Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 43 MENNTUN Af hverju erlu að kenna? í Varmárskóla í Mosfellsbæ er öflugt tónlistarlíf undir stjórn Birgis D. Sveinssonar, skólastjóra og stjórnanda Skólahljómsveitar. Gunnar Hersveinn heimsótti skólann og leit inn í nýjar skólastofur. Birgir leggur áherslu á list- og verknám íyrir alla aldurshópa í skólanum til að þroska jafnt hug sem hönd. ■v- Tónlist til að búa börn undir lífið • Verklegt nám þroskar börnin jafnmik- ið og bóklegt nám og styður það • Sex ára börn fá kennslu á tölvur og í list- og verkgreinum „ Morgunblaðið/Árni Sæberg EG held að hlutverk okkar sé að gera börnin sjálfbjarga," segir Birgir D. Sveinsson. ELDRI nemendahópur skólahljómsveitarinnar vann nýlega samkeppni í Gautaborg í Svíþjóð. MARGT er fólk í Mos- fellsbæ, mjög því fjölgar sí og æ. Ungir, gamlir, sem þú sérð, setja allt á fulla ferð! - Söngur berst úr stofu í Varmárskóla þriðjudaginn 8. des- ember, í annai-ri heyrast smíða- hljóð, í þriðju er verið að sauma og fjórðu að fóndra fyrir jólin og mála. Varmárskóli í Mosfellsbæ er 700 manna samfélag undir stjórn Birgis Dagbjarts Sveinssonar, kennara og tónlistarmanns. „Það bjuggu 600 í sveitarfélaginu þegar ég byrjaði að kenna hér árið 1960, núna búa 5.500 í Mosfellsbæ," segir Birgir skóla- stjóri og stjórnandi Skóla- hljómsveitarinnar. Hann stofnaði með öðrum Tón- listarskóla Mosfellsbæjar og síðar skólahljómsveitina í bænum, en í henni eru nemendur úr Gagnfræða- skólanum og Varmárskóla (1.-6. bekkur). „Reynt er að laga kennslu og æfingar í Skólahljómsveitinni að stundaskrá skólans eins og kostur er,“ segir Birgir, en langar frímínútur eru notaðar til tónlistar- kennslu. Kennt er á mörg hljóðfæri. Umsvif í tónlistarlífinu „Ég er fæddur í Neskaupstað árið 1939 og ólst þar upp í góðu yfir- læti,“ segir hann. „Ég var í landsprófi í Vestmannaeyjum og í tónlistamámi hjá Oddgeiri Krist- jánssyni. Árið 1960 útskrifaðist ég úr Kennaraskólanum og byrjaði að kenna hér.“ Tónlistin hefur fylgt honum alla ævi og hann lagt sig fram um að kynna hana fyrir börn- um, sem m.a. birtist í því að eldri nemendur hans unnu samkeppni í Gautaborg í Svíþjóð síðastliðið sum- ar í keppni sem um það bil 1.700 börn tóku þátt í. Birgir sýslar við tónlist víðar því hann hefur verið í forsvari samtaka íslenskra Skólalúðrasveita (SISL), sem næsta haust halda upp á þrjátíu ára afmæli með landsmóti á Blönduósi. Á liðnu ári gaf úrvals- sveit samtakanna út geisladisk und- ir nafninu Lúðrasveit æskunnar. Bæjarhljómsveit Lausan tíma í Varmárskóla og Gagnfræðaskólanum hefur Birgir helgað æfingum, en yngri og eldri nemendur æfa tvisvar í viku, og það virðist hann hafa gert lengi því úr Skólahljómsveitinni hafa komið margir atvinnumenn eins og Sveinn Birgisson sonur hans, Björgvin Tómasson orgelsmiður, Karl Tóm- asson í Gildrunni, Óli Hólm í Nýd- anskri, Karl Ágúst Úlfsson sem nýt- ir sér tónlistina í Spaugstofunni, Kristjana Helgadóttir sem var að ljúka námi í Hollandi á þverflautu, Hjörleifur Jónsson trommari, Jón Hallur Finnsson tónlistarkennari á Akureyri og Þorkell Jóelsson sem spilar með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. „Þorkell byrjaði níu ára gam- all hjá mér og er enn viðriðinn Skólahljómsveitina," segir hann og í ljós kemur að fyrri nemendur eiga erfitt með að slíta sig alveg frá henni og margir eru með henni til tvítugs. „Skólahljómsveitin þjónar í raun hlutverki bæjarhljómsveitar," segir Birgir, „hún heldur hljómleika 50-60 sinnum á ári og svo fer hún í ferðalög til útlanda." Á skrifstof- unni hans og víðar í skólanum hanga myndir sem teknar hafa ver- ið af hljómsveitinni við ýmis tækifæri. Ein þeiira sýnir hana með kórunum sjö sem eru starfandi í Mosfellsbæ, en hún og kórarnir eru að vinna að hljómdiski sem kemur út í vetur. Önnur sýnir hana á ferðalagi á Lignano á Italíu, en þar starfaði Birgir lengi sem fararstjóri. Sú þriðja er af skólahljómsveitinni í Stykkishólmi, en stjórnandi hennar var nemandi Birgis. Þessar tvær skólahljómsveitir heimsækja reglu- lega hvor aðra. Meiri kennsla í verklegum fög- um en lögboðið er Birgir segist vera af tónlistarfólki kominn en frændur hans Svavar Lárusson og Höskuldur Stefánsson voru þó báðir ágætir tónlistarmenn. „Bróðir minn Lárus Sveinsson spil- ar á trompet í Sinfóníuhljómsveit- inni og Sveinn sonur minn, sem kennir líka í skólahljómsveitinni, er í Hljómskálakvinttetinum,“ segir Birgir. Mikill fjöldi er í hljómsveitinni eða 115-120 nemendur sem skipt er í yngri og eldri hópa. Veturinn kost- ar 15 þúsund krónur fyrir hvern nemanda, en hljómsveitin nýtur styrkja hjá bæjarfélaginu. „Ég legg áherslu á list- og verkgreinar í skól- anum,“ segir hann og það virðist vera hvetjandi nám og styðja aðrar greinar því skólinn kom mjög vel út í samræmdu prófunum sem haldin voru fyrir 4. og 7. bekk á þessari önn. „Hér er meiri kennsla í verk- legum fögum en lögboðið er og ágætlega búið að henni.“ Byggt hefur verið við Varmár- skóla vegna væntanlegrar einsetn- ingar hans, en svo fullsetinn er hann núna (630 nemendur) að það þarf mikla útsjónarsemi til að hafa hann tvísetinn. Framkvæmdir standa enn. Hins vegar er margt til- búið og hefur t.d. heimilisfræðin yf- ir tveimur eldhúsum að ráða og einnig hefur ný smíðastofa verið tekin í notkun. Nemendur fá tvo tíma í viku í handavinnu og heimilis- fræði frá sex ára aldri. Bekkjum er skipt í tvennt í þessi fóg og fer helmingurinn í myndmennt og tón- mennt á móti hinum fögunum. Hundrað börn í barnakórnum Þennan þriðjudagsmorgun kepp- ast nemendur við að klára verk sín til að geta lokið þeim fyrir jól. Birg- ir opnar stofu í nýrri álmu: Þar hljómar söngur undir stjórn Guð- mundar Ómars Óskarssonar sem situr við orgel og nemendur hans halda áfram með textann um lífið í Mosfellsbæ: „Pabbi’ og mamma’ á morgnana/ mjakast út í bílana/ skutla’ okkur í skólana/ og skella sér í vinnuna." Um hundrað börn eru í barnakór skólans en í honum eru krakkar á aldrinum 8 til 19 ára (þau vilja ekki hætta þótt þau fari í aðra skóla). Næst sýnir hann bóka- safnið sem hefur fengið nýtt og betra rými í fyrrverandi hátíðarsal og þar hangir stór mynd af Halldóri Kiljan Laxness uppi á vegg. „Ég kenndi dætrum hans og reyndar kenndi Auður Laxness hér um tíma,“ segir hann, en mynd af Hall- dóri hangir einnig á skrifstofunni hans. „Bókasafnið er núna orðið lif- andi hluti af skólastarfinu," segir hann og að nýr hljómleika- og hátíð- arsalur hafi verið tekinn í notkun í haust. Hann er hringlaga og Birgir gefur honum góða hljómeinkunn. Opna börnuni sýn út í umhéiminn Tölvuver hefur verið opnað í skól- anum og hefur Guðrún Markúsdótt- ir umsjón með því. Þangað kemur hálfur bekkur í tíma aðra hverja viku alveg frá byrjun skólagöng- unnar. Þar læra þau á tölvur með eins konar leikjaforritum sem efla m.a. lestrar- og stærðfræðikunnátt- una. Kennslustofur í nýbyggingunni hafa ekki hefðbundna lögun. Birgir opnar dyr saumastofunnar og svo myndmenntar og í ljós kemur að nemendur með nál og tvinna eða pensla eru að vinna að verkum sem tilheyra jólunum. Á vegg hangir mikið verk þeirra sem sýnir þróun- arsögu lífsins frá amöbu til manns. Annað verk sýnir tímaskeið risaeðl- anna. Vinnuaðstaðan er góð og augljóst að verklegum greinum er betur sinnt en löngum hefur tíðkast i yngri bekkjum skólakerfisins. „Ég held að verklegt nám sé ekki síður mikilvægt í því að þroska börn og búa þau undir lífið en bóklegt,“ segir Birgir, „einnig er brýnt að vera vak- andi fyrir nýiri tækni og taka hana fóstum tökum. Þessi tækni nær til þeirra og veitir þeim fyllingu.“ Hann nefnir upplýsingatæknina og að bókasöfn eigi að opna bömum sýn út í umheiminn. „Eg held að okkai' hlutverk sé að gera þau sjálfbjarga og styðja þau á sem flesta vegu.“ Hann segir gott fyrir bömin að fást við ólíka hluti og að langur skóladagur sé brotinn upp með verk- legri kennslu. Hann vill að bæði hug- ur og hönd fái eitthvað til að glíma við á hverjum degi. „Sveitai-félagið stendur vel að skólastai-finu, þótt varla hafist undan að byggja við. Þegar umfangsmiklum framkvæmd- um við skólann lýkur og hann einset- inn er gert ráð fyrir að hann rúmi tuttugu bekkjardeildir og nemendm- verði 400-450 - en nú er nýr bama- skóli í undirbúningi í nýju hverfi," segir hann. fbúar áhugasamir um gott skólastarf í Mosfellsbæ er ungt fólk áber- andi og það leggur áherslu á gott skólastarf. „Fólk sem hyggst flytja hingað spyrst iðulega fyrir um skólamál áður en það tekur endan- lega ákvörðun um að vera hér,“ segir Birgir, „það spyr um leikskólann, grunnskólann og tómstundastarf fyrir bömin sín. Þetta var ekki svona áður og sýnir gildi skólamála í hug- um foreldra sem eiga ung böm.“ Hann bendir á að nýbúið sé að reisa íþróttamannvirki á skólasvæðinu og þar er einnig sundlaug en þess má „ geta að bama- og gagnfræðaskólinn i*~ standa hlið við hlið. Varmárskóli dregur nafn sitt af landi jarðarinnar sem hann stendur á, en bærinn Varmá stóð nálægt þeim stað þar sem gagnfræðaskólinn er nú. Birgir segist telja kennara við skólann ánægða. Bæjarfélagið gerði nýlega sérsamning við þá og hann vísar í frétt í Kennarablaðinu: „Þetta nýja sveitarfélag sem hefur samið við kennara sína er Mosfellsbær. Samkomulagið er gert til að efla skólastarí' í bænum, meðal annars foreldrasamstarf, mat á skólastarfi, námsgagnagerð og fleira.“ Samning- urinn við kennai'ana gildir til ársloka 2000 og felst í því að hagræða vinnu í skólanum, bæta tækjakost og hækka launin. Á hádegi í tvísetnum skóla er skólafólkið á ferðinni. Ekki er óal- geng sjón að sjá nemendur í Varmárskóla með hljóðfæratöskur og í frímínútum má heyra óminn berast milli stofa og upp á skrifstofu Birgis. Og áfram er sungið: Þegar skólinn úti er/ allir heim þá flýta sér/ eða fara’ í íþróttir/ æfa kóra’ og hljómsveitir.“ skölar/námskeid ÝMISLEGT ■ Tréskurðamámskeið Fáein pláss laus í janúar nk. Hannes Flosason, sími 554 0123. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.