Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 1
286. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR15. DESEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS Palestínumenn staðfesta að ekki sé lengur stefnt að eyðingu ísraelsríkis Israelar segjast sáttir við afgreiðslu Þjóðarráðsins Reuters FÉLAGAK í Þjóðarráði Palestínumanna risu úr sætum og staðfestu með því að rétta upp hönd, að ákvæðið um eyðingu Ísraelsríkis væri ógilt. Clinton sagði á eftir, að með atkvæðagreiðslunni hefðu Palestínumenn unnið mikinn sigur vegna þess, að þeir hefðu sýnt ísraelskum almenningi, að þeir vildu frið umfram allt annað. Clinton innilega fag’nað í heimsókn til sjálfsstjórnar- svæðanna Gaza, Jerúsalem. Reuters. ÞJÓÐARRÁÐ Palestínumanna samþykkti í gær, að Bill Clinton, for- seta Bandaríkjanna, viðstöddum, að ógilda ákvæði það í stofnskrá PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna, sem kveður á um eyðingu Israelsrík- is. Talsmaður Benjamips Netanyah- us, forsætisráðheira Israels, sagði síðar, að forsætisráðherrann hefði fallist á, að skiljrðum ísraela um at- kvæðagiæiðslu hefði verið fullnægt. Palestínumenn fögnuðu Clinton inni- lega í sögulegri heimsókn hans til Gaza og ekki síst þeirri yfírlýsingu hans, að nú gætu þeir „ráðið sinni eigin framtíð á sínu eigin landi“. 450 manns, sem setu eiga í Þjóð- airáðinu, og nærri 600 aðrir frammámenn meðal Palestínumanna samþykktu með miklum meirihluta að staðfesta það, að ákvæðið um eyðingu Israelsríkis hefði verið afnumið. „Við ítrekum það í þinni viðurvist, að við viljum réttlátan frið og munum ekki taka með vægð á þeim, sem stofna öryggi okkar og Israela í hættu,“ sagði Yasser Araf- at, leiðtogi Palestínumanna, við Clinton. Mikill sigur Clinton sagði, að Palestínumenn hefðu unnið mikinn sigur með at- kvæðagreiðslunni. Hann hefði þó ekkert með ísraelsku ríkisstjórnina að gera, heldur ísraelskan almenn- ing. „Hann hefur fengið að heyra, að þið viljið lifa í friði við nági-anna ykk- ar um alla framtíð,“ sagði Clinton. Talsmaður Netanyahus, sem hef- ur stöðvað brottflutning ísraelsks herliðs frá Vesturbakkanum, sagði í gær, að forsætisráðherrann féllist á samþykkt Þjóðarráðsins en Net- anyahu krefst þess einnig, að Ai'afat hætti við fyrirætlanir um að lýsa yfir sjálfstæði palestínsks ríkis á næsta ári. Netanyahu samþykkti einnig að eiga fund með þeim Clinton og Ai'af- at nú í morgun á landamærum Gaza ogjsraels. í ræðu sinni í gær fordæmdi Araf- at nýbyggðir gyðinga á palestínsku landi og sagði, að Palestínumenn hygðust stofna sitt eigið ríki með Jerúsalem sem höfuðborg. Hann nefndi þó engai’ dagsetningar. Ráða eigin framtíð I hádegisverðai'boði með Arafat fyrh' fund Þjóðarráðsins kvaðst Clinton vera hreykinn af því að vera fyrsti Bandaríkjaforsetinnj sem kæmi á palestínskt land. „I fyrsta sinn hafa Palestínumenn tækifæri til að ráða sinni eigin framtíð á sínu eig- in landi. Við Bandaríkjamenn viljum, að ykkur vegni vel og við munum hjálpa ykkur við að búa til það sam- félag, sem þið eigið skilið," sagði Bandaríkjaforseti. Með þessum orð- um gekk hann ekki lengra en stefna Bandaríkjastjómar hefur verið, að friðarferlinu ljúki með samningum við Israela um ríkisstofnun, en yfir- lýsingunni var ákaflega fagnað. „Siðferðileg viðurkenning" „Við erum sjálfstæð þjóð hvort sem einhverjum líkar það betur eða verr,“ sagði Mai-wan Kanafani, ráðgjafi Arafats, og Palestínumenn líta á heimsókn Clintons sem mikinn siðferðilegan stuðning við sig. Israel- ar almennt virðast vera á sama máli og Uri Savir, fyrrum ráðuneytis- stjóri í ísraelska utanríkisráðuneyt- inu, sagði, að 14. desember yrði minnst sem dagsins er Bandaríkja- stjórn viðurkenndi sjálfstætt, palestínskt ríki í raun. Hillary, eiginkonu Clintons, vai' ekki minna fagnað en honum, jafnt á fundi Þjóðarráðsins og er hún heimsótti flóttamannabúðir á Gaza. „Velkomin frú Clinton, miskunnar- engill" var letrað á borða en í ræðum sínum gerði Hillai'y aðallega mennt- unar- og mannréttindamál' að um- fjöllunarefni. „Réttindi kvenna eru mannréttindi, ekki síður hér á Gaza en annars staðar,“ sagði hún. ■ Of snennnt/39 Kvóti fyrir sæljónin við Alaska Anchorage. Reuters. ÁKVEÐIÐ hefur verið að minnka veiðar á Alaskaufsa í Beringshafi til að létta undir með sæljónum en þeim hefur fækkað mikið á síðustu árum. Eru tals- menn sjávardtvegsins í Alaska æfir yfir ákvörðuninni og raunar umhverfisverndarmenn líka en þeim finnst ekki nógu langt gengið í friðuninni. Norður-Kyrrahafsráðið, sem heyrir undir bandaríska við- skiptaráðið, féllst á veiðitak- markanirnar á sunnudag en ýms- ir vísindamenn telja, að sæljónin hafi ekki nóg fyrir sig að leggja og umhverfisvemdarmenn segja, að stofninum hafi farið að hnigna er skriður komst á ufsaveiðina. Talið er, að urn 110.000 dýr hafi verið í honum á ofanverðum átt- unda áratugnum en þau eru nú um 20.000. Veiði bönnuð við Aljútaeyjar Með samþykktinni frá því á sunnudag er ufsaveiðinni deilt á fjögur tímabil í stað tveggja áð- ur; togveiðar bannaðar við strendur þar sem sæljónin halda sig og öll veiði við Aljútaeyjar, suður af Beringshafi. Talsmenn fiskiðnaðarins í Alaska segja, að þessar takmark- anir muni leiða til gjaldþrots margra fyrirtækja. Ufsakvótinn í Beringshafi á næsta ári verður 992.000 tonn en var 1,11 millj. tonna áþessu ári. I Alaskaflóa verður hann rúmlega 100.000 tonn en var tæplega 125.000 tonn. Clinton um umræður þingsins um málshöfðun Vill „málamiðlun“ * + Otti meðal hdfsamra menntamanna í Iran vegna morða Rithöfundar í felum Teheran. Reuters. ÝMSIR hófsamir rithöfundar í Iran fara nú huldu höfði af ótta við, að setið sé um líf þeirra. Að undanförnu hafa nokki-ir félagar þeirra verið myrtir eða horfið sporlaust. Ottast er, að morðunum sé stefnt gegn um- bótatilraunum Mohammads Khat- amis forseta. Fii'ouz Gouran, ritstjóri mánaðar- ritsins Heilbrígðs samfélags, sem nú hefur verið bannað, sagði í gær, að ýmsir kollega sinna væru í felum eða hefðu gripið til sérstakra varúð- arráðstafana. „Menn eru óttaslegnir. Mér er fylgt til vinnu dag hvern og heyri ég fótatak í stiganum, býst ég við, að mín síðasta stund sé að renna upp,“ sagði Gouran. Grafið undan Khatami? Þrír rithöfundar og menntamenn, sem bókstafstrúarmenn ömuðust við, hafa verið myrtir á skömmum tíma og þess fjórða er saknað. Þá vora leiðtogi lítils stjórnai'andstöðuflokks og kona hans stungin til bana á heim- ili sínu nýlega. Hafa morðin vakið ótta í öllu samfélaginu og vakið efa- semdir um, að Khatami forseti geti staðið við loforð sín um samfélagsleg- ar umbætur. Hefur enginn verið handtekinn vegna þessara mála. Khamenei erkiklerkur í íran sakaði í gær bandarísku leyni- þjónustuna um að bera ábyrgð á morðunum. Sagði hann, að með þeim vildi hún ófrægja íslamska kerfið en tveir þeirra, sem hafa verið myrtir, voru kallaðir fyrir byltingardómstól í október fyrir að reyna að endurreisa samtök rithöfunda og blaðamanna í Iran en þau hafa verið bönnuð. Hófsamh' menn í Iran, þ.á m. Faezeh Hashemi, dóttir Rafsanjanis, fyrrverandi forseta, létu í sér heyra í gær og fordæmdu harðlínumenn í öryggisþjónustunni fyrir að hafa ekki upp á morðingjunum. Gaza, Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti varaði í gær Bandaríkjaþing við að halda áfram málavafstrinu í því skyni að koma sér úr embætti. Kvað hann það ekki í þágu bandarísku þjóðarinnar og hvatti til, að fundin yrði „sanngjörn málamiðlun“. Clinton slapp ekki við spurningar um vandamál sín heimafyrir í heimsókn sinni í ísrael og Gaza. Svaraði hann þeim þannig, að mála- rekstur repúblikana væri ekki í þágu bandarísku þjóðarinnar og ítrekaði, að hann vildi beita sér fyrir „sann- gjarnri málamiðlun“ við þingið. Búist er við, að fulltrúadeildin muni hefja umræðm' á fimmtudag um málshöfðun gegn Clinton í samræmi við niðurstöðu dómsmálanefndarinn- ar. A1 Gore, varaforseti Bandarikj- anna, sagði í gær, að flestir væru sammála um, að hegðun Clintons hefði verið „skelfilega röng“ og þing- ið ætti að víta hann fyrir hana en ekki reyna að bola honum burt. Séra Jesse Jackson, vinm- Clin- tons, tilkynnti í gær, að hann ætlaði að gangast fyrir bænavöku fyrir utan þinghúsið á fímmtudag og ætla ýmsir frammámenn í bandarísku verka- lýðshreyfingunni að taka þátt í henni. ■ Repúblikanar/26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.