Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 8

Morgunblaðið - 10.01.1999, Side 8
8 SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ FINNUR Ingólfsson hlýtur titilinn , jólasveinn ársins“. Morgunblaðið/Sig. Fannar MENNTAMALARÁÐHERRA ásamt fulltrúum skólanna sex og annarra sem að samningum koma. Samningur um þróunar- skóla í upplýsingastarfi SAMNINGAR um sérstaka þróun- arskóla í upplýsingatækni voi-u und- irritaðir í Fjölbrautaskóla Suður- lands á fundi í fyrradag sem Björn Bjamason menntamálaráðherra boðaði til, en unnið hefur verið að stefnu menntamálaráðherra um notkun upplýsingatækni á sviðum mennta og menningar frá því hún kom út árið 1996 í ritinu I krafti upplýsinga. Sérstök fjárveiting er í fyrsta skipti veitt til málaflokksins í fjár- lögum 1999 og nemur hún 135 millj- ónum króna. Fjárveitingin rennur m.a. til menntunar kennara á sviði upplýsingatækni, þróunar kennslu- hugbúnaðar og tækjakaupa. Þar að auki verður hluta fjárins varið til að þróa aðfei'ðir við notkun upplýs- ingatækni í skólum. I fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu kemur fram að í ritinu I krafti upplýsinga hafi verið fjallað um nauðsyn þess að nokkr- um skólum verði fengið það hlut- verk að vera leiðandi um notkun upplýsingatækni í skólastarfi og síð- astliðið vor var auglýst eftir skólum til að taka þátt í verkefninu. Tutt- ugu og þrír skólar sóttu um, en þeir skólar sem valdir voru til að vera þróunarskólar í upplýsingatækni eru: Árbæjarskóli í Reykjavík, Bamaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Vannalandsskóli í Borgarfirði, Fjölbrautaskólinn við Armúla, Fjölbrautaskóli Suður- lands á Selfossi og Menntaskólinn á Akureyri. Auk ofangreindra aðila em Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sveitarfélagið Árborg, Borgarbyggð og Hvítársíðuhreppur í Borgarfirði aðilar að verkefninu. Aðferðir og niðurstöður kynntar á upplýsingavef Þróunarskólarnir munu á næstu fjórum árum vinna að mótun að- ferða til að beita upplýsingatækni við nám og kennslu og þjálfa starfsfólk og nemendur í notkun hennar. Er lögð rík áhersla á að skólarnir miðli öðrum skólum og kennurum af reynslu sinni og þekkingu á sviði upplýsingatækni og einnig er þeim ætlað að veita ráðgjöf við hönnun og tilraunir með kennsluhugbúnað. Þá munu þróunarskólarnir taka við kennara- nemum í æfingakennslu með áherslu á upplýsingatækni. Til þessa verkefnis fá þróunar- skólamir sérstakar fjárveitingar frá menntamálaráðuneytinu en viðkom- andi sveitarfélög gi'eiða helming þess fjárframlags sem grunnskólar fá vegna verkefnisins. Verkefninu lýkur í júní 2002 og er heildarkostn- aður ríkis og sveitarfélaga vegna þess áætlaður 48 milljónir króna. Auk þess hefur menntamálaráðu- neytið gert samning um stuðning Landssíma Islands hf. við þróun upplýsingatækni í skólastarfi, sem meðal annars kveður á um stuðning Landssímans við þróunarskólana. Sérstök verkefnisstjórn mun stýra verkefninu þar sem sæti eiga fulltrú- ar menntamálaráðuneytis og sveit- arfélaga auk sérfræðings í notkun upplýsingatækni í skólastai'fi. Munu þróunarskólamir vinna áætlanir um verkefni sín og skilgreina mæli- kvarða um mat á árangri í samvinnu við verkefnisstjómina. Verður leitast við að kynna aðferðir og niðurstöður reglulega á vef þróunarverkefnisins sem verður opnaður síðar í þessum mánuði. Starfsemi Tónlistarhúss Kópavogs Fyrsta hálfa árið tilrauna- verkefni Vigdís Esradóttir FYRIR skömmu var tekið í notkun hið nýja Tónlistarhús Kópavogs. Svo sem kunn- ugt er voru margir tón- leikar haldnir af því tilefni og sótti þá fjöldi fólks. Talið er að ekki færri en 3.500 manns hafi hlýtt á þá sjö tónleika sem fluttir vom fyrsta daginn. Síðan vora fyrstu tónleikarnir sem selt var inn á haldnir í Salnum - en svo nefnist tónleikarými hússins. Það vora Bach-hátíðartónleik- ar. Næst vora kammer- tónleikar þar sem fram komu m.a. heimsþekktir strengjaleikarar. Rotar- yhreyfingin hélt stórtón- leika á föstudagskvöld og í gærkvöld og vegna fjölda áskorana var, að sögn for- stöðumanns, bætt við einum slíkum tónleikum eftir hádegi í gær. í gær vora einnig tónleikar á vegum Myrkra músíkdaga. Vigdís Esradóttir er forstöðu- maður Tónlistarhúss Kópavogs. Skyldi mikið vera framundan í starfseminni þar á næstunni? „Strax síðdegis í dag verður Kammerkór Suðurlands með kórtónleika í Salnum klukkan 17 og síðan taka við tónleikar á vegum Myi'kra músíkdaga. Þar koma m.a. fram Sigrún Eðvalds- dóttir, Snorri Sigfús Birgisson, Finnur Bjarnason og Örn Magn- ússon. Tónleikar á vegum Myrkra músíkdaga munu standa út mánuðinn þar sem fram koma bæði einleikarar og kórar. Dagskrá Myrkra músík- daga er auglýst sérstaklega." - Hvernig skipuleggið þið tón- leikahaldið? „Við hvetjum listafólk til þess að bóka salinn með góðum fyrir- vara. Fólk getur hringt hingað og látið bóka tónleika sína. Þess má geta að borga þarf leigu fyr- ir salinn og hluta af ágóða af seldum miðum eftir að ákveðinn fjöldi þeirra er seldur." -A tónleikahúsið að standa sjálft undir rekstrisínum? „Já, það er hugmyndin en þetta fyrsta hálfa ár verður eins konar tilraunaverkefni á því sviði. Eftir það verður farið yfir stöðuna og reynt að meta hvort þetta markmið sé raunhæft." - Gerið þið ráð fyrh• að sígild tónlist verði mest flutt í þessu húsi? „Það kæmi mér ekki á óvart að svo yrði, því hljómburður er mjög góður fyrir siíka tónlist. Hins vegar er ekkert því til fyr- irstöðu að flytja hér hvers konar tónlist. Hér var t.d. um daginn djasskvartett sem hljómaði mjög vel og ég veit til þess að fleiri slíkir hafa hug á að halda hér tónleika. Þess má geta að hljómburður í Salnum er einstak- lega góður, líka íyrir hljóðfæri eins og t.d. barokkflautur og gít- ara og talað mál berst hér vel horna á milli án þess að hljóð- nemi komi við sögu.“ - Hvernig hefur starfsemin gengið að öðru leyti? „Hún hefur gengið ágætlega en ýmislegt komið uppá samt - það er í mörg horn að líta þegar svona starfsemi er hleypt af stokkunum. Miðasalan hefur t.d. verið umfangsmeiri en við ► Vigdís Esradóttir er fædd í Reykjavík árið 1955. Hún la.uk prófi frá Kennaraháskóla ís- lands árið 1980, tónmennta- kennaraprófi árið 1985 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og auk þess hefur hún aflað sér menntunar í fjölskyldu- meðferð. Hún kenndi við Klúkuskóla í Bjarnafirði í þrjú ár og rak heimili fyrir ung- linga í Reykjavík fyrst frá ár- inu 1983 til ‘87 og síðar frá 1991 til ársins 1995. Margt annað hefur Vigdís tekið sér fyrir hendur en síðustu tvö ár vann hún sem upplýsingafull- trúi á Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Hún er nú orðin for- stöðumaður hins nýja Tónlist- arhúss Kópavogs. Vigdís er gift Einari Unnsteinssyni og eiga þau tvö börn. bjuggumst við, en við eigum von á að fljótlega fari þau mál að ganga betur og biðjum fólk vel- virðingai' ef það hefur orðið íyrir óþægindum af þessum sökum.“ - Hvernig leggst þetta starf í þig? „Mjög vel. Það sem kemur mér mest á óvart er að starfið hérna virðist ekki ætla að verða eins ólíkt starfi mínu í Vestur- farasetrinu og ég hugði. Þá á ég við að starfíð felst mikið í mann- legum samskiptum og í báðum tilvikum er verið að takast á við uppbyggingu starfsemi sem ekki hefur farið fram hér á landi áður.“ - Telur þú að það sé grund- völlur fyrir tvö tóniistarhúa á höfuðborgarsvæðinu? „Já, ég tel það tvímælalaust. Fjölbreytnin yrði bara meiri. En það þarf góða skipulagningu og æskilegt væri að einhvers konar samvinna yrði milli húsanna - þannig að þau „spiluðu saman“. - Er fyrirhuguð samvinn a milli tónlistarhússins og Listasafns Kópa- vogs? „Jú - ég geri ráð fyrir því. Þessar byggingar munu í framtíðinni verða tengdar með glerskála og mun það gera allt samstarf þægilegra.“ - Verða tengsl milli starfsemi Tónlistarskóla Kópavogs, sem einnig hefur aðsetur í þessu húsi, og Salarins? „Já, Tónlistarskólinn flytur inn í húsið næsta haust og tím- inn mun leiða í ljós hvernig sam- starfi þar á milli verður háttað." Hljómburður f Salnum er ein- staklega góður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.