Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 57 Guðmundar Arasonar mótið hófst í gær SKÁK íþróttahnsið við Strandgötu 4. GUÐMUNDAR ARASONAR MÓTIÐ íslenskir skákmenn eiga færi á að vinna sér inn áfanga að stórmeistaratitli og alþjóðlegum meistaratitli á mótinu, 14.-22. desember. FJÓRÐA Guðmundar Ara- sonar mótið hófst í gær og lýkur 22. desember. Eins og nafn mótsins gefur til kynna er Guð- mundur Arason helsti styi-ktar- aðili mótsins og tilgangur þess hefur ávallt verið sá að gefa ung- um íslenskum skákmönnum tækifæri til að spreyta sig gegn erlendum meisturum. I fyrra náði Jón Viktor Gunnarsson mikilvægum áfanga að alþjóð- legum meistaratitli á mótinu. Það verður örugglega skemmti- legt að fylgjast með honum og öðrum upprennandi meisturum okkar næstu daga. Þátttakendur verða 28, þar af fjórir stórmeist- arar. Tefldar verða níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Fyrsta umferðin hefst klukk- an 17 á mánudag. Eftirtaldir skákmenn eru skráðir til leiks: 1 SM Aleksei Lugovoi 2.525 (Rússl.) 2 SM Ralf Ákesson 2.510 (Svíþj.) 3 SM Vasily Yemelin 2.510 (Rússl.) 4 AM Manuel Bosboom 2.490 (Holl.) 5 AM Jón Viktor Gunnai-sson 2.445 6 AM Alexander Raetsky 2.440 (Rússl.) 7 SM Heikki Westerinen 2.435 (Finnl.) 8 AM Albert Blees 2.430 (Holl.) 9 AM Tapani Sammalvuo 2.410 (Finnl.) 10 Jón Garðar Viðarsson 2.375 11 Róbert Harðarson 2.325 12 AM Sævai- Bjarnason 2.295 13 Áskell Örn Kái-ason 2.270 14 Matthías Kormáksson 2.235 15 Bragi Þorfinnsson 2.235 16 Stefán Kristjánsson 2.225 17 Kristján Eðvarðsson 2.220 18 Bergsteinn Einai-sson 2.210 19 Jón Árni Halldórsson 2.200 20 Einar Hjalti Jensson 2.185 21 Arnar E. Gunnarsson 2.180 22 Davíð Kjartansson 2.130 23 Einar Kr. Einarsson 2.125 24 Heimir Ásgeh-sson 2.115 25 Björn Þorfinnsson 2.115 26 Þorvarður F. Ólafsson 2.050 27 Kjartan Guðmundsson 28 Sigurður P. Steindórsson Þar sem teflt er eftir sviss- neska kerfinu er ljóst að viður- eignir fyrstu umferðar verða áhugaverðar, en þá tefla margir af okkar efnilegustu unglingum við erlendu meistarana. Albert Blees (Hollandi, 2.430 AM) tók þátt í Guðmundar Ara- sonar mótinu 1995 og sigi'aði þá ásamt Þresti Þórhallssyni. Hann tók einnig þátt í mótinu 1996 og lenti þá í 3.-7. sæti með 6 vinninga, eins og Áskell Örn Kárason, sem náði bestum ár- angi-i íslensku skákmannanna á mótinu. Þeir Alexander Raetsky (Rússlandi, 2.440 AM ), Manuel Bosboom (Hollandi, 2.490 AM ) og Heikki Westerinen (Finn- landi, 2.435 SM) téku allir þátt í mótinu í fyrra. Alexander Raet- sky náði bestum árangri þeirra, hlaut 6‘á vinning og lenti í 4.-6. sæti. Westerinen er sannkallað- ur „Islandsvinur" og hefur teflt í fjölda móta hér á landi. Þannig tefldi hann t.d. í þremur mótum hér á landi 1997. Auk Guðmund- ar Ai’asonar mótsins tefldi hann í II. Alþjóðlega Hellismótinu og í úrslitakeppni VISA-bikar- keppninnar. Manuel Bosboom vakti mikla athygli þegar hann tók þátt í Deildakeppni SI nú í haust og lagði m.a. bæði Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson. Rússarnir Aleksei Lugovoi (2.525 SM) og Vasily Yemelin (2.510 SM) eru ungir að árum, Lugovoi er 23 ára og Yemelin 22 ára. Skákáhugamönnum er sér- staklega bent á að fylgjast með Yemelin, en hann tefldi með B- sveit Rússa á Ólympíumótinu í haust, en sveitin lenti þar í 8.-9. sæti ásamt Ungverjum. Spennandi verður að fylgjast með hvort einhverjum íslensku keppendanna tekst að næla sér í titiláfanga á mótinu. I fyrra náði Jón Viktor Gunnarsson síðasta áfanganum að alþjóðlegum meistaratitli. Teflt verður í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Áhorfendur eru velkomnir, en aðgangur er ókeypis. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson Ung’ir framsóknar- menn vilja breyta stjórnarskránni A FUNDI stjórnar Sambands ungra framsóknarmanna á sunnu- dag var fjallað um dóm Hæstarétt- ar um fiskveiðistjórnun og úthlutun veiðileyfa. í ályktun fundarins, sem samþykkt var samhljóða, eru þing- flokkar hvattir til að breyta stjórn- arskránni þannig að réttur komandi kynslóða verði tryggður til að njóta arðsins af auðlindum hafsins. í ályktun stjórnar SUF segir meðal annars: „Auðlindir hafsins fyi’ir utan Islandsstrendur eru sam- eiginleg arfleið íslensku þjóðarinn- ar. Tryggja verður rétt komandi kynslóða Islendinga til að sækja í þær um ókomna tíð. Af þessu verð- ur öll löggjöf að taka mið af. Athygli vekur hversu sjónarmiða um vernd- un fiskistofnanna og sjálfbæra þró- un gætir lítið í forsendum kvóta- dómsins svokallaða. Skýi’ist það án efa af þeirri staðreynd að ekki er í stjórnarskránni kveðið á um skyldu löggjafans til þess að vernda auð- lindir hafsins. Það er á hinn bóginn í senn sjálfsagt og eðlilegt að stjórn- arskráin taki af öll tvímæli um að á ríkisvaldinu hvíli sú skylda að tryggja sjálfbæra nýtingu fiski- stofnanna við íslandsmið. Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill því hvetja alla þingflokka á Al- þingi að ná samkomulagi um breyt- ingar á stjórnarski’ánni sem tryggi rétt komandi kynslóða til þess að njóta arðsins af auðlindum hafsins. Þannig geti stjórnskipunin best tryggt framtíðarhagsmuni íslensku þjóðarinnar." FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar Ofsa- og ölvunarakstur meðal verkefna 11. til 14. desem- ber 1998 FRAMHALD var á aðgerðum lögreglu vegna ölvunaraksturs og voru á annan tug ökumanna stöðvaðir vegna gnms um slíkan akstur um helgina. Lögreglu var tilkynnt um 66 umferðaróhöpp um helgina. Ekki urðu slys á fólki er vörubifreið valt á hliðana á Gufunesvegi að morgni fóstudags. Umferðarslys varð um miðjan föstudag^ er tvö ökutæki skullu saman í Armúla. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeiþd með áverka á hálsi og brjósti. Árekstur varð með tveim- ur ökutækjum á Bústaðavegi síð- degis á föstudag. Annar öku- manna grunaður um ölvun við akstur. Þá varð áreskur tveggja bifreiða á Bústaðavegi að morgni laugardags. Þrennt var flutt á slysadeild. Annar ökumanna er grunaður er um ölvun og umferð- arlagabrot. Ekið var á gangandi vegfaranda í Bankastræti við Lækjargötu eftir miðnætti á laugardag. Hinn slasaði var flutt- ur á slysadeild með áverka á hálsi, hendi og fæti. Okumaður yfirgaf brotavettvang án þess að stöðva. Bifreiðin fannst skömmu síðar. Það var í annað sinn á sól- ai’hringnum sem lögreglan hafði afskipti af viðkomandi bifreið vegna aksturs hennar og umferð- arlagabrota. Hraðakstur Höfð voru afskipti af 24 öku- mönnum vegna hraðaksturs, þeir sem hraðast óku munu sjá á eftir skírteinum sínum tímabundið. Einn ökumaður var stöðvaður eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 103 km hraða á Gullinbrú þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. Annar ökumaður var stöðvaður á Breiðholtsbraut í Víðidal að kvöldi laugardags eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 141 km hraða. Okumaður var stöðvaður á Bústaðavegi að morgni sunnudags eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 108 km hraða. Hann er einnig grunaður um ölvun við akstur. Á sunnudag hafði lögi’eglan nokkurn viðbúnað til öryggis meðan reykháfur í Laugarnesi var sprengdur niður. Loka varð umferð á Sæbraut meðan aðgerð stóð yfir sem tók skamma stund. Bifreiðastöður í íbúagötum hvimleitt vandamál Því miður er nokkuð um það að eigendur vöru-, flutninga- og hópbifreiða leggi bifreiðum sín- um í íbúðargötur en ekki á sér- stök stæði sem fyrir þær eru ætl- aðar. Ekki þarf að hafa mörg orð um þá slysahættu sem þessar bif- reiðar geta skapað og ónæði vegna hávaða. Um þetta málefni er sérstaklega getið í 19. gr. lög- reglusamþykktar þar sem segir að vörubifreiðai’, sem eru 3,5 tonn að leyfðri heildarþyngd eða meira og fólksflutningabifreiðar sem flytja mega 10 fai-þega eða fleiri megi ekki standa á götum eða almennum bifreiðastæðum á tímabilinu milli 22 og 06. Bann þetta gildir einnig um hvers kon- ar vinnuvélar og dráttarvélar án tillits til þyngdar þeirra. Kvartað var undan því við lögreglu í ein- hverjum tilvikum um helgina að þessu banni væri ekki framfylgt. Höfð voru afskipti af akstri vöru- flutningabifreiðar á Grandagarði um hádegisbil á laugardag vegna lestunar hennar. Við skoðun kom í ljós að bifreiðin var yfirlestuð svo nam 3 tonnum. Eftirlit með vínveitingahúsum Um helgina hafði lögregla sér- stakt eftirlit með nokkrum vín- veitingahúsum borgarinnar. Að aðgerðunum komu þrír tugir lög- reglumanna úr ýmsum deildum embættisins auk útlendingaeftir- lits Ríkislögreglustjóra. I aðgerð- unum voru könnuð almenn atriði á veitingahúsunum eins og aldur gesta og starfsmanna. Kannað var með ástand gesta og ólöglega vímugjafa. Höfð vom afskipti af tæplega 60 einstaklingum í að- gerðunum og lagt hald á um 30 gr. af ætluðu amfetamíni og 40 skammta af LSD. Þá voru gerðar athugasemdir við starfsleyfi hjá nokkrum erlendum starfsmönn- um veitingahúsanna. Barna- og unglingamál Lögreglan varð að hafa afskipti af nokkrum hópum ungmenna í borginni um helgina. Lagt var hald á landa sem ungmenni voru með í Breiðholti og bjórkassi tek- inn af ungmennum í Grafarvogi. Fjögur ungmenni voru flutt í At- hvarf í miðbænum. Gott ástand var á þessum málum í Mosfells- bæ um helgina enda hafa foreldr- ar sýnt mikinn áhuga og samstarf við lögreglu undanfarið. TILKYNNING frá Vmf. Hlíf og Vkf. Framtíðinni DESEMBERUPPBÓT (samkvæmt kjarasamningi félaganna við VSI og VMS) Starfsmenn sem hafa verið í fullu starfi allt árið í sama fyrirtæki og eru við störf í fyrirtækinu í síðustu viku nóvember eða í fyrstu viku desember skulu eigi síðar en 15. desember ár hvert fá greidda sérstaka eingreiðslu sem nú í ár er kr. 26.100. Starfsfólk í hlutastarfi, sem uppfyllir sömu skilyrði, skal fá greitt hlutfallslega. Uppgjörstímabil er almanaksárið, en fullt starfsár telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Starfsfólk með skemmri starfstíma skal fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn. Hafið samband við skrifstofu félaganna á Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, um nánari upplýsingar. Símar 555 0987, 555 0944 og 555 0307. Verkamannafélagið Hlíf Verkakvennafélagið Framtíðin vp mbl.is S\LLT-Af= e/TTH\SA£> A/ÝTT Fasteignir á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.