Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ✓ Tæplega 93 þúsund skráningar hjá Búnaðarbanka Islands hf. Fjölmennasta hlutafélag landsins ALLS voru skráðar 92.900 áskrift- ir í hlutafjárútboði Búnaðarbanka Islands hf. fyrir samtals 42,8 millj- arða króna að nafnverði sem er 122 sinnum hærra en þær 350 milljónir sem boðnar voru út. Að sögn Arna Odds Þórðarson- ar, forstöðumanns markaðsvið- skipta Búnaðarbankans, framseldu um 30 þúsund aðilar kennitölu sína til verðbréfafyrirtækja og eru hlut- hafar því um 60 þúsund. Sá elsti er fæddur árið 1900 en yngsti hluthaf- inn kom í heiminn sl. fimmtudag. Aidrei fyrr hefur þátttaka í út- boði hérlendis verið jafnmikil og ljóst er að bankinn verður eftir útboðið langfjölmennasta al- menningshlutafélag landsins. Vegna mikillar eftirspurnar er nauðsynlegt að skerða hámarks- hlut og verður hann kr. 3.760 að nafnverði í stað kr. 500 þúsund sem var sú hámarksupphæð sem hægt var að skrá áskrift fyrir. Kaupverð hvers hlutar verður því kr. 8.084 miðað við útboðs- gengið 2,15. í kennitölukapp- hlaupi fjármálafyrirtækjanna fór gengið hæst í 2,56 áður en útboð- inu lauk á föstudag. Þeir sem mest bera úr býtum hagnast því um 1.541 kr. Samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum komu yfir 15 þúsund áskriftir yfir netið en mikil áhersla var lögð á að nota vefinn til skrán- inga. Þetta skapaði mikið hagi'æði og gerði bankanum kleift að ljúka ski'áningu á fljótlegan og öruggan hátt. Greiðsluseðlar sendir út í vikunni Gert er ráð fyrir að greiðsluseðl- ar verði sendir út í síðari hluta þessarar viku og er síðasti gjald- dagi þeirra 29. desember næst- komandi. Vonast er eftii' skráningu Búnaðarbankans á Aðallista Verð- bréfaþings íslands innan fárra daga. Könnun meðal íslenskra fyrirtækja á Netinu Þriðjungur notar óör- ugga nafna- miðlara ÞRIÐJUNGUR íslenski-a fyrirtækja sem tengjast Netinu getur átt á hættu að óviðkomandi lesi tölvupóst sem er sendur frá því, að því er kem- ur fram í könnun hugbúnaðarfyrir- tældsins Menn og mýs ehf. í könnun fyrirtækisins kom í ljós að hægt er að „eitra“ (DNS Spoof- ing) fyrir þriðja hverjum nafnamiðl- ara (Domain Name Server) á Netinu með því að senda þeim rangar upp- lýsingar. Nafnamiðlari er nokkurs konar símstöð á Netinu. Pétur Pétursson, framkvæmda- stjóri Manna og músa, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði notað nýtt forrit, DNS Expert, til þess að skoða netuppsetningu 5.000 bandarískra fyrirtækja og allra íslenskra fyrirtækja, sem hefðu að- gang að Netinu. Kom í ljós að hægt var að eitra fyrir um þriðjungi nafnamiðlara bandarískra og ís- lenskra fyrirtækja. „Fyrirtæki sem nota slíka nafna- miðlara eiga á hættu að óviðkomandi lesi tölvupóst sem fer frá fyrh'tæk- inu og/eða að starfsmönnum sé vísað á rangar heimasíður á Netinu. Þessa aðferð má meðal annars nota til þess að komast yfir kortanúmer, lykilorð að bankareikningum og aðrar við- kvæmar upplýsingar. Allir þeir sem vinna eitthvað á Netinu eða stunda þar viðskipti verða að vera þess fullvissir að þeir noti nafnamiðlara sem ekki er hægt að eitra fyrir. Þá þurfa fyrirtæki að gæta þess að önnur fyrirtæki, sem þau eru í samskiptum við, noti einnig örugga nafnamiðlara en uppsetning eldveggja eða annarra öryggistækja veitir ekki vernd gegn þessari hættu.“ Minnkandi hagnaði spáð í Evrópu Ericsson einungis byrjunin ? Londoip Reuters. EVROPSKIR fjárfestar mega áreið- anlega eiga von á afkomuviðvörun- um frá fleiri fyrirtækjum á næsta ári, þar eð draga mun úr auknum hagnaði þrátt fyrir margar vaxta- lækkanir í álfunni, að dómi sérfræð- ings Goldman Sachs. Sænski fjarskiptarisinn Ericsson AB hefur valdið verðfalli hlutabréfa í atvinnugreininni með viðvörun um að hagnaður á síðasta ársfjórðungi muni minnka um 15-20% vegna efna- hagsvandans í heiminum. Hagnaður evrópskr'a fyrirtækja mun einnig gjalda þess að efnahags- líf Bandaríkjanna verður ekki eins blómlegt og hagvöxtur verður lítill sem enginn á nýrri mörkuðum, að sögn sérfræðinga. Verðlækkunarþrýstingur eftir gildistöku evrunnar mun einnig hafa neikvæð áhrif á hagnað. Þar við bæt- ist kostnaður við undh'búning evr- unnar og vegna starfs sem þarf að vinna til að koma í veg fyrir að tölvu- kerfi hrynji árið 2000. Coca-Cola Co. er síðasta Dow-fyi'- irtækið sem hefur sent frá sér af- komuviðvörun og bendir á erfiðleika í Þýzkalandi, Japan og Rómönsku- Ameríku. „Hagnaður getur minnkað yfír alla línuna,“ sagði sérfræðingur HSBC Securities. HSBC telur að hagnaður á hlutabréf (EPS) í Evrópu muni aukast um 8% 1999 miðað við 10-11% 1998. Evrópa er ekki eins berskjöld- uð og aðrir hlutar heims vegna þess að 66-75% hagnaðarins er aflað inn- an álfunnar, að sögn HSBC. Meira en 20 viðurkenningar virtra tölvutímarita það sem af Einróma lof fyrir afburða afköst, lágan rekstrarkostnað og neti. Þetta er HP Vectra fyrirtækjatölvan í hnotskurn. er þessu ári. stjórnanleika á * IWJ' HP Vectra VE 300MHz • Intel Celeron 300MHz örgjörvi • 128KB skyndiminni • 15' HP Ultra VGA hágæía skjár (17" HP 70 skjár fáanlegur fyrir 9.500 kr. m/vsk til viðbótar) • ATI 3D Rage IIC skjástýring með 2 MB skjáminni • 32 MB vinnsluminni • 3.2 GB SMART IDE harður diskur • HP3Com 10/100 netkort • Þriggja ára ábyrgð' • HP TopTools stjórnunar- og eftirlitshugbúnaður • Fæst bæði sem borð- og turnvét Verð aðeins 99.800 kr. stgr. m/vsk eða 2.842 kr. á mánuði með HP Finans tæknileigusamningi** Tilboðsverð skv. rammasamningi Ríkiskaupa RK-3.02 ir liii ilt iuli trlt 2000 ‘Hafið samband við viðurkennda sötuaðila og kynnið ykkur ábyrgðarskilmála Hewtett-Packard. ** Miðað við tæknileigu tit 36 mánaða. Lágmarkskaup 1.000.000 kr. m/vsk. HP Vectra VE 350MHz • Intel Pentium II 350MHz örgjörvi • 17" HP 70 hágæða skjár • Matrox Miltenium G100 AGP skjástýring með 4 MB skjáminni • 64 MB vinnsluminni (100MHz SDRAM) • 4.3 GB SMART IDE harður diskur • HP 3Com 10/100 netkort • Þriggja ára ábyrgð* • HP TopTools stjórnunar- og eftirlitshugbúnaður Verð aðeins 134.500 kr. stgr. m/vsk eða 3.831 kr. á mánuði með HP Finans tæknileigusamningi** HPVectra VE 400MHz með Pentium II örgjörva og Windows NT stýrikerfi Verð aðeins 169.800 kr. stgr. m/vsk eða 4.836 kr. á mánuði á HP Finans tæknileigusamningi** le^ HP Finans tæknileigusamningur til þriggja ára er nýjung sem auðveldar þér að endurnýja tölvubúnaðinn. Gegn fastri greiðslu á mánuði færðu nýja og glæsi- lega tölvu og getur síðar skipt henni út fyriraðra nýrri hvenærsem ersamnings- tímans. Þannig er tryggt að þú sért alltaf með nýjasta búnaðinn. Hafðu samband við viðurkenndan sölu- aðila og kynntu þér málið! OPIN KERFIHF m HEWLETT PACKARD Viðurkenndir söluaðitar: Sími 570 1000 / Fax 570 1001 Reykjavlk: ACO hf.. sfmí 530 1800 og Gagnabanki Islands. sími 581 1355 * Akranes: Tölvuþjónustan. sími 431 4311 • Dalvflo Haukur Snorrason. sfmi 466 1828 Akureyri: EST. sfmi 461 2290 • Húsavfk: EG Jónasson. sími 464 1990 • Tötvuþjónusta Austurlands: Egilsstöðum, sfmi 471 1111 og Höfn, sími 478 2379 Selfoss: TRS. sími 482 3184 • Keflavfk: Tölvuvæðing ehf, sími 421 4040 • Sauflárkrókur Element, sími 455 4555 [ K I l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.