Morgunblaðið - 15.12.1998, Side 76

Morgunblaðið - 15.12.1998, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Loðnan loks fundin MIKIL loðna fannst á miðun- um norðnorðvestur af Langa- nesi um helgina. Skipin sigla þá í gegnum margi'a mflna langar lóðningar, en loðnan var dreifð og stóð djúpt. Flest þeirra fengu góðan afla á fóstudagskvöldið, en urðu síð- an að hætta veiðum vegna brælu. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborg SU, segir gott að vita til þess að loðnan sé loksins gengin í svo miklum mæli inn á miðin. Hins vegar spái brælu áfram og þess vegna bendi allt til þess að ekki náist úr göng- unni fyrr en eftir áramót. Mikið af loðnu/24 Morgunblaðið/Kristj án Ekki frekari viðræður um sameiningu IS og SH ÓFORMLEGUM viðræðum fulltrúa Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hf. og Islenskra sjáv- arafurða hf. um samstarf eða sameiningu félag- anna hefur verið hætt. Stjórn IS hyggst reka fé- lagið áfram sem sjálfstætt hlutafélag og vinnur að ráðningu nýs forstjóra í stað Benedikts Sveinssonar sem hefur tekið við forstjórastarfí Iceland Seafood í Bandaríkjunum til frambúðar. Fulltrúar hluthafa SH og IS hófu að ræða saman á nýjan leik rétt fyrir helgi. Viðræðum þeirra lauk síðdegis í fyiTadag. Stjórnarfor- rnenn fyrirtækjanna vilja ekkert segja um ástæður þess að ekki var haldið áfram. Þegar viðræðunum lauk var verið að ræða mat á verð- mæti fyrirtækjanna og sú staðreynd að hóparn- ir treystu sér ekki til þess að mæla með því að gengið yrði til formlegra viðræðna bendir til þess að mikið hafi borið í milli. Hlutabréf Islenskra sjávarafurða lækkuðu eftir að tilkynnt var um viðræðuslitin í gær. Al- bert Jónsson, forstöðumaður hjá Fjárvangi, tel- ur að áhrifín á hlutabréfamarkaðinn bendi til þess að hluthafar í ÍS sætti sig ekki við þessi málalok. Nýr forstjóri verður ráðinn Hermann Hansson stjórnarfoi-maður segir að Islenskar sjávarafurðir verði reknar áfram sem sjálfstætt fyrirtæki og reynt að efla starfsem- ina. „I Ijósi þessarar niðurstöðu munu Islenskar sjávarafurðir hf. starfa áfram með þeim hætti sem verið hefur og stjórn félagsins hefur fulla trú á því að fyrirtækið hafi góða möguleika til að eflast og styrkjast í framtíðinni,“ segir í orð- sendingu sem stjórn IS sendi starfsmönnum sínum í gær. Gengið hefur verið frá ráðningu Benedikts Sveinssonar sem forstjóra Iceland Seafood Corp. til frambúðar og mun hann láta formlega af starfi forstjóra IS í lok þessa árs. I fréttatil- kynningu sem stjórn Islenskra sjávarafurða sendi frá sér í gær kemur fram að unnið er að ráðningu nýs forstjóra. ■ Misjafnt mat/10 Meistarinn kominn heim ÖRN Arnarson, Hafnfirðingurinn ungi, sem varð á laugardaginn Evrópumeistari í 200 metra baksundi, kom heim í gær. I ■mótslok var Örn útnefndur efni- legasti sundmaður Evrópu í karlaflokki. Erni var vel fagnað við kom- una til landsins; á móti honum tóku m.a. Ellert B. Schram, for- seti ISI, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fjöldi félaga hans úr Sundfélagi Hafn- arfjarðar, ættingjar og vinir. Örn er fyrsti íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í sundi, en hann er aðeins 17 ára. „Það var yndisleg tilfinning að standa á efsta þrepi," sagði Örn við koinuna til fslands síðdegis í gær. „Eg vona að þetta verði að- eins fyrsti sigurinn sem ég vinn á stórmóti í sundi.“ Á myndinni er Örn með for- eldrum sínum, Kristínu Jensdótt- ur og Erni Ólafssyni. ■ Örn Evrópumeistari/Cl AKO-Plast kaupir 75% í Plastos-Umbúðum hf. Fyrirtækin sameinuð UPPHAF ehf. á Akureyri, sem er í eigu þeirra Daníels Arnasonar, Ey- þórs Jósefssonar og Jóhanns Odd- geirssonar, hefur fyrir milligöngu fjármálaráðgjafar Landsbanka ís- lands keypt 75,86% eignarhlut í íyrirtækinu Plastos-Umbúðum í Garðabæ. Seljandi hlutabréfanna er fjölskylda Sigurðar Oddssonar, framkvæmdastjóra Plastos-Um- búða hf. Upphaf ehf. á og rekur AKO- Plast á Akureyri en auk þess á fé- lagið meirihluta í Kexsmiðjunni ehf. Daníel Árnason sagði að stefnt væri að því að sameina rekstur fyr- irtækjanna tveggja, AKO-Plasts og Plastos-Umbúða, undir einni yfir- stjórn. Þeir félagar myndu nú á næstunni kynna sér innviði síns nýja fyrirtækis og í framhaldi af því ákveða hvernig samruna þeirra verður best háttað. Markmiðið með sameiningunni væri að skapa öfl- ugt fyrirtæki á umbúðamarkaði og ná fram hagræðingu með sam- rekstri þeirra, en bæði fyrirtækin starfa að framleiðslu og sölu plast- umbúða. Þá stefna þeir félagar að því að hið sameinaða félag standi báðum einingum framar í plast- framleiðslu, prentun og markaðs- sókn. Óbreyttur rekstur fyrst í stað Fyrst um sinn verða félögin rek- in með óbreyttum hætti, en innan skamms mun stjórn Plastos-Um- búða boða til hluthafafundar þar sem kosin verður ný stjórn, en þangað til verður framkvæmda- stjórn í höndum Odds Sigurðsson- ar og Jóhanns Oddgeirssonar. ■ Öflugt fyrirtæki/18 Fannfergi norðan heiða AKUREYRINGAR hafa tekið kuldafatnaðinn fram aftur en síðustu daga hefur kyngt niður snjó og er því orðið nokkuð jólalegt í bænum. Víða á Norð- urlandi hefur hins vegar verið vonskuveður með tilheyrandi ófærð á vegum. Innanbæjar hefur verið þokkaleg færð, enda fjöldi snjómoksturstækja á ferðinni. Áfram er spáð norð- lægum áttum og má því gera ráð fyrir að snjóskaflarnir eigi enn eftir að hækka. ----------- Formaður bankaráðs Búnaðarbanka Ríkisendur- skoðandi áritaði tillöguna PÁLMI Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðai’bankans, segir í yfir- lýsingu sem birt er í Morgunblað- inu í dag, að samningur bankaráðs- ins við bankastjóra bankans um að flytja öll lífeyi’isréttindi þeirra í séreignasjóð hafi m.a. byggst á því að þeir féllust á að felld yi’ðu niður framlög vegna samningsbundinna réttinda þeirra í fímm ár frá 60-65 ára aldri. Hið sama hafi gilt um að- stoðarbankastjóra og heildar- sparnaður bankans vegna þessa verið 117 milljónir kr. „Áður en tillaga að bókun um þetta efni var lögð fyrir bankaráðs- fund, hinn 15.4. 1997, vai' hún borin undir rfldsendurskoðanda, en álit hans var auðvitað þýðingarmikið. Hann áritaði tillöguna án athuga- semda,“ segir í yfírlýsingu Pálma. „Á haustdögum reis óánægja í viðskiptaráðuneytinu með þessa af- greiðslu bankaráðsins. Það var þó algerlega á verksviði bankaráðsins að ljúka uppgjöri þessara lífeyi-is- réttinda en ekki á verksviði ráðu- neytisins," segir í yfirlýsingu Pálma. Að mati Pálma er samanburður við Landsbankann óréttmætur í þessu efni. „Eftir því sem ég best veit voru tveir bankastjórar Landsbankans aðilar að eftirlauna- sjóði bankans. Hefði svo verið um bankastjóra Búnaðarbankans hefðu þeir að sjálfsögðu lotið sömu uppgjörsreglum og aðrir sjóðfélag- ar,“ segir í yfirlýsingunni. ■ Uppgjör/15 ÞVÖRUSLEIKIR DAGAR TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.