Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 45,^ ___________AÐSENDAR GREINAR______ „Það sem Hjálmar lét ósagt um N ý fundnalandsþ or skinn“ Hjálmar Vilhjálmsson Þorskafllnn 6 mlöunum útt af Nýfundnalandi og Lobrador 1850 -1993 Myndin eýnlr oinnig hoildaratofnsfœrðlne og slrarð hrygnlngBretotnslna ÞORSKAFLINN á miðunum út af Nýfundnalandi og Labrador 1850-1993 ... Á DÖGUNUM ritaði ég greinarstúf í Morg- unblaðið sem ég nefndi Drap aflareglan Nýfundnalands- þorskinn? Þar lýsti ég þeim hörmulegu mis- tökum sem gerð voru við stjórn veiðanna og leiddu til þess að afla- reglunni var ekki fylgt. Hvað raunverulega var að gerast þama á mið- unum uppgötvaðist ekki fyrr en of seint og stofn- inn hrundi. I Morgunblaðinu hinn 9. þessa mánaðar birtist grein eftii' Jón Krist- jánsson fiskifræðing undir sama titli og þetta er ritað og þar er heldur betur snúið út úr fyrra skrifi mínu. Ég ætla mér ekki þá dul að „kristna" félaga Jón, en vegna þess hvað langt er um liðið vil ég freista þess að endurflytja mál mitt til glöggvunar lesendum Morgunblaðs- ins. Meðfylgjandi línurit sýnir afla af Nýfundnalandsþorski frá því 1850 og þar til veiðar voru bannaðai- 1993 og stærð veiði-_ og hrygningarstofnsins frá 1962. Á tímabilinu 1850-1960 jókst ársaflinn hægt og bítandi úr um 150 í 300 þúsund tonn. Um 1960 varð ævintýraleg aukning á sókninni í þorskinn á miðunum úti af Nýfundnaiandi og Labrador. Mestur varð ársaflinn um 810 þúsund tonn 1968 en meðalafli áranna 1960-1976 er rétt um hálf milljón tonna. Um miðjan 7. áratuginn var orðið dagljóst að hverju stefndi og hafði stofninn látið mildð á sjá eins og fram kemur á línuritinu. Þegar Kanada- menn tóku sér 200 mflna fiskveiðilög- sögu árið 1977 lætur nærri að stofn- stærðin hafi verið komin niður í einn fimmta af því sem verið hafði í upp- hafi aflahrotunnar og gildir einu hvort miðað er við heildarstofn eða hrygningarstofn. Það var við þessar aðstæður sem kanadíska aflai'eglan var sett. Það þarf varla sérskólaðan fiskifræðing til þess að skilja að þeg- ar svona er komið má ekki mikið út af bera, t.d. varðandi nýliðun, svo illa fari. Og nýliðun- in brást, menn áttuðu sig ekki fyrr en of seint ogþví fór sem fór. I grein sinni ber Jón mér á brýn að ég hafi ekki nefnt hugsanleg áhrif umhverfisins og ástands fisksins á hrun Nýfundnalandsþorsks- ins. Eins og við vitum báðir geta umhverfisað- stæður haft mikil áhrif á vöxt og viðgang fisk- stofna. Þorskstofninn við Grænland er skýrt dæmi um þetta. En það er meira en lítið vafasamt að kenna móður náttúru um slysið við Nýfundnaland og Labrador. Áður en það er gert verðum við nefnilega að Við hafrannsóknamenn höldum aldrei öðru fram, segir Hjálmar Vilhjálmsson, en því sem við vitum sannast og réttast á hverjum tíma. spyrja þehrar spumingar hvernig stóð á því að hið mikla harðæri sem var til lands og sjávar við norðanvert Atlantshaf á seinustu áratugum 19. aldai- og fram um 1920 hafði engin sjáanleg áhrif á aflabrögð við Nýfundnaland og Labrador. Svar mitt er að stofninn var stór á þeim tíma, úr honum var hóflega veitt og þess vegna gat þorskurinn þarna brugðist við óblíðum aðstæðum, t.d. með því að flytja sig til suðurs og vesturs. Nú er öldin önnur. Stofninn er hruninn og það er einfaldlega eng- inn efniviður í sjónum til slíkra við- bragða. Um lélegt ástand fisksins, sem Jón kennir ætisleysi (óblíðu um- hverfi), er það að segja að til er önnur og í þessu tilfelli miklu nærtækari skýring. Hún felst einfaldlega í því að undir lokin var veiðiálag togaraflot- ans orðið slíkt að engu tali tekur. Það vita allir sem vilja að við slíkar kring- umstæður „yngist“ stofninn hratt og fljótlega kemur að því að gamali hrygningarfiskur sést ekki lengur. Ekkert er lengur að hafa á hefð- bundnum fiskislóðum og þá er leitað annað, oft í þa hluta stofnsins sem hægar vaxa. Árið 1992 var t.d. svo komið að meðalaldur í afla var 5,6 ár og nánast enginn fiskur eldri en 8 ára. Þessi aldursdreifing er í hæsta máta óeðlileg fyrir þorsk sem vex jafn hægt og verður jafn gamall raun- in er við Nýfundnaland og Labrador. Loks verður ekki hjá því komist að víkja að niðurlagsorðunum í grein Jóns Kristjánssonar, en þau eru eft- irfarandi: „Sú spurning verður æ áleitnari hvers vegna þessir menn séu að verja rangar ráðleggingar um nýtingu fisk- stofna. Má ekki vitnast að þeu hafi allan tímann verið að vaða í villu? Má ekki koma í ljós að ráðin um friðun til uppbyggingar fiskstofna eru röng og leiða til rýrnunar þeiira? Ef sann- leikurinn kæmi í ljós myndu þeir þá missa starfið? Einn liður í því að halda blekkingarleiknum áfram er að segja ekki allan sannleikann." Ef ég skil íslensku er Jón að bera mig og raunar alla stai-fsmenn Haf- rannsóknastofnunaiinnar svo þung- um sökum að telja má til at- vinnurógs. í mínum huga eru slíkar ásakanir gi-afalvarlegt mál og engum sæmandi. Lesendum Morgunblaðs- ins tfl huggunar get ég hins vegar fullyrt að ofanritaðar ásakanir Jóns Kristjánssonar eiga við engin rök að styðjast. Við hafrannsóknamenn höldum aldrei öðru fram en því sem við vitum sannast og réttast á hverj- um tíma. Við höfum ekki alltaf verið boðberar góðra tíðinda - en þrátt fyrir það höldum við enn vinnunni. Höfundur er fískifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni. Framkvæmd einkavæðingar og hvar á að byrja? EINKAVÆÐINGU framhaldsskólanna tel ég að eigi að fram- kvæma þannig, að inn- an hvers skóla eigi að stofna hlutafélag af þeim aðilum sem mestra hagsmuna eiga að gæta og hafa viður- væri sitt af starfsemi stofnunarinnar. Þessir aðilar eru: Kennarar, skólastjórnendur og aðrir starfsmenn skól- anna. Eigendur munu síðan kjósa skólanum stjórn. Eignarhlutur framangi-eindra aðila þai’f þó ekki að vera 100%. Vel kemur til greina að aðrir aðilar eigi hlut. T.d. getur verið skynsamlegt út frá fag- legu og markaðslegu sjónarmiði að fá fulltrúa foreldra í stjórnir skól- anna. Hlutafélagið, sem stofnað verður, mun síðan gera samning við ríkið um rekstur viðkomandi skóla. Hægt er að hefja einkavæðinguna í næstum hvaða skóla sem er. Ymis- legt mælir þó með því að byrja þetta ferli í bekkjarkerfisskólum, svo sem Menntaskólanum í Reykja- vík eða Menntaskólanum við Sund. Einnig væri það spennandi verkefni að takast á við að einkavæða ein- hvern fjölbrautaskólanna, svo sem Menntaskólann við Hamrahlíð eða Pjölbrautaskólann í Breiðholti. Segja má að flestir framhaldsskól- anna séu ágætlega hæfir til verk- efnisins. Kostir þess að einkavæða með þessum hætti eru þeir að skól- arnir fá þá stjórn sem er ábyrg fyrir rekstrin- um, en á það skortir nú. Sú ábyrgð á ekki aðeins að ná til fjár- hagslegs hluta rekstr- arins heldur einnig til faglega hlutans. Hvenær á að hefjast handa? Strax! Frestun máls- ins er ekki til neins gagns. Auðvitað þarf þó að hefja ferlið með vandaðri kynningu á málinu. Ókeypis kerfí? Nei, svo sannarlega verður það ekki ókeypis. Framhalds- skólarnir kosta mikla fjái-muni í dag og ekkert bendir til þess að hægt sé að minnka þann kostnað. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að æskilegt væri að auka fjárfestingu í menntun. Svo dæmi sé tekið um kostnað í menntakerfinu í dag er kostnaður við „meðalstúdent“ u.þ.b. 1.200 til 1.500 þúsund, en þá er und- an skilinn kostnaðurinn sem liggur í fasteignum skólanna. Miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við í lífskjörum telst það ekki mikill kostnaður við framhaldsskólanám. Áfram verður gert ráð fyrú að kostnaður við framhaldsskólanám verði að mestu greiddur af ríkinu. Núverandi stjórnkerfi I lögum um framhaldsskóla er stjórnun þeirra margskipt. Akveðnir Skólarnir fá stjórn, segir Ólafur Haukur Johnson, sem ábyrg er fyrir rekstrinum. þættir heyra undir fjárhagslega stjórnir þeirra sem nefnast skóla- nefndir. Áðrir þættir falla undir það sem á að heita fagleg stjórnun þeirra og nefnist skólaráð. Enn aðr- ir þættir í starfinu heyra svo einung- is undir skólameistara eða rektor. Þar hefur enginn íhlutunarrétt, hvorki skólanefnd né skólaráð, jafn- vel ekki menntamálaráðherra sem þó á að heita yfirmaður ríkisrekna skólakerfisins. Að sumum þáttum í stjórnun skólans koma svo kennara- fundir með umsagnai-rétt. Umsagnir kennarafunda er þó hægt að hunsa að geðþótta stjórnenda þannig að hlutur þeirra í stjórnuninni er óverulegur. Þetta ruglingslega og flókna stjórnkerfi með menntamálaráð- herra, skólameistara, skólanefnd, skólaráði, kennarafundum, (áheyrnar) fulltrúum kennara og (áheyrnar) fulltrúum nemenda, er í senn óæskilegt og óskipulagt og út frá faglegum stjórnunarsjónarmið- um hreinasta klúður. Þetta stjórn- kerfi gerir ríkisreknu framhalds- skólana að hálf stjórnlausum stofn- unum. Stangast hagsmunir á inn- byrðis án þess að einn aðili hafi þar úrskurðarvald. Má í þessu sam- bandi benda á að stjórn sem ber einungis faglega ábyrgð (skólaráð) gerir það sem í hennar valdi stend- ur til að standa sem best að þeim þáttum sem að henni snúa, óháð því hvaða kostnaður er því samfara. Á sama hátt reynir fjárhagslega stjórnin (skólanefndin) að halda út- gjaldahlutanum í lágmarki án þess endilega að taka tillit til nauðsyn- legra þarfa faglega starfsins. Þetta getur leitt til árekstra og vanda- mála sem erfitt er að leysa. Stjórn einkafyrirtækis sem sér um rekstur skóla þarf að hafa bæði faglega og fjárhagslega hagsmuni að leiðar- ljósi samtímis. Verði skólinn rekinn með tapi vegna of mikilla útgjalda munu eigendur tapa fé sínu. Ahrifin eru svipuð ef faglegu stjórnuninni er ábótavant. Þá munu viðskipta- vinirnir (nemendur) hverfa og skól- inn verða af tekjum. Allt ber að sama brunni: Báðir þættir stjórn- unarinnar verða að vera í lagi. Því miður verður það ekki sagt um nú- verandi stjórnkerfi framhaldsskól- anna. I þessum línum hef ég varpað fram, í mjög grófum dráttum, hug- myndum um það hvers vegna það er æskilegt að einkavæða framhalds- skólana. Ekki er möguleiki að fjalla um það í smáatriðum hvernig fram- kvæma á slíka einkavæðingu. Það bíður vonandi betri tíma. Mál af þessari stærð þarfnast umræðu áður en því er hrint í framkvæmd. Því væri fróðlegt að heyra fleiri sjónar- mið um málið. Höfundur er viðskiptafræðingur og skólnstjóri Hrnðlcstrarskólans. Ólafur Haukur Johnson Undurljúftfy, háttuin IlnwúkiJ °9 Peppennint Endurnœrandi °9 frúikandi Camomik Ljúffengtog 'norgunMrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.