Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 43
4
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 43
MINNINGAR
;
MAGNUS
ÞORLEIFSSON
+ Magnús Þor-
leifsson fæddist
á Karlsskála í
Helgustaðahreppi í
S-Múlasýslu hinn
19. september 1914.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
19. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Þorleifur
Stefánsson, bdndi
og sjómaður, Kömb-
um í Helgustaða-
hreppi, og Margrét
Þorsteinsdóttir,
húsmóðir. Magnús
átti sex systkini, Sigurbjörgu, f.
10.7. 1906, Sigurð, f. 10.7. 1906,
látinn, Þóri, f. 18.11. 1908, lát-
inn, Pál, f. 13.2. 1910, Stefán, f.
27.9. 1911, og Eirík, f. 23.5.
1913, látinn.
Hinn 5. júlí 1947 kvæntist
Magnús Idu Sigríði Daiuelsdótt-
ur, f. 17.12. 1917. Foreldrar
hennar voru Daníel Kristinsson,
bókari hjá Eimskipafélagi Is-
Elsku afi minn. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Þegar ég var lítil var ég mikið hjá
ykkur ömmu og ég á margar góðar
minningar frá Grundarstígnum. Ég
man svo vel að einu sinni datt ég og
fór í kollhnís niður brattan stiga
niður í kjallara. En þú stóðst niðri
og greipst mig svo ég meiddi mig
ekki neitt. Þú varst líka alltaf að
grínast svo mikið með okkur krakk-
ana og gera að gamni þínu. Einu
sinni fóru mamma og amma með
okkur systkinin í fína kvenfataversl-
un hér í bænum. Þú varst með okk-
ur og fórst í feluleik með bræðrum
mínum og faldir þig innan um föt
sem héngu á slám í búðinni á meðan
amma var að máta. Okkur fannst
það mjög skemmtilegt og hlógum
mikið en ef ég man rétt fannst
mömmu og ömmu það ekki alveg
eins sniðugt.
Ég man líka vel eftir því hvað
mér þótti merkilegt að eiga afa sem
söng í Dómkirkjukórnum. Mamma
og pabbi fóru alltaf með okkur
systkinin á Austurvöll þegar kveikt
var á jólatrénu og þú söngst jólalög
og sálma með kórnum. Við
frændsystkinin fengum líka stund-
um að fara með þér á kirkjuloftið
þar sem kórinn æfði sig. Þú sýndir
okkur stóra orgelið og við skoðuð-
um hvern krók og kima í kirkjunni.
Það fannst mér mikið ævintýri. Þú
kenndir mér líka að sitja hest og
tókst okkur krakkana stundum með
á hestbak.
Allar minningar sem ég á um
þig eru bjartar, fallegar og hlýjar
af því að þú varst þannig maður.
Þú gast alltaf fundið spaugilegar
hliðar á öllu og komið mér til að
hlæja. En þú gerðir þér líka far
um að tala vandaða íslensku og
lagðir mikla áherslu á að fólk tal-
aði rétt mál. Þú komst líka sér-
staklega vel fyrir og hvar sem þú
komst tókstu ofan hattinn þegar
þú mættir fólki. Þú varst sannur
herramaður, sérstaklega kurteis
og virðulegur.
Elsku afi, ég er þakklát fyrir þær
stundir sem þú áttir með Sindra
Þór. Eg veit að honum þótti svo
gaman að koma til ykkar ömmu og
fá að spila með þér á píanóið og
skoða fallegu hlutina ykkar.
Við systkinin kveðjum afa okkar
með söknuði. Hjartans þakkir fyrir
allt.
Sigríður.
Margs er að minnast þegar ég
hugsa til þín, kæri Magnús. Þó allra
helst þeirrar hlýju og prúðmennsku
sem einkenndu þig alla tíð. Frá því
er ég kynntist þér fann ég strax fyr-
ir þessari einstöku útgeislun hvar
sem þú varst nálægur. Um leið og
ég votta elsku Idu, Gumma, Krist-
ínu og Dadda mína dýpstu samúð
langar mig að kveðja þig með þess-
ari litlu bæn:
lands, og Áslaug
Guðmundsdóttir,
húsmóðir. Börn
Magnúsar og Idu
eru Guðmundur,
rafeindavirki, f.
12.8. 1948, Kristín,
lyfjafræðingur, f.
10.10. 1951, og Þor-
leifur Magnús, raf-
tæknifræðingur, f.
11.12. 1952. Barna-
börnin eru fjögur og
barnabarnabörn tvö.
Magnús var stúd-
ent frá Menntaskól-
anum í Reylqavík
1939 og cand. oecon frá Há-
skóla íslands 1945. Hann starf-
aði hjá lögreglustjóranum í
Reykjavík frá 1945 til 1954 og
sem aðalbókari hjá Flugmála-
srjórn íslands 1954-1976 og
deildarstjóri þar 1976-1984.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
15.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfl Jesú, í þína hönd.
Síðastþegarégsofnafer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Þór Sigurðsson.
Þegar ég frétti andlát Magnúsar
Þorleifssonar, vinar míns og sam-
starfsmanns til margra ára, reikaði
hugurinn til þess tíma er leiðir okk-
ar lágu saman árið 1963, en þá var
ég starfsmaður endurskoðunarstofu
sem annaðist endurskoðun fyrir
Flugmálastjórn, þar sem Magnús
starfaði sem aðalbókari. Það sem
vakti athygli mína á Magnúsi var
framkoman og þau áhrif sem hann
hafði á umhverfi sitt, hann flutti
með sér birtu og gleði, sem minnti
einna helst á vorið, ef leitað er sam-
anburðar í náttúrunni.
Síðla árs 1964 hitti ég Magnús og
fer hann að tala um að sig vanti
starfsmann og hvort ég vilji ekki
koma til starfa hjá Flugmálastjórn
sem fulltrúi í bókhaldi og jafnframt
til að sinna ýmsum öðrum verkefn-
um. Ég sló til og urðu árin níu hjá
Flugmálastjórn í hinu besta sam-
starfi við Magnús, sem og aðra
starfsmenn þeirrar stofnunar. Þung
og erfið var ákvörðun mín að láta af
störfum hjá Flugmálastjórn og
ganga til nýrra verkefna, en þar var
stuðningur Magnúsar ómetanlegur,
sem endranær.
Sá tími í lífi mínu sem ég starfaði
með Magnúsi var tímabil stórra
ákvarðana, en ég stundaði nám með
starfi mínu hjá Flugmálastjórn,
kvæntist og stofnaði heimili. Þann
tíma sem samstarf okkar Magnúsar
stóð yfir reyndist Magnús frábær
vinur, ágætasti samstarfsmaður og
fyrirmynd í mörgum málum. Þótt
ég þekki lítið til annarra tímabila í
lífi Magnúsar en þess er við störfuð-
um saman er ég sannfærður um að
hans mesta lán í lífinu var eiginkona
hans, ída Daníelsdóttir, hin
ágætasta kona og framúrskarandi
glæsileg. Við Áslaug áttum margar
skemmtistundir með þeim hjónum í
glaum og gleði, sem við í dag minn-
umst sem okkar bestu stunda, og
skipti ekki máli 30 ára aldursmun-
ur, sem segir margt um þau hjón.
Á lífsleiðinni kynnist maður
mörgu fólki og eiginleikum þess og
urðu Magnús og fda meðal okkar
bestu vina, þó að fáar samveru-
stundir hafi gefist hin síðari ár.
Margir og góðir kostir prýddu
Magnús og hef ég nefnt nokkra og
eru margir ótaldir, en einn eigin-
leiki þeirra hjóna er mjög eftir-
minnilegur en það var sú umhyggja
og elskulegheit sem þau sýndu
hvort öðru. Ég held að sá eiginleiki
þeirra hafi orðið mörgum fyrirmynd
er þeim kynntust.
Kæra Ida, Guðmundur, Kristín
og Þorleifur. Ykkar söknuður er
mikill, en nokkur huggun harmi
gegn er að lífshlaup vinar míns
Magnúsar tókst afar vel og það er
góð umsögn að leiðarlokum. Við
hjónin vottum ykkur hina dýpstu
samúð vegna fráfalls Magnúsar
Þorleifssonar.
Birgir L. Blöndal.
Frjálst er í fjallasal,
fagurt í skógarsal,
heilnæmt er heiðloftið tæra.
Dagur er að kveldi kominn. Það
er sumarkvöld á fjöllum, ýringur,
snjór í öllum giljum og slökkum.
Hestarnir dreifa sér um dælur,
sund og flóa. Umhverfið er grösugt,
mikil stör. Við liggjum í grasinu,
heyrum hestana snörla og Magnús
segir sögur.
Þetta er minning ungs manns
fyrir nærri 25 árum. Sviðið er
Dómadalur á Landmannaleið, girt-
ur fjöllum með höfðingjann Loð-
mund fjær, djúpur fjallafriður, al-
gjör. öræfakyrrð - aðeins rofin með
frísi hestanna endrum og sinnum.
Nálgun okkar við náttúruna er ólýs-
anleg, hrifnæmið ólgar, svo
söngbylgjan hlíð úr hlíð
hljómandi, sigurblíð
les sig og endalaust lengir.
Margt gerði Magnús að ógleym-
anlegum ferðafélaga. Glettnin var
hans aðalsmerki, sífellt að koma á
óvart, uppátektarsamur, söngvinn,
enda sungið í kórum nánast ævi-
langt, mjög notalegur í umgengni.
Það fór meira fyrir sumum í
hópnum, en Magnús var alltaf að
koma á óvart, spaugilegar athuga-
semdir og einlæg aðdáun hans á
hrossunum sínum leyndist ekki.
Ekki skemmdi fyrir Magnúsi, þegar
hrossaræktin var rædd og krufin,
að hann og Skuggi nr. 201 voru frá
sama bæ, Bjarnanesi í Hornafirði.
Þar nældi Magnús sér í nokkra
punkta umfram ferðafélagana, sem
lítið vildu gefa eftir í þeim fræðum.
Ferðahópurinn okkar var nokkuð
stór, konur og karlar, ungir og
rosknir, en öll voram við eitt, ein-
staklega samheldinn hópur. Hest-
arnir voru samnefnarinn og þetta
yndislega og jafnframt stórbrotna
land okkar hreif okkur og átti. Á
vetrum hittumst við líka til að kæt-
ast og rifja upp hestaferðir í máli og
myndum. Þar sameinuðust Magnús
og eiginkona hans, ída, í gestrisni
og glaðværð.
Nú fylgjum við Magnúsi í annarri
ferð. Hann hefur kvatt okkur að
sinni. Við ferðafélagarnir þökkum
honum samfylgdina, skemmtileg
kynni og hlýtt viðmót. ídu, konu
hans, og öðrum ástvinum vottum
við djúpa samúð og hluttekningu.
F.h. ferðafélaganna,
Kristján Guðmundsson.
+
Elskulegur eiginmaður minn,
FRIÐRIK VILH JÁLMSSON
netagerðarmeistari,
Klapparstig 1,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu Reykjavík laugardaginn
27. febrúar.
Þóranna Stefánsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir,
KRISTÍN KATRÍN GUNNLAUGSDÓTTIR,
Stigahlíð 53,
lést á heimili sínu sunnudaginn 28. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
5. marskl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélag íslands.
Erlendur Guðmundsson,
Kristín Vala Erlendsdóttir, Karl Thoroddsen,
Gunnlaugur Pétur Erlendsson,
Guðmundur Kristinn Erlendsson,
Kristín Bernhöft Pétursson
og aðstandendur.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
HARALDUR HAFSTEINN GUÐJÓNSSON
frá Markholti f Mosfellsbæ,
til heimilis á Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ,
lést á Landakotsspítala laugardaginn .
27. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir,
Lára Haraldsdóttir, Sigurður E. Sigurðsson,
Hilmar Haraldsson, Helga Jónsdóttir,
Ragnar Ingi Haraldsson, Rósa B. Sveinsdóttir,
Guðjón Haraldsson, Nína H. Leifsdóttir Schjetne,
Kolfinna Snæbjörg Haraldsdóttir,
Friðþjófur Haraldsson, Sigríður Ármannsdóttir,
Guðmundur Birgir Haraldsson, Margrét Jóhannsdóttir,
Garðar Haraldsson, Sólveig Ástvaldsdóttir,
Helga Haraldsdóttir,
Jón Sveinbjörn Haraldsson, Sigrún A. Kröyer,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangafaböm.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARTHA ÞÓREY HOLDÖ,
fædd NIELSEN
frá Akureyri,
lést á Ríkisspítalanum í Osló föstudaginn
15. janúar sl.
Jarðarför hennar fór fram í kyrrþey frá Odder-
neskirkju í Kristjansand S í Noregi föstudaginn 22. janúar.
Þar hvílir hún við hlið manns síns, Arne Berg Holdö.
Inga Ragna Holdö, Gísli Sigurðsson,
Marta Rut Sigurðardóttir, Stefán Vilbergsson,
Dagný María Sigurðardóttir, Jón S. Þórðarson,
. Guðmundur Sigurðsson, Helga Eiríksdóttir
og langömmubörnin.
+ Faðir okkar,
-w*
HÖRÐUR SIGURJÓNSSON, y
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn •
25. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Harðardóttir,
Erla Harðardóttir.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi,
langalangafi,
BÓTÓLFUR SVEINSSON,
lést á Droplaugarstöðum föstudaginn
26. febrúar.
Erla Bótólfsdóttir, Guðmundur Kristleifsson,
Sólveig Bótólfsdóttir, Guðmundur Helgason,
Fjóla Bótólfsdóttir, Ólafur Gíslason,
Erlingur Bótólfsson, Guðrún Ólafsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabamabörn.