Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 58
^58 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU AUGLÝSINGAR íslenska álfélagið í Straumsvík óskar eftir að ráða vélvirkja Við leitum eftir vélvirkjum til framtíðarstarfa á vélaverkstæði okkar. Áhersla er lögð á reglusemi, stundvísi, árvekni og góða samstarfshæfni. Reynsla af tölvunotkun er æskileg en ekki nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Sigríður J. Jónsdóttir alla virka daga kl. 10.00 -12.00 í síma 560 7121. Umsóknir óskast sendar til ISAL, pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður eigi síðar en 18. desember. Umsóknareyðublöð fást hjá íslenska álfélaginu hf. í Straumsvík, bæði á aðalskrifstofu og hjá hliðverði, eða á heimasíðu ISAL á Interneti: www.isal.is þar sem einnig er að finna nánari upplýsingar um fyrirtækið. ISAI íslenska álfélagið hf. Aðstoðarmaður í prentsmiðju Morgunblaðið óskar að ráða starfsmann til aðstoðarstarfa í prentsmiðju. Aðalverkefni aðstoðarmanna eru að sjá um pappírs- skipti á rúllustöndum prentvélar, farva- dælingu, móttöku á pappír, endurvinnslu og þrif í prent- og rúllusal. Unnið er á vöktum, dagvakt, millivakt og næturvakt. Umsóknum ber að skila til afgreiðslu Morg- unblaðsins, Kringlunni 1, 1. hæð, á um- sóknareyðublöðum, sem þar fást, í síðasta lagi 17. desember nk. ► I Nánari upplýsingar um starfið veitir | Ragnar Magnússon í síma 569 1102. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. ‘WlSfflm tlfiiiflÍLIftl HEIMILI, DAGVIST, ENDURHÆFINGARÍBÚÐ, S0NDLAUG Til þín sem vilt vinna með okkur Hefur þú áhuga á skapandi og gefandi starfi, þar sem unnið er með fötluðum á jafnréttis- grundvelli? Við leitum þín til starfa við að- hlynningu. Best væri að fullt starf hentaði þér. Unnið er á morgun- og kvöldvöktum og önnur hvor helgi. Einnig leitum við eftir starfsmanni í 70% starf á næturvakt. Þar eru unnar 5 vaktir í senn og síðan frí 5 vaktir. Gaman væri að heyra frá þér sem allra fyrst. Þá er best að hringja í Guðrúnu Erlu Gunnars- dóttur í síma 552 9133 sem veitir þér allar nán- ari upplýsingar. Sjálfsbjargarheimilið er ætlað hreyfihömluðu fólki er þarfnast aðstoð- ar og stuðnings i daglegu lifi sínu. Ibúar eru um 42 og starfsmenn um 45 talsins. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfar, þroskaþjálfi, sjúkraliðar, læknar, Sóknarstarfsmenn og aðrirstarfs- menn vinna við heimilið. Sérstaklega er unnið að því að auka lífsgæði íbúa heimilisins. Boðin eru góð starfskjör og gott starfsumhverfi á vinnustað í hjarta borgarinnar. HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK Afleysingastaða læknis við Heilsugæslustöðina í Fossvogí Tímabundin staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöðina í Fossvogi er laus til umsóknar. Staðan er laus frá 1. janúar nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og læknisstörf, sendist til starfs- mannastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík, Barónsstíg 47,101 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum sem þar fást. Áskilin sérfræðiviðurkenning í heimilislækn- . ingum. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Heilsu- gæslustöðvarinnar í Fossvogi, Katrín Fjeldsted, í síma 525 1770. Umsóknarfrestur er til 28. desember nk. Reykjavík, 12. desember 1998. Heilsugæslan í Reykjavík, stjórnsýsla 5* Barónsstíg 47, 101 Reykjavík. Aðalskoðun hf. Afgreiðslustörf Hafnarfjörður — Kópavogur — Seltjarnarnes Aðalskoðun hf. óskar eftir umsóknum frá þjónustuglöðu fólki til afgreiðslustarfa á starfs- stöðvum sínum í Hafnarfirði, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi. Um hlutastörf getur verið að ræða. Umsóknir sendist í pósthólf 393, 222 Hafnar- fjörður, fyrir 29. desember. ASalskoSun hf. Löglærður aðstoðar- maður dómara Héraðsdómur Vesturlands óskar að ráða lög- lærðan aðstoðarmann dómara, sbr. 17. gr. laga nr. 15/1998. Umsóknir skulu sendar undirrituðum dómstjó- ra fyrir 31. desember nk., Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi. Ráðið verður í starfið frá áramót- um. Upplýsingar í síma 437 2121 eða (eftir vinnu) 437 1566. Finnur Torfi Hjörleifsson. Glaumbar, Tryggvagötu 20 Óskum eftirað ráða afleysingamanneskju í ræstingar hjá okkur eina helgi í mánuði, suma helgidaga og jafnvel í sumarafleysingar. Upplýsingar á staðnum miðvikudaginn 16. desember milli kl. 11.00 og 13.00. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfsmann á skrifstofu. Starfið er fólgið í ýmsum léttum skrifstofu- störfum, s.s. tollskýrslugerð o.fl., auk sendi- ferða. Æskilegt er ef umsækjandi geti hafið störf strax. Umsóknum skal skilað á afgr. Mbl., merktum: „FAJ", fyrir föstudaginn 18. desember Friðrik A. Jónsson ehf. Frumkvæði og sjálfstæði í verki og hugsun Blaðamaður á íubfvlííl Hítíjin Viðskiptablaðið óskar eftir biaðamanni á ritstjórn. Við leitum eftir dugmiklum einstaklingi, sem býr yfir frum- kvæði og sjálfstæði í verki og hugsun. Viðkomandi verður að vera jákvæður og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki. Reynsla I blaðamennsku er ekki nauðsynleg en; þekking á ís- lensku atvinnulífi, góð innsýn I hagfræði, skilningur á árs- reikningum fyrirtækja, og góð tök á islensku máli i ræðu og riti eru skilyrði. Blaðamenn Viðskiptablaðsins vinna við miðlun upplýsinga um íslensk og erlend viðskipta- og efnahagsmál. Miðlun þessara upplýsinga fer fram á siðum Viðskiptablaðsins, á Við- skiptavef Viðskiptablaðsins á Visir.is og í útvarpi í Viðskipta- vaktViðskiptablaðsins á Bylgjunni FM 98,9. Umsóknum skal skilað á ritstjórn Viðskiptablaðsins, Brautar- holti 1,105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 21. desem- ber, ésamt helstu upplýsingum um menntun og fyrri störf. Frekari uppiýsingar veitir Örn Valdimarsson, framkvæmda- stjóri í síma 511 66 22. Heilsustofnun IMLFÍ Hjúkrunarfræðingar Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga og skilning á heildrænni hjúkrun. Áherslan er lögð á heilbrigðiseflingu, forvarnir og endurhæfingu í víðum skilningi. Verkefni hjúkrunar eru fjölbreytt, t.a.m. fræðsla, ráðgjöf og slökun, samhliða almenn- um hjúkrunarstörfum. Hveragerði er barnvænt samfélag í hæfilegri fjarlægð frá ys og þys höfuðborgarsvæðisins. Húsnæði á staðnum ef óskað er. Upplýsingar veitir Hulda Sigurlína Þórðardótt- ir, hjúkrunarforstjóri, í síma 483 0300.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.