Morgunblaðið - 06.01.1999, Side 47

Morgunblaðið - 06.01.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 47 KIRKJUSTARF + Jónas Bjarnason fæddist í Hafn- arfirði 16. nóvember 1922. Hann lést á heimili sínu í Hafn- arfirði 26. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 5. janúar. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálinvaki, þá sofnarlíf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pétursson) Kæri afi, þá ertu farinn úr þess- um heimi og kominn upp til englanna. Það er leiðinlegt að þú skulir bara vera farinn fyrir fullt og allt. Þú sem gafst mér svo mikið í lífinu. Góðar gjafm. Og allar stundimar sem við áttum saman. Þær voru líka alveg frábærar. Þín verður sárt saknað. Vertu blessaður, þinn nafni, Jónas Bjarnason. Elsku pabbi minn. Takk fyrir einstaka samfylgd og takk fyrir þau heilindi sem þú hefur kennt mér og allan þann lærdóm sem ég hef dregið af þér. Takk fyr- ir að hafa verið einstakur maður og takk fyrir þann styrk og þann stuðning og þá ást sem þú hefur gefið mér. Og pabbi, takk fyrir þær sérstöku stundir sem við höfum átt undanfarinn mánuð. Þær munu alltaf fylgja mér og styrkja mig. Ég elska þig og ég bið um að þú njótir tilverunnar þar sem þú ert núna og ég hlakka til þegar leiðir okkar liggja saman aftur. Frá mínu innsta hjartafylgsni, takk fyrii- allt, farðu vel og Guð geymi þig. Þín dóttir Hanna. Það var á jóladag, alhvít jörð og kyrrðin mögnuð þegar ég var á gangi eftir Suðurgötunni í Hafnar- firði, og lét hugann reika. Ég stað- næmdist fyrir framan St. Jósefs- spítala og bernskuminningai’nai’ streymdu fram í hugann. Ég vissi að á þessari sömu stundu var Jónas Bjarnason læknir að heyja hat- ramma baráttu við manninn með ljáinn. En ég vissi líka að hann stóð ekki einn í baráttunni, því heima á Kirkjuveginum var hann, sem og endranær, umvafinn einstakri ást- úð fjölskyldu sinnar sem ekki vék frá honum stundai-korn síðustu vik- urnar. En þarna stóð ég fyrir fram- an St. Jósefsspítala uppljómaðan í ljósa- skiptunum og hugsaði um hversu nafn Jónas- ar væri órjúfanlega tengt spítalananum og sögu hans. Ég hugsaði ennfremur hversu lánsöm ég hefði verið að hafa tengst honum og fjölskyldu hans svo sterkum böndum, og má til sanns vegar færa að þau kynni hafi mótað lífsskoðanir mínar meira en mig áður grunaði. Ég er ekki í vafa um að læknis- hlutverkið hafi verið Jónasi í blóð borið og verið hans köllun í lífinu. Þeir voi'u ófáir sem nutu einstakra mannkosta hans og hlýju en hann var svo sannarlega læknir af guðs náð, einstaklega jákvæður og heyrði ég hann aldrei hallmæla nokki-um manni. Ég eftirlæt öðrum mér fróðari að minnast glæsilegs ferils læknisins en ég minnist Jónasar fyrst og fremst sem ást- ríks fjölskylduföður á stóru heimili þar sem ég var alltaf velkomin enda fannst mér einatt að þar væri mitt annað heimili. En örlögin höguðu því þannig til að leiðir okkar Jóhönnu, yngstu dóttur Jónasar og frú Jóhönnu, lágu fyrst saman þegar við báðar, þá þriggja ára, fengum inni í „Kató“, kaþólska leikskólanum sem St. Jósefssystur ráku gegnt St. Jós- efsspítala. Vinátta okkar hefur haldist æ síðan, en ljúfar minningar tengjast Jónasi og frú Jóhönnu, heimili þeirra á Kirkjuveginum og bai-nahópnum stóra. En þetta virðulega hús var menningarheim- ili, ekki vegna umgjarðarinnar einnar saman, heldur var þetta heimili Jónasar og frú Jóhönnu, glæsilegra hjóna, sem um margt voru á undan sinni samtíð, svo víð- sýn og stórhuga. Það kom vel fram í uppeldi barna þeirra þar sem gildi menntunar var í hávegum haft en systkinin voru frá unga aldri hvött til að afla sér hagnýtrar menntunar svo sem að læra tungumál í hinum ýmsum löndum Evrópu yfir sumar- tímann. Mér eru minnisstæðar tíð- ar heimsóknir mínar á Kirkjuveg- inn og kvöldverðh'nir sem mér var jafnan boðið til þar sem öll fjöl- skyldan kom saman. Ekki má gleyma hinum hefðbundnu sund- laugarferðum á sunnudögum þegar Jónas staldraði við á „Oldsmobile" í Norðurbænum í Hafnarfirði þar sem ég bjó og mér var kippt upp í bflinn sem fyrir var fullur af böm- um og stefnan tekin á Vesturbæjar- laugina í Reykjavík. En hápunktur sunnudagsferðarinnar í höfuðstað- inn var Dairy Queen rjómaísinn á Hjarðarhaganum. En ein kærasta minning mín af Kirkjuveginum er frá því í sumar. Við sátum í blómaskálanum, æsku- vinkonurnar, Jónas og frú Jóhanna. Það var eins og að koma heim, rétt eins og í gamla daga nema nú voru það fullorðnir sem hittust og áttu saman ógleymanlega stund. Ég var stödd hér á landi um stundarsakir og var ofarlega í huga hvort við hjójiin ættum að heldur að flytjast til Islands eða búa og starfa á meg- inlandinu áfram. Af því tilefni rifj- aði Jónas upp Ameríkuárin sín með fjölskyldu sinni þar sem hann var við framhaldsnám og störf, en að námi loknu stóðu honum allar dyr opnar og starfsframi í Ameríku. En hugurinn stefndi heim. Og mikil var gæfa okkar Hafnfirðinga að fá til starfa svo mikilhæfan mann á St. Jósefsspítala. Nú er ég flutt heim og stutt að fara á Kirkjuveginn, en skarð er fyrir skildi. Jónas Bjarnason lést aðfaranótt annars dags jóla í faðmi fjölskyldunnar allrar sem vakti yfir honum þar til yfir lauk. Ég votta frú Jóhönnu, systkinunum Badda, Tryggva, Helgu, Jónasi, Dísu, Hönnu og Asgeiri mína dýpstu samúð. Mikill maður er nú geng- inn. En minningin um stórbrotinn mann mun lengi lifa. Björk Þórarinsdóttir. Kvaddur er hinstu kveðju Jónas Bjarnason, fv. yfirlæknir í Hafnar- firði. Jónas var þess konar maður, að hver sá sem kynntist honum eða þurfti að eiga hann að mundi aldrei vilja þurfa að sjá honum á bak. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína, þar sem hann naut ríkulegra ávaxta. Þar var hann öllum í senn nánasti vinur og óbilandi stuðningsmaður. Áhugi hans var ekki einungis bundinn sínum nánustu, heldur hafði hann ætíð mikinn áhuga á velferð systkinabarna og lagði ríka áherslu á, bæði í orði og verki, að allur sá stóri hópur kynntist vel. Á tímabili voru haldnar jólaskemmt- anir á heimili þeirra Jónasar og Hönnu sem lifa í minningunni og öll tækifæri voni notuð til þess að kalla saman systkini og börn þeirra til veislu og fjölga með því sem mest samverustundum. Á hinn bóginn helgaði hann sig köllun sinni sem læknir þar sem hann studdi og liðsinnti miklum fjölda fólks sem bar allt sitt traust til hans. Þeir eru því ófáir sem þurfa nú með miklum trega að sætta sig við orðinn hlut þrátt fyrir allt, fleiri en hægt er að gera sér í hugarlund. Nærvera Jónasar var sérstök. Það kom skýrast fram þegar mað- ur heilsaði honum; handtakið var þéttingsfast, svo þétt að það þurfti að hitta vel í greipina hans, annars var hætta á að verkjaði undan. Þegar hendur voru læstar saman í þéttu handtaki dró hann að sér höndina eins og til þess að nálgast betur og brosti með öllu andlitinu eins og honum einum var lagið. Frá honum flæddi orka og jákvæð- ir straumar. Sannkallað augnablik sannleikans sem verður alltaf ógleymanlegt. Allt það sem á eftir kom í samskiptum og samveru var afslappað og eðlilegt. Allt fas og framkoma Jónasar einkenndist af óvenjulega hæfilegri blöndu af glettni og gamansemi annars vegar og yfirvegun og al- vöru hins vegar þannig að strax vaknaði traust og öryggi. Það var þess vegna bæði skemmtilegt og þægilegt að vera í návist hans. Hann var þessi ósvikni leiðtogi sem sjálfkrafa var litið til væri hann viðstaddur. Það var ekki í eðli hans að hreykja sér eða stæra af góðum verkum, sem þó var nóg af. Viður- kenning og þakklæti þeirra sem nutu góðs af voru hans laun. Hann gladdist yfir því að geta ýtt undir og stutt aðra til þess að þeir fengju notið sín og bregðast aldrei neinum sem á hann treysti. Minningin um Jónas er skýr og sterk. Hann hafði svo margt til að bera sem er eftirsóknarvert í fari hvers og eins og til eftirbreytni hverjum þeim sem vill verða að betri manni. Hönnu, frændsystkin- um mínum og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Jónasar Bjarnasonar. Bjarni Snæbjörn Jónsson. I hinu ýkta og hástemmda um- hverfi, sem við lifum í, er lýsingar- orðið góður ekkert sérstakt. Það er allt of bragðlaust, segir svo lítið. Annaðhvort eru menn frábærir eða ómögulegir. Allt annað er merkt tregðu - kyrrstöðu, já, gengur ekki. En Jónas frændi okkar var góð- ur maður, í sannri merkingu þess orðs. Hann átti farsæla ævi, fædd- ist, lifði og dó í heimabæ sínum, Hafnai-firði. Átti mörg börn, öll mannvænleg. Stundaði lækningar, og stjórnaði Hafnarfjarðarspítala árum saman. Einfalt ekki satt? Nokkuð sérstakt? Jú, stöldrum við. Er hér ekki komin lýsing á því, sem gæðir lífið okkar tilgangi? Er það ekki þetta, sem við öll sækj- umst eftir? Það, sem vill gleymast í stöðugum óróa og glaumi tímans, sú hamingja, sem varir. Jónas frændi okkar lifði farsælu lífi og hann dó, sem hetja. Sannar hetjur hversdagslífins berjast við harða og óvægna sjúkdóma og rísa þá hæst í reisn sinni, ganga óttalausir til móts við þau örlög, sem bíða okkar allra. Nú hefur Drottinn veitt Jónasi viðtöku í sitt óendan- lega ríki. Okkar er því ekkert eftir, nema að þakka fyrir þann tíma, sem veittist, fyrir kynnin, fyrir alla aðstoðina í heilsufarsvandamálum jafnt sem öðrum, og fyrir að hafa fengið að sjá af eigin raun, hvað gerir góðan mann. Ragnheiður Erla, Helga Hrefna, Stefán Örn. • Fleiri minningargreinar um Jónas Bjarnason bíða birtíngar og munu birtast í biaðinu næstu daga. Safnaðarstarf Árbæjarkirkja FYRIR hönd starfsfólks barna- og - unglingastarfs Árbæjarkirkju vil ég senda öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í safnaðarstarfinu fyrir áramótin nýárskveðjur. Við höldum áfram ótrauð og horfum fram á bjarta tíma. Á nýju ári byrjai- barna- og ung- lingastarf Árbæjai'kirkju af fullum krafti sunnudaginn 10. janúar með sunnudagaskólanum kl. 13. Hann hefur verið starfræktur af miklum krafti sem af er vetrar. Einkum er ánægjulegt að sjá hversu foreldram- ir eru duglegh- að koma með bömun- um sínum. Væntum við þess að sem " flestir láti sjá sig nk. sunnudag. Unglingastai'fið er starfrækt í þremur deildum í vetur. Unglingar fæddir 1985 funda á sunnudögum kl. 20-22. Unglingar fæddir 1984 era á mánudögum kl. 20-22 og unglingar fæddir 1983 og eldri em á sunnu- dagskvöldum kl. 20.30-22. Ýmislegt er í deiglunni varðandi starfið sem hressum krökkum gæti þótt áhuga- vert. Fundir á nýju ári hefjast næsta sunnudag, þann 10. janúar. Ekki má gleyma starfinu með 7-9 ára börnum á mánudögum kl. 16-17 í kirkjunni og 10-12 ára starfmu í kirkjunni á mánudögum kl. 17-18 og í Ártúnsskóla á miðvikudögum kl. 16.30-17.30. Það verður margt að gerast í starfinu fram á vorið, ferða- lög og heimsóknir sem áhugavert væri að taka þátt i. Viljum við sem stöndum að barna- og unglinga- starfinu hvetja foreldra og börn að kíkja á starfið. Það er aldrei of seint að vera með og það verður vel tekið á móti nýjum félögum. Sr. Þór Hauksson. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund, veitingar. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra bama kl. 10-12. Fræðsla: Brjóstagjöf. Hjördís Guð- bjömsdóttir hjúkrunarfræðingur. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Ihugunar- og fyr- irbænastund kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Seltjarnarneskirkja. Kynfiarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- * arheimilinu eftir stundina. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Ailir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. JÓNAS BJARNASON A U G L V S 1 i 1 M G A R PJÓNUSTA Innflytjendur Tökum að okkur banka- og tollafgreiðslu á vöru- innflutningi. Margra ára starfereynsla. Áhuga- samirsendi nafn og símanúmertil afgreiðslu Mbl. fyrir 12. janúar nk. merkt: „I — 7196". ATVINNUHÚSNÆÐI Veitingastaður — húsnæði Húsnæði á einum besta stað í miðbæ Reykjavíkurertil sölu. Einstakir möguleikar fyrir veitingastað eða kaffihús. Upplýsingar í símum 565 0894 og 842 5107. LAiMOBÚiMAÐUR Bújörð óskast Hjón óska eftir bújörð til leigu eða kaups á góðum greiðslukjörum. Upplýsingar óskast sendar til afgreiðslu Morgunblaðsins, merktar: „E — 7181", fyrir 20. janúar. UPPBOÐ' Uppboð Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp í Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, miðvikudaginn 14. janúar 1998 kl. 15.30: HD 1361 N612 YA 426, eignarhiuti gerðarþola. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 4. janúar 1999. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF □ GLITNIR 5999010619 I H.v. □ HELGAFELL 5999010619 IVA/ Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ___> KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 5B Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Ingveldur Ragn- arsdóttir og Benedikt Arnkelsson taka til máls. Allir eru hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ® ÍSIANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 6. janúar kl. 19.00. Þrettóndaganga og blysför um álfabyggðir í Öskjuhlið. Brottför frá Perlupni í Öskjuhlíð kl. 19.00 en blys verða seld á kr. 300 áður en gangan hefst. Vegna klaka á hefðbundinni gönguleið er að þessu sinni valin ný, stutt og hentug gönguleið í gengum skógarrjóður í hliðinni. Mætið samt í góðum skófatnaði. Kjörin fjölskylduganga. Blysförin endar á álfabrennu Vals, en kveikt verður í henni kl. 19.30. Gleðilegt nýtt ferðaár!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.