Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 52
■^-52 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ AKUREYRI - Haftækni - 462 7222 - B. Sigurgeirsson - 462 6015 • BORGARNES - Tölvubóndinn - 437 2050 • DALVÍK - H.S. Verslun - 466 1828 • EGILSSTAÐIR - Tðlvusmiðjan - 471 2266 • ÍSAFJÖRÐUR - Bókaverslun Jónasar 456 3123 • NESKAUPSTAÐUR - Tðlvusmiðjan - 477 1005 • SAUÐÁRKRÓKUR - Element Skynjaratækni - 455 4555 VESTMANNAEYJAR - Tölvuver - 481 2566 Tæknival Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • Opið virka daga 09:00- 18:00 • laugardaga 10:00- 16:00 AKRANES - Tðlvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tæknival - 461 5000 • EGILSSTAÐIR - Tölvuþjónusta Austurlands - 470 1111 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 • HÚSAVÍK - E.G. Jónasson - 464 1990 • ÍSAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 3072 REYKJANESBÆR - Tölvuvæðing - 421 4040 SAUÐÁR KRÓKUR - Skagfiröingabúð - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184 VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122 EPSOIST HflRSBREIDDIN SKIPTIR MflLI . . . 720dpi PhotoReal Ijósmyndo■ gæSi fyrir svart/hvrta og litaprentun Einfaldur ínotkun CÓSur hugbúnaSur til útprentunar og myndvinnslu Tenging MS-Windows • 1440dpi upplausn ísvart/hvítu og lit • HraSprentun (S bls. á m(n. í svart/hvrtu, 3, S bls. ú mín. ílit) • EPSON PhotoEnhance fyrir aukin gæSi T myndaprentun • SerhannaSur fyrir Windows stýrikerfiS • IjásmyndahugbúnaSur fylgir • MeS smæstu blekpunkta sem völ er á, jafnt fyrir lit og svart/hvíta prentun 1440dpi upplausn meS EPSON MicroPiezo Ultra tí Fullkomin PhotoReal '' Ijósmyndaprentun Allt aS 40% hraS- virkari en Stylus Color 640 ''í HonnaSur fyrir Windows OOS og Macintosh Tenging fyrir PC og Mac ’ HÓhroðaprentun (9 bls. á mín. ísvart/hvítu, 8,5 bls. á mín. ílit) • 1440dpi upplausn (svart/hvítu og lit • Fyrir Windows 3.1, Windows 95, Windaws NT 4.0 og Macintosh •AukabúnaSur Postscript og nettenging EPSON prentaramir, sem eru tvímælalaust meá þeim betri á markaðnum, henta jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum. LÍttu inn og kynntu þér frábær gæði átprentunar í EPSON. SKOÐUN STAÐREYNDIR UM MÁLEFNI STOFNFISKS FRÉTTAFLUTN- INGUR af fyrirhug- aðri hlutafjáraukningu og sölu á hlut ríkisins í Stofnfiski hf. hefur verið töluverður að undanförnu, án þess að reynt hafi verið að kanna eða meta hvað búi að baki. Þar hefur stundum gætt nokkurs misskilnings. Hér verður vikið nokkrum orðum að þremur þátt- um þessa máls, þ.e. samningi þeim sem ríkið hefm- gert við fé- lagið um kynbætur fyrir laxeldið, fyrir- hugaðri hlutafjáraukningu og sölu á hlut ríkisins í félaginu og hvort rétt sé að afhenda skýrslu sem Ríkisendurskoðun gerði síðastliðið sumar um reikningsskil félagsins. Samningurinn um kynbætur fyrir laxeldið Megintilgangur með stofnun Stofnfisks hf. árið 1991 var að hefja kynbætur á vatna- og sjávardýrum og var á þeim tíma gerður um það samningur milli félagsins og land- búnaðarráðuneytisins til 5 ára. Svo tryggja mætti framhald kynbóta- verkefnisins var síðan gerður nýr samningur 6. maí 1996. Sá samningur var síðan tekinn til endurskoðunar síðastliðið vor m.a. vegna ábendinga frá fiskeldis- mönnum. Við þá endurskoðun var haft samráð við þá aðila í fiskeldi sem komu með athugasemdir við eldri samninga. Samkvæmt samn- ingnum fær fyrirtækið 22,9 millj- ónir á ári fyrir verkefnið og lækkar sú fjárhæð um 2% á ári til loka samningsins árið 2006. Einnig má benda á að við upphaf samningsins sem gerður var til 10 ára, 6. maí 1996, var fjárhæðin lækkuð um 20% frá því sem hún var í eldri samningi. Það hefur verið gagnrýnt að samningurinn sé til 10 ára og stundum fullyrt að það séu ekki heimildir fyrir því að gera svo langan samning. Til upplýsingar er rétt að taka orðrétt upp úr 30. gr. laga um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997 sem kveður á um þetta at- riði: „Samningstími skal lengstur vera sex ár í senn, en þó er heimilt að semja til lengri tíma ef verk- kaupi gerir kröfu um að verksali byggi upp kostnaðarsama aðstöðu eða búnað vegna verkefnisins.“ Það er skoðun ráðuneytisins og þeirra sem þekkja verkefni á borð við kynbætur að samningur til lengri tíma en 6 ára sé nauðsyn- legur. Kynbætur á laxi eru lang- tímaverkefni sem leggja þarf í mikinn stofnkostnað og árangur skilar sér jafnt og þétt með betri stofni í hverri nýrri kynslóð stofnsins. Akvæði samningsins sem fjallar um varðveislu erfðaefnisins eru sérstök og talin nauðsynleg vegna uppruna erfðaefnisins sem kom frá starfandi fiskeldisfyrirtækjum við stofnun Stofnfisks hf. Einnig verð- ur að hafa í huga að með hverri kynslóð hefur verðmæti stofnsins aukist og það væri óeðlilegt, ef til þess kæmi af einhverjum orsökum að Stofnfiskur hf. hætti að þjón- usta ríkið og fiskeldið í landinu, að ríkið þyrfti að halda áfram kynbót- um á einhverjum öðrum grunni en það hafði byggt upp á þeim tíma. Þriðji kafli samningsins tryggir því að komi til einhverra þeirra ófyrir- séðu atvika á borð við samningsslit eða rekstrarstöðvunar Stofnfisks hf. þá hefur ríkið ávallt rétt til erfðaefnisins. Erfða- efnið er ekki og verður ekki í framtíðinni einkaeign Stofnfisks hf. Ríkið getur því við samningsslit, rekstr- arstöðvun eða við lok samningsins falið öðr- um verkefnið. Þegar samningamir voru endurnýjaðir árið 1996 höfðu tilraunir með útflutning augn- hrogna til áframeldis staðið yfir í tæpt ár. Þá höfðu einnig orðið þær breytingar á rekstrinum að hætt var kynbótum fyrir hafbeit. Sú staðreynd að Stofnfisk- ur hf. hafði breikkað starfsgrund- völl sinn og jafnframt hætt verk- efni sem gefið hafði meginhluta tekna, gaf tilefni til þess að breyta þurfti fyrirkomulagi laxakynbóta- Landbúnaðarráðuneyt- ið lítur svo á, segir Guðmundur Bjarna- son, að útflutningur Stofnfisks hf. tryggi fé- laginu betri rekstrar- grundvöll og þá um leið íslensku fískeldi örugg- ari framleiðslu. verkefnisins. Ef ekki hefði verið skotið styrkari stoðum undir rekst- ur félagsins með útflutningnum þá má ætla að kostnaður við verkefnið hefði frekar aukist en hitt, sökum óhagræðis af minni framleiðslu. Landbúnaðarráðuneytið leit svo á og gerir enn, að útflutningur Stofn- fisks hf. tryggi félaginu betri rekstrargrundvöll og þá um leið ís- lensku fiskeldi öruggari fram- leiðslu. Stærri markaður fyrir fé- lagið varð til þess að það gat stækkað erfðagrunninn, þ.e. fjölg- að fjölskyldum í kynbótum, sem mun veita hraðai-i framfarir á stofninum og því til hagsbóta fyrir fiskeldi í landinu. Fyrirhuguð hlutaíjáraukning og sala á hlut ríkisins Þegar undirbúningur hlutafjár- aukningar og sölu á hlut ríkisins í Stofnfiski hf. hófst komu á fund ráðuneytisins fiskeldismenn sem höfðu af því áhyggjur að selja ætti hlut ríkisins í félaginu. Kom þar fram sú skoðun þeirra að fyrirtæk- inu væri best borgið með ríkið sem eiganda, ekki væri ásættanlegt að einkaaðilar eignuðust erfðaefni sem búið væri að kynbæta. Hvort fyrirtækinu sé betur borgið í ríkis- eigu eða ekki geta menn deilt um en frá upphafi hefur ráðuneytið tekið undir þau sjónarmið fiskeld- ismanna, að erfðaefnið mætti ekki vera einkaeign félagsins, svo sem áður er sagt. Umræðan að undanförnu hefur aðeins að litlu leyti snúist um erfðaefnið og hvort einkavæða skuli Stofnfisk hf., heldur um skoðun Ríkisendurskoðunar á reikningsskilum félagsins sem fór fram síðastliðið sumar. Sú stað- reynd að gerðar voru athugasemd- ir og beðið um nýtt mat á félaginu hefur verið færð í þann búning að um saknæmt athæfi gæti verið að ræða. Þessum ávirðingum hefur ráðuneytið átt erfitt um vik að svara sökum þess að hér er um einkaaðila að ræða og ráðuneytinu því ekki leyfilegt að veita upplýs- ingar, eins og kemur fram síðar í greininni, svo skýra mætti málið með fullnægjandi hætti. Rétt er þó að rekja atburðarásina hvað þenn- an þátt varðar. Ráðuneytinu bár- ust fyrstu tillögur Einkavæðingar- nefndar um framkvæmd hlutafjár- aukningar og sölu á félaginu 14. júlí sl. Þá var ráðuneytinu kunnugt um að Ríkisendurskoðun væri að gera úttekt á Stofnfiski hf. Frekari vinna við málið lá því niðri á með- an beðið var skýrslu Ríkisendur- skoðunar, sem svo barst 14. ágúst. Skýrslan fór til skoðunar í ráðu- neytinu og skiluðu starfsmenn ráðuneytisins minnisblaði um mál- ið 30. ágúst. Haldinn var fundur með stjórn Stofnfisks hf. 31. ágúst og hún beðin um skýringar á þeim athugasemdum sem Ríkisendur- skoðun gerði í skýrslu sinni. Að fengnum skýringum frá stjórn og framkvæmdastjóra Stofnfisks hf. barst ráðuneytinu bréf frá Ríkis- endurskoðun, 14. september, þar sem ekki eru gerðar frekari at- hugasemdir við málið en fyrri nið- urstaða hennar áréttuð um að end- urmeta beri virði félagsins áður en til sölu á hlut ríkisins kemur. Ekk- ert kemur fram í skýrslu Ríkisend- urskoðunar né heldur bréfi hennar frá 14. september um að hún telji nauðsyn á sérstakri rannsókn á Stofnfiski hf. vegna þeirra athuga- semda sem þar eru settar fram. Einkavæðingarnefnd var því skrif- að bréf 24. september og henni falið að halda áfram vinnu við mál- ið. Við vinnslu málsins hjá Einka- væðingarnefnd kom fram sú ósk að tekin verði af öll tvímæli hvað varð- ar álit Ríkisendurskoðunar á því hvort hún hafi fengið fullnægjandi skýiingar við athugasemdum sín- um við reikningsskilin. Ráðuneytið skrifaði Ríkisendurskoðun bréf þess efnis 6. nóvember og barst svar Ríkisendurskoðunar 16. nóv- ember. Þar segir: „Til svars erind- inu skal tekið fram að stofnunin telur að hún hafi fengið ásættan- legar upplýsingar og skýringar á reikningsskilum Stofnfisks hf. þann 30. júní 1998. Að mati Ríkis- endurskoðunar gefa reikningsskil- in glögga mynd af efnahagi Stofn- fisks hf. og vísast að öðru leyti til áritunar löggilts endurskoðanda félagsins, en hann starfar í umboði Ríkisendurskoðunar." Að fengnu þessu áliti Ríkisend- urskoðunar var það mat ráðuneyt- isins að frekari skoðun á málinu væri ekki þörf og hefur Einkavæð- ingarnefnd verið falið að halda áfram undirbúningi að hlutafjár- aukningu og sölu á Stofnfiski hf. Skýrsla Ríkisendurskoðunar í utandagsskrárumræðu á Al- þingi um málefni Stofnfisks hf. miðvikudaginn 2. desember sl. kom fram hjá málsheíjanda Lúðvíki Bergvinssyni alþingismanni að landbúnaðaiTáðuneytið hefði neit- að honum um skýrslu Ríkisendur- skoðunar um málefni Stofnfisks hf. Beiðni Lúðvíks um skýrslu Rík- isendurskoðunar kom fram um sama leyti og Úrskui'ðarnefnd um upplýsingamál kvað upp þann úr- skurð að ráðherra væri óheimilt að afhenda einstaklingi skýi-sluna, enda væri Stofnfiskur hf. einkaaðili í skilningi upplýsingalaga, þótt fé- lagið væri að mestu leyti í eigu rík- isins og þar sem skýrslan og tengd gögn hefðu að geyma upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og við- skiptahagsmuni félagins, svo sem um framleiðslu og verðlagningu á Guðmundur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.