Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 58
^58 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU AUGLÝSINGAR
íslenska álfélagið
í Straumsvík
óskar eftir að ráða vélvirkja
Við leitum eftir vélvirkjum til framtíðarstarfa á
vélaverkstæði okkar.
Áhersla er lögð á reglusemi, stundvísi, árvekni og góða
samstarfshæfni. Reynsla af tölvunotkun er æskileg en ekki
nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður J. Jónsdóttir alla virka
daga kl. 10.00 -12.00 í síma 560 7121.
Umsóknir óskast sendar til ISAL, pósthólf 244,
222 Hafnarfjörður eigi síðar en 18. desember.
Umsóknareyðublöð fást hjá íslenska álfélaginu hf.
í Straumsvík, bæði á aðalskrifstofu og hjá hliðverði,
eða á heimasíðu ISAL á Interneti: www.isal.is þar sem
einnig er að finna nánari upplýsingar um fyrirtækið.
ISAI
íslenska álfélagið hf.
Aðstoðarmaður í
prentsmiðju
Morgunblaðið óskar að ráða starfsmann til
aðstoðarstarfa í prentsmiðju. Aðalverkefni
aðstoðarmanna eru að sjá um pappírs-
skipti á rúllustöndum prentvélar, farva-
dælingu, móttöku á pappír, endurvinnslu
og þrif í prent- og rúllusal.
Unnið er á vöktum, dagvakt, millivakt og
næturvakt.
Umsóknum ber að skila til afgreiðslu Morg-
unblaðsins, Kringlunni 1, 1. hæð, á um-
sóknareyðublöðum, sem þar fást, í síðasta
lagi 17. desember nk.
► I Nánari upplýsingar um starfið veitir
| Ragnar Magnússon í síma 569 1102.
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar
fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í
upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt
í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
‘WlSfflm
tlfiiiflÍLIftl
HEIMILI, DAGVIST, ENDURHÆFINGARÍBÚÐ, S0NDLAUG
Til þín sem vilt vinna
með okkur
Hefur þú áhuga á skapandi og gefandi starfi,
þar sem unnið er með fötluðum á jafnréttis-
grundvelli? Við leitum þín til starfa við að-
hlynningu. Best væri að fullt starf hentaði þér.
Unnið er á morgun- og kvöldvöktum og önnur
hvor helgi. Einnig leitum við eftir starfsmanni
í 70% starf á næturvakt. Þar eru unnar 5 vaktir
í senn og síðan frí 5 vaktir. Gaman væri að
heyra frá þér sem allra fyrst.
Þá er best að hringja í Guðrúnu Erlu Gunnars-
dóttur í síma 552 9133 sem veitir þér allar nán-
ari upplýsingar.
Sjálfsbjargarheimilið er ætlað hreyfihömluðu fólki er þarfnast aðstoð-
ar og stuðnings i daglegu lifi sínu. Ibúar eru um 42 og starfsmenn
um 45 talsins. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfar,
þroskaþjálfi, sjúkraliðar, læknar, Sóknarstarfsmenn og aðrirstarfs-
menn vinna við heimilið. Sérstaklega er unnið að því að auka lífsgæði
íbúa heimilisins. Boðin eru góð starfskjör og gott starfsumhverfi
á vinnustað í hjarta borgarinnar.
HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK
Afleysingastaða
læknis
við Heilsugæslustöðina í Fossvogí
Tímabundin staða heilsugæslulæknis við
Heilsugæslustöðina í Fossvogi er laus til
umsóknar. Staðan er laus frá 1. janúar nk.
Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis-
menntun og læknisstörf, sendist til starfs-
mannastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík,
Barónsstíg 47,101 Reykjavík, á þartil gerðum
eyðublöðum sem þar fást.
Áskilin sérfræðiviðurkenning í heimilislækn-
. ingum.
Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Heilsu-
gæslustöðvarinnar í Fossvogi, Katrín Fjeldsted,
í síma 525 1770.
Umsóknarfrestur er til 28. desember nk.
Reykjavík, 12. desember 1998.
Heilsugæslan í Reykjavík, stjórnsýsla
5* Barónsstíg 47, 101 Reykjavík.
Aðalskoðun hf.
Afgreiðslustörf
Hafnarfjörður — Kópavogur
— Seltjarnarnes
Aðalskoðun hf. óskar eftir umsóknum frá
þjónustuglöðu fólki til afgreiðslustarfa á starfs-
stöðvum sínum í Hafnarfirði, Kópavogi og Sel-
tjarnarnesi.
Um hlutastörf getur verið að ræða.
Umsóknir sendist í pósthólf 393, 222 Hafnar-
fjörður, fyrir 29. desember.
ASalskoSun hf.
Löglærður aðstoðar-
maður dómara
Héraðsdómur Vesturlands óskar að ráða lög-
lærðan aðstoðarmann dómara, sbr. 17. gr. laga
nr. 15/1998.
Umsóknir skulu sendar undirrituðum dómstjó-
ra fyrir 31. desember nk., Bjarnarbraut 8, 310
Borgarnesi. Ráðið verður í starfið frá áramót-
um. Upplýsingar í síma 437 2121 eða (eftir
vinnu) 437 1566.
Finnur Torfi Hjörleifsson.
Glaumbar,
Tryggvagötu 20
Óskum eftirað ráða afleysingamanneskju í
ræstingar hjá okkur eina helgi í mánuði, suma
helgidaga og jafnvel í sumarafleysingar.
Upplýsingar á staðnum miðvikudaginn
16. desember milli kl. 11.00 og 13.00.
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða starfsmann á skrifstofu.
Starfið er fólgið í ýmsum léttum skrifstofu-
störfum, s.s. tollskýrslugerð o.fl., auk sendi-
ferða. Æskilegt er ef umsækjandi geti hafið
störf strax.
Umsóknum skal skilað á afgr. Mbl., merktum:
„FAJ", fyrir föstudaginn 18. desember
Friðrik A. Jónsson ehf.
Frumkvæði og sjálfstæði í verki og hugsun
Blaðamaður á
íubfvlííl
Hítíjin
Viðskiptablaðið óskar eftir biaðamanni á ritstjórn.
Við leitum eftir dugmiklum einstaklingi, sem býr yfir frum-
kvæði og sjálfstæði í verki og hugsun. Viðkomandi verður að
vera jákvæður og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki.
Reynsla I blaðamennsku er ekki nauðsynleg en; þekking á ís-
lensku atvinnulífi, góð innsýn I hagfræði, skilningur á árs-
reikningum fyrirtækja, og góð tök á islensku máli i ræðu og
riti eru skilyrði.
Blaðamenn Viðskiptablaðsins vinna við miðlun upplýsinga
um íslensk og erlend viðskipta- og efnahagsmál. Miðlun
þessara upplýsinga fer fram á siðum Viðskiptablaðsins, á Við-
skiptavef Viðskiptablaðsins á Visir.is og í útvarpi í Viðskipta-
vaktViðskiptablaðsins á Bylgjunni FM 98,9.
Umsóknum skal skilað á ritstjórn Viðskiptablaðsins, Brautar-
holti 1,105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 21. desem-
ber, ésamt helstu upplýsingum um menntun og fyrri störf.
Frekari uppiýsingar veitir Örn Valdimarsson, framkvæmda-
stjóri í síma 511 66 22.
Heilsustofnun IMLFÍ
Hjúkrunarfræðingar
Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem hefur
áhuga og skilning á heildrænni hjúkrun.
Áherslan er lögð á heilbrigðiseflingu, forvarnir
og endurhæfingu í víðum skilningi.
Verkefni hjúkrunar eru fjölbreytt, t.a.m.
fræðsla, ráðgjöf og slökun, samhliða almenn-
um hjúkrunarstörfum.
Hveragerði er barnvænt samfélag í hæfilegri
fjarlægð frá ys og þys höfuðborgarsvæðisins.
Húsnæði á staðnum ef óskað er.
Upplýsingar veitir Hulda Sigurlína Þórðardótt-
ir, hjúkrunarforstjóri, í síma 483 0300.