Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 33 LISTIR Líflína frá vöggn til grafar Franska útgáfan Opus 111 gefur út diskinn Epitath með útfærslu Sverris Guðjónsson- ar á íslenskum þjóðiögurn. Árni Matthías- son ræddi við Sverri sem sagði honum að diskurinn væri einskonar lífsverkefni. FRANSKA útgáfan Opus 111 gefur út plötu Sverris Guðjónssonar kontratenórs á íslenskum þjóðlög- um í flutningi hans, lútu-, gamba- og slagverksleikara. Sverrir hefur unnið að útgáfunni undanfarín ár, valið lögin, úfært og tekið upp, en hann hannaði líka umslag á plötuna og annaðist bæklinginn sem fylgir. SveiTÍr Guðjónsson segir að kveikjan að verkinu sé sú að fyrir nokkram árum hafi hann langað að taka fyrir íslensku þjóðlögin og vinna þau á einfaldan hátt inn í stemmningu miðalda. „Þetta hefur þróast með mér í gegnum árin, er einskonar lífsverkefni sem byggist upp og þróast lengi og finnur sér form smám saman.“ Hann segir að á sínum tíma hafí verkið verið það langt komið að við blasti að taka það upp, en fyrir ýmsar sakir hafi aldrei orðið neitt úr því, sem betur fer, segir hann núna, „því ég fór að endurskoða verkið, hugmyndin skýrðist fyrir mér og varð ljósari“. Platan heitir Epitah, eða graf- skrift, eins og kemur fram og Sverrir segir að þó grafskrift vísi vissulega til þess sem var, segir okkur eitthvað um fortíðina, vísar hún líka fram á veginn og sé ætluð framtíðinni. Glímt við formið Sverrir segir að mesta glíman hafi verið við að finna rétta formið til að tengja lögin þrjátíu saman svo verkið hljómaði ekki bara eins og ósamstætt lagasafn. „Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á að ég gat skipt þessu í kafla og unnið líf- línu í gegnum músíkina. Þannig byrja ég á prologus og enda á ep- ilogus, en þar á milli koma söngvar sem tengjast árstíðunum, fer síðan út í ástina, trúna, náttúruna og það sem ég kalla árdaga og enda síðan á grafskriftinni. Þá fmnst mér ég vera kominn með líflínu frá vöggu til grafar, bæði eitthvað persónu- legt og með víðari skírskotun." Sverrir segir að það hafi verið bráðgott að hann skyldi ekki hafa tekið lögin upp á sínum tíma og þau hafi fengið að lifa lengur innra með honum. „Engel Lund, sem flutti ís- lensku þjóðlögin um allan heim, lagði áherslu á að maður raulaði lögin með sér og melti þau á löng- um tíma, þau yi’ðu hluti af manni sjálfum og ég fann að það skipti mjög miklu máli.“ Eins og getið er koma fleiri að flutningi en Sverrir. Hann fékk Snorra Orn Snorrason lútuleikara til að útsetja fyrir hljóðfæri þau lög sem honum fannst kalla á slíkt, en auk Snorra leikur á plötunni Olöf Sessselja á gamba-fiðlu, Camilla Söderberg á blokkflautu og Eggert Pálsson á slagverk. Einnig kemur annar söngvari við sögu á plötunni, Sigurður Halldórsson, sem Sverrir segir að sé búinn að syngja svo mikið með honum að þeir þurfi Morgunblaðið/Kristinn mjög mikla áherslu á eftirvinnsl- una, lagt mikla rækt við hvernig verkið skili sér á diskinn. Þessa vinnu vann hann með Sveini Kjart- anssyni sem lagði honum lið við að vinna hljóm kirkjunnar inn í músík- ina í hljóðblönduninni. „Eg ber mikla virðingu fyrir því hvað Sveinn sýndi mér mikla þolin- mæði,“ segir Sverrir og brosir við. Frjálsleg notkun miðalda Eins og áður er getið gefur franska útgáfan Opus 111 plötuna út, en hún er með virtustu útgáfum heims á sínu sviði og margverð- launuð fyrir útgáfu á barrokktón- list. Eigandi útgáfunnar lýsti því í viðtali í Morgunblaðinu fyrir stuttu hversu hún hefði hrifist af tónlist- inni og hversu Sverrir leggur sig fram um verkið, en hann annast ekki bara tónlistarval, -stjórn og söng, heldur sá hann einnig um bækling disksins, innihald hans og útlit á öllu saman. Þá vinnu segist hann hafa unnið síðasta sumar og skilað inn sem tillögu að útliti, en frægur bandarískur hönnuð- ur átti að véla um. Þegar á reyndi fannst þeim hönnuði engin ástæða til að breyta útaf því sem Sverrir hafði sent og endursendi verkið óbreytt. Næstur kom að franskur hönnuð- ur sem vildi ekki breyta nokkru held- ur svo á endanum réð hugmynd Sverris útliti disksins, sem sker sig reyndar nokkuð úr í útgáfu Opus 111. A umslaginu má sjá múnk sem Svera- ir segir að sé tákn- gervingur fyi'ir hug- myndina, en hann kemur einnig fyi'ir í stuttmynd sem Sverrir sýndi Yolanta Skura á sín- um tíma og kveikti áhuga hennar á verk- inu. Sverrir segist finna fyrir miklum áhuga hér á landi á að taka þjóðlögin fyr- ir og skoða upp á nýtt, velta fyrir sér arfinum. „Það er svo stutt síðan við komum úr torfbæjunum og höfum verið full dugleg við að ýta því gamla frá okk- ur. Við höfum gleypt við allri tækni og nýjungum og staðið okkur vel í að tileinka okkur nýja hugsun, en við aldamót er rétt að velta fyrir sér þjóðararfinum til að átta sig á hvaðan við erum að koma. Ég nota miðaldir svolítið frjálslega í sam- hengi þessa verks, enda lifði mið- aldamenning lengur með okkur en hefðbundin ártalaskipting gefur til kynna, það kom .engin endurreisn hér og klassíski tíminn fór fram hjá okkur; það má segja að við höfum nánast stokkið úr miðöldum inn í nútímann." I áðurnefndu viðtali lýsti Yolanta Skura miklum áhuga á að vinna frekar með Sveiri og hann segist vissulega hafa ýmsar hugmyndir í bígerð, en vill ekki ræða það sem stendur, segist frekar vilja einbeita sér að því að koma disknum út og kynna hann, enda vilji hann ekki vinna verkin of hratt. varla að talast við lengur, auk þess sem raddirnar falli mjög vel saman. „Við syngjum saman nokkra fimm- undarsöngva, til að mynda einn með trúarlegum texta, en í honum finnur höfundur sér afsökun til að drekka rauðvín, af því að Jesú blessaði vínið og breytti vatni í vín,“ segir Sverrir og bætir við að hann hafi líka langað að á disknum yrðu gi-egórsk sönglög og því tekið for- skot á sæluna með „hymni“ úr Þor- lákstíðum sem stendur til að taka upp í heild á næstu mánuðum. Að loknum undirbúningi var haldið í Skálholt að taka upp, músík og söngur tekinn upp samtímis. Sverrir segir mjög gott að taka upp í Skálholti, hljómburður sé lifandi og fallega bjartur, aukinheldur sem hann sé ekki svo mikill að trufli. Ekki sé þó minnst um vert hvað staðurinn sjálfur gefi honum mikið, enda hefur hann sungið í Skálholti á sumartónleikum síðastliðin tíu ár. Sverrir segir að upptökurnar hafi ekki tekið svo ýkja mikinn tíma, en hann hafi aftur á móti lagt NÝJAR RANNSÓKNIR - NÝ FRAMLEIÐSLA M. D.foAShtdátíoW kynnir nýja kynslóð af snyrtivörum! Vit©Plus Intensive Repair og Revitalizing Eye Cream Auk glýkólsýrunnar, innihalda Vít^^PluS vörurnar A-vítamín, E-vítamín og mörg fleiri af áhrifaríkustu hráefnunum sem fást í snyrtivörum. 10 til 20% glýkólblanda, PH 4,4. Ekkert á heimsmarkaðnum er áhrifaríkara! Spyrjið sérfræðingana:____________________________________________ • Snyrti- og nuddst. Hönnu Kr. Didriksen - Laugavegi 40a . . ® 561 8677 • Snyrti- og nuddstofan Paradís - Laugarnessvegi 82..........« 553 1330 • Snyrtistofa Díu - Bergþórugötu 5...........................« 551 8030 • Snyrtistofa Grafarvogs - Hverafold 1-3.....................® 567 6700 • Snyrtistofa Sigríðar Guðjónsdóttur - Eiðistorgi 13-15 .....® 561 1161 • Snyrtistofan Gimli - Miðleiti 7............................® 568 6438 • Snyrtistofan Hrund - Grænatúni 1 ..........................» 554 4025 • Snyrtistofan Jóna - Hamraborg 10...........................« 554 4414 • Snyrtistofan La Rosa - Garðatorgi .........................® 565 9120 • Snyrtistofan Lipurtá - Staðarbergi 2-4 ....................® 656 3331 • Snyrtistofan Mandý - Laugavegi 15 .........................« 552 1511 • Snyrtistofan Saloon Ritz - Laugavegi 66....................« 552 2460 • Snyrtistofan Þema - Reykjavíkurvegi 64.....................o 555 1938 Landið: • Snyrtistofan Academie - Grindavík ......................» 426 8081 • Snyrtistofan Anita - Vestmannaeyjum ......................® 481 1214 • Snyrtistofan Betri Líðan - Akureyri ......................w 462 4660 • Snyrtistofan Dekurkrókurinn - Bakkafirði ................® 463 1610 • Snyrtistofa Lindu - Keflavík .............................« 421 4068 • Snyrtistofa Ólafar - Selfossi ............................« 482 1616 UTSALA UTSALA hefst í dag Ca. 40-50% afsláttur Aðeins þessa viku Dæmi um verð áður nú Bhindubolir kr. 2.400 kr. 1.500 Velúrbolir kr. 1.600 kr. 1.000 Kaðlapeysur kr. 4.900 kr. 2.900 V-háls peysur kr. 4.200 kr. 2.500 Rúllukr.peysur kr. 3.200 kr. 1.900 Sett; holur/pils kr. 5.600 kr. 3.400 Kjólar kr. 4.500 kr. 2.700 Yatterað vesti kr. 2.600 kr. 1.600 Vatteraðar úlpur kr. 5.000 kr. 3.000 Litaðar gallabuxur kr. 4.500 kr. 2.700 Buxur m/vasa á skálmum kr. 3.100 kr. 1.900 Opið 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sínii 5682870 Séndum í póstkröfu Dreifing: Reisn ehf, sími 552 2228, fax 552 2128, reisn@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.