Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998______________________ FRÉTTIR Ruricr iim knnnrpil hliibilirpfn Riínnilnrliniikans ÞAÐ gat ekki verið að háttvirtir skildu barnafjölskyldurnar útundan í öllu góðærinu . . æ Víðtækar aðgerðir lög- reglu gegn fíkniefnum HALD var lagt á 40 skammta af LSD, talsvert magn af amfetamíni og kannabisefnum í miklum aðgerð- um lögreglu gegn fíkniefnum um helgina. Margir einstaklingar voru handteknir og var einnig lagt hald á haglabyssu og riffíl, sem stolið hafði verið úr íbúðarhúsi í Reykjavík um helgina. Á þriðja tug lögreglumanna, af Reykjavíkursvæðinu og úr Kefla- vík tók þátt í aðgerðunum, sem fóru fram í heimahúsum og á veitingahús- umá höfuðborgarsvæðinu. Omar Smári Ármansson aðstoð- aryfirlögregluþjónn sagði að að- gerðirnar hefðu verið mjög víðtæk- ar og að framhald yrði á þeim síðar, þar sem vitað væri um meira fíkni- efni í umferð meðal fólks í borginni og víðar. Hefðu lögreglumennirnir kappkostað að ljúka öllum málum sem upp komu um helgina svo þeg- ar yrði hægt að taka ákvörðun um viðurlög vegna þeirra. Ómar Smári sagði það skoðun margra að efla þyrfti eftirlit með dreifingu sölu, meðferð og neyslu fíkniefna líkt og gert var árið 1996. Þá urðu þáttaskil í aðgerðum gegn fíkniefnum. T.d. var byrjað að hafa óeinkennis- klædda lögreglumenn á vakt er höfðu þann meginstarfa að safna skipulegum upplýsingum um þessi mál og miðla þeim til annarra. Þeir unnu sjálfír úti á vettvangi með sambærilegum hætti og starfsmenn fíkniefnadeildar hafa gert gagnvart fíkniefnaneytendum og sölumönn- um fíkniefna. Starfið skilaði ágæt- um árangri, en afskipti voru höfð af 871 einstaklingi og þar af þótti ástæða til að handtaka 193 þeirra. Leit var gerð á 784 aðilum eftir að stöðvuð hefðu verið 210 ökutæki, farið inn í 96 hús eða leitað á gang- andi vegfarendum. Þjófagóss fannst á 34 stöðum, áhöld til fíkniefna- neyslu á 42 stöðum og nálar eða sprautur á 39 stöðum. Lögreglan sér vel meðvitandi um stöðu mála Lagt var hald á amfetamín í 114 til- vikum, 93 sinnum fannst hass og 13 sinnum maríújana. í einu tilviki fundu lögreglumenn skammt af LSD og í öðru lögðu þeir hald á 50 slíka skammta við húsleit. Tólf sinnum var lagt hald á kókaín og 7 sinnum E- töflur. Flestir sem afskipti voru höfð af vegna þessara mála voru á aldrin- um 16-24 ára. Ómar Smári sagði að lögreglan væri sér nokkuð vel meðvitandi um stöðu mála á hverjum tíma. Hann minnti á að í nýlegri skýrslu, sem unn- in hefðu verið hérlendis af kostgæfni af íslenskum og sænskum lögreglu- mönnum, hefði komið fram að neysla fíkniefna væri æ oftar tengd ofbeldis- glæpum og afbrotum. Fíkniefni væru orðin samofin næturlífi Reykvíkinga og vegna skaðseminnar væri ástæða til að bregðast af ákveðni við innflutn- ingi, dreifingu og neyslu fíkniefna. Þá væri ástæða til að huga sérstaklega að öflugu veitingastaðaeftirliti þar sem eigendur staðanna væru bæði gerðir ábyrgir og meðvitaðir um nauðsyn þess að taka á viðfangsefninu. I skýrslunni kæmi einnig fram að lög- reglan hafí breytt vinnuaðferðum sín- um, bæði hvað varðar áherslur og einnig samþættingu verkþátta, svo sem auðgunarbrota og líkamsmeið- inga. Ný fíkniefni, sem sett væru á markað í dag væru mun sterkari en þau sem voru í umferð hér áður fyrr og ungt fólk yrði háðara efnunum mun iyrr en áður. r Nýkomin sængurverasett Disney myndir, Litla hafmeyjan, Mulan, Mikki mús, Einar Áskell, Lego-myndir og fleiri gerðir. Verðdæmi: Hvítt, röndótt damask sængurverasett á 1.690 kr. Innlend framleiðsla. -búðirnar Um 10.000 íslensk jólatré Bjóða fólki út í skóg að velja tre ÞAÐ eru á bilinu 35.000-40.000 ís- lenskar fjölskyldur sem kjósa að hafa lifandi jólatré heima í stofu yfir hátíðirnar. Brynjólfur Jónsson er framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags íslands. „Mikill hluti þeirra trjáa sem landsmenn kaupa íýr- ir jólin koma frá Dan- mörku eða á bilinu 25.000-30.000 tré og er þar aðallega um að ræða normannsþin. Álitið er að síðan séu um 10.000 jóla- tré íslensk." - Hvaða íslensku teg- undir hafa verið vinsælast- ar? „Rauðgrenið á líklega vinninginn en stafafura kemur 'svo þar á eftir. Minnst hefur verið tekið af blágreni og fjallaþin.“ Brynjólfur segir að íslenskir skógræktendur sjái ýmis sóknar- færi í sölu á jólatrjám. „Sam- kvæmt könnunum sem hafa verið gerðar er einungis tæplega helm- ingur íslenskra heimila með lif- andi jólatré og það eitt og sér sýnir að næg tækifæri eru til að auka söluna." Brynjólfur segir að vafalaust sé hægt að selja meira af íslensk- um trjám fyrir hver jól en gert er og bætir við að undanfarin ár hafi sala á íslenskum trjám staðið í stað. „Það er áhyggjuefni. Það má þó nefna að sala á íslenskum trjám til útiskreytinga hefur ver- ið að aukast. Slík tré hanga nú á veggjum verslana við Laugaveg og víðar, m.a. fyrir utan Kringl- una.“ Liður í því að kynna íslensk tré er að bjóða fjölskyldum og einstaklingum að heimsækja skóglendin og velja tré. „Þessi nýbreytni hefur fengið mjög góð- ar viðtökur og hún fellur auk þess afar vel að okkar markmið- um sem eru að kynna lands- mönnum íslenskt skóglendi allt árið um kring. Auk þess getum við með þessum hætti fjármagn- að starfsemi okkar þannig að við erum að slá margar flugur i einu höggi." -1 hvaða skóglendi geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu farið til að velja sér tré? „Skógræktarfélag Mosfells- bæjar hefur boðið fólki að koma í Hamrahlíð. Þá hefur fyrirtækjum staðið til boða að heimsækja skóginn í Brynjudal í Hvalfirði. Hafi fólk áhuga getur það haft samband við skrifstofu Skóg- ræktarfélags Islands og fengið nánari upplýsingar um staði sem hægt er að sækja heim í þessum tilgangi." - Koma íslensku trén úr öllum landsfjórðungum ? „Skógrækt ríkisins er einn að- alframleiðandinn og það er talið að hún framleiði um ----------- 80% þeirra íslensku jólatrjáa sem lands- menn kaupa fyrir jól- in. Sjálfsagt er mest framleitt í Skorradal." Brynjólfur Jónsson ►Brynjólfur Jónsson er fædd- ur á Núpi í Dýraflrði árið 1957. Hann lauk námi í fisk- tækni frá Fiskvinnsluskóla ís- lands árið 1980 og skógfræði- námi frá norska landbúnaðar- háskólanum í Ási í Noregi árið 1988. Brynjólfur hefur verið framkvæmdastjóri hjá Skóg- ræktarfélagi Islands frá árinu 1988. Eiginkona hans er Ingibjörg Jóhanna Gunnlaugsdóttir og eiga þau samtais fjögur börn. innflutningi jólatrjáa. „Nor- mannsþinurinn sem hefur verið að koma frá Danmörku er ekki sérstaklega umhverfisvænn. Framleiðendur þar nota lyf svo og eiturefni til að halda niðri lús eins og gjarnan sest á eðalgreni eða normannsþin. Trén eru þá úðuð tvisvar til þrisvar sinnum yfir sumarið og einnig með sveppalyfjum. Reyndar eru þessi mál nú í endurskoðun í Dan- mörku, umræður hafa verið um að votta jólatré þar sem ekki eru notuð mengandi efni.“ Brynjólfur bendir á að engin efni séu notuð á íslensk tré og þau séu því ákaflega umhverfis- væn. „Því miður höfum við orðið fyr- ir áföllum vegna innflutnings - Er möguleiki að rækta nor- mannsþin hér á landi? „Nei og það eru margar ástæður sem liggja þar að baki. Normannsþinur þarf lengi'a og hlýrra sumar en hér er og um- hleypingar eru of miklir hér á landi. En það má benda á ýmsar aðrar tegundir trjáa sem hægt er að rækta og barrheldnastar eru þá líklega fjallaþinur og stafafura." Brynjólfur segir að það séu ýmsir gallar sem fylgi trjáa. Það hafa borist með þeim bæði skordýr og sjúkdómar og má til dæmis nefna að sitka- grenilúsin barst ótvírætt með jólatrjám á sínum tíma og hefur í kjölfarið valdið ómældum skaða. Þetta er m.a. ein ástæðan fyrir því að við viljum hvetja íslenska skógræktendur til að auka fram- leiðsluna og hækka hlutfall ís- lenskra jólatrjáa." - Hvað er langt síðan við fórum að skreyta jólatré hér á landi? „Fyrstu íslensku jólatrén fóru að sjást um síðustu aldamót. Þá vafði fólk lyngi og eini á heima- smíðuð tré. Almennt fara jólatré ekki að sjást fyrr en velmegun fer að aukast eftir stríð og það --------- má segja að í kringum Vatnsspennan árið 1950 þegar Land- í trénu má græðslusjóður fer að aldrei rofna Jnn- tré.„hafi hefðm fest í sessi. - Hvernig á að meðhöndla tréð þegar það er komið út á svalir eða út fgarð? „Trén mega ekki verða fyrir miklu vökvatapi. Því borgar sig að hafa þau sem mest í vatni. Best er að fylla fótu með vatni og láta tréð standa í henni. Þegar tréð er síðan tekið inn þarf að saga aðeins neðan af því og setja strax í vatn því ekki má rjúfa vatnsspennuna í trénu. Gerist það geta nálar farið að falla af því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.