Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GERÐUR HULDA LÁR USDÓTTIR + Gerður Hulda Lárusdóttir fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1933. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 5. desem- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 11. desember. Það er svo merkilegt hvað sumir skilja eftir stórt skarð í tilveruna. Þannig var Hulda. Hún var svo stór í víðustu merkingu þess orðs. Kynni okkai' af Huldu og Stefáni hófust fyi'ir fleiri árum en við kom- um tölu á akkúrat núna. Stefán kom að máli við Guðmund, viðskipti voru fastmælum bundin og ekki höfð flem orð þar um. Allar götur upp frá því áttum við farsælt samstarf og eins og best getur farið um góð sam- bönd urðu þau betri og leiddu til djúprar og sannrar vináttu og trygglyndis, sem óx og dafnaði í áranna rás og varð fyrir okkur ómissandi hluti tilver- unnai'. Það var sannar- lega vandalaust af okk- ar hálfu, slíkir öðlingar sem þau hjón voru bæði tvö. Hulda var höfðingi í sjón og raun. Hún var sannkallaður heims- maður. Það var sama hvort við gengum sam- an á breiðstræti stór- borgar, á Laugavegin- um eða á golfvellinum, hvort setið var í skreyttum veislu- sölum með dýrindis veigar eða kaffi sötrað á skottlokinu í Bláfjöllum, alltaf hvfldi þetta höfðinglega yfir- bragð yflr öllu. Smáu hlutirnir urðu svo stórir. Gjaman var snarast inn úr dyrunum með eitthvað til að gleðja, blóm í vasa, konfekt, vín- flösku, pönnukökur, nú eða nýjustu sultuna eða ost, og þennan hressandi andvara, sem vakti mann örugglega upp væri maður dottinn ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR + Anna Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1916. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 28. nóvember síð- astliðinn og fór út- för hennar fram í kyrrþey. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur öllum, sem þótti svo vænt um þig. Ég man eftir því þegar ég var um átta ára og þú fórst að tala um dauðann. Ég fór að gráta og sagði: Amma, þú ert ekkert að deyja. Alltaf hefur mig kviðið þessari stundu, en þú hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu. Þær voru ófáar stundimar sem mamma og pabbi komu með okkur systkinin í Eskihlíðina. Þú hafðir alltaf tíma fyr- ir okkur. Svo komu langömmubörnin sem þú varst svo hrifin af og talaðir mikið um. Alltaf gat ég leitað til þín og þú varst mér alltaf svo góð. Húmorinn var í góðu lagi og oft hlógum við að hinum og þessum prakkarastrikum. Þú áttir gott líf með honum afa og sigldir um öll heimsins höf með hon- um. Það var alltaf svo gaman þegar afi kom úr siglingunum og við fórum niður á bryggju að taka á móti honum. Fórum um borð og inn í káetuna hans, það var mikið sport. Ég fór með þér og afa í siglingu með Gullfossi. Við tvær urð- um eftir í Danmörku hjá Helgu frænku. Afi kom aftur og við sigldum heim á leið. Það var líka alltaf svo gaman að fá að gista hjá þér um helgar. Þú komst á voffanum þínum og svo var farið i Eskihlíð og þá var nú dekrað við mann. Þetta geymi ég í minningunni. Það var erfitt að sjá + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, SIGURÐAR SVAVARS SIGURÐSSONAR, Hólabraut 6, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til séra Einars Eyjólfssonar fyrir góðan stuðning. Matthildur Pálsdóttir, Halldóra G. Sigurðardóttir, Róbert Þ. Sigurðsson, Rósa S. Sigurðardóttir, Páll S. Sigurðsson, Sandra Sif Ingólfsdóttir. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ELÍSAR G. VIBORG, Barmahlíð 36, Reykjavík. Guðríður Þorsteinsdóttir, Viðar G. Elfsson, Guðrún Elsa Elísdóttir, Þorsteinn Elísson, Ásta Fríða Baldvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ofan í einhverja lognmollu og dep- urð. Þannig var Hulda, gjafmild og góð, með þennan dásamlega eigin- leika að geta gert hversdagslífið svo skemmtilegt. Að ytra útliti var Hulda afar glæsileg kona. Hún hafði sterkan persónuleika svo beinlínis geislaði af henni, var hreinskiptin og heiðarleg og hafði mjög ríka réttlætiskennd. Hún var einstaklega smekkvís og listræn, eins og hún sjálf og allt hennar bar með sér. En það sem þó mestu skipti var að undir öllu þessu sló þetta stóra, gjöfula og viðkvæma hjarta. I okkar litlu fjölskyldu verður til- veran ekki sú sama, öll söknum við vinar í stað. En þótt jólaljósin séu ósköp daufleg nú var Hulda sjálf sannkallað jólabarn og gleðigjafi og þannig munum við ævinlega minn- ast hennar eins og hún sjálf hefði viljað. Stefán, okkar kæri vinur. Engin orð megna að lýsa hryggð okkar og samúð, allt sýnist léttvægt á stundu sem þessari, þegar þú kveður hana Huldu þína, elskaða eiginkonu og fé- laga hér í heimi. Megir þú eiga styrk æðri máttarvalda, barnanna þinna og barnabarna til að takast á við þessa dimmu daga. Þórunn, Guðmundur og fjölskylda. þig svona veika síðustu mánuði, en fyrir mánuði sátum við og töluðum lengi saman. Þá sagðist þú finna að þú ættir ekki langt eftir. Ég fékk kökk í hálsinn því ég fann að þú varst orðin svo þreytt og varst að gefast upp. Þú áttir erfiða daga á spítalanum. Auðvitað vildir þú helst vera heima. Starfsfólkið á hjarta- deild Sjúki-ahúss Reykjavíkur var þér mjög gott. Seinustu kvöldin þín voru erfið fyrir mig, en það var eins og þú skynjaðir að einhver væri hjá þér. Þér fannst gott að láta halda í höndina á þér og strjúka þér. Við mamma vorum hjá þér þína síðustu stund. Við þijár áttum góða og fal- lega stund saman. Þrautir þínar voru horfnar á braut og látnir ástvinir þínir hafa tekið vel á móti þér. Þú varst svo falleg og friðsæl. Seinasta vika hefur verið erfið fyrir mig og ég verð að sleppa takinu á þér. Þegar ég hugsa til baka er ég þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu. Eins fyrir að hafa haft þig svona lengi hjá mér. Afi á eftir að sakna þín mikið, en hann er búin að vera alveg ein- staklega duglegur að hugsa um þig. Ég á eftir að sakna þín mikið. Við eigum eftir að hittast aftur. Bless amma mín. Anna Helga. BRIDS llmsjón: Arnói* G. Ragnarsson Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 1. des. sl. spiluðu 26 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Lárus Hermannss. - Eysteinn Einarss. 351 Albert Þorsteinss. - Jón Stefánsson 350 Oddur Halldórss. - Viggó Norðquist 345 Lokastaða efstu para í A/V: Jón Stefánsson - Sæmundur Björnss. 368 Alfreð Kristjánsson - Birgir Sigurðss. 354 Þórhildur Magnúsd. - Sigurður Pálsson 351 Á fostudaginn var spiluðu 24 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Hannes Ingibergsson - Ólafur Lárusson 295 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 279 Magnús Halldórss. - Guðm. Á Guðmundss. 247 Lokastaðan í A/V: Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórss. 294 Kári Siguijónss. - Páll hannesson 246 Jón Andrésson - Ernst Backman 237 Meðalskor var 312 á þriðjudag en 216 á föstudag. Bikarkeppni Suðurlands 1998-1999 Nú er öllum leikjum nema einum lokið í 1. umferð keppninnar. Helst bar til tíðinda að bikarmeistarar síðasta árs, sveit Þórðar Sigurðs- sonar, féllu úr keppni þegar þeir töpuðu fyrir sterkri sveit Helga Hermannssonar. Réð þar úrslitum að Helgi vann 3. lotu leiksins 55-0 KIRKJUSTARF Áskirkja Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17. Laugarneskirkja. Fullorðins- fræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með Þoi'valdi" kl. 21. Lofgjörðar- og bænastund. Selljarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12 Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Æsku- lýðsfundur 10. bekkjai' og eldri kl. 20-22. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi, léttur málsverður, helgistund og fleira. Æskulýðsstarf kl. 20 á vegum KFUM & K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30. Söngur, spil, spjall og handavinna. Veitingar í lok samverustundarinnar. Hj allakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í Kirkjuhvoli kl. 13-16 alla þriðjudaga í sumar. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarijarðarkirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonar- höfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs kl. 21.30- 22. Heimsborgin - Rómverja- bréfið, 3. lestur í Vonarhöfn kl. 18.30- 20. Kefiavíkurkirkja. Aðventusam- koma eldri borgara kl. 14. Aðventu- og jólatónleikar Tónlistarskóla Keflavíkur kl. 20. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Landakirkja, Vestmannaeyjum. KI. 16-17 kirkjuprakkarar (7-9 ára) í safnaðarheimilinu. Lokafundur fyr- ir jól. Kökur og huggulegt. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Jóla- fundur systrafélagsins kl. 20. Ester Jakobsen flytur hugleiðingu. Allar konur hjartanlega velkomnar. og áttu Þórðar menn ekki mögu- leika á að jafna leikinn í síðustu 10 spilunum. Urslit urðu annars þessi: Sveitir: Guðjóns Bragasonar, Hellu - Sigfúsar Þórðarsonar, Self. 126-61 Magnúsar Halldórssonar, Hvolsv. - Kristjáns Mikkelsens, Eyjafj. 124-85 Þórðar Sigurðssonar, Self. - Helga Hermannssonar, Hvolsv. 73-138 Kristjáns M. Gunnarss., Self. - Ara Einarss., Hrunam.hr. 169-40 Ólafs Steinasonar, Self. - Össurar Friðgeirss., Hverag. 119-75 Bergsteins Arasonar, Self. - Guðna P. Sæland, Laugarv. Garðars Garðarssonar, Self. - Sigurðar J. Jónss. Eyjafj. 109-78 Sveit Magneu Bergvinsdóttur, Vestmannaeyjum, sat hjá í 1. um- ferð. Dregið hefur verið í 2. umferð og mætast þá þessar sveitir: Ólafs Steinasonar, Selfossi - Kristjáns M. Gunnarss., Self. Guðjóns Bragasonar, Hellu - Helga Hermannssonar, Hvolsvelli Magnúsar Halldórssonar, Hvolsvelli - Magneu Bergvinsdóttur, Vestmannaeyjum Garðars Garðarssonar, Selfossi - Bergsveins Arasonar/Guðna Páls Sæland Allir ættu þessir leikir að verða æsispennandi, enda um áþekkar sveitir að ræða í öllum tilvikum. Suðurlandsmót í sveitakeppni Suðurlandsmótið í sveitakeppni 1999 verður spilað á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 8. janúar og laugardaginn 9. janúar nk. og hefst mótið stundvíslega kl. 18 á föstudegi. Reiknað er með að móts- lok verði um kl. 21 á laugardag. Mótið er jafnframt undankeppni ís- landsmóts í sveitakeppni og öðlast 3 efstu sveitir rétt til þátttöku í und- anúrslitum íslandsmótsins, sem fram fer í mars. Þátttaka tilkynnist til Guðjóns Bragasonar í hs. 487 5812 og vs. 487 8164, eða til Helga Grétars Helgasonar, hs. 482 2447 og vs. 482 3300. Þátttöku ber að tilkynna í síðasta lagi miðvikudaginn 6. janú- ar. Keppnisgjald er 10.000 kr. á sveit. Hótel Órk býður keppendum gistingu á mjög góðu verði, en gert er ráð fyrir að sveitarforingjar ann- ist þau mál sjálfir. Bridsfélagið Muninn Sandgerði Nú er ein umferð eftir í haustsveitakeppninni, og er sveit Jóhannesar Sigurðssonar efst með 116 stig. í öðru sæti er sveit Vignis Sigursveinssonar með 105 stig. I þriðja sæti er sveit Bjöms Dúason- ar með 97 stig. í fjórða sæti er sveit Þrastar Þorlákssonar með 94 stig. Síðasta umferðin verður spiluð nk. miðvikudag. Ekkert verður síðan spilað meira fyrir jól. Við minnum á árlegt afmælismót Einars Júlíusonar 30. des. nk. og hvetjum við alla til að mæta með jólaskapið með sér. Bridsfélagið óskar öllum bridsá- hugamönnum gleðilegi'a jóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.