Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 50
^jíO ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Yið boðum breytingar! „SEGÐU mér bara, hvernig þið íslendingar búið að öldruðum og öryrkjum og þá þekki ég menningarstig og siðferði þjóðarinnar." Hefur einhver lesenda Morgunblaðsins fengið fyrirspurn sem þessa í viðtali við útlendinga? ^Og neyðst til að segja sannleikann? Segja til, dæmis frá því, að á Islandi dugi hámark lífeyris- greiðslna úr hinu opin- bera velferðarkerfi þjóðarinnai’ ekki fyrir lágmarks framfærslu og að um 4.000 króna skattur sé lagður á 70.000 kr. mánaðartekjur! Vonandi hafa sem fæstir þurft að af- hjúpa þessa þjóðarskömm. Og þó. Ef til vill þarf einmitt að særa stolt hinnar nýríku þjóðar til að hún ranki við sér og fáist loks til að búa sæmi- lega að elli- og örorkulífeyrisþegum. A landsfundi Frjálslynda flokks- n:ns í lok janúar næstkomandi mun staða aldraðra og öryrkja hér á landi verða meðal mikilvægustu málaflokka. Velferðarþjónustan mun hljóta þar sinn verðuga sess og fyrir landsfundinn verða lögð drög að mikilvægum breytingum, sem Frjálslyndi flokkurinn vill berjast fyrir. Hér að neðan verða nefnd nokkur dæmi: II Um tryggingamál Frjálslyndi ílokkurinn vill meðal annars: • Að elli- og örorkulífeyrir dugi fyrir lágmarks framfærslu. • Að elli- og örorkulífeyrir verði án tengingar við tekjur maka. • Að elli- og örorkulífeyrir fylgi ávallt almennri Iaunaþróun. • Að dregið verði verulega úr tekjutengingu lífeyrisgreiðslna. • Að barnsmeðlög verði frádrátt- arbær til skatts. • Frjálslyndi flokkurinn hafnar þeirri fullyrðingu með öllu, að Is- lendingar hafi ekki efni á að bæta Gunnar Ingi Gunnarsson Listrænar jólagjafir galíerí Listakot LAUGAVEGI 70, SÍIVII/FAX 552 8141 verulega kjör þeirra, sem byggja afkomu sína fyrst og fremst á lífeyri almannatrygg- inganna. Þessar lífeyr- isgreiðslur eru nú með öllu óviðunandi og eru þjóðinni til vansæmd- ar. Annars vegar þarf að hækka greiðslurnar og hins vegar þarf að sjá til þess, að skatt- leysismörkin séu miðuð við eðlileg framfærslu- mörk. • Sjálfsögð og augljós réttarstaða allra lífeyr- isþega gerir það frá- leitt, að hafa nokkurs konar tengingu milli lífeyrisréttar þeirra og tekna maka. • Áratugum saman fylgdi hinn op- Velferðarþjónustan mun mun hljóta verð- ugan sess á landsfundi Frjálslynda flokksins, segir Gunnar Ingi Gunnarsson, í þriðju grein sinni af fjórum. inberi lífeyrir þróun verkamanna- launa. Þessi tengsl rauf Alþingi fyr- ir þremur árum. Sennilega í sparn- aðarskyni. Alla vega hefur staða líf- eyrisþega farið stöðugt versnandi frá þeim tíma. Þetta verður að leið- rétta. • Núverandi tekjutenging lífeyris- gi-eiðslna er letjandi. Óryrkjar og aldraðir eiga að búa við hvetjandi lífsskilyrði og því er nauðsynlegt að draga verulega úr skerðingaráhrif- um atvinnutekna. • Vanskil hjá gi’eiðendum barns- meðlaga eru sívaxandi vandamál. Ástandið hefur versnað verulega eftir að meðlögin hættu að vera frá- dráttarbær til skatts fyrir nokkrum árum. Vanskilaskuldimar hrannast stöðugt upp og skuldarar dragast útí svokallaða svarta atvinnu á sama tíma og meðlögin eru greidd áfram af almannafé. Þessu óefni þarf auð- vitað að breyta, með þvi að koma aftur á þeirri skattalegu meðferð, sem auðveldar meðlagsskyldum að standa í skilum. Höfundur er læknir. Utlægur gaglagrunnur? A ÆSKUDOGUM mínum voru litskrúðug hænsni á hverjum bæ, hænumar svartar, grá- ar, brúnar, dröfnóttar, gular eða hvítar. Lit- fagrir hanar sinntu hlutverkum sínum með prýði. Þegar hænumar urpu eggjum heyrðist eggjagarg langar leiðir. Hænsnin gengu mikil fyrir sér sjálf úti á sumrin og langt fram á haust. Ekki er að efa að hænsnin hafa verið hér frá landnámi. Þeirra er víða getið í sögum og oftast kölluð gögl. Ein Islendingasagna heitir Hænsna-Þóris saga. Um 1950 voru flutt inn ítölsk hænsni, alhvít og talin verpa betm’. Italski hænsnastofninn var ekki eins sjálfbjarga og ekki kunnu þær hænur eggjagarg. Hurfu íslensku hænsnin úr flestum sveitum gjör- samlega. Áratugum síðar sá ég loks lík hænsn í fátæklegu sveitaþorpi á eyjunni Oahu í Kyrrahafi. Eins að lit og háttemi en mun smærni en þau íslensku. En nú berast fregnir um að stofn- aður hafi verið félagsskapm’ til að varðveita íslenska hænsnastofninn og rækta hann upp að nýju. Eitt- hvert gott fólk hafði eftir allt saman haldið upp á gömlu hænsnin sín í sveitum þessa lands. Hænsnin eiga sig sjálf Segjum að á tímum nútíma erfða- vísinda dytti einhverjum í hug að vilja eigna sér erfðaeiginleika þess- ara fugla, þessa sköpunarverks náttúrunnar. Kaupa sér einkaleyfi á viðskiptum með erfðamengi þeirra. Búa til betri fugl. „Skapa nýja þekkingu," eða Guð veit hvað bjálf- um getur dottið í hug. Hver mætti þá selja honum? Bændur mega selja öðmm búfé en öðra máli gegnir um heilan stofn og einkaleyfi til við- skipta með eigindir hans. Mætti stjóm hænsnaræktafélagsins selja? Landbúnaðarráðherra, heilbrigðis- ráðherra, forsætisráðherra? Það er sama hvernig málinu er snúið. Svar- ið er alltaf nei. Niðurstaðan er því að hænsnin eiga sig sjálf. En hvað um íslensku þjóðina? Nú, þegar fræðimenn era sem óð- ast að kortleggja erfðaeiginleika mannsins, kom upp sú hugmynd að Ingólfur S. Sveinsson fAero ‘Watcfi vasaúrin eru meistaraverfifagmanm sem hafa Cagt sigfram við samsetningu ogfrágang af mitfum /qinnáttubrunni Stórt safn sýttisfioma i versfumm fagmanna afftero ‘Watch vasaúrum. Garðar Ólafsson úrsmiöur, Lækjartorgi, sími 5510081. $IGRÆNA LAT áw Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í hcesta gœðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. »■ 10 ára ábyrgð i* 12 stœrðir, 90 - 500 cm Stálfótur fýlgir Ekkert barr að ryksuga us. Truflar ekki stofublómin Eldtraust t* Þarf ekki að vökva íslenskar leiðbeiningar i* Traustur söluaðili t* Skynsamleg fjárfesting -V/j,//rt/G^/íSNORRABBAUT 60 Bandoiag isienskro skáta afhenda einum við- skiptaaðila erfðamengi þjóðarinnar allrar. Þessarar fámennu, ættfróðu, einsleitu þjóðar sem verið hefur tiltölulega einangruð um aldm. Afhenda hon- um ókeypis einkaleyfi til að versla með þessi nýuppgötvuðu verð- mæti. Þjóðin notar enn að mestu gamaldags kommúnískt kerfi til að miðstýra ríkisreknu heilbrigðiskerfi. Skyldi viðskiptaaðili þessi fá aðgang að öllum upp- lýsingum hinnar ríkis- reknu þjónustu, sjúkrahúsanna, heilsugæslustöðvanria og e.t.v. fleiri stofnana. Man nokkur þann kafla í Islandssögunni, spyr Ingólfur S. Sveinsson, s þegar Islendingar voru seldir á leigu? Atburðarásin eins og hún birtist almenningi minnir á söguna Nýju fötin keisarans. Keisarinn á þeim tíma þurfti ekki að hafa áhyggjur af kjörfylgi. Hins vegar sóttist hann eftir aðdáun þegna sinna. Aðferð hans til að viðhalda vinsældum var tiltölulega einföld, sú að sýna sig í sífellt dýrlegri fötum. Þetta frétti maður sem auglýsti snilld sína fyrst á maraðstorginu og kynnti sig síðan fyrii’ keisaranum sem vefara og skraddara frá fjarlægu landi. Kvaðst geta gert keisaranum klæði sem væra engu öðra lík. Þau myndu vekja heimsaðdáun. Þeim fylgdi og sú náttúra að aðeins gáfaðir menn og réttlátir sæju þau en heimskir menn, ranglátir og sér í lagi öfund- sjúkir nytu þess ekki. í staðinn fyrir endalaus útgjöld áður átti nú að streyma að fé úr öllum áttum. Keis- aranum leist vel á. Skraddarinn hófst handa við að vefa, sníða klæð- ið og sauma úr efni svo fínu að það var ósýnilegt. Flestir munu kannast við hvemig sagan hélt áfram. Skraddarinn hvarf með launin sín. Aldrei komst upp hvort hann kunni nokkra iðn aðra en að vefa og selja ímyndir og pata út í loftið með nál- um og skærum. Keisarinn áttaði sig um síðir á mistökunum, lærði af öllu saman og varð þegnum sínum betri keisari eftir en áður. í okkar tilfelli þurfti heilbrigðis- ráðuneytið formsins vegna að yfir- fara verk snillingsins sem var síðan lagt fram sem frumvarp til af- greiðslu á vorþingi. Ýttu ráðherrar vel á eftir. Frumvarpið í upprana- . legri mynd skyldaði fólk, þiggjend- ur og þolendur hinnar ríkisreknu heilbrigðisþjónustu, til að láta af hendi persónulegar heilsufarsupp- lýsingar sínar, arfgerð sína og ætt- menna sinna að nokkru leyti í „mið- lægan gagnagrunn". Miðlægur gagnagrunnur þýðir upplýsinga- banki sem allir eiga að vera í. Þjóðin öll eða þýðið allt, eins og það hefur verið auglýst fyrir væntanlegum kaupendum á erlendum markaðs- torgum. Ekki dugði minna en að bankinn - Islensk erfðagi’eining - fengi einkarétt í tólf ár. Umráð yfir öllum heilsufarsupplýsingunum og erfðaupplýsingum um hinn íslenska stofn. Einokunaraðstöðu. Rétt til að versla með þessa nýfundnu auðlind og rétt til að hindra aðgengi ann- arra að henni sem þýðir jafnframt bann á íslendinga að skipta við aðra banka eða tilsvarandi fræðistofnan- ir með upplýsingar um sjálfa sig. Man nokkur þann kafla Islands- sögunnar þegar íslendingar voru seldir á leigu? Þegar danskir kaup- menn gátu í umboði konungs nytjað landslýðinn á tilteknu svæði til þvingaðra viðskipta og bannað öðr- um aðgang. Man nokkur kaupfé- lagaeinokun á landsbyggðinni? Lengi getur vont batnað Á þeim mánuðum sem hafa liðið síðan þetta fyrsta frumvarp var sent frá heilbrigðisráðuneyti og rík- isstjóm hefur verið smíðað annað litlu skárra. Hefur gengið maður undir manns hönd úr hópi mennta- manna hérlendra og erlendra að koma í veg fyrir þann gjörning sem í upphafi var ætlaður. Laga óskapn- aðinn svo að frumvarpið miðist við mannvirðingu en ekki við gömlu einokunarverslunina eða eignarhald á búfé. Annað frumvarp, betra hef- ur komið fram en fæst ekki rætt. „Lengi getur vont batnað án þess að verða nokkurn tímann gott“ sagði amma eins þeirra ágætu lækna og fræðimanna, sem vinna að því að kveða niður ófögnuðinn. Fjöldi fólks og fjöldi lækna mun ekki taka þátt í byggingu granns- ins. Vegna þeirrar andstöðu sem myndast hefur er þegar ljóst að hann verður skakkur og þar með kannski verri en enginn. Sem stendur er mögulegt að rík- isstjórnin þvingi í gegn fyrrnefnt frumvarp með afli. Mun þá líklega verða til ekki miðlægur heldur bjag- aður gagnarannur um hálfa þjóð, ónothæfur og útlægur úr alvöra vís- indum eins og fræðimenn hafa bent á og ófriður í landinu áfram í kaup- bæti. Meðan öll sú þvæla hefur átt sér stað sem við þekkjum allt of vel hefur enginn vottur af grósku sést á þeirri eyðimörk sem einkennir hug- myndir stjórnmálamanna um heil- brigðismál. Ríkisrekstur áfram. Eftir stendur spurnig: Eru ráðheiT- ar ónothæfir eftir átta ára notkun eða geta þeir endurnýjast og lært af mistökum eins og keisarinn forð- um? Höfundur er læknir í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.