Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 59
FOLK i FRETTUM
Heimildarmynd Ólafs Sveinssonar á Berlinale
Bensínið er
aukaatriði
Heimildarmyndin
„Nonstop" eftir og í
leikstjórn Ólafs Sveins-
sonar var sýnd á nýaf-
staðinni kvikmyndahá-
tíð í Berlín. Myndin
hefur hlotið mjög vin-
samlega umfjöllun í
þýskum fjölmiðlum og
var vel sótt á hátíðinni.
Róga Erlingsdóttir,
fréttaritari í Berlín, fór
í bíó og átti stutt spjall
viðÓlaf.
INÆSTA nágrenni við heimili
Ólafs, í Berlín-Moabit, er
ósköp venjuleg bensínstöð sem
er opin allan sólarhringinn. Pangað
koma ólíkar manneskjur á
kvöldin, næturnar eða árla
morguns til að ræða um dag-
inn og veginn yfir kaffibolla
eða bjór og snafsi.
Þýskir leigubílstjórar frá
austur- og vesturhluta Berlín-
arborgar kvarta yfir lengri
vinnudegi og lægri launum
síðan múrinn féll. Lesbískur
kynskiptingur finnur jarð-
veg pólitískra skoðana sinna
meðal hægri öfgasinna.
Tveir ellilífeyrisþegar, sem
báðir þjást af svefnleysi og
drekka óhófiega mikið,
eiga sitt annað heimili á
bensínstöðinni. Portú-
galsMr byggingaverka-
menn sem búa í gámum og streða
65 stundir á viku fyrir hamingju-
sömu fjöldskyldulífi þeirra sem eftir
sátu í heimalandinu. Þeir bölva
verkstjóranum og kvarta yfir léleg-
um vinnuskilyrðum. Þeir þrá konur,
blíðuhót og skemmtun en í fjögurra
koja svefngámum er aðeins hægt að
láta sig dreyma um ástarævintýri.
Starfsmaður bensínstöðvarinnar
þekkir alla og allir þekkja hann,
enda minnir hann einna helst á yfir-
þjón á góðri fastaknæpu.
Ólafur Sveinsson festi brot úr lífi
þessara borgarbúa á filmu í loka-
verkefni sínu frá þýsku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíunni í
Berlín. Utkoman varð kjarnyrt
heimildarmynd um mannlífið í
Berlín handan skarkala byggingar-
svæðisins á og allt í kring um
Potzdamer-Platz, handan hins yfir-
borðskennda glæsileika og ríki-
dæmis heimsborgarinnar.
Spegilmynd
Berlínarborgar
I göngufæri frá bensínstöðinni
er hin nýja miðborg Berlínarborg-
ar og gamla forsetahöllin Bellevue
skartar sínu fegursta hinum megin
við lestarteinana. Gestir bensín-
stöðvarinnar sem við kynnumst í
myndinni minnast ekki einu orði á
byggingarframkvæmdirnar, á að-
setursskipti þýsku rískisstjórnar-
innar eða á „nýju miðjuna" sem er
nýtt heiti á miðborg Berlínar síðan
Sehröder varð kanslari. Þeir gera
ekkert veður út af öllum þessum
breytingum, sem annars eru á allra
vörum. Gestunum er alveg sama
enda snerta flutningar ríkisstjórn-
arinnar ekki líf eða tilvist þeirra.
Þeir taka jafnvel ekki eftir öllum
látunum. Amast kannski við rykinu
sem berst frá svæðinu þar sem all-
ir byggingarkranarnir standa.
Werner ellilífeyrisþegi og alkó-
hólisti segir: „Litli maðurinn er
ætíð sá heimski, þeir stóru fá pen-
ingana." Viðmælandi hans svarar
á nær óskiljanlegri
berlínskri mállýsku: „En þeir
ríku þurfa líka að bíta grasið." Líf
þeirra er dæmigert fyrir milljón
mannleg örlög stórborgarinnar,
lífið er ekkert annað en sársauka-
fullt ferli og maður lætur sér það
lynda, sérstaklega seint á lífsleið-
inni þegar lífsorkan er hér um bil
á þrotum.
Áhorfandi myndarinnar fær
nægan tíma til að skyggnast inn í
líf persónanna á bensínstöðinni og
fer jafnframt í ferðalag með
nokkrum þeirra um næturlíf
Berlínar. Kynskiptingurinn fer á
diskótek samkynhneigðra, portú-
gölsku byggingaverkamennirnir
leita að konum, ást og virðingu á
brasilískum dansstað. Kvik-
myndatökuvélinni er komið fyrir í
leigubíl og keyrt er um götur
borgarinnar meðan leigubílstjór-
inn segir okkur sögur. Skammt
frá Brandenburger-hliðinu lætur
leigubílstjórinn þýska þjóðsönginn
í segulbandstækið, geysist í gegn-
um hliðið og keyrir hamingjusam-
ur á fagurri sumarnóttu eftir
frægustu breiðgötu Berlínar
„Unter den Linden". En ferðin
endar alltaf aftur þar, þaðan sem
upphaflega var lagt í hann, á bens-
ínstöðinni.
Annað sjónarhorn á lífið
„Nonstop" er frábær mynd. í 78
mínútur kynnast jafnvel Berlínar-
búar borginni sinni á nýjan hátt en
viðurkenna einnig að sýningu lok-
inni að „Nonstop" sýni mjög raun-
hæfa mynd af borginni og af
Þýskalandi við aldahvörf. Áhorf-
andinn fylgist með brotum úr lífi
fastagesta bensínstöðvarinnar;
hann fyllist hryllingi vegna til-
gangsleysis og hörku lífsins en er
allan tímann spenntur að vita
meira um vonir eða vonbrigði gest-
anna. Já, mann langar allra helst
að skella sér í kaffiá bensínstöð-
inni í hverfinu hans Ólafs.
Eftir sýningu myndarinnar segir
Olafur ánægðum bíógestum að tök-
urnar hafi aðeins
staðið yfir í fimm
nætur, hann hafi
að lokum átt 32ja
stunda efni sem
tók ellefu vikur að
klippa saman í þá
sögu sem úr varð.
Það lætur næstum
lygilega í eyrum að
ekki ein einasta
sena hafi verið und-
irbúin heldur sé
myndin spegilmynd
þess veruleika sem
Olafur fann á bensín-
stöðinni. í viðtali við
vikublaðið „Die Zeit"
sagði Ólafur: „Allt það
sem er vert að segja frá, á sér stað
innan hundrað metra frá eigin
heimili. Maður opnar augun og sér
hlutina frá öðru sjónarhorni. í
Berlín miðast alltof margar sögur
við endurbæturnar á „Reichstag"
(þinghúsið). Ef borgir eiga sál og ef
í þeirri sál býr persóna er það
miklu frekar Werner en kanslar-
inn."
Heiður að vera
á Berlinale
Ólafur sagði það mikinn heiður
fyrir sig að myndin skyldi hafa ver-
ið valin til sýningar á Berlinale-
kvikmyndahátíðinni. En það gerist
ekki oft að lokaverkefni ungs leik-
stjóra sé sýnt á svo merkri hátíð.
Hann vonast til að myndin verði í
kjölfarið sýnd í litlu „off'-bíóhúsi í
Berlín. Annars þurfi bara að koma
í tíós hvað framtíðin ber í skauti
sér, segir Ólafur. Hann langar að
halda áfram á sömu braut, jafnvel
á íslandi og segir áhorfendum frá
Hlemmi og draumi sínum um að
fjalla um fólkið sem hangir þar
með sínar brostnu vonir í fartesk-
inu. Því miður sé íslenska lögregl-
an búin að fæla fólkið í burtu. En
hver veit, kannski kemur fólkið aft-
ur og draumur Ólafs verður að
veruleika.
ERLENDAR
OO0OOG
Kristín Björk
spúnkstelpa
fjallar um safndiskinn
Japanese Homegrown Beats
með ýmsum flytjendum.
Japanskur teikni-
myndahávaði
HÁTJ ljósin í jap-
anskri raftón-
list eru ekki
endilega alltaf framan í
okkur. Þess vegna var
ég þakklát þegar ég
gróf safndiskinn Japa-
nese Homegrown
Beats upp í 12 tónum,
þar sem má oft finna
ýmislegt skrýtið sem
fæst hvergi annars
staðar. Þessi diskur er
sá þriðji í röð sem er
ætlað að opna glugg-
ann að japanskri raf-
tónlist fyrir okkur hina í heiminum.
Á diskinum eru 11 lög, allt frá
gítarjúngli út í geðveikislegan teikni-
myndahávaða með viðkomu í tíðinda-
lausu húsi. Hérna gefst
til tíðindasnauðar hús-
lummur frá DJ
Shufflemaster og
O.Y.M. En eftir frekar
kjánalega byrjun, sem
er ávarp grassérfræð-
ingsins um maríjúana,
koma Audio Aetive
nokkuð sterkir inn í
hressandi dubsveiflu.
Þegar þeir eru ekki að
vesenast í tónlist, segj-
ast þeir sveima útúr-
reyktir í himinhvolf-
inu. Lagið þeirra,
Weed Specialist, er
einkennilegt, svart reggí innlegg
sem maður á síst von á frá Japan.
Síðasta númerið á Homegrown
Beats er eftir gaur sem heitir
Nobukazu Takemura. Hann segist
vih'a forðast hefðbundna tónlist
tækifæri til að tékka á
mörgu í einu, sem maður getur svo
gramsað sig áfram með.
Diskurinn tekur áreynslulaust af
stað í mjúku, þjóðlegu trip hoppi frá
DJ Krush sem er hérna í samstarfi
við DJ Hide og DJ Sak undir nafn-
inu RYU. Lagið var upphaflega tekið
upp fyrir heimildamynd um Hong
Kong sem ungverskur leikstjóri
stýrði enda er einhver bakgrunnstil-
finning við það þótt það standi alger-
lega með sjálfu sér.
Það næsta sem telst til tíðinda eru
geðsjúklingarnir í Cycheouts sem
framreiða harðan bor og bassa í
teiknimyndastíl úr smiðju Simple
Red. Virkilega hressandi orkutónlist
sem þó siglir hraðbyri í hávaðadeild-
ina ef partískórnir eru ekki á tánum.
Það sama á reyndar við um næsta
númer á eftir þessu sem er Kirihito
og er brjálaður hasar fluttur af að-
eins tveim mönnum sem hljóma eins
og allavega þrettán.
Dr. Shunsuke Hayakawa spilar
standandi á trommurnar og notar
ekki bassatrommu, á meðan félagi
hans Takehisa öskrar og spilar á raf-
magnsgítar um leið og hann sparkar
í Casio-hljómborð á gólfinu. Hama-
gangurinn, sem er eiginlega n.k.
gítarjúngl, minnir dálítið á Bor-
edoms á góðum degi þrátt fyrir að
söngvara þeirra, Yamantaka Eye,
verði seint slegið við i öskrunum.
Yamantaka sagði einu sinni að sam-
kvæmt japanskri þjóðtrú öskruðu
andalæknar til að brúa frá veruleika
okkar yfir í aðra vídd, en hann og fé-
lagar hans í hávaða, öskri til að finna
sjálfan sig. Ætli þeir öskri ekki frek-
ar til að finna fyrir sér, strákarnir?
Það er tilfinnanleg vöntun á öskri í
næstu tveimur lögum sem eru helst
þar sem „aðallag-
línan er eins og leikari studdur af
aukaleikurum". Hann segist vilja að
hlustandinn sé ekki aðeins dáleiddur
af laglínunni heldur vill hann að hver
sá sem hlusti á tónlist hans finni sér
sinn persónulega stað í henni. Take-
mura er ólíkur öllum hinum á diskn-
um, er meira í vægðarlegu klassísku
deildinni með Pétri, úlfinum og fé-
lögum. Annars eru bragðtegundirn-
ar á Homegrown Beats jafnmargar
lögunum og ekkert hægt að reikna
út - án þess þó að heildin verði sund-
urlaus. Ef þetta er þverskurður af
öllum tónlistarhasarnum sem er í
gangi hjá Japönum núna þá er viss-
ara að vera við öllu búinn því það er
greinilega allt að verða vitlaust í
Japan.
e,
Aukin ökuréttindi
Ökuskóli
íslands
(Meirapróf)
Leígubíll, vörubifreið, hópbifreiö og eftirvagn.
Ný námskeið hefjast vikulega.
Gerið verðsamanburð.
Sími 5683841, Dugguvogur2
VÍSA
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4539-8700-0003-2001
4539-8700-0003-2019
4539-8100-0003-9374
4539-8100-0003-8897
4543-3700-0022-1781
4543-3700-0027-9888
4543-3700-0024-0435
4507-4300-0022-4237
Afgreiðslufólk, vinsamlegast taklð
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Islandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest
VISA ISLAND
Alfabakka 16,
109Reykjavík.
Simi 525 2000.