Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998
FÓLK í FRÉTTUM
Tónleikar til styrktar flogaveikum börnum í kvöld
Orafmögnuð
Nýdönsk í Iðnó
í KVÖLD heldur hljómsveitin
Nýdönsk hljómleika í Iðnó ásamt
dúettinum Súkkati. Hljómleikarnir
eru órafmagnaðir og er það í fyrsta
sinn sem Nýdönsk spilar heila tón-
leika án þess að vera í sambandi.
Líklegt er að þetta sé eina tækifærið
til að hlýða á Nýdönsk íyrir jól, en
allur ágóði tónleikanna rennur til
styrktar flogaveikum börnum. Jón
Ölafsson og Björn Jörundur voru
teknir tali í heita pottinum á Loft-
leiðum og spurðir um tónleikana og
jóiaundirbúninginn.
- Eruð þið ekki komnir í jólaskap-
ið?
Jón: „Jú, það held ég nú. Ég byrj-
aði að skrifa jólakortin í gærkvöldi,
og hef aldrei verið jafn snemma í því
og núna. Annars er ég farinn að fá
jólakort í tölvupósti og finnst það
frekar þunnur þrettándi miðað við
gömlu góðu kortin.“
Björn Jörundur: „Ég fer aldrei í
jólaskap fyrr en eftir kvöldmat á
Þorláksmessu."
- Nú eruð þið að styrkja flogaveik
börn með tónleikunum í kvöld. Er
einhver sérstök ástæða fyrír því að
sá hópur er valinn?
Jón: „Okkur datt bara í hug að
gaman væri að styrkja góðan mál-
stað.“
Björn: „Við vildum fínna saiptök
sem ekki bæri mjög mikið á og væru
kannski minna styrkt af þeim sök-
um. Það eru ákveðin samtök sem
hafa verið styrkt meira en önnur og
okkur var bent á þessi samtök af
starfsmanni í heilbrigðisgeiranum.“
Jón: „Ég hef verið að lesa mér til
um málefni flogaveikra, og komst að
því að í gegnum tíðina hefur verið
ótrúleg fáfræði um flogaveiki. Það
var t.d. ekki fyrr en 1968 sem floga-
veikir máttu gifta sig á íslandi."
- Verðið þið með lög af nýju plöt-
unni eða eldra efni á tónleikunum?
Björn: „Við tökum líklega flest lög-
in af nýju plötunni. En svo verðum
við með sérvalið efni í bland.“
Jón: „Það verður líka sérstakt fyrir
okkm- að vera með órafmagnaða tón-
leika, því við höfum aldrei haldið
þannig tónleika áður. Þetta verða
svona sitjandi tónleikar.“
Björn: „Við tókum nokkur óraf-
mögnuð lög í Þjóðleikhúskjallaran-
um þegar við vorum með útgáfutón-
leika árið 1993, en það er það eina.“
Jón: „Við Björn spjöllum líka heil-
mikið á milli laga og þá getur verið
gott að sitja.“
- Verður það jólaboðskapur?
Jón:‘Við vitum það ekkert fyrr en að
því kemur."
Björn: „Kannski verða bara jólin
gagnrýnd.“
Jón: „Nei, nei. Við verðum frekar
með kökuuppski-ifth- á milli laga, eða
tillögur að laufabrauðsútskurði."
Björn: „Já, maður veit aldrei hvað
maður segir þegar maður opnar
munninn. Þetta verður bara að koma
í ljós.“
Eins og áður sagði eru þetta lík-
Triumpk!
náttkjólar
náttföt
sloppar
gallar
náttfatnaður fæst aðeins
hja okkur
lympía-
Kringlunni 8-12, sími 553 3600.
Morgunblaðið/Kristinn
LÉTTKLÆDDIR í heita pottinum.
lega síðustu tónleikar Nýdanskrar
fyrir jól, en þeir hafa ekki staðið í
miklu tónleikahaldi undanfarið. Hafa
spilað á útgáfutónleikum og í
menntaskólunum, en þeir hafa lítið
spilað á böllum.
- Eruð þið farnir að eldast?
Björn: „Okkur finnst bara ekki eins
skemmtilegt að spila á böllum og að
halda tónleika. Fólk er drukkið og
man ekkert hvað maður var að spila.“
Jón: „Þetta er líka spurningin um
hvort þú vilt vera að spila þitt eigið
efni, eða bara gamla „standarda“ eft-
ir aðra. Við viljum frekar spila okkar
eigin tónlist fyrir áheyrendur sem
eru að hlusta.“
Þá vitum við það.
dL
oxur
ÚTILIF
11 miir
Útilíf Glæsibæ - Sími 581 2922
Lök/lakasett
X
Dýnuhl Ifar'’-
oddar
Góðor
ektfb:
Westpoint Stevens
Rúmteppi/sett
Pcrfect Fit
Yfirdýnur
Crosscill
Þykk baðhandklæði
margir litir
a... /
4.465 lcr. stgr.
The rmof1ex
hei1sukoddar
Værðarvoðir
100 % bómuU
MARTEX
Santas iök
k
Santas 100%
bómullarlök fyrir
þykkar dýnur, allt
að 40 cm. djúpar.
Allar amerískar stærðir,
einnig FuU XL (1.35x2m.)
og TUnn XL (97x2m.)
Ooiá ntm. - fó&. m-ia
iJIU Lmt. 10-17 ♦ Sun. 13-17
Mörk inni 4 • 108 ReyLjavík
Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510
www.marco.is
Við styðjum við bakið á þér