Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Frumvarp um miðlægan gagnagrunn komið til þriðju umræðu á Alþingi Jafn umdeilt og fyrr Frumvarp um miðlægan gagnagrunn kem- ur til 3. umræðu og síðustu umræðu á Al- t lingi í dag. Af viðtölum við fulltrúa ís- lenskrar erfðagreiningar og Mannverndar má ráða að málið er jafn umdeilt nú og þeg- ar það var fyrst lagt fram, þrátt fyrir ítar- legar umræður um málið síðustu misseri. Móa syngur í breskum jóla- þætti á Channel 4 MÓEIÐUR ásamt bræðrum sínum, tvíburunum Kristni og Guðlaugi, sem munu báðir leika með hljómsveit hennar í sjónvarpsupptökun- um í Finnlandi. Aðrir í hljómsveitinni eru Haraldur Bergmann, Bjarki Jónsson og Hjörleifur Jónsson, en sá síðastnefndi forfallaðist fyrir Finnlandsferðina. Mynduð á slóð- um finnska jóla- sveinsins SIGMUNDUR Guðbjarna- son, prófessor við Háskóla íslands og formaður Mann- vemdar, segir að gagna- gmnnsmálinu sé engan veginn lok- ið þó frumvarpið verði að lögum og bæði þjóðin og sér í lagi þingið muni hafa bæði skömm og skaða af. Högni Oskarsson, læknir og ráðgjafí Islenskrar erfðagreining- ar, segir að yfirferð yfir frumvarp- ið frá því í sumar hafi leitt til þess að áhersla á persónuvernd sé miklu meiri og skilmerkilegri en hún hafi verið áður. Sigmundur Guðbjamason, for- maður Mannverndar, sagði að þeir sæju ekki að þessar breytingar sem gerðar hefðu verið á gagna- grannsframvarpinu væra til mik- illa bóta nema síður væri. Hins vegar þyrfti að fara nánar yfir þær. Þó væra ekki líkur á að helstu bar- áttumál samtakanna um persónu- vernd og upplýst samþykki næðu fram að ganga og raunar gilti það um flest þau atriði sem samtökin hefðu gert athugasemdir við. Sama gilti einnig yfirleitt um athuga- semdir annama aðila sem kallaðir hefðu verið fyrir heibrigðis- og trygginganefnd Alþingis að ekki hefði verið tekið mark á þeim. Þar væri um að ræða athugasemdir fjölda einstaklinga, félagasamtaka og stofnana við ýmis ákvæði fram- varpsins, þ.á m. Mannréttinda- nefndar íslands, Tölvunefndar, Vísindasiðanefndar, Samkeppnis- stofnunar og þannig mætti áfram telja. „Það er nú svo að sjá að það sé ósköp lítið gert með þessar um- sagnir eða þær athugasemdir sem koma fram, þannig að þetta er svona einhver sýndai'veruleiki, sem þarna er á ferðinni. Við sjáum fram á að málið verði erfitt, því eins og horfir mun þingið væntan- lega samþykkja þetta frumvai-p. En stríðinu er engan veginn lokið, því það sem eftir stendur er að læknar standa frammi fyrir því að þeir hafa svarið sinn læknaeið og trúnað við sjúklinga sína, en frum- varpið gerir ekki ráð fyrir því að þeir geti haldið þá eiða. Þeir verða því að hafna því að leggja til efni í þennan gagnagrunn,“ sagði Sig- mundur. Hann sagði að búið væri að kljúfa bæði læknastéttina og vís- indasamfélagið langsum og þvers- um í þessu máli og það þyrfti tals- vert að koma til til að brúa þá gjá sem þar hefði myndast. „Við hugs- um okkar gang. Við hefðum gjarn- an viljað koma í veg fyrir slys. Þessi samtök Mannvemd era nokkurs konar slysavarnarfélag, þar sem við vildum forðast slysin, en menn ætla sér að keyra upp á sker hvort eð er, þannig að við at- hugum okkar gang. Málinu er eng- an veginn lokið, vegna þess að við sem þjóð og þingið sér í lagi mun hafa bæði skömm og skaða af,“ sagði Sigmundur ennfremur. Hann sagði að þetta gagna- grannsmál þyrfti miklu lengri tíma og umfjöllun, eins og bent hefði verið á hér á landi og erlendis. Menn þyrftu að hugsa málið miklu betur. Það væra margir annmark- ar á frumvarpinu og auðvitað þyrftu menn að gefa sér betri tíma til að vinna úr því. Málið væri stórt og flókið og tæki til margra þátta mannlífsins. Athugasemdir hefðu verið gerðar við fjölmörg atriði. „Það er einhver undarlegur asi og flýtir á þessu öllu og það verður okkur til skaða vegna þess að það hefði mátt leysa þetta, held ég, á mun farsælli máta ef menn hefðu gefið sér tóm til,“ sagði Sigmund- ur. Hann taldi einsýnt að læknar myndu láta á það reyna fyrir dóm- stólum hvort gagnagrannsfram- varpið, ef það yrði að lögum, skyld- aði þá til að gefa upplýsingar sem sjúklingar hefðu látið þeim í té í trúnaði. „Það er ekki hægt að þvinga menn til að bregðast eiðstaf sem þeir hafa svarið þegar þeir takast á við þetta starf,“ sagði Sig- mundur að lokum. Áhersla á persónuvernd meiri Högni Oskarsson læknir, sem er ráðgjafi Islenskrar erfðagreiningar í gagnagrannsmálinu, sagði að sú mikla umræða sem verið hefði um gagnagrannsframvarpið í sumar og í haust og sú mikla vinna sem lögð hefði verið í endurskoðun þess hefði leitt til þess að það hefði breyst veralega mikið frá upphaf- legri gerð þess. Áhersla á persónu- vernd væri skilmerkilegri en hún hefði veríð, ekki síst vegna út- færslu dulkóðunar og aðgangs- hindrana. í framvarpinu væri nú beinlínis bannað að veita upplýs- ingar um einstaklinga sem væri mjög mikilvægt atriði og aðgangs- hindranirnar ættu að gera það að verkum að ekki ætti að vera hægt að ná fram upplýsingum um ein- staklinga, hvorki með íyrirspurn- um né af starfsmönnum gagna- grannsins. „Samkvæmt þessu uppfyllir framvarpið núna öll skilyrði Evr- ópuráðsins sem sett era um hvað eru persónugreinanlegar upplýs- ingar og hvað ekki. Það er mjög mikilvægt og það leiðir til þess að öll þessi umræða um upplýst sam- þykki hefur náð lendingu, því sam- kvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem við Islendingar eram aðilar að, bæði sem þjóð og í gegnum einstök félagasamtök, eins og t.d. lækna- samtök, þá uppfyllir frumvarpið líka þau skilyrði sem þarf til þess að ætlað samþykki nægi, ekki síst eftir að komið er inn í frumvarpið ákvæði um vísindasiðanefnd sem fjallar um þá vinnu sem fram fer í gagnagranninum," sagði Högni. Hann sagði að orðalagið í frum- varpinu um aðgengi vísindamanna hafi verið óljóst og margir hafi túlkað það sem svo að þar væri fyrst og fremst leið fyrir starfsleyf- ishafann til þess að útiloka vísinda- menn frá því að nota gagnagrann- inn. Reyndar hefði sá skilningur aldrei verið lagður í ákvæðið. Sú leið sem farin væri nú, að fella út aðgengisnefndina, væri tilkomin vegna samkeppnisreglna ESB að því er hann teldi, en í staðinn kæmi inn ákvæði um að hver stofnun semdi fyrir vísindamenn sína um afnot af gagnagi-unninum til vís- indarannsókna, en náttúrlega með þeim skilyrðum að rekstrarleyfis- hafi hafi sérleyfi til þess að nýta upplýsingarnar í viðskiptalegum tilgangi. Fram hafi komið, bæði á Alþingi í þingumræðum og í heil- brigðisnefnd og eins í ráðuneytinu að það sé litið svo á að aðgengi vís- indamanna eigi að vera mjög opið og út frá því sjónarmiði muni vænt- anlegur rekstrarleyfishafi og stofn- anir semja. Þá komi upp spurning- in með vísindamenn sem vinni utan þátttökustofnana. Það sé skilning- ur margra, meðal annars forsvars- manna Islenskrai- erfðagreiningar, sem væntanlega muni sækja um þetta rekstrarleyfi, að aðrir vís- indamenn muni geta fengið afnot af grunninum í gegnum samstarf við vísindamenn inn á þátttöku- stofnunum. Erfðafræðiupplýsingar alltaf með Högni sagði að hin breytingin sem gerð hefði verið núna í þinginu sneri að erfðaupplýsingum og ætt- fræðigrunninum. „Andstæðingar framvarpsins hafa haldið því fram að hugmyndin um erfðafræðiupp- lýsingar sé alveg ný af nálinni og gjörbreyti eðli málsins, en þetta er ekki rétt því í allri umræðunni eins og hún hefur verið hérna allt síð- asta ár og í umsögnunum sem komu inn frá fjölmörgum aðilum í haust er alltaf gengið út frá því að erfðafræðiupplýsingarnar séu með í spilinu," sagði Högni. Hann benti á að í umsögn Rrabbameinsfélags Islands sem send hefði verið út í byrjun sept- ember og hefði verið undirrituð af stjórninni og meðal annars af Sig- urði Björnssyni formanni kæmi fram að erfðaupplýsingar yrðu inni í granninum, þannig að þegar Sig- urður segði nú að þetta væri alveg nýtt væri það ekki rétt. Siðfræði- ráð Læknafélags íslands gengi sömuleiðis út frá því í áliti sínu 2. nóvember að erfðafræðiupplýsing- ar yrðu inni í granninum, þannig að þegar Tómas Zoéga, formaður þess, segði að þetta gjörbreyti eðli málsins, þá sé það ekki alveg rétt heldur. Sama viðhorf kæmi fram í áliti miðstöðvar fyrir erfðafræði við Háskóla Islands og einnig í áliti landlæknis og þannig mætti lengi telja. „Þannig að þetta er ekkert nýtt í umræðunni. Það sem hins vegar gerist núna með þessari breytingu er að það er bara tekið mjög skýrt fram að erfðafræðiupplýsingarnar verða í sérstökum gagnagranni og það er þetta sem siðfræðiráð Læknafélagsins til dæmis lagði áherslu á með því að vísa í sáttmála Evrópuráðsins um mannréttindi og læknisfræði, þar sem er talað um að erfðafræðigögn eigi að vera að- skilin frá öðram heilsufarsgögnum. Þetta er undirstrikað mjög ótví- rætt í þessari síðustu breytingu," sagði Högni. Hann sagði að erfðafræðiupplýs- ingarnar yrðu aðskildar og leyfi til samkeyrslu ætti að samþykkjast af Tölvunefnd. Hún ætti að sjá um að persónuverndin væri örugg. Því væri einnig haldið fram að þetta gæfi öllum leyfi til þess að keyra út erfðafræðiupplýsingar eins og þeim sýndist, en það væri ekki rétt vegna þess að vísindasiða- nefnd myndi fjalla um allar vís- indaáætlanir og tryggja að þær væru innan ramma vísindasiðfræði. „Þannig eru allir varnaglar inni í þessu áfram sem vísindasiðfræðin gerir ráð fyrir og þær alþjóðlegu samþykktir sem við eram aðilar að,“ sagði Högni að lokum. MÓEIÐI Júníusdóttur söngkonu, Móu, hefur verið boðið ásamt hljómsveit sinni að flytja lagið „Raining In My Heart“ í þætti sem breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hyggst sýna á þriðja í jólum. Þátturinn verður með jólasvip og heldur Móeiður til Finnlands í dag, þar sem atriðið með hljómsveitinni verður tekið upp á slóðum Sama á morgun, nánar tiltekið í bænum Ivalo. Hljómsveitin hélt áleiðis til Finnlands í gær og er skipan hennar að þessu sinni ekki með hefðbundnum hætti, þar sem Guðlaugur bróðir Móeiðar hljóp í skarðið fyrir Hjörleif Jónsson sem forfallaðist. Fyrir er í hljóm- sveitinni Kristinn Júníusson, en þeir Guðlaugur eru tvíburar. „Ivalo er alveg nyrst í Finn- landi og við eigum von á að frost- ið verði um mínus 35 gráður á celsfus," segir Móeiður. Móa á hálum ís „Við munum taka lagið á ísi- lögðu vatni, verðum á hálum ís í orðsins fyllstu merkingu. Þá verður kvikmyndað í bjálkaveiði- kofum, atast í snjó og heitt toddý. Síðan vonumst við eftir að hitta jólasveininn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég flyt lagið í sjónvarpi, þannig að það má segja að upptakan sé fyrsta tón- listarmyndbandið við lagið,“ seg- ir Móeiður. Einnig verður flutt viðtal við Móeiði og hljómsveitina í þættinum. Aðspurð hvort þátttaka henn- ar í þættinum á þessum slóðuin verði túlkuð sem stuðningur hennar við tilraun Finna til að eigna sér heimkynni jólasveins- ins, segir Móeiður flest benda til að Finnum hafi tekist það verk. „Þeir stálu jólasveininum frá okkur, annars væri liann ennþá í Hveragerði, en ég vil ekkert vera að erfa það við Finna,“ segir hún. Móeiður kveðst ekki vita ná- kvæmlega um önnur dagskrárat- riði í þættinum en ef marka megi þær upplýsingar sem hún liafi fengið, standi hún og hljómsveit- in að eina tónlistaratriði þáttar- ins. „Það er mikilvægt að komast í góða sjónvai'psþætti því þeir ná til svo margra, áhorfendahópur- inn er farinn að nema einhverj- um milljónum manns á þessum markaði. Það er alltaf gaman að ná til sem flestra," segir hún. Viðurkenning og kynning Haft var samband við umboðs- skrifstofu Móeiðar og falast eftir hæfileikum liennar í þáttinn og kveðst hún telja viðurkenningu í því fólgna. Sjónvarpsstöðin greiðir allan kostnað við ferðir og uppihald Móu og hljómsveit- arinnar en hún segir að önnur umbun þeirra af þættinum sé fyrst og fremst fólgin í gríðar- legri kynningu honum samfara. Að loknum tveggja daga löng- um upptökum í Finnlandi heldur Móeiður aftur til London þar sem hún liefur bækistöðvar um þess- ar mundir og þaðan til íslands, til að halda jólin liátíðleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.