Morgunblaðið - 06.01.1999, Blaðsíða 13
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 13
Brúaðu bilið
* ' ..... ' "V g r £&>>?* v - 11 ' / '’.v.;.
með frjálsum
viðbótarlífeyrissparnaði
Ný lög - ný tækifæri
Efnahagsleg velferð einstaklingsins og heilbrigður
ríkisbúskapur eru greinar af sama meiði. Frjáls viðbótar-
lífeyrissparnaður er einn þáttur í þeirri stefnu rikis-
stjórnarinnar að treysta forsendur áframhaldandi
hagsældar.
Þú velur vörsluaöila
Sá sem tekur þátt í frjálsum viðbótarlífeyrissparn-
aði velur sjálfur þann aðila sem hann vill að varð-
veiti og ávaxti sparnaðinn. Viðurkenndir vörsluaðilar
geta verið lífeyrissjóðir, líftryggingafélög, sparisjóðir,
verðbréfafyrirtæki og viðskiptabankar.
Með nýjum lögum um tekjuskatt og lífeyris-
sparnað, sem tóku gildi 1. janúar 1999, er
einstaklingum heimilað að verja 2% viðbótar-
iðgjaldi af launum í frjálsan lífeyrissparnað og
draga þá fjárhæð frá skattskyldum tekjum.
Betri staða við starfslok
Með hækkandi meðalaldri fólks og batnandi
heilsufari er mikilvægt að tryggja fjárhagslega
afkomu eftir að launaðri vinnu er hætt. Markviss
sparnaður og sjóðsöfnun á starfsævinni þjóna því
markmiði betur en nokkuð annað.
Svelgjanlegri starfslok
Viðbótarlífeyrissparnaður opnar möguleika fyrir
sveigjanlegri starfslokum en nú tíðkast, því hann er
til frjálsrar ráðstöfunar eftir að 60-67 ára aldri er náð.
Þín séreign
Frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði er hægt að ráð-
stafa til séreignar eða samtryggingar eftir því sem
hverjum og einum hentar. Við fráfall rétthafa fellur
innstæða á séreignarreikningi til erfingja eftir reglum
erfðalaga.
Þjónusta launagreiðenda
Sérhver launamaður getur falið vinnuveitanda
sínum að draga viðbótariðgjaldið frá útborguðum
launum og færa til þess vörsluaðila sem hann kýs.
10% mótframlag úr ríkissjóði
Á móti frjálsum lífeyrissparnaði þínum kemur
10% framlag úr ríkissjóði. Launagreiðandi greiðir
þetta mótframlag samtímis sparnaðinum inn á reikn-
ing launamannsins.
Skattalegt hagræðl
Frádráttur 2% viðbótariðgjalds frá skattskyldum
tekjum er háður því að iðgjaldinu sé varið til aukning-
ar lífeyrisréttinda og að iðgjöld séu greidd reglulega.
Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af þeim vöxt-
um sem menn ávinna sér og eignin sem myndast er
eignarskattsfrjáls.
Fjármélaráðuneytiö
Léttu þór lífshiaupið
- vertu með frá byrjunl
Allar nánari upplýsingar um
viðbótarlífeyrissparnað veita:
LÍFEYRISSJÓÐIR
LÍFTRYQGINGAFÉLÖQ
SPARISJÓDIR
VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI
VIDSKIPTABANKAR