Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Kakan hans Toni PANETTONE - kakan hans Toni, sem fæst m.a. í Heilsuhúsinu. TIL er kaka á Ítalíu sem bökuð hef- ur verið í bakaríum á Norður-Ítalíu frá því á fimmtándu öld. Kakan er gerð úr gerdeigi með eggjarauðum og í það er bætt sykruðum ávöxtum af ýmsum tegundum. Þessi fræga kaka heitir Panettone eða kakan hans Toni og hún fæst nú á íslandi, m.a. í Heilsuhúsinu. Ýmsum sögum fer af tilurð Pa- nettone. Sagt er t.d. að sá sem fyrstur bakaði þessa gómsætu köku hafi verið ungur bakara- sveinn sem var í læri hjá bakara- meistara, Toni að nafni. Toni þessi átti ákaflega fallega dóttur sem lærisveinninn var ástfanginn af og gerði hann allt til að þóknast meistara sínum og dóttur hans. Þeim til heiðurs hannaði hann þessa góðu köku sem Heilsuhúsið hefur nú til sölu í verslunum sín- um. í boði eru fjórar mismunandi tegundir af Panettone: Classieo, með möndlum, með súkkulaði og Delicato. Classieo eða hefðbundin Panettone fæst í þremur stærðum, 1 kg, 500 g og 100 g. Kökurnar eru í fallegum gjafaöskjum og sagðar á góðu verði. Hákon Már Oddsson kvikmynda- gerðarmaður bjó fimm ár á Italíu og starfaði þar við sjónvarpsstöð. Hann er mikill ádáandi kökunnar hans Toni. „Ég kynntist þessari köku á Italíu og hef verið einlægúr aðdáandi hennar síðan. Það er bæði hægt að kaupa hana og baka hana heima. Miklu fleiri kaupa hana þó vegna þess að hún er erfið í bakstri,“ sagði Hákon. „Til eru eins og fyrr sagði ýmsar sagnir um til- urð Panettone. Auk þeirrar fyi’r- greindu er önnur sú að í Mílanó á fjórtándu öld hafi bakarameistari einn lent í því að allt jóladeigið eyði- lagðist. Hann átti að vera með stóra veislu þennan dag og til að bjarga sér út úr þessu tók hann brauðdeig- ið og skutlaði í það eggjum, rúsínum og sykruðum ávöxtum og bakaði þetta og þannig fæddist Panettone. Þetta er sem sagt eins konar brauð sem þó er eins konar kaka og mest borðað á aðventunni og um jólin um alla Italíu. Kakan er borðuð fram í fyrstu vikuna í febrúar en þá segir sagan frá því að fest hafi fiskbein í hálsi á strák einum og það náðist út með því að borða bita af Panettone. Þessi dagur hefur því orðið að loka- degi í neyslu á Panettone eftir hver jól. Panettone er líka notað í stór- veislur svo sem giftingu og stóraf- mæli, þótt þá atburði beri upp á annan tíma ársins. Þessi kaka er ekki þung í maga og ekki sæt en mér finnst hún afar góð. Allra, allra best er að skola henni niður með ítölsku Spumante (freyðivíni). Það er siður að allir í fjölskyldunni fái sína köku og á mið- nætti á jólanótt þá opna allir sem vakandi eru kökuna sína og borða hana með freyðivíni. Hver og einn á svo sína köku og borðar af henni yf- ir jólin. Ef kakan er rétt gerð, er í henni smjör. Gott er að setja hana á ofn eða hita hana í ofni á 50 gráðu hita í allt að hálftíma til þess að smjörið linist, þá verður kakan miklu mýkri og ljúffengari. A gamlárskvöld þykir hún líka alveg ómissandi, margir fagna áramótun- um með því að fá sér bita af Pa- nettone og freyðivín með. Undanfarin ár hefur Panettone ekki fengist á Islandi en áhangend- ur kökunnar hafa látið flytja hana inn fyrir sig. Félagsskapurinn Italía Azun’a, sem er félag Itala á Islandi, hefur hingað til átt í mesta brasi við að ná í Panettone til jólanna og verður því vel fagnað þessi jól að breyting sé orðin þar á með því að Heilsuhúsið hefur nú hafið innflutn- ing á þessari frægu köku. Ég veit reyndar til þess að annar aðili hefur líka hafið innflutning á svona kök- um og hafa þær kökur fengist t.d. í Nóatúni, þar hef ég séð þær í litlum gjafapakkningum. Panettone er upplögð jólagjöf sem gleður á marg- an hátt og ætti að vera kærkomin viðbót bæði við jóla-, áramóta- og þrettándafagnaði Islendinga. Þess má geta að ein kaka, svona 1 kílógramm sem er venjuleg stærð, getur dugað fyrir fjölda manns ef nettlega er skorið. Éf kakan er far- in aðeins að þoma í plastinu má dýfa henni í mjólkurkaffi, þá er hún líka sælgæti. Panettone er ekki bara fræg á Italíu, hún hefur lagt undir sig a.m.k. alla Evrópu og stór- an hluta Ameríku. Þegar hún t.d. kemur í búðir í London er henni staflað upp í píramýda og það eru fáir sem fara út úr búðinni án þess að taka eina Panettone með sér.“ Kaffihjálp til stuðnings íbúum Ník- aragva og Hondúras KAFFIUPPSKERAN stendur sem hæst í löndum Mið-Ameríku um hver áramót. Þá er sumar gengið í garð eftir margra mánaða rigninga- tíð, sólin skín hátt á lofti og veðrið er fallegt og þurrt. Þjóðimar em aftur á móti í sár- um eftir náttúrahamfarir þær sem í lok október gengu yfir landsvæðið með hræðilegum afieiðingum. ís- lendingar, sem sjálfir þekkja af eigin raun afl náttúr- unnar, finna til samkenndar með Mið-Ameríkubú- um. Nú hefur starfs- fólk Kaffitárs ákveð- ið að leggja íbúum Níkaragva og Hondúras lið við uppbyggingarstarf það sem þeir eiga nú íyrir höndum með því að hefja framleiðslu á nýju kaffi frá Níkaragva. Hefur kaffinu verið gefið nafnið Kaffihjálp. Af hverju seldu kílói af Kaffihjálp munu 200 krónur renna til Hjálp- arstofnunar kirkjunnar og þaðan til hjálparstarfs í Mið-Ameríku. í fréttatilkynningu frá Kaffitári segir að starfsfólk fyrirtækisins vonist til að framlag ís- lendinga verði sem mest og að þeim tak- ist að sýna íbúum Ník- aragva og Hondúras sam- hug. Uppskriftir m.a. á nýjum vef Mjólkursamsölunnar NÝR vefur Mjólkursamsölunnar hefur nú verið opnaður samkvæmt upplýsingum frá Baldri Jónssyni, framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs MS. Á vefnum má finna fjölmargt til gagns og gamans fyrir neytendur á öllum aldri. Má þar nefna aðgengi- legan fróðleik um íslenskt mál, um- hverfismál og ýmis önnur viðfangs- efni sem Mjólkursamsalan hefur látið til sín taka og fjallað er þar um neytendamál, svo sem næringu og hollustu. Á MS-vefnum er líka vöru- listi með innihaldslýsingum og nær- ingargildi allra vara fyriitækisins og um 190 síður með spennandi uppskriftum. Börn geta hlustað á og tekið undir söng mjólkurdropans Dreitils og fram til 15. janúar stend- ur yfir á vefnum léttur og skemmti- legur fjölskylduleikur. WWW.ms.is er með stærstu vefjum á íslensku, alls um 500 síður. Auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði vefinn og vann texta en Skíma sá um tæknilega út- færslu. Anna María í Pyrit hjá Ófeigi ÓFEIGUR gullsmiðja og listmuna- hús, Skólavörðustíg 5, hefur hafið sölu skartgripum frá Önnu Maríu Sveinbjömsdóttur gullsmíðameist- ara MGH. Anna María lauk sveinsprófi árið 1981, meistari hennar var Jóhannes Leifsson. Síðan fór hún í framhalds- nám í Guldsmedehojskolen í Kaup- mannahöfn, 1983 til 1985. Hún rak eigið verkstæði og verslun, Gull- smiðjuna Pyrit, Vesturgötu 3, frá 1986 til 1994 og síðan Pyrit - G15 Skólavörðustíg 15 samt Þorbergi Halldórssyni til 1997. Nú selur Ófeigur gullsmiðja og listmunahús skartgripi eftir 7 gull- smiði og hönnuði. Þeir eru: Ófeigur Björnsson, Katrín Didrikson, Bolli Ófeigsson, Pia Rauff, Jouni Jappinen, Harri Syrjanen og Anna María Sveinbjörnsdóttir. ÓFEIGUR og Anna María fyrir utan verslunina. SÖLUSTADIR ft ffr sf' íff KRAF^MESTA OG HRAÐVIRKASTA LEIKJATÖLVA í H Zelda: Ocarina Of Time Gagnrýnendur finna ekkert að leiknum Hraði, spenna og skemmtileg ævintýr í hreint frábærum þrívíddarheimi. Leikurinn sem beðið var eftir NINTENDO Reykjavík: Hagkaup, Elko, Hljómco, BT-tölvur, Bræðurnir Ormsson, Heimskringlan, Heimislistæki, SAM-tónlist, Japis, Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga Borganesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, fsatirði. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki, Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri, Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavík. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Kt. Árnesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn, Reykjanes: Hagkaup, Keflavík. Ljósboginn, Keflavik. Samkaup, Ketlavik. Lesið Undirtóna og Morgunblaðið 12. des 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.