Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 42
A2 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MENNTUN MORGUNB LAÐIÐ Um káputexta „Önnurleid, náskyldþessari, erupp- hrópanastíllinn þar sem allar lýsingar eru í kástigi; hér virðist mest hætta á að textinn steypist út í merkingarlausum klisjum. “ Káputextar eru sennilega mest lesnu bókmenntir í heimi. Og víst eru þeir bókmenntir, þeir eru sérstakt bókmenntalegt form sem hefur sín einkenni, bæði stílleg og efnisleg. Þegar vel tekst til hafa þeir jafnvel sammannlegt og listrænt gildi eins og góður skáldskapur. Heyrið til dæmis lýrískan hljóm- inn í þessum sem stendur aftan á nýútkominni íslenskri skáldsögu: „Sumar þúfur er auðvelt að hoppa yfir - aðrar ummyndast í ókleif fjöll, ekki síst á ljúfsárum brotaárum þeg- ar mikið er í húfí og leitin að fót- festu í lífinu stendur sem hæst. [...] með örlitlu VIÐHORF Eftir Þröst Helgason braki í gólffjöl, sætum ilmi eft- irvæntingar- innar, sektar- kennd svikarans, uppgjöf fyrir ofurefli og sælukennd sigursins má skynja bæði neistaflug gleðinnar og hyldýpi örvænting- arinnar." Það er jafnvel ekki laust við að það sé einhver sann- leikur í þessu en allar góðar bókmenntir eru jú sannar. Nei, sjaldnast eru káputextar bókmenntir í þessum listræna skilningi þó að sumir útgefend- ur/höfundar virðist telja skáld- spírulegar stílæfingar vænlegar til árangurs í markaðsstríði jól- anna. Tiigangur káputexta er að selja og þeir bera þess iðulega glögg merki. En leiðimar sem era farnar að buddu granda- lausra og menningarsnauðra jólagjafakaupenda eru afar mis- munandi. Textinn sem birtur var hér að framan er dæmi um hástemmdu skáldlegu leiðina sem dæmd er til þess að mistakast og snúast upp í hjárænulega tilfínninga- semi og kellingarómantík. Önnur leið, náskyld þessari, er upphrópanastíllinn þar sem allar lýsingar eru í hástigi; hér virðist mest hætta á að textinn steypist út í merkingarlausum klisjum. Finna má nokkur dæmi- aftan á einni og sömu bókinni sem nú er að koma út hjá virtu íslensku forlagi: „heitar ástir og magnþrungin örlög“, „hröð og viðburðarík atburðarás; söguleg tíðindi við hvert fótmál!“, „óg- leymanleg saga, skrifuð af lær- dómi og listfengi", „byggð á ævi einnar merkustu konu Islands", „persónur sögunnar eru ljóslif- andi“, „einstæð ævi“, „fléttast á eftirminnilegan hátt“. í þessum textum er undantekningarlaust verið að lýsa heimsbókmennt- um. Lýsingarorð eins og þrung- inn, slunginn, jafnvel marg- slunginn, margræður, magnað- ur, nýstárlegur, djúpur, einstak- ur, áhrifamikill, áleitinn, opin- skár, ljúfsár, hispurslaus, snjall- ur, ævintýralegur streyma inn í vitund kaupandans sem veit ekki betur en þarna séu stór- kostlegar heimsbókmenntir á ferð. Og svo er auðvitað þetta skemmtilega orð óborganlegur sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Og stundum er sannfær- ingarkrafturinn á bak við orðin svo mikill að höfundur þeirra missir sig alveg í yflrlýsinga- gleðinni, bók sem er ekki einu sinni farin í prentun þegar text- inn er saminn verður þá jafnvel „eftirminnileg“ eða „tímamóta- verk“. Báðar ofangi'eindar leiðir eru svolítið lævíslegar í eðli sínu þar sem reynt er að tæla lesandann með fögrum orðum til að festa kaup á tiltekinni bók. Þó að annað kunni að virðast í fyrstu þá á þetta líka við um þá aðferð að telja upp ýmsar staðreyndir sem eiga að benda til þess að verkið sé peninganna virði. Sagt er að höfundurinn sé verðlauna- höfundur eða metsöluhöfundur, bækur hans hafi notið vinsælda eins og kunnugt sé, fengið góða dóma eða verið gefnar út víða um heim, fjöldi tungumálanna sem höfundurinn hefur verið þýddur á er jafnvel tiltekinn. Allt eru þetta upplýsingar sem koma vissulega höfundinum við en hins vegar snerta þær ekki þá bók sem hann er að senda frá sér nú, það á alveg eftir að koma í ljós hvort hún fær tilnefningu, hvað þá útnefningu til verð- launa, hvernig hún mun seljast, hvaða dóma hún fær og hvort einhver í útlöndum hafi áhuga. Hér er því einnig um ákveðna tálmynd af tiltekinni bók að ræða. En er káputextum þá aldrei treystandi? Jú, vissulega eru til káputextar sem eru traustsins verðir og þá má einkum þekkja af tvennu. Ef textinn er augljós- lega að lýsa innihaldi bókar á hlutlægan hátt, til dæmis með því að rekja söguþráð, lýsa um- fjöllunarefni eða með því að telja upp viðfangsefni, eins og til dæmis tilvist mannsins, trú, dauða, valdníðslu eða menning- arhroka, þá er yfirleitt hægt að treysta þeim. Þessir textar eru bara blátt áfram og engin dulinn boðskapur í því. (Eða hvað?) En þeir eru líka frekar sjaldgæfir. Sömuleiðis er kaupendum sem fleyta sér nú á jóla- bókaflóðinu óhætt að treysta þeim káputextum sem eru ein- göngu sýnishorn úr bókinni sjál- fri. Hér er yfirleitt um ljóða- bækur að ræða og er þá eitt ljóð birt á kápu sem varpar ef til vill ljósi á viðfangsefni bókarinnar í heild. Hér er gengið hreint til verks, höfundur kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur, engin blekkingarleikur, engin tálmynd (nema kaupandi verður að gera ráð fyrir að kápuljóðið sé besta eða að minnsta kosti eitt af bestu ljóðum bókarinnar að mati höfundar). Þetta eru enda iðulega best heppnuðu káputextarnir. Er til dæmis hægt að hugsa sér betri kynn- ingu á bók sem fjallar um tilvist- arvandann og einsemd mannsins en eftirfarandi ljóð sem stendur aftan á nýlegri ljóðabók. Hér er lesandanum boðið að dvelja um stund með sjálfum sér í veröld skáldskapar, að gægjast eitt augnablik inn í svolítið mýstísk- an heim skálds sem ég læt les- endum eftir að geta sér til um hvað heitir: Hér geturðu unað um stund, dvalist í þér sjálfum. Aðeins Qaran svo langt sem augað eygir og skuggi þinn í sandinum Morgunblaðið/Þorkell. DANFRIÐUR Skarphéðinsdóttir og Oddný G. Sverrisdóttur hafa umsjón með þýskunámskeiðinu í Freiburg. Myndin er tekin í húsakynnum „Goethe Zentrum" í Reykjavík. Hraðnámskeið í þýsku í Freiburg VILTU rifja upp gömlu mennta- skólaþýskuna, fá tækifæri til að beita bókþýsku þinni í daglegu lífi meðal Þjóðverja, eða þarftu að hressa upp á þýskukunnáttuna vegna starfa þinna? Endurmennt- unarstofnun Háskóla Islands býður nú í fyrsta sinn upp á námskeið er- lendis - hraðnámskeið í þýsku í fögru umhverfi Svartaskógar. Námskeið Endurmenntunar- stofnunar Háskóla íslands hafa fall- ið í góðan jarðveg og augsýnilega svalað ríkri þörf. Þátttaka fólks er til vitnis um það. Nú býður Endur- menntunarstofnun upp á þá nýbreytni að fara með nemendur sína á erlenda grund - til Freiburg í Þýskalandi á tíu daga þýskunám- skeið í „Sprachenkolleg" í Freiburg. Hér er um að ræða tilraun og áframhaldið ræðst af viðtökunum nú og þeim árangri sem næst. Nám- skeiðið er ætlað þeim sem kunna byrjunaratriði í þýsku og vilja hressa upp á kunnáttu sína og fá tækifæri til að beita henni í þýsku umhverfi. „Já, námskeiðið er fyrst og fremst fyrir fólk sem er með gaml- an grunn í þýsku en hefur ekki hingað til fengið tækifæri til þess að virkja hann,“ segir Danfríður Skarphéðinsdóttir. „Það má því segja að þetta séu óhefðbundnar vi rkj unarfr am kvæm d i r! “ Danfríður er umsjónarmaður þessa námskeiðshalds ásamt Oddnýju G. Sverrisdóttur, dósent. Þær fylgja hópnum út, en í Freiburg munu kennarar við „Sprachenkolleg“ annast alla kennslu. Um er að ræða 65 kennslustundir í nýju húsnæði „Sprachenkolleg" þar sem er unnt að hlýða á segul- bandsspólur og horfa á myndbands- spólur eða glugga í bækur milli kennslustunda. Hver og einn mun fá kennslu við sitt hæfi, en kunnátta þátttakenda er auðvitað misjöfn. „Sprachenkolleg“ í Freiburg nýt- ur mikillar virðingar sem málaskóli og hefur upp á að bjóða frábæra kennara með langa reynslu. „Þeir eru einmitt þekktir fyrir að hjálpa fólki yfir erfiða þröskulda í þýskunámi, en það er markmiðið með þessu námskeiði okkar,“ segir Danfríður. „Sprachenkolleg" varð fyrir val- inu vegna tengsla sem skapast hafa milli skólans og Félags þýskukenn- ara hér á landi. Yfirkennari skólans, Stefan Pflaum, hefur m.a. komið hingað til lands og haldið námskeið íyrir þýskukennara. Oddný Sverris- dóttir segir að allmargir Islending- ar hafi stundað nám í skólanum og náð góðum árangri. „Þetta er stíft prógram," segir Oddný. „Það má segja að það sé þjappað saman þriggja vikna námi í tíu daga námskeið. Allt fer fram á þýsku og fólk verður alltaf með þýskuna í eyrunum, frá því það vaknar á morgnana og þar til það sofnar á kvöldin." Oddný og Danfríður leggja áherslu á hversu mikilvægt það sé fyrir fólk í tungumálanámi að kynn- ast daglegu lífi þeirra sem hafa tunguna að móðurmáli og fá tækifæri til að þjálfa samtalstækni sína og þurfa að bjarga sér meðal þeirra. Námskeið af þessu tagi sé sérstaklega vel til þess fallið að hjálpa fólki yfir þann hjalla sem oft er erfiðastur í tungumálanámi - að fá fólk til að nota það sem það kann. Innifalið í námskeiðinu eru flugferð- ir, dvöl á hóteli þar sem m.a. er aðstaða til heilsuræktar og gufubað, morgunverður og einnig ýmiss kon- ar menningardagskrá á kvöldin en stefnt er að því að þátttakendur kynnist Þjóðverjum sem mest og þeirra daglega lífi. Háskólaborgin Freiburg er ein fegursta borg Þýskalands, miðbær- inn einstaklega skemmtilegur með tilkomumikla dómkirkju, byggingar frá miðöldum, götusíki og þægilegt sporvagnakerfi. Fegurð Svarta- skógar er flestum íslendingum kunn úr vinsælum sjónvarpsþáttum um sjúkrahúsið í Svartaskógi. Nám- skeiðið hefst 17. janúar nk. - og eru nú síðustu forvöð að skrá sig til þátttöku á skrifstofu Endurmennt- unarstofnunar. Þrjátíu vélfræðingar í fjarnámi um Netið TÖLVU- og verkfræðiþjónustan hefur samið við Vélstjórafélag Islands um fjarnámskeið í notk- un Netsins. Um 30 vélfræðingar hjá Landsvirkjun taka þátt í fyrsta námskeiðinu sem tekur 6 vikur og lýkur í janúar 1999. Vélfræðingarnir, sem staðsettir eru víða um land, fá kennslu í leit á veraldarvefnum, notkun tölvupósts og kynningu á gerð heimasíðna. Fjarkennslan fer þannig fram að vélfræðingarnir fá sent prentað kennsluefni og í kjölfar þess fylgja verkefni í tölvupósti. Verkefnunum svara þeir og skila til baka í tölvupósti. Búast má við fleiri námskeið- um fyrir félagsmenn Vél- stjórafélags Islands í framhaldi af þessu, bæði þá sem starfa í landi eða á sjó. Stöðugt fleiri skip eru að taka Netið í sína þágu og þörfin fyrir kennslu í notkun veraldarvefjarins eykst um leið. Þetta er stærsti samningur sem Tölvu- og verkfræðiþjónust- an gerir um fjarnám en hún var fyrst tölvuskóla hér á landi til að bjóða upp á slíkt nám. Þeim fjölgar stöðugt sem notfæra sér þetta form á námi, sérstaklega þeir sem búa á landsbyggðinni. Einnig kemur þetta að góðum notum þeim Qölmörgu sem ekki geta stundað reglulegt nám, vinnu sinnar vegna eða vegna annarra aðstæðna. A vetrarmisseri er boðið upp á fjarnám í fimm greinum hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni. Auk Netsins og vefsíðugerðar er það grunnnámskeið í Windows, Word og Excel og námskeið í hverju forriti fyrir sig; Power Point, Excel og Word. Nánari upplýsingar um fjarnámið er að fá hjá Asgeiri Eggertssyni (asgeir@tv.is). Vefsíða Tölvu- og verk- fræðiþjónustunnar á Netinu er: http://www.tv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.