Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 4
¦ 4 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR OZ kynnir Leif Eiríksson á netinu TÖLVUFYRIRTÆKIÐ OZ fékk 14,5 milljóna króna styrk frá Landa- fundanefnd til framleicíslu á fræðslu- og skemmtiefni um ísland í tilefni landafunda íslendinga í Vesturheimi árið 2000, en dreifa á efninu á Netinu og á margmiðlunardiski. Kristín Sif Sigurðardóttir, hjá Landafundanefnd, sagði að þegar nefndin hafi auglýst eftir tillögum að góðum hugmyndum, sem styrkt gætu tengslin við Vestur-íslendinga og Norður-Ameríku, hafí borist til- laga frá OZ um að kynna sögu lands og þjóðar á tölvutæku formi. Hún sagði að aðaláherslan yrði lögð á að kynna grunnskólanemum í Banda- ríkjunum og Kanada efnið. Að sögn Eyþórs Arnalds, þróunar- stjóra OZ, er verið að vinna að hand- ritinu núna, en aðaláherslan verður lögð á landafundi Leifs Eiríkssonar en einnig verður fjallað um sögu ís- lands í víðara samhengi og umhverf- ismál. Efnið verður gagnvirkt þannig að nemendur munu koma til með að skiptast á upplýsingum og geta haft samskipti sína á milli, en það gerir verkefnið að mörgu leyti einstakt á sviði kennslumála, sagði hann. Kristín sagði að kennarar væru sí- fellt að leita eftir skemmtilegu efni til kennslu og sagðist því vonast til að notast yrði við efni þeirra OZ- manna í sem flestum skólum. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði dreift að hausti árið 2000. Kostnaður 50 til 60 milljónir Heildarkostnaður við verkefnið mun vera á bilinu 50 til 60 milljónir króna, en ekki er gert ráð fyrir að það skili hagnaði í upphafi enda verður því dreift ókeypis til grunn- skóla í Bandaríkjunum og Kanada, sagði Eyþór. Eftir að efnið hefur verið kynnt verður reynt að markaðssetja það eftir fremsta megni. Að sögn Eyþórs er enn ekki endanlega ljóst hverjir samstarfsaðilar OZ á sviði gagnaöfl- unar, úrvinnslu, dreifingar og fjár- mögnunar verða, en verið er að ræða við ýmis fyrirtæki sem og aðra aðila. Eyþór sagði að ef vel væri staðið að verkefninu yrði það mikil og góð kynning fyrir þau fyrirtæki sem kæmu til með að taka þátt í því. Hann sagði að efnið yrði kynnt með formlegum hætti síðar. Að sögn Eyþórs er Netið kjörin leið til að koma efni í þessum dúr á fram- færi. Hann sagði það metnaðarmál hjá OZ að gera þetta vel enda væri um mikla landkynningu að ræða. ^. »¦1 1 1 PJ r'l í! gll' 1 IIÞmiii 191 íl .1 111 llllll iinm i iV »«3),% r ; iiii IP»lllyiH M' r-C' \V I íTrRlBr^áSg *TtÍir"*lffil^tÍ" Morgunblaðið/Benedikt Bjóraug- lýsing á flettiskilti fjarlægð STARFSMENN skutafyrirtækis- ins Dengsi ehf. breyttu í gær auglýsingaskilti við Suðurlands- veg, þar sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. hefur til skamms tíma auglýst Egils bjór. Skiltinu er breytt í samræmi við nýgenginn dóm Hæstaréttar um áfengisauglýsingar. I stað bjórauglýsingarinnar kom auglýsing frá ölgerðinni um malt-öl. Jóhannes Tryggvason, framkvæmdastjóri Dengsa ehf., segir að á höfuðborgarsvæðinu séu fjórar auglýsingar til viðbót- ar þar sem léttölstegundir frá þekktum bjórframleiðendum eru auglýstar. „Við vitum ekki alveg hvernig við eigum að taka á öðrum dæm- um um auglýsingar frá framleið- endum eða innflytjendum bjór- tegunda, þar sem fram kemur að um pilsner sé að ræða eða áfeng- ismagnið sé innan marka. I sum- um tilvikum er áfengismagnið sagt minna en í maltinu sem aug- lýst er núna á skiltinu við Suður- landsveg. Þetta veldur óvissu í mínum huga. Þar að auki eru skilti um allan bæ þar sem bjór eða annnað áfengi er auglýst, til dæmis á skemmtistöðum. Ef þessi skilti fá að vera uppi, spyr maður um forsendur þess að vera að rífa niður auglýsingu eins og þessa við Suðurlandsveg. Það er svo annað mál, að mér finnst fáránlegt að vera að leggja áherslu á að almenningur kaupi íslenska framleiðslu og banna síðan að auglýsa íslenska framleiðslu, á sama tíma og er- lendar sjónvarpsstöðvar og timarit auglýsa erlendar teg- undir bjórs og áfengis án af- láts," segir Jóhannes. Hlaut hryggbrot við fall úr stólalyftu RÚMLEGA fertug kona hlaut hryggbrot er hún féll um 3 metra úr stólalyftu við eftirlitsskúr efst í skíða- brekkunni í Skálafelli á sunnudag. Hún var flutt-með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahús Reykjavíkur þar sem hún gekkst undir aðgerð og liggur hún nú á gjórgæslu- deild. Að sögn eiginmanns kon- unnar voru tildrög slyssins þau að konan var ásamt eigin- manninum að renna sér úr stólnum efst í lyftunni við eft- irlitsskúrinn, þegar í Ijós kom að úlpa hennar hafði fest við stólinn. Hún dróst með stóln- um og hékk neðan í honum uns úlpan gaf sig með þeim afleiðingum að hún datt. Eig- inmaður hennar kallaði til lyftuvarðarins áður en kona hans datt, en telur að ekki hafi verið brugðist nógu fljótt við. Konan, sem er þrautþjálf- aður skíðamaður, hefur stund- að skíðasvæðið í Skálafelli í 16 ár ásamt fjölskyldu. Stólalyftan í Skálafelli var lokuð um tíma í gær á meðan fulltrúar frá Vinnueftirlitinu gerðu prófanir á lyftunni. Fulltrúi Vinnueftirlitsins sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að engar brota- lamir væru í lyftunni og að eftirhtsmaður hefði brugðist rétt við þegar slysið varð. Stólalyftan heyrir undir íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar, sem býst við að fá skýrslu Vinnueftir- litsins á morgun, miðvikudag, og mun að því loknu aðhafast á grundvelli hennar. Innbrot víða um borgina NOKKUR innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavíkur í gær eftir aðfaranótt mánudags. Brotist var inn í íbúð í Barmahlíð og spenntir upp tveir gluggar og stolið tölvu. Þá var brotist inn í 10- 11 verslun í Glæsibæ og skemmdir unnar en engu stolið. Brotist var inn í bifreið sem stóð við Flókagötu og stolið úr henni tveim ávísana- heftum. Þá var brotist inn í bát við Grandagarð og stolið þaðan mynd- bandstæki. Fyrirtæki stofnað sem hyggst selja sjúkrahúsum vinnu hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingum lofað háum tekjum NYSTOFNAÐ fyrirtæki, HM Hjúkrun-miðlun, hefur sent fimm hundruð ungum hjúkrunarfræðing- Til sölu VW Passat Statíon 1800 Comfortline, nýskráður 7. apnl 1998, ekinn 16.000 km. Verð 1.970.000 kr. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu, (símum 569 5660 og 569 5500. opnunartími: mánud.- föstud. kl. 9-18, laugardagar kl. 12-16. BÍLAÞINGáEKLU N O T A Ð I R Mk j B I L A R LAUGAVEGI 174 • SÍMI 569 5660 • FAX 569 5662 ?T T% Trr • 9 f f - w\ f' £% # w ** - um bréf þar sem þeim er boðið að gerast sjálfstæðir verktakar hjá fyrirtækinu. I bréfinu er það tekið fram að nú sé mikill hörgull á hjúkrunarfræðingum og því gefist þeim tækifæri á að afla sér hárra tekna. Tekjur séu háar því öll fríð- indi og launatengd gjöld séu greidd út. Hilmar A. Kristjánsson, eigandi fyrirtækisins, kveðst nú þegar hafa náð samningum við Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítala um slfk verkkaup. „Ég hef boðið þeim þjónustu mína, þau hafa farið yfir allan samanburð og samþykkt þetta og ætla að nota þessa þjón- ustu," segir hann. Pá hafi um 10% þeirra hjúkrunarfræðinga sem fengu bréf, eða á milli 40 og 50 manns, þegar skráð sig hjá fyrir- tækinu. Magnús Pétursson, forstjóri Rík- isspítalanna, tjáði Morgunblaðinu í gær að rætt hefði verið um þetta tilboð fyrirtækisins hjá yfirstjórn Rfkisspítala. Sagði hann málið enn- þá í skoðun en því hefði í engu verið svarað ennþá. Hann kvaðst sjá fyr- ir sér ákveðna erfiðleika við að nota slíka verktakaþjónustu. Hún væri möguleg á sumum deildum en öðr- um ekki, t.d. skurðdeildum, þar sem mikið byggðist á hópvinnu hjúkrunarfræðinga. I bréfinu kemur fram að verk- taka hjá fyrirtækinu henti sérstak- lega vel þeim hjúkrunarfræðingum sem vilji hafa háar tekjur eða séu að safna í ákveðnum tilgangi, svo sem til að kaupa hús eða bíl, og séu tilbúnir til að vinna mikið til að ná því marki. Bjóðist hjúkrunarfræð- ingum að „stórauka tekjur" sínar. Einnig henti þetta vel þeim hjúkr- unarfræðingum sem vilja hafa aukatekjur með föstu starfi. Mánaðartekjur allt að 420 þús. I bæklingi með bréfinu segir að vinni hjúkrunarfræðingur t.d. sex dagvaktir, sex kvöldvaktir, sex næturvaktir og fjórar helgarvaktir, fái hann tæplega 312 þús. kr. í mán- aðartekjur. Bætist við fjórar dag- vaktir og fjórar næturvaktir í auka- vinnu, nemi launin tæplega 420 þús. kr. á mánuði. Hilmar A. Kristjánsson segir fyr- irtækið hluta af fyrirtæki hans og eiginkonu hans, KM-kvóta, sem hafi um sex ára skeið stundað við- skipti með kvóta hérlendis. Hilmar rak einnig bifreiðauppboðsfyrir- tækið Krónuna árið 1995, en það lagði upp laupana eftir um tveggja mánaða starfsemi. Algengt erlendis Hilmar segir að samsvarandi miðlunarfyrirtæki séu mjög algeng erlendis. Allt að 10% af hjúkrunar- fræðingum vinni með þessum haetti í hinum frjálsa heimi. „Annaðhvort er þetta fast a sjúkrahúsunum eða í afleysingum og bráðabirgðavinnu á sjúkrahús- unum, en einnig í heimahjúkrun og einkahjúkrun fyrir mjög veika sjúklinga sem þurfa meiri umsjá en hægt er að veita á almennri deild." Hafi hann ásamt konu sinni átt og rekið eitt slíkt fyrir- tæki um tíu ára skeið í Suður-Af- ríku. Heiti það Berea Nurses Institute, stofnað 1958, og sé enn í fullum rekstri. „Hjúkrunarfræðingar fá ákveðin laun á hverja vinnustund en ekkert veikindafrí, ekkert orlof eða slíkt. Þetta á hins vegar ekki að kosta sjúkrahúsin neitt meira en að hafa starfsmanninn í vinnu, því þeir borga fyrir þá vinnu sem þeir fá og þar er allt innifalið, svo sem orlof, barneignarfrí, leyfi og annað sem fylgir með fyrir fast starfsfólk, segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.