Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 1
286. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR15. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS
Palestínumenn staðfesta að ekki sé lengur stefnt að eyðingu ísraelsríkis
Israelar segjast sáttir við
afgreiðslu Þjóðarráðsins
Reuters
FÉLAGAK í Þjóðarráði Palestínumanna risu úr sætum og staðfestu með því að rétta upp hönd, að ákvæðið um
eyðingu Ísraelsríkis væri ógilt. Clinton sagði á eftir, að með atkvæðagreiðslunni hefðu Palestínumenn unnið
mikinn sigur vegna þess, að þeir hefðu sýnt ísraelskum almenningi, að þeir vildu frið umfram allt annað.
Clinton innilega
fag’nað í heimsókn
til sjálfsstjórnar-
svæðanna
Gaza, Jerúsalem. Reuters.
ÞJÓÐARRÁÐ Palestínumanna
samþykkti í gær, að Bill Clinton, for-
seta Bandaríkjanna, viðstöddum, að
ógilda ákvæði það í stofnskrá PLO,
Frelsisfylkingar Palestínumanna,
sem kveður á um eyðingu Israelsrík-
is. Talsmaður Benjamips Netanyah-
us, forsætisráðheira Israels, sagði
síðar, að forsætisráðherrann hefði
fallist á, að skiljrðum ísraela um at-
kvæðagiæiðslu hefði verið fullnægt.
Palestínumenn fögnuðu Clinton inni-
lega í sögulegri heimsókn hans til
Gaza og ekki síst þeirri yfírlýsingu
hans, að nú gætu þeir „ráðið sinni
eigin framtíð á sínu eigin landi“.
450 manns, sem setu eiga í Þjóð-
airáðinu, og nærri 600 aðrir
frammámenn meðal Palestínumanna
samþykktu með miklum meirihluta
að staðfesta það, að ákvæðið um
eyðingu Israelsríkis hefði verið
afnumið. „Við ítrekum það í þinni
viðurvist, að við viljum réttlátan frið
og munum ekki taka með vægð á
þeim, sem stofna öryggi okkar og
Israela í hættu,“ sagði Yasser Araf-
at, leiðtogi Palestínumanna, við
Clinton.
Mikill sigur
Clinton sagði, að Palestínumenn
hefðu unnið mikinn sigur með at-
kvæðagreiðslunni. Hann hefði þó
ekkert með ísraelsku ríkisstjórnina
að gera, heldur ísraelskan almenn-
ing. „Hann hefur fengið að heyra, að
þið viljið lifa í friði við nági-anna ykk-
ar um alla framtíð,“ sagði Clinton.
Talsmaður Netanyahus, sem hef-
ur stöðvað brottflutning ísraelsks
herliðs frá Vesturbakkanum, sagði í
gær, að forsætisráðherrann féllist á
samþykkt Þjóðarráðsins en Net-
anyahu krefst þess einnig, að Ai'afat
hætti við fyrirætlanir um að lýsa yfir
sjálfstæði palestínsks ríkis á næsta
ári. Netanyahu samþykkti einnig að
eiga fund með þeim Clinton og Ai'af-
at nú í morgun á landamærum Gaza
ogjsraels.
í ræðu sinni í gær fordæmdi Araf-
at nýbyggðir gyðinga á palestínsku
landi og sagði, að Palestínumenn
hygðust stofna sitt eigið ríki með
Jerúsalem sem höfuðborg. Hann
nefndi þó engai’ dagsetningar.
Ráða eigin framtíð
I hádegisverðai'boði með Arafat
fyrh' fund Þjóðarráðsins kvaðst
Clinton vera hreykinn af því að vera
fyrsti Bandaríkjaforsetinnj sem
kæmi á palestínskt land. „I fyrsta
sinn hafa Palestínumenn tækifæri til
að ráða sinni eigin framtíð á sínu eig-
in landi. Við Bandaríkjamenn viljum,
að ykkur vegni vel og við munum
hjálpa ykkur við að búa til það sam-
félag, sem þið eigið skilið," sagði
Bandaríkjaforseti. Með þessum orð-
um gekk hann ekki lengra en stefna
Bandaríkjastjómar hefur verið, að
friðarferlinu ljúki með samningum
við Israela um ríkisstofnun, en yfir-
lýsingunni var ákaflega fagnað.
„Siðferðileg viðurkenning"
„Við erum sjálfstæð þjóð hvort
sem einhverjum líkar það betur eða
verr,“ sagði Mai-wan Kanafani,
ráðgjafi Arafats, og Palestínumenn
líta á heimsókn Clintons sem mikinn
siðferðilegan stuðning við sig. Israel-
ar almennt virðast vera á sama máli
og Uri Savir, fyrrum ráðuneytis-
stjóri í ísraelska utanríkisráðuneyt-
inu, sagði, að 14. desember yrði
minnst sem dagsins er Bandaríkja-
stjórn viðurkenndi sjálfstætt,
palestínskt ríki í raun.
Hillary, eiginkonu Clintons, vai'
ekki minna fagnað en honum, jafnt á
fundi Þjóðarráðsins og er hún
heimsótti flóttamannabúðir á Gaza.
„Velkomin frú Clinton, miskunnar-
engill" var letrað á borða en í ræðum
sínum gerði Hillai'y aðallega mennt-
unar- og mannréttindamál' að um-
fjöllunarefni. „Réttindi kvenna eru
mannréttindi, ekki síður hér á Gaza
en annars staðar,“ sagði hún.
■ Of snennnt/39
Kvóti fyrir
sæljónin
við Alaska
Anchorage. Reuters.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
minnka veiðar á Alaskaufsa í
Beringshafi til að létta undir með
sæljónum en þeim hefur fækkað
mikið á síðustu árum. Eru tals-
menn sjávardtvegsins í Alaska
æfir yfir ákvörðuninni og raunar
umhverfisverndarmenn líka en
þeim finnst ekki nógu langt
gengið í friðuninni.
Norður-Kyrrahafsráðið, sem
heyrir undir bandaríska við-
skiptaráðið, féllst á veiðitak-
markanirnar á sunnudag en ýms-
ir vísindamenn telja, að sæljónin
hafi ekki nóg fyrir sig að leggja
og umhverfisvemdarmenn segja,
að stofninum hafi farið að hnigna
er skriður komst á ufsaveiðina.
Talið er, að urn 110.000 dýr hafi
verið í honum á ofanverðum átt-
unda áratugnum en þau eru nú
um 20.000.
Veiði bönnuð við Aljútaeyjar
Með samþykktinni frá því á
sunnudag er ufsaveiðinni deilt á
fjögur tímabil í stað tveggja áð-
ur; togveiðar bannaðar við
strendur þar sem sæljónin halda
sig og öll veiði við Aljútaeyjar,
suður af Beringshafi.
Talsmenn fiskiðnaðarins í
Alaska segja, að þessar takmark-
anir muni leiða til gjaldþrots
margra fyrirtækja.
Ufsakvótinn í Beringshafi á
næsta ári verður 992.000 tonn en
var 1,11 millj. tonna áþessu ári. I
Alaskaflóa verður hann rúmlega
100.000 tonn en var tæplega
125.000 tonn.
Clinton um umræður þingsins um málshöfðun
Vill „málamiðlun“
* +
Otti meðal hdfsamra menntamanna í Iran vegna morða
Rithöfundar í felum
Teheran. Reuters.
ÝMSIR hófsamir rithöfundar í Iran
fara nú huldu höfði af ótta við, að
setið sé um líf þeirra. Að undanförnu
hafa nokki-ir félagar þeirra verið
myrtir eða horfið sporlaust. Ottast
er, að morðunum sé stefnt gegn um-
bótatilraunum Mohammads Khat-
amis forseta.
Fii'ouz Gouran, ritstjóri mánaðar-
ritsins Heilbrígðs samfélags, sem nú
hefur verið bannað, sagði í gær, að
ýmsir kollega sinna væru í felum eða
hefðu gripið til sérstakra varúð-
arráðstafana. „Menn eru óttaslegnir.
Mér er fylgt til vinnu dag hvern og
heyri ég fótatak í stiganum, býst ég
við, að mín síðasta stund sé að renna
upp,“ sagði Gouran.
Grafið undan Khatami?
Þrír rithöfundar og menntamenn,
sem bókstafstrúarmenn ömuðust við,
hafa verið myrtir á skömmum tíma
og þess fjórða er saknað. Þá vora
leiðtogi lítils stjórnai'andstöðuflokks
og kona hans stungin til bana á heim-
ili sínu nýlega. Hafa morðin vakið
ótta í öllu samfélaginu og vakið efa-
semdir um, að Khatami forseti geti
staðið við loforð sín um samfélagsleg-
ar umbætur. Hefur enginn verið
handtekinn vegna þessara mála.
Khamenei erkiklerkur í íran
sakaði í gær bandarísku leyni-
þjónustuna um að bera ábyrgð á
morðunum. Sagði hann, að með þeim
vildi hún ófrægja íslamska kerfið en
tveir þeirra, sem hafa verið myrtir,
voru kallaðir fyrir byltingardómstól í
október fyrir að reyna að endurreisa
samtök rithöfunda og blaðamanna í
Iran en þau hafa verið bönnuð.
Hófsamh' menn í Iran, þ.á m.
Faezeh Hashemi, dóttir Rafsanjanis,
fyrrverandi forseta, létu í sér heyra í
gær og fordæmdu harðlínumenn í
öryggisþjónustunni fyrir að hafa
ekki upp á morðingjunum.
Gaza, Washington. Reuters.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
varaði í gær Bandaríkjaþing við að
halda áfram málavafstrinu í því
skyni að koma sér úr embætti. Kvað
hann það ekki í þágu bandarísku
þjóðarinnar og hvatti til, að fundin
yrði „sanngjörn málamiðlun“.
Clinton slapp ekki við spurningar
um vandamál sín heimafyrir í
heimsókn sinni í ísrael og Gaza.
Svaraði hann þeim þannig, að mála-
rekstur repúblikana væri ekki í þágu
bandarísku þjóðarinnar og ítrekaði,
að hann vildi beita sér fyrir „sann-
gjarnri málamiðlun“ við þingið.
Búist er við, að fulltrúadeildin muni
hefja umræðm' á fimmtudag um
málshöfðun gegn Clinton í samræmi
við niðurstöðu dómsmálanefndarinn-
ar.
A1 Gore, varaforseti Bandarikj-
anna, sagði í gær, að flestir væru
sammála um, að hegðun Clintons
hefði verið „skelfilega röng“ og þing-
ið ætti að víta hann fyrir hana en
ekki reyna að bola honum burt.
Séra Jesse Jackson, vinm- Clin-
tons, tilkynnti í gær, að hann ætlaði
að gangast fyrir bænavöku fyrir utan
þinghúsið á fímmtudag og ætla ýmsir
frammámenn í bandarísku verka-
lýðshreyfingunni að taka þátt í henni.
■ Repúblikanar/26