Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ s Italir spar- samastir Brussel. Reuters. ÍTALIR eru sparsamasta þjóð Evrópu, ef marka má nýjar tölur yfír sparnað í að- ildarlöndum Evrópusam- bandsins (ESB) frá hagstofu þess, Eurostat. ítalir spara að jafnaði um 50% meira af ráðstöfunar- tekjum sínum en meðaltal ESB-þjóðanna, en Danir spara hlutfallslega minnst, eða 61% minna en ESB-með- altalið. Þessar niðurstöður voru reiknaðar út frá tölum frá árinu 1996, en sparnaðurinn er reiknaður sem ráðstöfun- artekjur hvers heimilis á hvern íbúa að frádregnum útgjöldum. Þetta var reikn- að út fyrir 11 af 15 löndum ESB - tölur lágu ekki fyrir frá Austurriki, Grikklandi, írlandi og Lúxemborg. Niðurstöðumar sýndu að þær þjóðir sem hyggjast taka þátt í að stofna Efna- hags- og myntbandalag Evr- ópu (EMU) nú um áramótin spara að jafnaði 8% meira en þær sem munu standa utan við það. JÓlrmatseðill meo STEIKARHLAÐBORÐI í HfiDEGINU a.t§o fi KVÖLDIN SMabrú BORÐfiPflNTfiNIR í SÍMfl 5624455 murifcjtéu/N t rr~ VT'FY nr Veturinn 1998-’99 OPNUNARTÍMAR Skólar og sérhópar Opið fró mónud. til föstud. kl. 10:00-15:00 Almenningur og hópar Mónudagu kl. 12:00-15:00 Þriðjudago kl. 12:00-15:00 Miðvikud. og fimmtud. kl. 12:00-15:00 og kl. 17:00-19:30 Föstudogo kl. 13:00-23:00 Laugardago kl. 13:00-18:00 (Kvölddogskró auglýst sér) Sunnudoga kl. 13:00-18:00 Úlleitjti ti iougtirdagskvölduin ERLENT Réttarhöldin yfir Anwar í Malasíu Dýna lögð fram sem sönnunargagn Kuala Lumpur. Reuters. SAKSÓKNARAR í máli Anwars Ibrahims, íyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra Malasíu, sögðust í gær ætla að leggja fram nýtt sönn- unargagn, dýnu með sæðisblettum, til að sanna að Anwar hefði haft kynmök við eiginkonu fyrrverandi ritara síns. Musa Hassan, aðstoðarlögreglu- stjóri rannsóknarlögreglu Malasíu, sagði í vitnisburði sínum í gær að dýnan hefði verið tekin úr íbúð, þar sem Anwar er sagður hafa haft kynmök við konuna. Dýnan hefði verið geymd í þrjá mánuði í læstu herbergi nálægt skrifstofu hans áð- ur en hún var 'send í DNA-rann- sókn. Hann sagði ekkert um hvers vegna dýnan var ekki rannsökuð fyrr. Saksóknarinn Azahar Mohamed sagði að dýnan yrði lögð fram sem sönnunargagn í dag. Að sögn að- stoðarlögreglustjórans voru blóð- sýni tekin úr Anwar, fyrrverandi ritara hans, eiginkonu hins síðar- nefnda og ungri dóttur hjónanna. Höfundur bókar um meint fram- hjáhald aðstoðarforsætisáðherrans fyrrverandi hafði haldið því fram að stúlkan væri dóttir Anwars og Shamsidars. Dómari hefur bannað dreifíngu bókarinnar þar til réttað hefur verið yfír höfundinum, sem var ákærður fyrir að birta lygar um Anwar. Anwar hefur einkum verið sakað- ur um kynmök við karla og eigin- konu ritarans fyrrverandi, en hann kveðst saklaus af sakargiftunum og segir þær rannar undan rifjum póli- tískra andstæðinga sinna. „Hvernig er komið fyrir Clinton?" Ákæran byggist á staðhæfingum fyrrverandi bflstjóra Anwars og systur ritarans fyrrverandi, en þau drógu ásakanirnar til baka eftir að lögreglan handtók þau. Stjórn Reuters WAN Azizah Wan Isniail (t.h.), eiginkona Anwars Ibrahims, veifar til stuðningsnianna aðstoðarforsætisráðherrans fyrrverandi við dóm- hús í Kuala Lumpur þar sem réttað er í máli hans. Með henni er dótt- ir þeirra, Nurul Nuhar Anwar. Malasíu hefur sakað Anwar um að hafa fengið lögregluna til að þvinga þau til að breyta vitnisburðinum. Fréttaskýrendur í Malasíu voru fljótir að líkja dýnunni í réttarhöld- unum yfir Anwar við bláa kjólinn í máli Bills Clintons Bandaríkjafor- seta og Monicu Lewinsky. Dómar- inn í máli Anwars, Augustine Paul, skírskotaði til Clintons þegar verj- andinn benti á að einn mannanna, sem Anwar væri sakaður um að hafa haft kynmök við, væri „mikils- metinn maður“. „En Clinton forseti er einnig mikilsmetinn maður,“ svaraði þá dómarinn. „Hvernig er komið fyrir honum í Bandaríkjun- um?“ Anwar var vikið úr ríkisstjórninni í september vegna sakargiftanna og Mahathir Mohamad forsætisráð- herra sagði í fyrradag að fast væri lagt- að honum að skipa nýjan að- stoðarforsætisráðherra. Evran kemur! Fær fríhafnarverzl- Cjíetjmixí jlér mtjnclcwéíinni; Löínuruaíninu, wruelLnni oa áufáLnu l ar. MEÐ teikningum á borð við þessa, af storki fljúgandi með skjatta fullan af evrum, hyggst framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, hjálpa til við kynningu á stofnun Efnahags- og myntbandalagsins, EMU, nú um áramótin. Ellefu af fímmtán aðildarríkjum ESB taka þá upp hina sameiginlegu Evrópumynt. Reuters Blair og sá franski, Lionel Jospin, þrýstu á um framlengingu frests- ins, í nafni þess að hætta væri á að mörg störf töpuðust við afnám frí- hafnarverzlunarinnar. A móti þessum aukafresti eru aðallega Belgía, Holland, Danmörk og framkvæmdastjórn ESB. Það kom skýrt fram í viðbrögðum Jacques Santer, forseta hennar, að hann var ekki hrifínn af verkefninu sem leiðtogarnir fólu stofnun hans. „Enginn ætti að imynda sér, að framkvæmdastjórnin muni leggja til að ákvörðunin um að afnema tollfrjálsa verzlun verði tekin til baka,“ hafði þýzka blaðið Die Welt eftir honum. Skammgóður vermir Ef til þess skyldi koma að sam- komulag næðist um frekari fram- lengingu er eftir Vínar-fundinn óljóst hve löng hún ætti að vera. Jacques Santer sagði að hún gæti tæpast orðið meira en nokkrir mánuðir og Jean-Luc Deheane, forsætisráðherra Belgíu, sagði að „ef til framlengingar kemur, þá verður hún að hámarki eitt ár“. un nýjan gálgafrest? Cfiafahort me<5 óönnum - s 1° Lactncla Akvörðun um afnám tollfrjálsr- ar verzlunar á ferjum og flugvöll- um innan ESB var upprunalega tekin 1991, á þeim grundvelli að hún skekkti samkeppni í verzlun á innri markaði Evrópu, en gildis- tökunni hefur ítrekað verið frestað. Síðasti fresturinn átti að renna út um mitt ár 1999. I Vín var fjármálaráðherrum ESB-ríkj- anna 15 og framkvæmdastjórn sambandsins falið að kanna fyrir marz nk. einu sinni enn hvaða af- leiðingar afnámið hefði fyrir vinnumarkaðinn og að athuga kosti þess að fresta gildistöku banns enn um sinn. En málið er umdeilt. Þýzki kanzlarinn Gerhard Schröder, brezki forsætisráðherrann Tony Sýnið sanna umhyggju með gjöf sem styrkir líkama og sál. Hreiffiwg SVO VIRÐIST sem fríhafnarverzl- un innan Evrópusambandsins (ESB) fái enn einu sinni gálgafrest, eftir að meirihluti ríkisstjórna- og þjóðarleiðtoga ESB beittu sér fyrir því á leiðtogafundi sambandsins í Vín um helgina að gildistöku banns við henni verði frestað enn um sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.