Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Silli STRENGJAKVARTETT skipaður þeim Láru Sóley Jóhannsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Elínu Björk Jónasdóttur og Sæunni Þorsteinsdóttur. Ungt tónskáld á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. A AÐVENTUHATIÐ í Húsavíkur- kirkju, annan sunnudag í jólaföstu, var flutt tónlistardagskrá í 20 atrið- um. Þar komu fram strengjakvar- tett, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Elín Björk Jónasdóttir og Sæunn Þor- steinsdóttir. Einsöngvarar voru Hildur Tryggvadóttir og Baldur Baldvinsson. Blásarakvintett skip- aður Steingi-ími Hallgrímssyni, Fjalari Frey Einarssyni, Laszlo Czenek og Kaldo Kiis. Uppistaðan á þessum tónleikum var Kirkjukór Húsavíkurkirkju, undir stjóm Pá- línu Skúladóttir. Undirleikarar voru Heidi Maróti, Anton Fournier og Line Werner. Aðventuhátíðin var að tilstuðlan Kirkjukórs Húsavíkur. Eftirtekt vakti að fluttur var strengjakvartett op. 1 eftir einn strengjaleikarann, Láru Sóleyju Jó- hannsdóttur, sem er 16 ára. Kirkjan var fullsetin og áttu Hús- víkingar þar góða stundir í upphafi aðventu. Þorkell Jóelsson leikur á jólatónleikum Svansins HARALDUR Árni Haraldsson stjórnandi ásamt Þorkeli Jóelssyni homleikara. Lúðrasveitin Svanur heldur sína árlegu jólatónleika í Tjarnarbíói á morgun, miðviku- dag, kl. 20. Ein- leik með Svanin- um leikur Þorkell Jóelsson hornleik- ari. Á efnisskrá eru m.a. jólalög og lög eftir Gabriel Fauré og Felix Mendelssohn. Þorkell leikur tvö verk á tónleikun- um: Rondo úr Hornkonsert no. 3 eftir W.A. Mozart og Air Poét- ique eftir Ted Hugges. Þorkell er fastráðinn homleikari í Sinfóníu- hljómsveit Islands. Hann hefur leikið með ýmsum kammerhljóm- sveitum og hópum, t.d. Kammer- sveit Reykjavíkur, óperuhljóm- sveitinni í Gautaborg og íslensku óperunni. Þorkell er einn af stofnendum Hljómskálakvintetts- ins, sem hefur starfað í hartnær 24 ár. Stjómandi á tónleikunum er Haraldur Árni Haraldsson. LISTIR Frumlegur djass en hefðbundinn þó Jóel Pálsson TOIVLIST Geislaplata JÓEL PÁLSSON: PRIM Kvintett Jóels Pálssonar: Jóel Páls- son tenór- og sópransaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Hilmar Jensson gítar, Gunnlaugur Guðmundsson bassa, Einar Valur Scheving tromm- ur. Gestir: Sigurður Flosason altósax- ófón og bassaklarinett og Matthías MD Hemstock trommur og ásláttar- hlóðfæri. Verk eftir Jóel Pálsson ut- an þjóðlagið Það mælti mfn móðir. Hljóðritað í Reykjavfk 4. og 5. ágúst 1998. Jazzís 109. JÓEL Pálsson er í fremstu röð íslenskra djassleikara og helstur saxófónleikari sinnar kynslóðar ásamt Óskari Guðjónssyni. í fyira sendi Óskar frá sér fyrsta disk sinn, Far. Glæsilegt byrjendaverk og nú hefur Jóel leikið inná sinn fyrsta disk. Prím nefnist hann og er ekki síður markverður. Öll lögin á disknum eni eftir Jóel utan eitt; þjóðlagið, Það mælti mín móðir, við æskuvísu Egils Skallagrímssonar. Það hefur lengi tíðkast hjá djass- leikurum að leika eigin tóverk á diskum sínum með misjöfnum ár- angri þó, en verk Jóels eru flest hin mannvænlegustu. Sum þeirra heyrði maður á tónleikum Jóels og Veigars Margeirssonar á Múlanum í mars sl. þar sem blásið var í anda hinna ungu ljóna, bíboppstef og ballöður með sömbuívafi og létt- fönkuðum blús. Því var það hið eina sem ég hræddist er ég fékk disk Jóels í hendur að hann væri of mik- ið í anda ungu svörtu ameríku- djassistanna, sem hefur ekki tekist að rífa sig lausa frá bíbopphefðinni og hjakka í gamla farinu, flínkir en oft andlitlir. Sem betur fór hvarf sú hræðsla eftir að ég hafði hlustað á diskinn. Að sjálfsögðu byggir Jóel sterkt á ungljónahefðinni, sem er miklu eldri en hvolparnir, en þó er fleira sem ber handbragði og hugS; un Jóels fyrst og fremst vitni. A þessari skífu mætast tvær kynslóð- ir íslenskra djassleikara og ég held það hafi verið styi’kur fyrir Jóel að fá Hilmar Jensson til liðs við sig. Hann hefur aðra tónsýn en flestir aðrir íslenskir djassleikarar. Diskuiinn hefst með miklum krafti og trommuleikarar tveir. Urgur nefnist ópusinn, nýbopp með slettu af latín og fónki fyi-ri tíma sem á ættir að rekja til frumbemsku djasssendiboða Bla- keys og Silvers; aft- urá móti eru Miles Davis og Wayne Shorter meðal fag- þega í næsta ópusi: Hagar-Sund. Fanta- góðir sólóar hjá Jó- el, Hilmari og Ey- þóri. Flís við rass er ballaða í þeim stíl sem djassmenn á þessum aldri semja gjarnan og efth- lag- línuna sóló Gulli Guðmunds, leikinn með þeim ljúfa hætti sem einkennir hann og sýnir bassa- leikarinn enn og sannar hversu fund- vís hann er á réttu nóturnar í ballöðum. Eyþór og Einar Valur styrkja sóló hans vel, en því miður verður oft misbrestur á síku, sérí lagi hjá trommurum. Hilmar upphefur Lág- marks vesen og fljótlega keyrir rýþminn á dramatískar slóðir og Jó- el blæs sérdeilis vel uppbyggðan og persónulegan sóló þar sem rýþminn rennur í eitt með honum. 7undi him- inn er yndisleg ballaða sem þeir leika tveir, Jóel og Eyþór, og það er dálítið stílbrot að heyra hjartah'nu- pípið í Hlandi fyrh- hjartað strax á eftir. Jóel blæs í sópran og Hilmar og Gulli leika mjúka sólóa. Ég heyrði Jóel og Veigar leika þetta í vor og fannst mér einhver ógn í þeirri túlkun sem nú er horfin. GISP! segja þeir í teiknimyndunum og það heitir næsti ópus og tromm- urnar tvær og Sigurður Flosason blæs í altinn. Þeir Jóel blásast á og tekst að magna upp spennu þá sem nafnið boðar. GISP! og áfram er harkað í Skriplað á skötu, fínasta djassklúbbópusi, en í Bakþönkum er skipt um svið. Mér finnast gítar- effektar ekki styi-kja ljóðræna lag- línuna þar. Afturá móti eru þeir vel- heppnaðir í Það mælti mín móðir og túlkun Jóels á þessu foma stefi einn af hápunktum skífunnar. Þar kemur hinn þjóðlegi tónn skýrast fram - svona einsog á Föðurlandi í fjarska á Fari Óskars Guðjónssonar. Það er nauðsyn að leita á stundum til upp- runans á þessari alþjóðlegu öld. Eingin tilviljún að Jan Garbarek, sem slær á norræna strengi í alþjóð- legum tónavefi sínum, er einn dáð- asti djassleikari Evrópu. Það væri dálítið fávís djassunn- andi sem léti Prím Jóels Pálssonar fram hjá sér fara og það er gaman að piltarnir ætla að koma saman núna á fimmtudagskvöldið og halda tónleika í Iðnó. Einar Valur kemur frá Flórída og Gulli frá Hollandi og verður spennandi að heyra hvernig túlkun jieiiTa á tónverkum Jóels hefur breyst frá því diskurinn var hljóðritaður í ágúst sl. Vernharður Linnet Verk Arna Ibsens í pólskri þýðingu Morgunblaðið/Kristinn DANSARAR æfa atriði úr „Diving“, sem verður frumsýnt í febrúar. Þrjú dansverk frumsýnd í febrúar ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur hafið æfingar á verkunum „Diving“ og „Flat space moving“ eftir dans- höfundinn Rui Horta. Rui Horta er fæddur í Portúgal en hefur starfað í Þýskalandi síðustu ár. Hann stund- aði nám í arkítektúr áður en hann sneri sér að dansi og verk hans eru sögð bera merki þess. Horta var listrænn stjórnandi SOAP Dance Theatre í Frankfurt á árunum 1991 til 1997 og hefur síðan rekið Rui Horta; Stage Works í Munchen. „Diving“ er frá árinu 1991 og var upphaflega samið fyrir SOAP. I verkinu er texti sem Karl Ágúst Úlfsson hefur þýtt. „Flat space moving“ var samið fyrir Cullberg ballettinn í Stokk- hólmi og var frumflutt þar í október í fyrra og verður tekið aftur til sýn- inga þar næsta vor. Fyrirhugað er að frumsýna verkið í Borgarleikhúsinu 5. febrúar ásamt nýju verki eftir Hlíf Svavarsdóttur, Brot - Kæra Lóló. Nóvemberhefti pólska leiklistartímaritsins Di- alog er helgað norrænni leikritun og leiklist. I heftinu eru birtar þýð- ingar á leikritunum Skjaldbakan kemst þangað líka eftir Árna Ibsen, Isblomst eftir Norðmanninn Terje Nordby og Morgen og aften eftir dönsku skáldkonuna Astrid Sa- albach. Auk leikritanna er birt umræða sem fór fram í Tampere i Finn- landi á Norrænu leik- listardögunum með þátttöku margra helstu leikhúsmanna Norðurlanda og nor- rænir gagnrýnendur og leikhúsfræð- ingar skiáfa um leikritun og stöðu leiklistarinnar í Danmörku (Per Theil), Svíþjóð (Me Lund) og á ís- landi (Hávar Sigurjónsson). Þá er að finna í heftinu greinar um Pétur Gaut eftir Lech Sokól og Kai John- sen ásamt öðru efni er snertir nor- ræna og pólska leiklist. Þýðandi leikritsins Skjaldbakan kemst þangað líka er Jacek Godek en hann er mörgum ís- lendingum að góðu kunnur, sonur fyrrver- andi sendiherra Pól- lands á Islandi og ólst hér upp og gekk í ís- lenskan bamaskóla. Hann hefur einnig þýtt skáldsögu Einars Kára- sonar, Þar sem djöfla- eyjan rís, og verðlauna- leikritið Ég er meistar- inn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdótt- ur sem Kjartan Ragn- arson leikstýrði í Pól- landi fyrir fáum árum. Tímaritið Dialog kemur út mánaðarlega í Póllandi og er þetta 43. árgangur rits- ins. Hvert hefti er um 200 bls. að lengd og í því eru eingöngu birt leik- rit, greinar og viðtöl um leiklist. Skjaldbakan kemst þangað líka er fimmta leikritið sem birtist í Dialog í pólskri þýðingu en áður hafa birst leikritin Skjaldhamrar eftir Jónas Árnason, Lokaæfing eftir Svövu Jak- obsdóttur, Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur og Hafið eftir Olaf Hauk Símonarson. Árni Ibsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.