Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarfélag Gerðahrepps 20 ára Morgunblaðið/Þorkell Grúskað á bóka- markaði VIÐSKIPTAVINIR á bókaniarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni voru svo niðursokknir í bókmenntirnar þegar ljósmyndari leit þar inn í gær að þeir tóku ekk- ert eftir því þegar liann smellti af. Kannski ekki að undra, þar sem fjökli góðra bóka er á boðstólum með umtalsverðum afslætti. Fjölbreytnin er líka í fyrirrúmi, svo allir ættu að geta fundið bók við hæfi, hvort sem menn hafa áhuga á Ijóðum eða lausamáli, skák eða skíðum, fræðibókum eða fomritum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt af úrvalinu. Bókamarkaður- inn stendur fram á sunnudag, 7. mars. Garði, Morgunblaðið TÓNLISTARFÉLAG Gerðahrepps varð 20 ára sl. föstudag og af því tilefni var haldin afmæl- ishátíð í samkomuhús- inu. Halldóra Jóna Sig- urðardóttir setti hátíð- ina en síðan tók Soffía Ólafsdóttir við stjórn samkomunnar. Fyrst á dagskránni var trompetleikur Eddu Rutar Björnsdóttur við undirleik Esterar Ólafs- dóttur en hún lék kafla úr trompetkonsert eftir Haydn. Þótt Edda Rut sé aðeins 18 ára hefir hún nú þegar komið víða við og spilar í nær öllum lúðrasveitum Suðurnesja auk þess sem hún hefir spilað í Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar og víðar á höfuð- borgarsvæðinu. Þá kennir hún við Tónlistarskólann í Garðinum. Halldóra Jóna Sigurðardóttir for- maður félagsins rakti sögu þess og kom þar m.a. fram að það voru Edda Karlsdóttir og Kristjana Kjartans- dóttir sem voru upphafskonurnar að stofnun félagsins. Þær leituðu ráða hjá ýmsum aðilum m.a. hjá Jóni As- geirssyni tónskáldi, sem var meðal gesta ásamt eiginkonu sinni á sam- komunni, en markmiðið með stofnun félagsins var alltaf að koma tónlist- arkennslu af stað í bænum. Tónlistarskólinn var svo stofnaður 15. september 1979 og var hann þá fyrst útibú frá tónlistarskólanum í Keflavík og Herbert H. Ágústsson skólastjóri. Skólinn hefir verið starf- ræktur síðan með miklum myndar- brag í samstarfi við Gerðahrepp. Nemendur eru nú 75 og það nýjasta Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson FRUMKVÖÐLAR Tónlistarfélagsins voru heiðraðir á samkomunni. Talið frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir, Jóna Hallsdóttir, Kristjana Kjartansdóttir og Edda Karlsdóttir ásamt núverandi formanni Halldóru Jónu Sigurðardóttir. í skólastarfinu er einsöngskennsla. Núverandi skólastjóri er Hjördís Einarsdóttir. Fimm konur voru heiðraðai' á þessum tímamótum fyrir ærið starf í þágu félagsins. Það voru frumkvöðl- arnir Edda Kai’lsdóttir, Kristjana Kjartansdóttir, Kristín Guðmunds- dóttir og Jóna Hallsdóttir. Þá var Soffia Ólafsdóttir heiðruð fyrir ýmis störf í þágu félagsins undanfarin 20 ár en hún hefir verið gjaldkeri þess í mörg ár. Fleiri listamenn komu fram. Má þar nefna Guðbjörgu Jóhannesdótt- ur sem lék píanóverk eftir Tsjækov- skí en hún hefír verið viðloðandi skólann frá 6 ára aldri og kennir nú á píanó. Þá söng skólastjórinn Hjördís Einarsdóttir nokkur lög við undir- leik Esterar Ólafsdóttur. Félaginu bárust margar góðar gjafir á þessum tímamótum þ.ám. peningagjafir sem eflaust munu koma í góðar þarfir í framtíðinni. STÓRSVEIT Reykjavíkur og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfssamning, sem undir- ritaður var í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardag við tilheyrandi hljóð- færaslátt og söng. Samningurinn felur m.a. í sér að Stórsveit Reykjavíkur haldi þrenna tónleika í Ráðhúsinu og eina tónleika í miðborg Reykja- víkur á árinu 1999. Reykjavíkur- borg greiðir Stórsveitinni 375.000 kr. fyrir hverja tónleika fyrir sig og skal aðgangur að tónleikunum vera ókeypis. Samningurinn kveður ennfrem- ur á um að Stórsveit Reykjavíkur láti útselja tíu lög sem tengjast Reykjavík og Reykjavíkurborg greiði kr. 100.000 upp í kostnað vegna þessa. Lögin eru: Ó, borg mín borg, Fröken Reykjavík, Vor- kvöld í Reykjavík, Við Reykjavík- urtjörn, Við Vatnsmýrina, Haga- vagninn, Síðasti vagninn í Soga- mýri, Braggablús, Fyrir sunnan Fríkirkjuna og Austurstræti. Þá hafa Stórsveitin og Reykja- víkurborg komið sér saman um að Stórsveitin kynni Reykjavík með því að setja merki borgarinnar á kynningargögn, svo sem plaköt, dagskrár, auglýsingar o.fl. I fréttatilkynningu vegna samn- ingsins segir að Stórsveit Reykja- víkur hafí til þessa átt farsælt samstarf við Reykjavíkurborg. í samningnum sem nú hafi verið undirritaður felist að samstarfið verði aukið og útvíkkað, þar sem markmið samningsins sé að renna styrkari stoðum undir rekstur stórsveitarinnar eða með öðrum orðum að koma sveitinni á fastan grunn. Þeir fjármunir sem komi í Morgunblaðið/Halldór Kolbeins INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Sæbjörn Jónsson, stjórnandi Stórsveitar Reykjavíkur, undirrita samstarfssamninginn. hlut stórsveitarinnar vegna sam- starfssamningsins nýtist m.a. til þess að standa straum af föstum rekstrarkostnaði, svo sem vegna nótnakaupa, erlendra hljómlistar- manna, útsetninga á íslenskum lögum, flutningi hljóðfæra, endur- nýjun á nótnapúltum og búning- um. „Samstarfssamningurinn við Reykjavíkurborg gerir það einnig kleift að í fyrsta skipti verður mögulegt að greiða hljóðfæraleik- urum lágmarkslaun fyrir tón- leika, en æfingar verða áfram ólaunaðar. Ávinningur borgarinn- ar felst m.a. í auknu lífi í borg- inni, þjónustu og aðdráttarafli fyrir ferðamenn, góðri ímynd og glaðlegri borg og síðast en ekki síst má segja að þetta samstarf renni styrkari stoðum undir list og menningu í höfuðborginni," segir í fréttatilkynningunni. Stórsveit Reykjavíkur var stofnuð veturinn 1992 og var helsti hvatamaðurinn að stofnun hennar og aðalstjórnandi frá upp- hafi Sæbjörn Jónsson. Sveitin tel- ur tuttugu hljóðfæraleikara sem flestir eru atvinnutónlistarmenn, þar af nokkrir fremstu djasstón- listarmenn þjóðarinnar. ----------------- Sýningu lýkur Gallerí Hornið SÝNINGU Alans James í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, lýkur á morgun, miðvikudag. Á sýningunni eni málverk og verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin er opin frá kl. 11-24 en sérinngangur aðeins kl. 14-18. SAMRÆÐUR SIGURÐAR MÓÐIR, frá 1999, eftir Sigurð Magnússon. Olía á striga, 190 x 90 cm. MYNDLIST Listmunahús Ófeigs, Skólavörðustíg MÁLVERK SIGIJRUER MAGJVfJSSOIV Til 6. mars. Opið ó versl- unartíma, mánud. til föstud. frá kl. 10-18; laugardaga og sunnu- daga frá kl. 11-14. ÉG VERÐ að játa að mér er ekki fylli- lega ljóst hvert Sig- urður Magnússon er að fara með sýningu sinni „Samræður", hjá Ofeigi við Skólavörðu- stíg. Skilaboðin sem hann lætur áhorfand- anum eftir í 26 verk- um á jarðhæð og lofti listmunahússins eru svo dauf og loðin að varla er um samræður að ræða. f mesta lagi er hægt að tala um tuldur í barm sér. Þetta getur varla talist fullnægjandi þegar tekið er tillit til langrar skólagöngu Sigurðar, hér heima og í Lundúnum, þar sem hann tók masterspróf í málara- list eftir þriggja ára framhaldsnám. Nú mun Sigurður væntanlega svara því til að hann hafi að leið- arljósi heiðarleik og einlægni og svona komi hann þeim eigindum tO skila. En þá er manni spurn hvers vegna hann lagði á sig langt og strangt nám ef ætlunin var að tjá sig eins og sá sem aldrei hefur sest á skólabekk. Varla fer maður í Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum og framhaldsnám í alpagreinum til Austurríkis til þess eins að komast að því að miklu vænlegra sé að hoppa um berfættur í fönn- inni? En látum nú vera þennan margupphitaða expressjónisma sem rekja má aftur til aldamót- anna síðustu - þegar listamenn héldu að þeir gætu orðið grænir eins og böm eða villimenn - en dúkkar svo upp með vissu millibili og allra handa soðbragði í metn- aðarlitlum listmunahúsum um heim allan. Það sem er alvarlegra er inntaksleysið sem lýsir sér í hugmyndasnauðum titlum og vanabundnu myndefni þar sem ekkert er gert til að róa á per- sónuleg mið, eða brydda upp á opnun til óvæntra átta. Án þess ég vilji draga þennan dóm út á pólitísk mið get ég þó ekki varist því að minnast fyrri starfa Sigurðar sem frammá- manns í ákveðnu stéttarfélagi iðnaðarmanna. Varla hefur hann verið þar í forsvari í eintómu til- gangsleysi? Ég spyr vegna þess að stórpólitískir menn eru alltof ginnkeyptir fyrir þeirri kórvillu að listir standi utan og ofan við allar marktækar athafnir og séu því ekki annað en innihaldslaus munaðarframleiðsla gróðabrall- ara handa öðrum gróðabröllur- um. Getur verið að Sigurður tjái sig sem raun ber vitni vegna slíkra ómerkilegra ranghug- mynda? Halldór Björn Runólfsson Eldri nemendurn- ir eru nú kenn- arar við skólann Samstarfssamningur Stórsveit- ar Reykjavíkur og borgarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.