég æft meira og minna í fjögur eða fimm ár.“ Lögin era eftir Þórarin Guð- mundsson, Carl Nielsen, Peterson- Berger, Grieg, Beethoven, Martini, Rodgers, Lindeman og Stutz og Jón Múla Árnason, sem á titillagið. Þá á Rós sjálf eitt lag á plötunni, Þrá, sem Ríkarður Öm Pálsson hefur útsett. Er lagið tileinkað dóttur Rósai-, Unni Björt Friðþjófsdóttur. Meðleikari Rósar á plötunni er Rós Ingadóttir færeyski píanóleikarinn Jóhannes Andreasen. „Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir hefur æft þessi lög með mér gegnum árin en þar sem hún hafði því mið- ur ekki tíma til að leika með mér á plötunni leitaði ég til Jóhannesar sem er ágætur vinur minn. Hann er mjög flínkur og vel menntað- ur píanóleikari sem bjó hér á landi í fímm ár. Þá unnum við mikið saman. Jóhannes brást vel við beiðni minni, þrátt fyrir að hann væri að æfa fyrir tónleikaferð til Danmerkur og Alandseyja, og okkur tókst að finna eina viku í september til að vinna saman og taka upp plöt- una. Hann gat ekki komið til Islands, þannig að ég hélt til Færeyja. Upp- tökur fóra fram í Norræna húsinu í Færeyjum. Upptökustjóri var Hjal- mar Hvítklet og tæki komu frá færeyska útvarpinu. Kann ég þess- um aðilum bestu þakkir." Rós hefur hug á að fylgja plötunni eftir með tónleikum - sínum fyrstu. Það getur þó ekki orðið fyrr en á nýja árinu því nú fyrir jól halda þau Kjartan Björn til Búkarest til að sækja barn sem þau ætla að ætt- leiða, eins árs gamla stúlku. Rós gefur plötuna út sjálf en hún verður seld í verslunum Japis. Morgunblaðið/Árni Sæberg STYRKÞEGAR FÍT: F.v.: Sigurður Halldórsson, Guðríður St. Sigurð- ardóttir, Auður Hafsteinsdóttir, í fangi hennar er Anna Katrín, Kol- beinn Bjarnason, Guðrún Óskarsdóttir og Sverrir Guðjónsson. Fjórir hlutu styrk FÍT FÉLAG íslenskra tónlistarmanna úthlutar árlega úr Hljómdiska- skjóði félagsins. Að þessu sinni hlutu fjórir styrk að upþhæð 150.000 kr. hver: Sverrir Guðjónsson, kontra- tenór, fyrir geislaplötuna Epitaph; Sigurður Halldórsson, sellóleikari, fyrir einleiksplötu með íslenskum og erlendum verkum; Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, og Guðríður St. Sig- urðardóttir, píanóleikari, fyrir ýmis verk fyrir fiðlu og píanó og Kolbeinn Bjarnason, flautuleik- ari, og Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari, fyrir plötu með verkum Leifs Þórarinssonar, tónskálds. Góður söngur, fjöl- breytt lagaval TOM.IST Geisladiskar BARNAGÆLUR Skólakór Kársness, Barnakór Kárs- ness, Stóri kór, Miðkór & Litli kór Kársnesskóla. Stjórnandi: Þórunn Björnsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Marteinn H. Friðriksson, Jónas Ingi- mundarson, Reynir Jónasson, Unnur María Ingólfsdóttir, Guðrún S. Birg- isdóttir, Sigurður Rúnar Jónsson, Björn Thoroddsen, Kristinn Svavars- son. Monika Abendroth. Upptöku- stjóri o.fl.: Sigurður Rúnar Jónsson. Upptaka fór fram í Digraneskirkju og Kópavogskirkju í maí 1998. Útgef- andi. Skólakór Kársness. ÞÓRUNN Björnsdóttir tón- menntakennari hefur stjórnað þess- um ágæta Skólakór Kársness frá upphafi (1977). Kórinn syngur í fimm hópum: Litli kór Kársnesskóla (8 ára börn), Miðkór (9 ára) og 10 ára börnin eru í Stóra kór. I Barnakór Kársness syngja 11 og 12 ára börnin, en elstu söngvararnir fara í Skólakór Kársness. Sam- kvæmt uppl. í bæklingi taka hátt í 300 nemendur á aldrinum 8-16 ára þátt í kórstarfinu, en kórinn syngur reglulega við messur í Kópavogs- kh-kju og á ýmsum samkomum í skólunum og í heimabæ sínum, Kópavogi. Að framansögðu má geta sér nærri um hið gífurlega mikla starf, sem söngstjórinn hefur innt af hendi frá upphafi - og það með ágætum árangri hvað snertir gæði söngs, einkum Barna- og Skólakórs- ins, enda eru þeir nemendur komnir með mesta þjálfun, að sjálfsögðu. Gullfallegar raddir einkenna þann síðastnefnda öðru fremur. í raun og veru er ástæðulaust að tíunda einhver sérstök lög á diskin- um, sem eru betur sungin en önnur, því það liggur í hlutarins eðli að framansögðu að söngurinn er svolít- ið misjafn, en samt alltaf ánægjuleg- ur og stundum beinlínis fallegur. Lagavalið er fjölbreytt og skemmtilegt, þai'na eru lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kaldalóns, Jón Ásgeirsson, Magnús Þór Sigmundsson, Sigurð Rúnar Jónsson; gömul þjóðlög - líka frá ísrael; rússnesk lög; lög eftir Kab- alevski, Theodorakis og aðra góða, innlenda og erlenda - mörg þeirra í skemmtilegum útsetningum, sem ásamt góðum hljóðfæraleik gefa hljómdiskinum aukið gildi. Sem sagt gott, eins og Jón Grind- víkingur sagði. Oddur Björnsson Til lífsins ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem undiiritaður sest niður og hlustar á geislaplötu með slagverkstónlist. Og það skal viðurkennt að slíkt krefst opins huga og öðravísi nálg- unar við tónlistina en flest annað það sem fjallað er um í þessum dálkum. Hin lagræna upplifun (skrýtið og órætt orð: hvað er eigin- lega lagrænt?) víkur að miklu leyti fyrir áhrifum sem stafa af annars konar áreiti svo sem hrynjandi, margvíslegum effektum, bylgjum, hreyfingu, alls konar hljóðmyndum og stemmningum. Hreyfing, eða dans, eftir sterkri hrynjandi er eitt af frumeinkennum og eðlislægum þörfum mannsins og þannig reynir mannsskepnan ef til vill að nálgast uppruna sinn. Slagverkstónlist má kannski „skynja“ í ríkari mæli en aðra tónlist. Það er mörgum ábyggilega í fersku minni þegar skoski slagverkssnillingurinn Ev- elyn Glennie sótti okkur heim fyrir tveimur áram. Glennie heyrir ekki en skynjar þeim mun betur tónlist- ina með öðrum skilningarvitum. En íslenski slagverksleikarinn og tónskáldið Áskell Másson hefur einmitt átt samstarf við Evelyn Glennie. Diskur Áskels Mássonar, Til lífs- ins, inniheldur bæði ný verk og gömul fyrir slagverk. Hann hefst á nýju verki, Ljos, frá 1998. Það er skrifað fyrir ýmis slagverks- hljóðfæri, selló, gítar og stúlkn- araddir, sem hér eru sungnar af Stúlknakór C undir stjórn Margrét- ar Pálmadóttur. Skemmst er frá því að segja að þetta stykki er ákaflega fallegt og aðgengilegt. í því kveður við greinilegan þjóðlegan tón sem ég þykist ekki hafa merkt áður í verkum Áskels. Það sama má segja um Hringrás frá sama ári. í Hringrás ljá stúlknaraddirnar verk- inu blæ mikilla vídda - gott ef ekki tilfinningu fyrir himingeimnum. Strax á eftir Hringrás kemur svo æskuverkið Buir (1968) sem var samið þegar tónskáldið var fjórtán ára. Þetta er reglulega glæsilegt stykki, í senn áræðið og jarðbundið - kannski poppað - og með ákaflega smitandi hljóðfalli. Hér spilar Áskell sjálfur af mikilli snilld á allskyns slagverkshljóðfæri og að auki á tvær indverskar reyrflautur. í öðru æskuverki, Gná frá 1967, heyram við hraðan, linnulausan nið ásláttarins þar sem stöðugt er skipt um hrynmynstur. Þetta rúmlega 12 mínútna langa virtúósastykki, sem leikið er af fingram fram á darbúka- trommur, sannar svo ekki verður um villst hversu snjall hljóðfæra- leikari Áskell er. Verkið Jörð (Silja) frá 1971 er talið tímamótaverk á ferli tónskáldsins. Hér er leikið á mikinn fjölda slaghljóðfæra. Það hefst á veikum bjölluhljómum. Tón- myndin verður flókin og óræð, andrúmsloft dulúðar er ríkjandi. Eftir hægt upphafið herðir tónlistin svo á sér og endar á eins konar kóral sem spilaður er á víbrafón. Lokastykkið á diskinum er svo Hel- fró, sem er áleitið verk og eiginlega fullt óhugnaðar. Ef sú linun þján- inganna rétt fyrir andlátið sem í helfrónni felst er eitthvað í líkingu við þau áhrif sem ég varð fyrir við að hlusta á verk Áskels þá líst mér hreint ekki á blikuna þegar þar að kemur. Ein einfeldningsleg spurn- ing í lokin: Á þetta skelfilega djúpa rafmagnshljóð að vera þarna um miðbik verksins? (nr. 6, 4’25 - 4’39). Ég hélt satt að segja að eitthvað væri að bila í græjunum. Til lífsins er áhugaverður diskur. Þetta er tónlist sem gerir þó nokkr- ar kröfur til hlustandans. En að kanna nýjar slóðir víkkar sjóndeild- arhringinn og gerir manni gott. Valdemar Pálsson Nýjar hljómplötur • JÓL, jól, skínandi skær er með söng Karlakórs Reykjavík- tir. A plötunni eru 17 þekkt jóla- lög, íslensk og erlend, m.a. Með gleðiraust og helgum hljóm, ís- lenskt þjóðlag; Það aldin út er sprangið eftii' Matthías Jochumsson; Vakn Síons verðir kalla eftir J.S. Bach; Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og O, helga nótt eftir A. Adams. Einsöng með kórnum syngja sópransöngkonurnar Björk Jónsdóttir og Signý Sæmunds- dóttir og tenórsöngvarinn Osk- ar Pétursson. Á orgel leikur Hörður Áskelsson, trompetleik annast Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Orn Pálsson. Karlakór Reykjavíkur var stofnaður árið 1926 og var aðal- hvatamaður að stofnuninni Sig- urður Þórðarson tónskáld sem stjórnaði kórnum í 36 ár og Páll Pampichler Pálsson stjórnaði í 26 ár. Núverandi stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson. Útgefandi er Spor. Hljóðupp- taka: Studio Stemma. Hljóð- meistari var Sigurður Rúnar Jónsson. Grafísk hönnun: Ernst J. Backmann. Verð: 2.099 kr. • HVAÐ vitið þið fegra er önnur plata Drengjakórs Laug- arneskirkju og deild eldri félaga. Á plötunni era lög sem kórinn flutti í Englandsferð sl. sumar og er það blanda af þjóð- legri og kirkjulegri tónlist. Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson og undirieik ann- ast Peter Máté á píanó. Einnig leikur djasskvartett Gunnars Gunnarssonar undir í nokkrum lögum. Kvartettinn skipa, auk Gunnars, Sigurður Flosason, Tómas R. Einarsson og Matt- hías Hemstock. Kórinn gefur sjálfur út plötuna en Japis sér um dreifíngu. Upptökur fóru fram í Laugarneskirkju í október og var stjórnað af Hall- dóri Víkingssyni. Verð: 1.999 kr. Skáld- konur í Kaffileik- húsinu SKÁLDKONURNAR Vigdís Grímsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Kristín Ómars- dóttir, Gerður Kristný, Auður Ólafsdóttir, Auður Jónsdóttir og Linda Vilhjálmsdóttir lesa úr verkum sínum í dag, þriðjudag kl. 20.30, í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Dagskráin verður í bundnu og óbundnu máli og munu listakon- urnar troða upp í nýjustu tísku- fötum frá versluninni Nælon og Jarðarber. Andrea Gylfadóttir mun taka nokkur blúslög af nýútkominni geislaplötu sinni. Kynnir kvölds- ins er Þórey Sigþórsdóttir leik- kona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.