Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sig. Fannar GUÐMUNDUR Tryggvi Ólafsson, umhverfisfræðingur hjá Sorpstöð Suðurlands. Pappírssöfnun á Suðurlandi gengur vel Selfossi - Pappú' hefur verið að- greindur á Suðurlandi í tvö og hálft ár. A þeim tíma hafa safnast 295 tonn af blönduðum pappír, aðallega dagblöð, tímarit og gæðapappír. Þessi pappír hefur allur verið fluttur til Sorpu, þar er pappírinn baggaður og sendur til Svíþjóðar. Áætlað er að hver íslendingur noti um 150 kg af pappír og pappa á hverju ári, þar af u.þ.b. 75 kg af pappír ýmiskonar og 75 kg af pappa og pappaumbúðum ýmiskonar. Árið 1997 söfnuðust 130 tonn, eða 9 kg á íbúa, af pappír á Suðurlandi og stefnir í svipað magn í ár. Þetta er ágætur árangur og fyllilega sam- anburðarhæfur við önnur svæði þar sem söfnun pappírs fer fram. Á Suð- urlandi safnast um það bil 385 tonn af dagblaðapappír á ári, það gerir um 27 kg á íbúa. Af þessu sést að mikið af pappír fer saman við annan úrgang til urðunar. Með því að end- urvinna pappír er verið að spara orku, hráefni og efnanotkun því minni orku og kemísk efni þarf til að vinna pappú- úr pappír heldur en þarf til að vinna pappír úr trjám. Með því að aðgreina pappú-inn eru sköpuð verðmæti úr sorpi og sorp- magn til urðunar minnkar. Að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, umhverfisfræðings hjá Sorpstöð Suðurlands, er stefnt að því að ná 199,9 tonnum árið 1999 en það er rúmlega helmingur þess dag- blaðapappírs sem fellur til á svæðinu og yfú- 50% aukning frá því sem safnað er í dag. Til að ná þessu marki hafa KÁ, Sorpstöð Suðurlands og Gámaþjónustan látið endurgera söfnunarkassana. Kassar þessir eru sambærilegir við kassana sem dreift var 1996 en heldur breiðari og henta því enn betur fyrir dagblöð. Kass- arnir standa öllum til boða ókeypis í verslunum KÁ. Guðmundur segir að flokkunin hafi verið þokkalega vönduð á svæð- inu. Þó vilji það koma fyrir að annað rusl slæðist með, þá sérstaklega plastpokar, en slíkt auki kostnað við ferlið og rýri gæði hvers farms. „Það er rétt að taka það fram að flokkun- arfyrirkomulagið er ekki alveg eins og í Reykjavík. Hérna eru 2 ker hlið við hlið, annað fyrir pappír og hitt fyrir fernur, þannig að plastpokar koma ekki við sögu eins og í Reykja- vík. Sá pappír sem verið er að sækj- ast eftir er dagblaðapappír, ljósrit- unarpappú-, faxpappír, tölvupappír, tímarit og sambærilegur pappír laus við plast og lím,“ segir Guðmundur Tryggvi. Félagsstarf aldraðra á Blönduósi Sálí hverri skál Blönduósi - Margt fallegra og hagnýtra muna var að finna á basar sem eldri borgarar í A-Hún. héldu í Hnitbjörgum á Blönduósi fyrir skömmu. Handverk kvenna var í miklum meirihluta en karlar áttu líka þarna sinn fulltrúa. Jökull Sigtryggsson, löngum kenndur við Núp í Laxárdal, var þarna með til sölu marga muni unna úr tré. Mest bar á skálum hvers konar og kökudiskum en umgjarðir um klukkur og blómavasa var þar líka að finna. Margur spýtukubburinn hefur fengið tilhlýðilega meðferð hjá Jökli í gegnum tíðina og orðið að nytsömum hlut með fáguðu yfirbragði. Það var ekki bara það að spýturnar fengu nýtt útlit heldur þekkir Jökull sögu þeirra flestra. Þarna var til dæmis að finna skál sem unnin var úr tré sem hafði vaxið í garði kunningja Jökuls. Tré sem lifað hafði tímana tvenna en tók upp á því að drepast af ókunnum ástæðum. Það má með fullkomnum sanni segja að það sé sál í hverri einustu skál frá Jökli. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson MARGUR spýtukubburinn hefur orðið að nytsömum hlut í höndum Jökuls Sigtryggssonar á Blönduósi. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigiu-ðsson Kveikt á jólatrénu á Hellissandi Hellissandi - MikiII mannfjöldi, aðallega börn, var samankominn þegar kveikt var á jólatrénu á Hell- issandi nú fyrir þessi jól. Ævinlega er mikil tilhlökkun í börnunum að fá jólatréð sett upp og sjá það Ijóma í skammdegis- myrkrinu. Jólatréð stendur beint fyrir framan aðalskrifstof- ur Snæfellsbæjar í Röst og er hið myndarlegasta og fagurlega prýtt. Ekki var það til að spilla þessari uppákomu að jólasveinar komu náttúrlega í heim- sókn, dönsuðu með börnunum kringum jólatréð og sungu dátt. Nýr sóknar- prestur settur í embætti Geitagerði - Aðventuguðsþjónusta var haldin í Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal 6. desember sl. þar sem sr. Lára G. Oddsdóttir var sett í embætti. Prófasturinn sr. Einar Þór Þor- steinsson sóknarprestur á Eiðum flutti ávarp og þjónaði jafnframt fyrir altari ásamt fyrrverandi sóknarpresti á Valþjófsstað, sr. Bjama Guðjónssyni. Þá predikaði hinn nýi sóknarprestur og þjónaði fyrir altari að predikun lokinni. Kór Valþjófsstaðarkirkju söng undir stjórn Kristjáns Gissm-arson- ar. Nemendur úr HalloiTnsstaða- skóla undir stjórn Suncana Stamn- ing, tónmenntakennara. Sunginn var aðventusálmur eftir Hákon Að- alsteinsson við lag Þórarins Rögn- valdssonar. Fjölmennt var við athöfnina sem var öll hin virðulegasta. Alls voru sjö prestar viðstaddir kirkjuat- höfnina. Að lokinni messu var öll- um boðið til veislu í félagsheimilinu Végarði þar sem nokkur ávörp voru flutt. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson SR. Einar Þór Þorsteinsson setti sr. Láru G. Oddsdóttur í embætti. NEMENDUR úr Hallormsstaðaskóla sungu við athöfnina. Morgunblaðið/KVM JÓHANNA Gústafsdóttir tekur við gjöfum úr hendi Guðmundar Smára Guðniundssonar, Lionsmanns. 10 ára vígsluafmæli Grundarfirði - Haldið var upp 10 ára vígsluafmæli Dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Fellaskjóls í Grundarflrði nýverið. Opið hús var, þar sem gest- um og gangandi var boðið upp á kaffi og meðlæti. Heimilinu bárust góðar gjafir, bæði í formi peninga og ýmissa hluta svo sem tækja í eldhús, sófa í setu- stofu, fallegi-a skreytinga og blóma. Jóhanna Gústafsdóttir, sem hefur verið forstöðumaður heimilisins þessi tíu ár tók við gjöfunum með góðum þökkum. Á Fellaskjóli er búið í öllum her- bergjum en rými er fyrir 14 vist- menn. Starfsmenn heimilisins eru níu í rúmlega sex stöðugildum. Efri hæð hússins var nýlega tekin í notk- un. Þar er aðstaða til föndurs og tómstundastarfs fyrir vistmenn en Félag eldri borgara í Grundarfirði hefur haft aðgang að heimilinu og haldið spilakvöld, föndurdaga og kóræfingar bæði niðri og nú í nýju aðstöðunni á efri hæðinni. Á aðalfundi dvalarheimilisins sem haldinn var fyrir skömmu voru kjörnir í stjórn þess Arnór Kristjáns- son formaður, Gunnar Jóhann Elís- son, Hallgrímui' Magnússon, Hjördís Bjarnadóttir og Ólafur Guðmunds- son. Jóhanna Gústafsdóttir hefur verið forstöðumaður heimilisins frá upphafi og hefur rekstur þess gengið mjög vel undir umsjón hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.